Þjóðviljinn - 24.11.1966, Blaðsíða 10
«
■ Allir vita að á íslandi geta dómsmál legið árum sam-
an hjá dómstólunum, opinber mál ekki síður en einkamál.
Á síðustu árum hafa t.d. verið daemd allmörg einkamál
hér í Reykjavík sem staðið hafa 4, 5, 6, 7 eða ’jafnvel 8 ár.
Þetta kemur fram í skýrslu
dómsmálaráðherra um athugun á
méðferð dómsmála og dómaskip-
un, en skýrsla þessi var lögð
Víkingur fékk á
3. hundrað tonn
Lokið var að Janda úr Víkingi
í fyrradag, en hann kom til Rvík-
ur á laugardag eftir veiðiferð á
Vestur-Grænlandsmið. Aflaði tog-
arinn á þriðja hundrað tonn á
níu sólarhringum, þrátt fyrir af-
leitt veður. Um 150 tonn af afl-
anum var karfi, en afgangurinn
þorskur, og steinbítur, einnig 13
hákarlar.
fram á Alþingi í gser. Athugun-
iná gerði nefnd, sem dómsmála-
ráðherra skipaði í október sl.
„til þess að athuga breytingar,
sem gera mætti á dómaskipun-
inni og til bóta mættu teljast,
op jafnframt að athuga og gera
tillögur um breytingar á löggjöf
og framkvæmd varðandi meðferð
dómsmála í landinu". I nefndina
tiinefndu eftirtaldir aðilar sinn
fulltrúann hver: Hæstiréttur,
lagadeild Háskólans, Dómarafé-
lag íslands og Lögmannafélag
Islands. Enfremur eiga sæti í
nefndinni yfirborgardómarinn f
Reykjavík, yfirsakadómari og
ráðuneytisstjórinn í dómsmála-
ráðuneytinu, sem er formaður
nefndarlnnair.
Frá töku augjýsingakvikmyndarinnar. Á myndinni eru Bessi Bjarnason og Kristín Guðlaugsdóttir.
Fyrsta langa auglýsingak vikmyndin
Skýrsla nefndarinnar ér allítar-
leg og er þar m.a. að finna
greinargerðir ýmissa aðila, sem
leitað hefur verið til, einkum
dórtiara víðsvegar um land. Má
segja að langflestir nefni það sem
aðalástaaðu fyrir drætti þeim, *'r
vill verða á meðferð dómsmála,
að skortur sé á hæfu starfsliði,
starfsaðstaða sé víða slæm, og
lögmenn tefji oft mál að óþörfu.
Sumir dómaranna koma með til-
lögur eða ábendingar til úrbóta.
Jón Isberg, sýslumaður Húnvetn-
inga, leggur til dæmis til að
stofnaðir verði fjórðungsdómar,
þ.e. sérstakur dómur fyrir nokk-
ur lögsagnarumdasmi. PéturGaut-
ur Kristjánsson, settur bæjarfó-
geti á Siglufirði, telur að banna
ætti „embættisdómurum með öllu
afskipti af öðrum opinberum
málum (en dómsstörfum) svo sem
stjórnmálum og launuðum auka-
störfum á óskyidum sviðuia."
í gærkvöld var sýnd fyrsta
langa auglýsingakvikmyndin í
íslenzka sjónvarpinu og var sýn-
ingartíminn 30 sekúndur.
Auglýsingaskrifstofan, Lindar-
bæ, annaðist gerð kvikmyndarinn-
ar fyrir Herrahúsið í Aðalstræti
en kvikmyndatökumaður var
Þrándur Thoroddsen. Lögð var
áherzla á að kynna Herrahúsið,
Kóróna föt, Belmondo hálsbindi,
Arrow skyrtur og Hanes undlr-
fatnað.
Aðalstjarnan í auglýsinga-
myndinni var Bessi Bjarnason
en auk hans komu fram Edda
Þórarinsdóttir og Kristín Guð-
laugsdóttir. Hefst myndin á því
að vinnuklæddur sjómaður er á
gangi í Aðalstræti og gefa stúlk-
urnar honum heldur óhýrt auga,
en brátt rennur upp ljós fyrir
manninum. hann gengur ina í
Herrahúsið og þegar hann kem-
ur út þaðan klæddur samkvæmt
nýjustu tizku horfá stúlkumar
náttúrlega á hann aðdáunaraug-
um!
Hér er um tilraun að raeða,
unnið var að gerð kvikmyndar-
innar fram eftir dégi í gær og
ekki var hægt að segja til um
kostnað hennar að svo stöddu.
Reykjavíkurdeild BFÚ ehir
tíi „upprifjunar' '-námskeiða
Sálumessa Brahms flutt í kvöld
Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær verður Sálumessa
Bi-ahms flutt á tónleikunum i Háskólabíói í kvöld af Sinfóníu-
hljómsveit lslands og Söngsveitinni Fílharmóníu ásamt einsöngvurunum Hönnu Bjarna Jóttur og Guðmundi Jónssyni en stjórn-
andi er dr. Róbert A. Ottósson. Myndin hér að ofan er tekin á aðalæfingu í gærmorgnn í Háskólabíói- — (Ljósm. Þjóðv. A- K-).
Munum halda áfram úthlutun sumar-
bústaðalóða í nágrenni Þingvallar
— segir Þingvallanefnd, sem úthlutað hefur 45 lóðum, þar af 29 nýlega
■ . Á síðastliðrium 9 árum hefur núverandi Þing-
yallanefnd úthlutað alls 45 sumarbústaðalóðum í
næsta nágrenni þjóðgarðsins í Þingvallasveit.
Nefndin hefur þó aldrei auglýst eftir lóðaumsókn-
um, en veitt þeim umsækjendum lóðir sem snúið
hafa sér til hennar.
\ ,
Þetta var upplýst á fundi sam-
einaðs þings í gær, er til um-
ræðu var fyrirspurn Gils Guð-
mundssonar, þingmanns Alþýðu-
bandalagsins, um lóðaúthlutun
ÞÍAgVállanefndar. Fyrirspurnin
var í sex Iiðum, svohljóðandi:
1. Hve mörgum lóðum .undir
sumarbústaði befur Þingvalla-
nefnd úthlutað úr landi jarð-
anna Kárastaða og Gjábakka
í Þingvallasveit?
2. Hvaða reglum hefur Þing-
vaÚanefnd fylgt við ráðstöf-
un lóða þessara?
3. Með hvaðá skilmálum eru lóð-
irnar af hendi látnar?
4. Hverjir hafa fengið umraedd-
ar lóðir?
5. Hver er tilgangur Þingvalla-
nefndar með lóðaúthlutun
þessari?
6. Hefur Þingvallanefnd í hyggju
að halda áfram úthlutun lóða
■ á Þingvallasvæðinu?
Forsætisráðherra Bjarni Bene-
diktsson,/las upp svör Þingvalla-
‘nefndar (en í henni eiga sæti
þrír þingmenn: Emi'l Jónsson,
Hermann Jónasson og Sigurður
Bjarnason). Var þar sagt að
nefndin hefði á sl. 9 árum veitt
alls 45 umsækjendum lóðir und-
ir svtinarbústaði í Þingvallasveit,
þar af 29 lóðir á dreifðu svæði í
Kárastaða- og Gjábakkalandi nú
nýlega. Nefndin hefur aldrei aug-
lýst eftir umsóknum um lóðirn-
ar, en afgreitt þær umsóknir sem
fyrir hafa legið hverju sinni í
tímaröð. Lóðaleigan er 2000 kr.
og veiðileyfi þá ekki innifalið,
leigutíminn 30 ár. Leigutakar
greiða í eitt -skipti fyrir öll
10 þús. kr. vegna tæknilegra at-
riða í sambandi við skipulagn-
ingu sumarbústaðasvæðanna o.fl.
Byggingaframkvæmdir þurfa að
hefjast áður en 2 ár eru liðin
frá lóðarveitingu og nefndin þarf
að samþykkja teikningar af -bú-
stöðunum sem á lóðunum rísa.
I sarnbandi við 4. lið fyrir-
spurnar Gils (Hverjir hafa feng-
ið umræddar lóðir?) kvaðst ráð-
herrann hafa í fórum sínum
skrá Þingvallanefndar um. lóðar-
hafa, en sagði að sú skrá ætti
ekkert erindi til almennings og
las hana því ekki upp. Þó væri
þetta ekkert leyniplagg, sagði
ráðherra.
í lok svars Þingvallanefndar
kom fram að nefndin er staðráð-
in í því að halda áfram úthlutun
sumarbústaðalóða við Þingvelli
eftir því sem frágangi skipulags
þar miðar áfram.
Ekki staður fárra útvaldra
Gils Guðmundsson minnti á
að lög um friðun Þingvalla hefðu
verið sett á árið 1928. í 1. grein
þeirra laga stendur að Þingvell-
ir við Öxará skuli „friðlýstur
helgistaður allra. íslendinga“.
Rakti hann síðan nokkur fleiri
ákvæði löggjafarinnar, sem auð-
sæilega hefði verið sett til
verndar hinum þjóðhelga stað.
Lagði ræðumaður áherzlu á að
Þingvallanefnd yrði að fara mjög
varlega í að úthluta lóðum nndir
hús og önnur mannvirki í næsta
nágrenni Þingvalla. Þeir eiga
ekki að vera staðnr fárra út-
valdra, sem njóta sérréttinda,
sagði Gils, heldur helgistaður
allrar þjóðarinnar eins og í lög-
unum segir.
Forsætisráðherra sagði í um-
ræðunum í gær, að athuga þyrfti
hvort Alþingi ætti ekki að gera
ráðstafanir til að friða alla
strandlengju Þingvallavatns —
og væri það kannski orðið ef
seint. Eiimig þyrfti að friða hinn
forna þingstað betur en gert
væri og nefndi í því sambandi
þjóðveginn um Almannagjá, en
notkun hans taldi forsætisráð-
herra hrein helgispjöll og barbar-
isma, líkt og Rómverjar legðu
akbrautir um Forum Romanum
eða Grikkir bílabrautir um
Akropolishæð. Auk þess væri
stórfelld hætta í sambandi við
notkun vegarins í Almannagjó.
Eitt aðalstefnumark Bindindis-
félags öknmanna er að stuðla að
aukinni umferðarmenningu. Áð
þessu hefur félagið unnið á ýms-
, an hátt, t.d. með ritum félags-
ins, Umferð og BFÖ-blaðinu og
góðaksturskeppnunum.
Nú síðustu ár hafa margar
nýjungar komið fram í sam-
bandi við umferð og margir öku-
menn hafa ekki fengið fækifæri
til að kynna sér þær og eru af
þeím sökum óvissir um hvernig
haga skuli akstri við ýmsar að-
stæður. Þetta kom glöggt í ljós
í síðustu góðaksturskeppni BFÖ
hér í Reykjavík í haust, er
margir keppendur tóku t.d. rang-
ar hægri beygjur og voru óviss-
ir í akreinaakstri.
Þessvegna hefur Reykjavíkur-
deild BFÖ ákveðið að taka upp
þá nýbreytni, að efna til upp-
rifjunarnámskeiða fyrir félaga
deildarinnar og aðra ökumenn.
Skal hið fyrsta hefjast fimmtu-
daginn 24. nóvember kl. 20s30
pS verður það til húsa í Slysa-
varnafélagshúsinu við Granda-
garð. Það námskeið er þegar
fullsetið, en tekið verður á móti
umsóknum á síðari námskeið á
skrifstofu Ábyrgðar h.f., Skúla-
götu 63, Reykjavík.
Dagskrá fyrsta námskeiðsins
verður sem hér segir:
Fimmtud. 24. nóv. kl. 8,30' til
9,25: Umferðarlög (Hákon H.
Kristjónsson hdl.), kl. 9,30 til
10,30: Erindi með skuggamynd-
um (Pétur Sveinbjörnsson).
Mánudagur 28. nóv. kl. 8,30 til
9,25: Umferðarlög (Hákon H.
Kristjónsson hdl.), kl. S;30' tll
10,30: Erindi og _ fyrirspurnir
(Magnús Einarsson, varðstj.).
Þriðjudag 29. nóv. kl. 8,30 t.il
9,25: Erindi um hálkuakstur (Sig.
E. Ágústsson), kl. 9,30 til 10,3(k
Kvikmyndir um hálkuakstur.
Fimmtudag 1. des. kl. 8,30 til
9,25: Umferðarlög (Hákon H.
Kristjónsson Hdl.), 9,30- til 10,30:
Umferðarkvikmyndir.
Mánudag 5. des. kl. 8,30 til
9,25: Umferðarlög (Hákon H.
Kristjónsson hdl.), kl. 9,30 til
10,30: Fyrirspurnir, námskeiðinu
slitið. — (Frá BFÖ).
Lokaður vegur
Lögreglan í Hafnarfirði hefur
beðið blaðið að vekja athygli
ökumanna á því að Hafnarfjarð-
arveginum hefur verið lokað á
kafla við Hraunholtslæk vegna
framkvæmda þar við skólplagnir.
Er þó hægt að komast leiðar
sinnar með því að aka niður
fyrir veginn á þessum stað.
Styrkveitingar
AFS á ísiandi ,
Eins og undanfarin ár gengst
American Field Service félags-
skapurinn fyrir styrkveitingu til
ársdvalar á bandarískum heim-
ilum. Styrkir þessir eru véittir
unglingum á aldrinum 16 til 18
•ára. Styrkþegar munu stunda
nám við bandaríska gagnfræða-
skóla og dvelja hjá bandarískum
fjölskyldum.
Allar nánari upplýsingar varð-
andi styrk þennan munu veittar
á skrifstofu A.F.S. á íslándf;
Silla og Valda húsinu, Austur-
stræti 17, 4. hæð, miðvikudaga
og föstudaga milli kl. 4,30" og
6,30. Sími 23490.
I oft í allt að átta
ár í meðferð dómstólanna