Þjóðviljinn - 14.12.1966, Page 2
2 SföA — f> JðÐVILJXNN — Miðvifcudagur 14. desember 1066.
Líf
í synd
Forðum tíð, þegar þekking
manna á veðurfræði var
næsta takmörkuð, var kom-
izt svo að orði í stjórnmála-
umræðum á íslandi að efna-
hagsvandamál nokkurt væri
eins og vindurinn, enginn vissi
hvaðan það kæmi eða hvert
það færi. En vilji stjórnmála-
menn um þessar mundir rétt-
læta getuleysi sitt andspænis
efnahagsmálum telja þeir að
vonum ekki vogandi að vitna
til raunvísinda. Þess vegna
leitaði Bjami Benediktsson til
trúarbragðanna er hann ræddi
um óðaverðbólgu sína á þingi
í fyrradag; hann sagði að því
er Morgunblaðið hermir:
„I>að er eins með verðbólg-
una og syndina. Flestir kvarta
undan henni, en nærri því
enginn gerir nokkuð á móti
henni og ástæða er til að ætla
að flestum vegni sæmilega
vel í sambúð við hana“.
Ekki mun Bjarni Benedikts-
son þurfa að óttast að síðari
vitneskja um syndina geri
samlíkingu hans marklausa.
Hitt mun ýmsum finnast að
tal hans um sæmilega vel-
gengni í sambúð við syndina
sé næsta léttúðarfullt. því for-
sætisráðherra íslahds er sem
kunnugt er sannlúterskur
maður að eigin sögn og að-
hyllist raunar þá ströngu
grein lúterskunnar sem iðkuð
er í Kristilegu félagi ungra
manna, þar sem siðareglur
Helgakvers eru enn í heiðri
iiafðar. í því kveri segir svo
um þá sambúð sem forsætis-
ráðherrann lætur sér vel líka:
„Syndin veitir enga sanna
gleði né gæfu, heldur er hún
þvert á móti rót allra mann-
legra eymda, orsök og upp-
spretta tímanlegs, andlegs og
eilífs dauða . . . Eilífur dauði
er ævinleg útskúfun frá guði
og ævinleg hegning, sem bíð-
ur óguðlegra í öðru lífi, þá
er þeir hafa í þessu lífi án yf-
irbótar haldið áfram í synd-
unum“. .
Þeir sem bera umhyggju
fyrir sálarheill Bjarna Bene-
diktssonar vona sannarlega að
það sé á misskilningi byggt
að verðbólgan sé í hópi trú-
fræðilegra synda. Að öðrum
kosti er hætt við að honum sé
fyrirbúinn staður fyrir norð-
an og neðan sjálfan Húsa-
víkur-Jón. — Austri.
Verður hafín framleiðsla á
hágerilsneyddri mjélk hér?
Um þessar mundir fer fram
Jíönnun á því hjá Mjólkursam-
sölunni hvort það borgi sig að
hefja framleiðslu á svokallaðri
hágerilsneyddri mjólk hér á
landi, en framleiðsla á henni er
hafin i nokkrum löndum, m.a.
Svíþjóð, en hún hefur þann
kost að geymsluþolið er mun
<>
unnar ullarvörur,
gærur, myndabækur,
brúður í þjóðbúning-
um, silfurmunir,
gestabækur.
I
j
j
!
BAÐSTOFAN
HAFNARSTRÆTI 2S
meira en á mjólk sem geril-
sneydd er á venjulegan hátt og
tryggt er að hún geymist í heil-
an mánuð við venjulegan stofu-
hita.
Stefán* Björnsson fqrstjóri
Mjólkursamsölunnar skýrði
blaðamönnum frá þessu á
mánudag og sagði að þessi að-
ferð væri ekki alveg ný, en
sífellt unnið að endurbótum á
henni, m.a. í Svíþjóð, Þýzka-
landi og Englandi og hefði
Mjólkursamsalan talið rétt að
fylgjast nákvæmlega með þeirri
þróun sem á sér stað í þessu
efni ef í ljós skyldi koma að
hagkvæmt væri að hefja fram-
leiðslu hágerilsneyddrar mjólk-
ut hérlendis. Sagðist Stefán. þó-
ekki búast við að mjólk þessi
vrði vinsæl sem neyzlumjólk
almennt. eins og málin stæðu
nú. bæði vegna verðs og bragðs,
en hún er talsvert dýrari í
framleiðslu en mjólk sem ger-
ilsilsneýdd er á venjulegan
hátt og eins er af henni dálítið
suðubragð, sem fólki fellur ekki
vel. en kannski tekst er fram
í sækir að minnka framleiðslu-
kostnað og eyða þessu bragði
og er unnið að tilraunum við
það m.a. í Svíþjóð, þar sem
hágerilsneydd mjólk er komin
á markað fyrir nokkru.
Hins vegar sagði Stefán, get-
ur svona mjólk leyst vandann
á stöðum þar sem ekki er hægt
að ná til venjulegrar mjólkur
vegna fjarlægðar, á skipum og
i löndum þar sem erfitt er að
framleiða mjólk, og gæti þetta
jafnvel orðið útflutningsvara
ef flutningskostnaður frá fs-
landi reyndist ekki of hár mið-
að við verðmæti vörunnar og
ef í ljós kemur að þessi vara
þurfi minni útflutningsuppbæt-
ur en sumar landbúnaðarvörur
okkar aðrar.
Frá sænsku framleiðendunum
hefur Mjólkursamsalan fengið
allar upplýsingar um fram-
leiðslu hágerilsneyddrar mjólk-
ur, kostnaðaráætlanir miðað við
sænskar aðstæður og tillögur
um vélasamstæður er hér kæmu
til greina og er þetta mál allt
í athugun, einkum hvaða mögu-
leikar eru í sambandi við
mjólkina hér, bæði fyrir ís-
lenzka neytendur og til út-
flutnings.
Ekki er unnt að skýra ná-
kvæmlega frá þeirri aðferð sem
notuð er við framleiðslu há-
gerilsneyddrar mjólkur, en hún
er um margt önnur en sú sem
notuð er við venjulega geril-
sneyðingu, mjólkin er hituð
mjög mikið upp örskamma
stund, leidd gufa inn í mjólk-
ina sjálfa, sem þá blandast
vatni og þrýstingurinn síðan
tekinn af og verður þá skyndi-
leg uppgufun sem. svarar til
sama vatnsmagns og gufan.
Eftir þessa meðferð á mjólkin að
þola miklu lengri geymslu en
annars og hafa sænsktj framleið-
endurnir tryggt a.m.k. mánað-
argeymslu á sinni mjólk við
venjulegan stofnhita.
ANDRES auglýsir.
Vegna' breytinga á verzluninni um næstu áramót, verða
öll erlend karlmannaföt seld með afslaetti
Verð frá kr. 1.290,00 til kr. 1.890,00.
Stakir karlmannajakkar, verð kr. 875,00.
Terylenebuxur karlmanna á kr. 590,00.
• Kvenkánur frá kr. 500,00 — Dragtir og pils, mjog lágt verrð.
Gerið góð kaup — Allt á að seljast
Ný bók eftir metsöfuhöfundinn
ALISTAiR MACLEAN er komin á markal-
; inn. Hún heitir:
;
;
; Síðasta skip
frá Singapore
Segir þar frá því, er síðasta vígi Breta í
Asíu, Singapore, féll í hendur Japönum í
síöustu heimsstyrjöld. En meginefni
bókarinnar e.r frásögn af flótta síöasta
fóiksins, er komst undan, þegar borgin
féll. Gerist sú saga bæðf á sjó og landi,
og er frásögnin æsispennandi, eins og
væftta má frá hendiþessa höfundar.
ALISTAIR MACLEAN
... .-....______________ZÍí*. • hií-ím
ÁVur eru komnar fil efllrtaldar b»kur
eftir þennan vinsæla höfund:
Byssurnar í Navarone
Nóttin langa
Skip hans hátignar Ödysselfur
Til mótsvið gullskipið
Neyðarkalí frá
Ofantaldar bælcnr fást hjá bóksölmn nm land allt. Sendura
; gegn póstkröfu. Verð bókanna er kr. 265,00—325,00 áu söli
: Seljum gegn afborgunum.
IÐUNN — Skeggj’agötu 1 — Símar:
Undset talar enga taepi-
tungu.
Þessi bók hennar er Mirifa-
lífssaga. Mikil örlagasaga
þróttmiklu fólki.
Bókin bregður upp lifandi mynd
af norsku sveitalífi á 18! öld.
Þetta er án efa bókin sem vand-.
látir lesendur óska sér.
ÆGISÚTGÁFAN. '
(T
Maddama
Dorothea
ÍWWWWWWWilWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWiUr