Þjóðviljinn - 03.12.1966, Síða 5

Þjóðviljinn - 03.12.1966, Síða 5
bokmenntir METIN JÖFNUÐ Þorsteinn Thorarensen: í FÓTSPOR FEÐR- ANNA. Myndir ur lífi og viðhorfum þeirra, sem voru uppi um alda- mót. — Bókaútgáfan Fjölvi, Reykjavík 1966. — 391 biaðsíða. Þetta er skemmtileg bók, nytsamleg, skynsamleg og vel snotur, í lögulegasta bandi, en hvorki nægilega vönduð að frágangi, myndum né máli. Þorsteinn Thorarensen á sér alilangan blaðamannsferil að baki og jafnframt þjálfun íþví að greina frésagnarverða at- burði frá þeim, sem eru miður hugtækir. Frásögn hans er skýr, hispurslaus, einkenr.- ist af framsöguhætti beinna fullyrðinga og stundum raunar dálítið hæpinna. „Það er eng- inn vafi á því að íslenzka þjóðin öll (leturbr. mín) bar hina dýpstu lotningu fyrir konungi sínum. . . . Islendingar voru mikl- ir konungssinnar stundum jafn- vel meiri en Danir (bls. 91—92).“ Einhvemtíma var ort: „Stíg höltum fæti á hálan völl, vor hjarta deigi Snælandssjóli. sem komst frá þínum kjaftastóli að sjá hér víti veraldar öll, og er framhaldið varla eftir hafandi. Það var görótt kon- ungshylli ýmissa Islendínga bæði 1874 og 1907, svo að ekki sé meira sagt. Þá er fimafurðuleg málsgrein á bls. 56: „Og vagga allra þessara stórkostlegu framfara Chér á landi á 1. áratug 19. aldar) var Ruhr-héraðið í Þýzka- landi“. Þá er þess getið nokkru neðar á sömu síðu, að ísl. kaup- menn hafi lent í klóm á „Gyð- ingaokrurum í Kaupmanna- höfn“. örlítið af slíkri óværu lýtir bók Þorsteins að viðbætt- um ýmsum hnökrum; sjálft heiti bókarinnar er einn þeirra og gefur til kynna, að Þorsteinn misskilur stundum tungutak feðranna, sem voru að hans sögn sífullir af íramíaraáhuga. En yfirleitt er Þorsteinn hlut- lægur í frásögn og forðast skrum og helgisagnir. Þó örlar á einni í kaflanum um líkið á götunni í Hamborg. Hans há- tign Friðrik K. 8. Danakonung- ur fannst látinn aðfaranótt 14. maí 1912 á Gæsamarkaðnum (Gansemarkt) gengt Ulrichen- strasse þar í borg, en sú gata var afmáð í lok stríðsins, og þótti það borgarhreinsun. Ekk- ert fyrrgreindra eða skyldra átriða eru alvarlegs eðlis, en til stórlýta verður að teljast, að engin nafnaskrá finnst í rit- inu. Nafnaskrár nftan við frasðibækur em hluti af sið- menningunni, og einnig ríkir sú grundvallarrcgla við útgáfu bóka hjá menntuðu fólki, að efnisyfirlit standi sem fordyri að lesmálinu, en ekki sem eft- irmáli að bókarlokum. Fjölva- menn eru á stigi hálfsiöunar í bókaútgáfu, og staða þeirra verður ekki hóti skárri, þót.t þeir búi þar ekki einir íslenzkra forleggjara. Það verður hins vegar ekki of skýrt fram tekið, að af hálfu höfundar er 1 fótspor feðranna mesta sómabók og meðal þeirra þörfustu, sem út koma á þessu ári. Hún fiall- ar um „Gullaldarárin 1900 — 1910“ hér á landi, en einkum í Reykjavík. Þetta er tímabil- ið, þegar höfuðborgin tók slík- án vaxtarkipp, að hún nær tvö- faldaðist að íbúatölu og fríkk- aði stórum. Ef Reykvíkingar dvöldust sumarlangt að heim- an, þá þekktu þeir varla borg- ina sína, þegar þeir komu aft- ur að haustinu, svo mikiðhaföi verið byggt, þegar bezt lét- >á voru gerðar fyrstu innrásim- ar á hin helgu tún Reykvíkinga, hinar heilögu kýr fjarlægðar úr hjarta bæjarins og grunn- urinn lagður að því efnahags- undri, sem mest heíur oröið á Vesturlöndum á þcssari öld. Bók Þorsteins hefst á kynnis- för um bæinn um aldamót. I>etta er fróðlegur kafli, skreytt- ur nokkrum samtíðarmyndum, en höfundi hcfur sézt yfir, að á slíkum kynnisferðum eru jafnan notaðir uppdrættir, svo- nefnd landabréf. Það eru til gríðarmargir uppdrættir af Reykjavík prentaðir og ó- prentaöir, og einnig frá 1. ára- tug aldarinnar. Góðir, skýrir og skilmcrkilegir uppdrættir skroyttir teikningum af lielztu stöðum, sem um er fjallað, eru nútímafólki ómissandi leiðar- hnoð á menningarrjátli um Þarsteinn Thorarensen fornan tíma og nýjan. Eti eiginleg átthagafræði er ekki aðalatriðið í bók Þorsteins, heldur fólkið á gullöldinni. Fyrstu 10 ár þessarar aldar eru og verða merkasta, örlaga- þrungnasta og stórstígasta framfaraskeið hennar hér a landi. Þá er lagður grunnur- inn aö flestu því, sem síðar hefur gerzt og horft til fram- fara. Af þessum sökum má kenna áratuginn til gulls fyrir mér, e£ sú naíngift gæti orðið til þess að rétta metin millí aldamótakynslóðarinnar og sjálfumglaðra afkomenda henn- ar á síðari hlufca 20. aldar. Ilöfuðgildi þókarinnar liggur í í því að draga „gullaldarárin" fram rú hálfgerðri gleymsku og sviðsetja helztu söguhetjur Jxiirra £ sannara ljósi en oft hefur leikið um þær áður. Þorsteinn heíur ríka samúð með porsónum sínum, þótt af ýmsum sauðahúsum séu, og mannlýsingar hans eru flestar skýrar, vafningalausar og tals- vcrt sannfærandi. Hann jafnar víða metin maklega milli manna, m.a. hækkar hann talsvert skál Björns Jónssonnr í ísafold á kostnað þess Hann- esar Hafetein, sem var orðinn að. hálfgerðum leiöindaskarfi og bronskarli í höndum vina sinna á síðustu árum. Eftir þá meðferð á Hannesi þá er það í raun- inni Þorsteinn Thorarensen, sem endurreisir monninn. Allmargar myndir prýða bókina. Þœr cru sumar óborg- anlogar, segja glgggri »">Ru af íslenzku oldamótasamfélagi en löng lesning. Þnnnig er um myndina gegnt bls. 272, en flestar eru myndirnar illaunn- ar; menn líkjast þar afturgöng-. um og vofum eins og t.d. gegnt bls. 64. Margar myndirn- ar eru til vansæmdar jafn virðulegu og velvirku fyrirtæki og Lithoprent er, hvað scm ó- sköpunum veldur. Upplag bóka á Islandi er jafnan óttalegur leyndardómur. Ef svo bæri til að horfið yrði að endurprentun á Gullöld- inni hans Þorsteins, þá erþað meira en æskilegt, að endur- bætur yrðu gerðar á útgáfunni. Bjöm Þorsteinsson. Laugardagur 2. dasember 1366 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA 5 íslenzki miðaldabærinn endurreistur Arnheiður Sigurðardótt- ít: Híbýlahættir á mið- öldum. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. Reykjavík 1966- — Myndamót: Prentmót- — Prentsmiðjan Oddi h.f. — Svcinabókbandið h.f. Þelta ergagnmerktbrautryði- andaverk um sögu ís'lenzkra í- veruhúsa og híbýlahætti á miðöldum; bókin er öil hin menningarlegasta, vel snotur og prýdd mörgum góðum myndum, en einnig nokkrum lélegum, t-d. þeim á móti síðu 113. Það er makalaus óþarfi Eð vera með skemmda mynd af Grundarstólnum. Þá eru myndir í bókinni of fáar. í slíku riti sem þcssu þá eru myndir ríkur þáttur af text- anum, svo að bezt fer á því, að myndir séu birtar af öll- um þeim hlutum, sem um er fjallað og til eru. Hér mun ekki við höfund að sakast, heldur útgefanda. Annars er frágangur bókarinnar mjög þokkalegur. I>að hafa ýmsir fjallað um íslenzka húsagerð og híbýla- menningu á miðöldum á und- an Arnheiði Sigurðardóttur, en hún gengur víðar á reka en þeir, og margt fornt hefur komið í dagsljósið, frá því að Valtýr Guðmundsson og Guð- mundur Hannesson settu sam-^> an ritverk sín um þessi efni, svo að dæmi séu greind- Arnheiður bendir réttilega á. að híbýlin endurspegli í rík- ara mæli en flestir aörir efn- islegir hlutir störf, iífskjör, menningu og áhugamál þeirra, scm í þeim búa (137). Við eig- um margfrægar bókmenntir frá miðöldum, fjöldi einstak- linga, sem þá vtiru uppi eða urðu til í hugarheimi skálda og rithöfunda, hafa orðið ríá- grannar og íörunautar felenzkra kynslóöa um aldir, en fornir höfundar lögðú meiri rækt við mannlýsingar sínar en lýsingar á húsakosti og innanstokksmun- um. Það er því alls ekki auð- Bandarísk metsöiubók á íslenzku ísafohl hefur gcfið út skáid- söguna ,,KIíkan“ eftir hina kunnu bandarísku skáldkonu Mary Mc Carthy. Bókin heitir á frummálinu ,.The Gn>up“ en íslenzku þýðinguna gerðu þau Arnheið- ur Sigurðardóttir mag. art. og Ragnar Jóhanncss- cand. mag- Bókin er 416 síöur í íslenzku útgáfunni. Á kápusíðu Ixíkarin.nar segir að engin skáldsaga hafi orð- ið vinsælli í heiminum síðan ,,Á hverfanda hveli“ kom út- Hef- ur ,,Klíkan“ ekki eingöngu orðið metsölubók í Bandaríkj- unum, heldur og víða í Evrópu, td- í Englandi, Þýzkalandi, Dan.mörku, Noregi og Svíþjóð. velt að átta sig á híbýlum Njáls á Bergþórshvoli, Jóns Loftssonar í Odda, Gissurar jarls eða Björns Þorleifesonar eftir rifcuðum heimildum. Þar koma fornminjafundir til glöggvunar og miöalda'bygging- ar varðveittar í öörum löndum, einkum Noregi. Það er mikið náuðsynjaverk að tína þennan fróðleik saman og birta okkur íslendin.gum, af því að við ger- um okkur um margt rangar hugmyndir um fomt mannlíf hér á landi þrátt fyrir allar okkar bókmenntir, og veldur bar mestu um eymdarkjör þjóðarinnar á síðustu öldum. Þau híbýli fom, sem varð- veittust hér á landi fram á 19- öld, voru nær undantekn- ingarlaust reist eftir siðaskipti á fátæktar- og hallæristfmum, begar hér ríkti ísöld Og jöklar lögðust yfir höfuðból og foma skóga. Það er eðlilegt, að fólk á- lykti, að miðaldabæir forfeðra ökkar hafi um margt verið snoðlíkir þessum gömlu ís- lenzku bæjum, sem svo eru nefndir. Amheiður Sigurðar- dóttir er á talsvert öðru máli- Hún sýnir fram á með óyggj- andi rökum, að bæjarhús hafi verið stærri og betur viðuð á miðöldum en síðar varð. Forn-<*> fræðingar hafa grafið upp ••f Ragnheiður Jónsdóttir Ný unglinga- bók Ragn- heiðar Jónsd. Tvær barna'- og unglinga- bækur eru nýkomnar út á for- lagi Isafoldar, báðar eftir inn- lcnda höfunda, konur. Önnur bókin nefnist ,,Atli og Una“ og er eftir Ragnheiði Jónsdóttur, 131 siða- Dóttir skáldkonunnar, Sigrún Guð- jónsdóttir, hefur teiknað kápu- mynd og allmargar myndir i texta. Hin myndin er „Strákar eru og verða strákar“ eftir Ingi- björgu Jónsdóttur, 64 síöur. Ný Reykjavíkurbók Arna Ola komin út rústir margra miðaldabæja, eins og frægt er, en Amheiður endurreisir þá, leiðir okkur um hin fomu salarkynni og sýnir okkur innanstokksmuni, borð og stóla, skápa, könnur og kistur. Hún fjallar í þessu riti einungis um aðalhúsin á bæj- unum, skálann. stofuna og baðstofuna og einnig um al- gengustu svefnstaði og innan- stokksmuni. Það er eftinsjá að því, sem vantar í bók hennar, sökum þess hvd rangar hug- myndir margra eru um mann- lífið í gamla daga- En Am- fríður leiðréttir ýmsar fomar misfellur á ísl. menningairsögu og bætir um giámskyggni okk- ar á fortíðina- Skoðanir manna hafa m.a. verið aliskiptar um upphaf baðstofun.na'r, þessa í- veruhúss, sem fóstraði íslenzk ar kynslóðir, meðan kaldast blés hér á landi. Amheiður rekur uppruna hússins á skýr- an og skilmerkilegan hátt og gerir sannfærandi grein fyrir þvi, hvemig baðstofan breyttist úr baðhúsi í dagstofu og svefn- ská'la. Hún er ritfær vél og mikilvirkur þýðandi, eins og alþjóð er kunnugt af þýðing- um hemiar á Sigrid Undset og Karen Blixen. Þýðingin á Kristínu Lavransdóttur verður að teljast til afreka, en þangað er e.t-v. einnig að leitai lyk- ilsins að því, að Amheiður réðst í það stórvirki að endur- reisa miðaidribæinn fyrir okkur Islendinga. Sigrid Uns- et gjörþekkir men n i ngar sögu norskra miðalda og sögusvið Kristínar. Eftir að Amheiður hefur gist norska miðaldabæinn með Kristínu, vinkonu sinni, þá mun hún hafa farið að svip- ast um eftir þeim íslenzka. Það vantar talsvert á, að hún hafi lokið að endumeisa hann til fulls og sutmim bæjarhúsum gerir hún engin skil að sinni, en vonandi stendur þetta til bóta og það ber að þakka, sem þegar er lokið- Bjöm Þorsteinsson. Beita ekki valdi NEW YORK 1/12 — Allsherj- arþing SÞ samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæðatil- lögu Tékkóslóvakíu um að að- ildarriki heiti því að beita ekki valdi til lausna alþjóðlegum deilumálum. Bretar og Portú- gaiar greiddu einir atkvæði gegn tillögunni. Synir trúboðans eftir Pearl S. Buck „Synir trúboðans" eftir Pearl S, Buck er komin út í þýOtngu séra Sveins Víklngs, líðliaga 400 síðna bók. Utgefandi er Ugiuútgáfan. Þessi saga er talin ein af veigamestu skáldsogum hins kunna nóbelsverðlaunahöfund- ar. Skáldkonuna Pearl S. Buck þarf vart að kynna fyrir ís- lenzkum lesendum- Hún fædd- ist árið 1892, ólst að mesfcu upp í Kína, stundaði nám í Banda- ríkjunum en starfaði síðan um skeið að námi lóknu sem kennshi'kona í Kina- Hafai margar af sögum hemnar gerzt Pearl S. Buefe í Kina og sv® er eirmig ,.Syní trúboðans". Ný bók um s/óslys og svaðil- furír eftir Jónas Lúðvíksson Árni Óla hcfur sent l'rá sér enn eina Reykjavíkurbókina, þá sjöttu á hálfum öðrum ára- tug. Nefnist þessi nýjasta bók hans ,,Sagt frá Reykjavík“- I þessari bók, sem er um 260 síður, birtast nær tuttugu sögukaflar úr Reykjavík. Þar er m-a. sagt frá fyrstu lang- ferð á Islandi, gömlum húsum í bænum, brautryðjanda í af- vinnulífi Reykvíkin.ga, Gvend- arbrunnum, mótaki og mómýr- um, gömlum siðum, bauta- steini Sigurðar foma o.s-frv- Allmargar myndir, teikning- ar og Ijósmyndir, em efninu til skýringar. Utgefandi er ísa- fold, sem einnig hefur gefið út fyrri Reykjavíkurbækur Áma Öla: Fortíð Reykjavíkur (1950), Gamla Reykjavík (1954), Skuggsjá Reykjavíkur (1961). Erill og ferill blaða- manns (1963) og Horft á Reykjavík (1964). Borizt hefur frá Ægisútgát- unni ný bók. Sjóslys og Svað- ilfarir, tíu sannar frásagnir er Jónas St. Lúðvíksson hefur skráð og þýtt- Er þetta fjórða bókin um lietjudáðir sjómanna sem Jónas hefur tekið saman fyrir Ægisútgáfuna, en hinar þrjár fyrri hafa allar sélzt upp á skömmum tíma. Auk þessara fjögurra bóka hefur Jónas ritað fjölda blaða- og txmarifcagreina um sams konar efni og flutt mörg er- indi í útvarp. I-Iann er fæddur og uppalinn í Vestman.*aeyj- um, stærstu verstöð Suður- lands. og því vel kunnugur lífi og starfi sjómannsins. Bókin Sjóelys og svaðilfarir er 174 blaðsíður að stærð, myndskreytt og prentuð í Prentsmiöjunni Ásrún. Hún skiptist til helminga í íslenzk- ;æ' frásagnir og þýddar og em þær ísienzku: Þegar vélbátur- , inn Farsæll fórst. Sjóslys í Vestmannaeyjahöfn, Þegar „Is- land“ týndist með mann.i og mús. Sjóslys við Langanes 28- september 1927 og Skipstrand , á Skeiðarúrsandi- Erlendar frá- sagnir eru: Þegar ser'lbátur- in.n Leif Eiríksson sigldi til Amerfku, Síðbúið neyðs'rkall, Dauðadæmda skipalestin í Is- hafinu, Eiim um borð í brenn- Jónas St- Lúðvíksson andi olíuskipi og Ég sökk með ,.Albatross“. Er eftirfarandi dæmigerður frágangur á íslenzkum jóla- bókum: Föðumafn höfundar er skrifað á ekki minna en þrjá vegu í bókinni, á bókar- kili og kápu er Jónas Lúðvíks- son, á tiltilblaði er hann Lúð- vígsson, en á 7. síðu er hann Lúðviggsson!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.