Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 03.12.1966, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 3. desember 1966. Um Atlanzhafs-laxinn CJ tgeíandl: ^amelningarflokieur alþýöu — Sóslalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguróur V. Friöþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvald,ur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. VerBstöðvun í verki jgjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur frum- varp á þingi um verðstöðvun og fylgir því eftir með fögrum orðum um nauðsyn þess að aflétta þeirri óðaverðbólgu sem verið hefur meginein- kenni viðreisnarstefnunnar um sex ára skeið. j^okkrum dögum síðar birtist annar leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson borg- arstjóri, á borgarstjómarfundi og leggur fyrir fjárhagsáætlun næsta árs. Og þar er sannarlega ekki um neina stöðvunarstefnu að ræða. Útgjöld borgarinnar eiga enn að hækka um 142 miljónir króna og hafa nú náð því marki að komast yfir miljarðinn. Þessi hækkun á einkanlega að renna í aukna skriffinnsku og rekstrarkostnað, einstak- ir rekstrarliðir eiga að hækka um allt að 43,8%. Til þess að standa undir þessum aukna tilkostnaði eiga útsvör borgarbúa að hækka rétt einu sinni, o° í hetta skiptið um hvorki meira né minna en 18% eða nær 100 miljónir króna. Þessi væntanlega hækkun á útsvörum kemur í kjölfar stórfelldra hækkana á þjónustu allra borgarfyrirtækja, hita- veitu, rafmagnsveitu og strætisvagna. jgflaust sanna svo íhaldsblöðin næstu daga að þessi óðaverðbólguskriða sé í fullu samræmi við verðstöðvanafrumvarp ríkisstjórnarinnar, og er sízt ástæða til að draga þá niðurstöðu í efa. Þar er stefnan mörkuB p*yrir allmörgum árum var greint frá því eftir utanríkisráðherrafund Norðurlanda að það væri sameiginleg stefna Norðurlandaríkjanna fimm að stjórnin í Peking tæki við aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum. Á fundi allsherjarþings SÞ skömmu síðar gerðust svo þau furðulegu tíðindi að Island sat hjá þegar hin sameiginlega stefna Norðurlanda kom til atkvæða, og mun fáum hafa komið sú frétt jafn mikið á óvart og ríkisstjórn íslands. Síðan hefur ísland árum saman setið hjá við atkvæðagreiðslur um sína eigin stefnu, þar til fyr- ir nokkrum dögum að íslendingar greiddu loks atkvæði gegn stefnu sinni. Þá mun ríkisstjóm ís- lands hafa orðið undrandi fyrir alvöru, því einmitt sama daginn hafði flokkur utanríkisráðherrans samþykkt ályktun þess efnis „að stefna beri að þátttöku Kínverska alþýðulýðveldisins í Samein- uðu þjóðunum“. gíðan hafa stjórnarblöðin reynt að skýra hina fráleitu afstöðu íslenzku sendinefndarinnar; Morgunblaðið telur að Kínverjar verði að ganga undir sérstakt siðgæðispróf til þess að vera tækir í félagsskap með jafn andlega háþroskuðu friðar- ríki og Bandaríkjunum; Alþýðublaðið býr hins vegar til nýtt ríki úr kínversku eyjunni Taivan. Þessar vífilengjur fá þó ekki haggað þeirri stað- reynd ,sem nú blasir við öllum, að stefna íslands í þessu máli er ekki ákveðin í litla hvíta húsinu við Lækjartorg, heldur í samlitu húsi í annarri heimsálfu. — m. Veiðimálastjóri hefur sent Þjóðviljanum til birtingar álit samstarfsnefndar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES) og Alþjóðafiskveiðinefndarinnar fyrir Norðvestur-Atlanzhaf (ICNAF). Álit þetta er svo- hljóðandi: Á síðustu fim árum hefur aukið magn af Atlanzhafslaxi veiðst við strendur Grænlands. í aflanum hefur fundizt lax merktur í Bandaríkjunum, Kanada, írlandi, Bretlandi og Svíþjóð. Til að komast að raun um, hvaða áhrif þessar nýju veiðar hefðu á laxveiði og laxastofna annarra landa, settu ICES og ICNAF á fót sam- starfsnefnd vísindamanna frá þátttökulöndum nefndra stofn- ana. Þessi nefnd hélt fyrsta fund sinn í Madrid 25.—26. maí s. 1. í sambandi við árs- fund Aiþjóðafiskveiðinefndar- innar fyrir NorðvesturAtlanz- haf. Mesta aflaárið, 1964, veidd- ust yfir 1400 lestir af laxi við Grænland, eða um 14% af heildarafla _ „stóru“ laxveiði- landanna. Árið eftir, 1965, féll aflinn niður í 740 lestir, að- allega vegna verðbreytinga, sem drógu úr veiðisókninni. Laxinn, sem veiðist við Grænland, er um *7 pund á þyngd að jafnaði, og hefur svo að segja al’ur verið 1% ár í sjó. Undir venjulegum kring- umstæðum mundi lax af þess- ari stærð gamga í heimaár sín- ar ári síðar. Lax, sem aðeins er eitt ár í sjó áður en hann geng- ur til hrygningar. hefur ekki B/að- dreifíng Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi. Langholt Skipasund Sólheima Tjamargötu Laufásveg Leifsgötu Lönguhlíð. Sími 17-500. KÓPAVOGUR Blaðburðarböm óskast í vestur- bæinn. Sími 40-753. ÞJÓÐVIL.TINN veiðst við Grænland. Þessar veiðar hafa því ekki áhrif á fjölda þeirra smálaxa, sem snúa aftur til heimkynna sinna til að hrygna eða eru veiddir þar. Áhrif veiðanna á stærri lax- inn eru ekki aðeins komin und- ir því magni, sem veiðist við Grænland, heldur líka vaxtar- aukningu fisksins frá því hann er á Grænlandsmiðum þar til hann gengur í heimaámar, dánartölu hans á leiðinni þang- að og hversu mikið veiðist af honum eftir að hann hefur gengið í ámar í heimalandi sín.u. Auðvelt reyndist fyrir nefndina að fá upplýsingar um vaxtarhraða laxins, eða öllu heldur þyngdaraukningu, sem nemur 40—50% á heimleiðinni frá Grænlandi. Hins vegar voru engar áreiðanlegar upp- lýsingar um dánartölu ef eðli- legum orsökum á þessum tíma. Hlutfallið af veiddum fiski í heimaánum er mjög breyti- legt á hinum ýmsu svæðum, og fer það eftir veiðisókninni á hverjum stað. Það virðist sérstaklega hátt sums staðar í Kanada, þar sem 85—90% af stóra laxinum er veiddur í sjó á leiðinni í árnar. Þetta hlut- fall er yfirleitt lægra í Ev- rópu, t.d. 80% í sumum norsku^ ánum, og jafnvel enn lægra í Suður-Englandi. Það mágn af laxi, sem veið- ist við Grænland eftir tveggja ára veru í sjó, er einnig afar mismunandi eftir löndum, sennilega vegna , þess að mis- mikið af laxi leitar til Græn- lands frá hverju landi fyrir sig. Mikið af hinum stóra laxa- stofni Kanada virðist fara til Grænlands og leggur líklega mest til veiðanna þar. Önnur lönd, sem leggja talsverðan skerf til þessara veiða, eru ír- land og Skotland. Lítið sem ekkert af laxi frá Norður- og Vestur-Noregi virðist leita á Grænlandsmið. Laxveiðarnar við Grænland hljóta að valda nokkrum sam- drætti í veiðunum heima fyrir, nema allur lax snúi aftur frá Grænlandi upp í heimaárnar. Hversu mikill þessi samdrátt- ur verðpr fer eftir hlutfallinu milli stærðaraukningar og eðli- legrar dánartölu, og auðvitað einnig veiðisókninni heima fyrir. Áhrifin á heildaraflann, bæði við Grænland og í heima- ánum koma fram við mismun- inn milli aflans á Grænlands- miðurn og veiðirýrnunarinnar á heimaslóðum. Ef eðlileg dán- artala og nýtingin í héima- landinu nema svo miklu, að meira en 70°/n a'f laxinum við Grænland mundi veiðast í heimaánum, þó að veiðarnar við Grænland kæmu ekki til, þá hafa Grænlandsveiðarnar rýrnandi áhrif á heildaraflann. Ef aftur á móti hefðu veiðst minna en 70% af þessum fiski, þá er um aukningu á heildar- afla að ræða ' vegna veiðanna við Grænland Þar eð smáláx er oft mikil- vægur hluti aflans og Græn- landsveiðarnar hafa ekki á- hrif á hann, eru hlutfallsleg á- hrif veiðanna á aflann í heild yfirleitt minni en á stóra lax- inn út af fyrir sig, stundum svo nemur meiru en helmingi. Áhrifin á hrygningarstofn- inn eru einnig hlutfallslega minni en hjá stóra laxinum, því að smálaxinn er duglegur við að hrygna, enda þótt hrognaframleiðsla hvers ein- staklings sé minni en hjá stærri fiskinum. Lítið er enn vitað um sambandið milli fjölda • hrygnandi laxa og fjölda gönguseiða, en yfirleitt veldur fækkun hrygnandi fiska ekki að sama skapi færri gönguseiðum; stundum er jafn- vel ekki um neinn samdrátt að ræða. Þrátt fyrir tiltölulega mik- inn afla við Grænland síðustu tvö árin, hafa hingað til ekki sézt nein merki um verulega rýrnun í aflanum heima fyrir af þeim sökum. Hins vegar eru svo miklar eðlilegar sveifl- ur í laxveiðunum frá ári til árs í flestum löndum, að það getur kostað margra ára rann- sóknrr að finna hugsanlega aflarýrnun vegna veiðanna við Grænland, nema þessar veiðar aukist þá stórlega frá því sem nú er. Það verður eitt af verk- efnum samstarfsnefndarinnar að fylgjast með laxaaflanum heima fýrir, einmitt, í þessu skynL Samstarfsnefndin ræddi einnig hvaða aðferðir vaéru hentugastar við að rannsaka áhrif Grænlandsveiðanna og gerðar voru ráðstafanir til að samræma aðgerðir vísinda- manna í hinum ýmsu löndum. Á vertiðinni 1966 munu sér- fræðingar frá Danmörku, Eng- landi, Skotlandi og að öllúm líkindum Kanada, koma á mið- in við Grænland og fram- kvæma ýmsar rannsóknir Þeir ætla að merkja eins mikið af laxi og imnt er tjl að reyna að fylgjast með heimgöngu hans, taka sýnishorn úr aflan- um til stærðar- og aldursat- hugana og rannsaka blóðf lokka og sníkjudýr í fiskinum til að ákvarða, ef mögulegt er, frá hvaða svæði hver einstakur lax er kominn. Þetta starf verður ekki eingöngu unnið í landi, heldur einnig um borð í rannsóknaskipum, sem danska og enska stjórnin senda til Grænlands. Auk þess munu allar viðkomandi þjóðir auka merkingar á unglaxí á göngu til sjávar, til þess að fá nánari upplýsingar um, hve mikill hluti af fiskinum leitar til Grænlands. LHVOLEUMGÖLFDÚKAR með filt- og korkundirlagi. Margir litir. GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262 í Búrfellsvirkjun Óskum eftir að ráða: Trésmiði Upplýsingar hjá Trésmiðafélagirm og starfsmanna- stjóranum. FOSSKRAFT, Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830. Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR = RYÐGAR IKKI ÞOLIR SELTU OG SÓT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA MarsTrading Company hf IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 Búrfellsvirk/un Óskum eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: ★ Verkstœðismenn vana viðgerðum Caterpillar þungavinnuvéla. ★ Bormenn, vana jarðgangagerð. ★ Þungavinnuvélstjóra, með minnst 2ja ára reynslu í stjóm: • Scraper Caterpillar 631. > Beltaskóflu Caterpillar 977. Hjólaskóflu Caterpillar 966 og 988. Veghefla Caterpillar 12 P. Jarðýtu Caterpillar D6, D8, D9. Upplýsmgar hjá starfsmannastjóranum. FOSSKRAFT, Suðurlandsbraut 32 Sími 38830.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.