Þjóðviljinn - 14.12.1966, Side 7

Þjóðviljinn - 14.12.1966, Side 7
T Miðvikudagur 14. desember 1966 — Þ.TÖÐVTLJTNN — SfÐA f Afrek eliumanns Jón Guðnason: Dala- menn I.-HI. Æviskrár 1703—1961 og 1966. Beykjavík 1961 og 1966. Við lok s.l. sumars kom út bókin Dalamenn Æviskrárl703- 1961 III. eftir sr. Jón Guðnason fyrrum skjalavörð, og er ein af fáúm bókum nú sem út- komutími var ekki miðaður vid jólamarkað. Þetta þriðja bindi Dalamanna er jafnframt hið síðásta og skiptist bað í tvo meginkafla: Dalamenn utan héraSs og Dala- menn í Vcsturheimi. í fyrri kaflanum eru æviskrár nær 1100 mánna, og er þó þeirra einna getið sem látnir eru. I síðari kaflanum eru æviskrár um 720 vesturfara og gengur það lygisögn næst, að sr. Jóni skyldi takast að hafp upp á æviatriðum svo margra vestur- fara, því þótt margir hefðu samhand við ættfólk sitt hér heima voru þó < hinir einnig margir sem „hurfu“ sjónum vestur þar. Aðeins höfundi slíkrar bókar rmin kunnugt hve mikla alúð og þrautseigju hefur þurft til slíks verks. Það eru á- reiðanlega ófáar vinnustundir sem þar .munu liggja sumstaðar að baki nokkurra lína æviskrá. 1 fyrsta lagi þurfti höfundur að fara gegnum blöð og tímarit Vestur-Islendinga, svoog ýmsar bækur um landnámssögu þeirta — og ennfremur blöðin hér heima, og leita að ^upplýsingum er þar kynnu að finnast um aevi og endalok einstakra manna. En sr. Jón Guðnason lét ekki við það eitt sitja heldur stóð í bréfaskriftum við menn vestan- hafs. og tókst með þeim hættí að fá upplýsingar um ófáa menn, þ.á.m. menn er um ára- tugi hefðu verið „týndir“ ætt- ingjum sínum, og aðrir gefizt upp við að finna. Að ná sam- an æviskrám á áttunda hundrað vesturfara úr þessari einu sýslu er afrek. — Enginn þarf að falla í stafi þótt við ein- hverjar af þeim upplýsingum megi bæta síðar eða eitthvað að leiðrétta. Aftast í þessu bindi eru einmitt viðaukar og leið- réttingar við fyrri bindi, svo og mannamyndir á 23 blaðsíðum, — myndir sem áttu að fylgja fyrn bindum en bárust höfundi þá fyrst er þau voru komin út! Er þetta enn eitt dæmi um alda- gamalt tómlæti mörlandans. Sr. Jón Guðnason er hálfur Dalamaður og hálfur Stranda- maður. og verður ekki annað sagt en hann hafi goldið þess- um ættbyggðum sínum fóstur- launih. Árið 1955 kom út bók hans Strandamenn, en þar er ac finna aeviskrár þó nokkuð yfir ' 2800 Strandamanna. Árið 1961 kom svo Dalamenn I. og II og nú fyrir haustið Dalameno III. I bessum fjórum bókum sv Jóns eru æviskrár á 9. þúsund manna, þ.e. nafnaregistur er yfir á 9. þús. manns, en raun- verulega mun þar þó getið 30 — 40 þúsundum manna. Að formi til eru þessar bækur bændatal í fyrmefndum sýslúm í hálfa þriðju öld og er þar ac'. sjálfsögðu jafnframt getið eigin- kvenna þeirra — en sumir þeirra voru fjórgiftir. Auk þess eru svo upplýsingar um fjölda marga afkomendur. — Samtals eru bækurnar 2279 blaðsíður. En þessar tölur segja ekkerl Jón Guðnason. um þær vinnustundir sem far- ið hafa til þess að safna öll- um þessum fróðleik saman, færa hann á' bækur og gefa út. -Og hræddur er ég um að æði- mörgum þætti ekki mannsæm- andi tímakaup þeir fáu aurar sem myndu koma á vinmistund hvérja ef skipt væri niður á vinnustundimar því fé sem höf- undur kann að fá umfram út- gáfukostnað — ef það er þá nokkuð! En notalegt er til þess að vita að enn eru á Islandi menn sem skrifa bækur án þess að hugsa fyrst um hve fémikill gripur þær yrðu. Ekki er óhugsándi að ein- hverjir kynnu að spyrja að hvaða gagni slíkar bækur komi, að hvaða gagni sé að eyða æv- inni til slíkrar vinnu. Væri ekki úr vegi að þeir spyrjendur veltu fyrir sér að hvaða gagni þeim komi aurahrúgumar sínar þegar þeir eru dauðir. Sé það rétt, að þegar Jón Guðnason var í Dö!- um vestur og á Ströndum norð- ur, lítt fjáður en barnmargU'-. hafi einhverjum efnabændum þótt prestinum standa nær að hugsa meir um búskapinn og minna um bækur, má vera að nú fari að renna upp íyrir þeim að fleira má áð nokkru gagni koma pn safna heysátum í kýr- hlöður. En það er vist, að nú hugsa margir í Dölum <yg :i Ströndum hlýtt til Jóns Guðna- sonar fyrir þessar bækur hans. Og áhugi fyrir þeim — eftir að Sveitalíf i dag Guðmundur Halldórs- son: Hugsað heim um um nótt. Sögur. Bóka- útgáfa Menningar- sjóðs 1966, 95 bls. Guðmundur Halldórsson er húnvetnskur bóndasonur, hefur að mestu dvalizt ,á heimaslóð- um, fengizt við sagnagerð um tíu ára skeið, nú, þegar höfund ur stendur á fertugu kemur ú! eftir hann lítil bók. Og sá eem í henni blaðar fer fljótlega að tuldra fyrir munni sér: og þó fyrr hefði verið .... Islenzk sveit síðari ára er að vonum vettvangur þessara sagna' og þá einkum sagt frá þeim vanrla sem steöjar aó þær komu út — varð meirí er, nokkum hafði grunað, (settar- samheldni lifír enn við Breiða- fjörð), jafnvel að heimili sem annars hafa ékki látið sér ailt of títt um bókakaup, væru ekki í rónni fyrr en þessar bækor voru komnar á heimilið. Dæmi munu þess að fjórir af fimm í heimili hafi keypt sína bókina hver. Bækur þessar koma ekki að- eins að gagni ættfræðingum, og þeim sem eitthvað vilja vita um ætt sína í þessum héruðum, heldur og engu sfður öllum sem láta sig sögu þessara byggða einhverju varða. — Hafi sr. Jón Guðnason heila þökk fyrir þetta starf sitt. J.B. Kátíftasýning á „Tart i bak“ í tilefni fimmtxu ára leikafmælis Brynjólfs Jóhannessonar. Æviminninga Karlar eins og ég. Æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar leikara, Óláfur Jónsson færði í letur. Setberg 1966, 233 bis. 60 myndir. Brynjólfi Jóhannessyni hlýtur að vera mikill vandi á höndum þegar hann sezt niður til að segja endurminningar sínar. Verið getur, að hann sé, vegna langs og árangursríks leikstarfs frægari eða vinsælli en nokkur annar þeirna manna, sem afRld eiga að Bandalagi íslenzkra listamanna. Og hann hefur far- ið með svo mörg skopleg og skrýtileg hlutverk um ævina, að hann á. það alltaf á hættu að mæta mönnum sem þykir sjálfsagt að reka upp hlátur þegar þeir líta hann augum. Af þessum sökum öllum er hætt við því að menn geri sér — hver á sinn hátt — alltof á- kveðnar hugmyndir um það fyrirfram, hvernig æviminning- ar Brynjólfs Jóhannessonar eigi að vera. Brynjólfur Jóhannesson fer i þessari bók fremur fljótt yfir sína persónusögu — er sleppir hefðbundinni frásögn af æsku- dögum með bryggjufiskiríi og hóflegum prakkarastrikum. Þvi allt frá því að Brynjólfur ,.gleypir i sig meft öll vit opin‘' allar sýningar dansks leik- flokks sem gistir Isafjörð árið 1911 og fram á daga okkar og Barnablaðið Æskan yngri kynslóðinni á tíma mik- ilia breytinga. Sumir kveðja og fara á brott, aðrir brauka eftir í von um gott sumar; vand- ræðaleg hátiðaböld til heiðurs merkismanni eða nýju sam- komuhúsi — og andsvar við þeim í jafnvandræðalegri bíl- drykkj.u; von um ást eða skáld- skap til vai’nar tómlegri skemmtun, langri einvcru os tilbreytingarleysi vetrarmánaða. Þessi sögúefni eru að sjálf- sögðu ekki ný, en þau eru held- ur ekki gömul í meðferð Guð- mundar Halldórssonar. Að minnsta kosti hefur hann nó? úrræði til að gera þann veru- Framhald á 9. síðu. Allrr þeir sem fengið haf-a nokkra nasasjón af blaða- mennsku á lslandi, kynnztarga- þvargi blaðaútgáfunnar, vita að það liggur alla jafna meiri vinna að baki útgefnu biaði en ókunnugir gera sér yfirleitt grein fyrir. Mikil vinna ein nægir bó ekki, nema mönnum standi hreint á sama hvers- konar blað þeir láta írá sér fara; það þarf því líka að koma til úrvinnsluhæfni og hug- kvæmni og útsjónarsemi o.s.frv. Verklagni er m.ö.o. nauðsynleg ( þessu slarfi sem öðrum eigi sómasamlegur árangur að nást. 1 hvert skipti sem nýtt tölu- blað ÆSKUNNAR, barnablaðs- ins gamla en síunga, ber.st Þjóðviljanum fáum við Þjóð- viljamenn staðfestingu á því al menna áliti, að Grímur Eng- ilberts, ritstjóri Æskunnar, sé einkar verklaginn í starfi sínu. hugkvæmur og útsjónarsamur. Honum hefur ekki aðeinstek- izt að gera blaðið vel úr garði. heldur einnig að halda svo á málum árum saman að aldrei hefxrr slaknað á. Nú er jólablað Æskunnar t.d komið út, stcVi’t og mikið heft: Það er að vanda efnismikið og líflega umbrotið. Af efninu má nefna m.'a.: Tóbak og áhri' l>ess. Sögurnar Gestur góði konunnar, Riddarinn í skógin- um, Jólakvöld á læknisheimi) inu, Dansleikurinn eftir Selm’ Dagérlöf, Kona fiskimannsin:- eftir Puskin. Þá eru greinai um Tove Ditlevsen og grei-i eftir Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra um Blindflue Sagt er frá bamaleikriti Þjóð- leikhússins „Galdrakariinum frá Oz“. Brúðkaup í. Færeyjum nefnist grein eftir Pál Paturs- Grímur Engilberts. Kápusiða Jóla-ÆsUunnar. •son, grein er um KFUM og K f jölmargir smærri þættir framhaldssögur, myndasögur, leikþættir, kvæði, skrítlur o.fl. o. fl. Beckets og Dario Fo er saga hans samofin sögu leiklistar i landinu og þessir tveir þættir bókarinnar eru ekki látnir rakna surjdur síðan. Meir en svo: sögumaður kostar kapps um það er inngangsköflum sleppir að vera helzt hvergi til nema innan veggja leikhússins — við eigum mjög auðvelt með að trúa því að einmitt vegna þess'sé sagan sögð, eins og seg- ir í eftirmála. Þegar í bókinr’i segir, til að mynda, frá næstum því ótrúlegum vinnudegi Bryni- ólfs £ mörg ár, er því þegar bætt við samvizkusamlega að „betta var síður en svo eins- ciæmi með mig. Svona lifðu og störfuðu íslenzkir leikarar á þessum árum“. Reyndar er frá- sögn Brynjólfs af starfsaðstöðu og vinnudegi leikara eitt af því sem fróðlegast er i þessari bók: ævintýrnleg saga langra fnim- býlingsára íslenzkrar leiklistar verður enn furðulegri ef menn leiða hugann að þvi, hve háska- samlegt það álag var, sem þeir menn tóku á sig sem báru h’ía og þunga dagsins. Manni gæti vel orðið það á að grafa upp gamalt mat á siðrænu gildi erf- iðleika, væri ekki til á hverjum tíma sægur illmenna til að mis- nota það herfileea. Samvinna þeirra Brynjólfs •Tcíhannessonar og Ólafs Jóns- sonar virðist um margt vel haía teldzt. Bókin er skrifuð á þokkalegu og eðlilegu máii, hún er laus við tiigerð og rembu og tilhneigingar til að villa á sögu- manni heimildir. Hún er blátt áfram fróðleg: þessa miklu sögu af sigrum og ósigrum leiklistar í baráttu fyrir fuligildri trlveru sinni þekktu tveir menn öðrum hetur, Brynjólfur og Haraldur Björnsson — nú hafa þeir báðir lagt fram sína greinargerð. Stundum kemur það fyrir að lesanda er yljað með notaiegri kýmni. Skipting efnisins í kafla virðist og næsta skynsamleg os vinnur á mcjti miklum fjölda nafna, hlutverka og leikrita. sem hljóta aö íþyngja þókinni. Þvf ber samt ekki að neita. að það er sem merkilegt og stormasamt tímabil gerist um of í einum fleti í bessari bók, a+- vikin leggjast hlið við hlið eiris og steinar í festi án l>ess að numið sé sem skvldi staöar t;l nð vai-pa skærri bit’tu á bá sem forvitnilegastir eru Áður var minnzt á mikinn fjölda nafna — leikpersóna og leikara — það er ef til vill ekki sjálf mergð- irt sem er til trafala heldur hitt. að athuganir þær sem eru látn- ar fylgja til skýringar og sér- kenningar persónum lífs eða listar eru einfaldlega of ai- menns eðlis, koma ekki áleiðis skilaboðum um margbreytileika og litauðgi. Að þvi er varðar persónur og atvik íslenzkrar leiklistarsögu ber að líkindum að tengja viss- an fábreytileika í frásögr. Brynjólfs við kurteisi hans og umburðarlyndi; hann segir sjálfur í eftirmála: „Mörgu höf- um við sleppt sem kannski kæmi illa við einhvem því oft má satt kyrrt liggja. Og ég he^ enga löngun til að særa fólk — jafnvel ekki þá sem imnið haía Leikfélagi Reykjavíkur ógagn um dagana". En það er nú einu sinrfi svo, að miðlungi vel inn- rættum lesanda finnst að kurt- eisi sé ekki akkúrat sá eigin- leiki sem bezt dugi þeim, sem segir æviminningar sínar. Ekki svo að skilja að Brynjólfur Jóhannesson gefi það alveg upp á bátinn að segja skoðun sína — nei: ég vii þá nefna til dæm- is þáttinn af því deilumáli sem hæst hefur borið í íslenzku leik- listarlífi: af stofnun Þjóðleik- hússins og skipulagi þess. Um það mál hefur að sjálfsögðu einnig verið skrifað á öðrum vettvangi en þar fyrir er feng- ur að skilmerkilegri greinargerd manns eins og Brynjólfs um þetta furðulega þrætuepli sem enn í dag stendur í mönnum og torveldar andardrátt. Bókinni fylgja hlutverkaskrá Brynjólfs, nafnaskrá og myndaskrá og prentvillupúki fitnar víst ekki af henni. Gísli B. Bjömsson sá um smekklegt útlit bókarinnar. Ami Bergmann. 3. bindi breið- firzkra sapa er komið út Út er komin hjá Bókaútgáf- unni Fróða III. bindi af Breid- firzkum sögnum skráðum af Bergsveini Skúlasyni. Undir- fyrirsögn bókarinnar er „Sam- tíningur". Á umslagi segir út- gefandi að líklega verði þerta síðasta bindið í þessu ritsafni. I bókinni eru 40 frásöguþættir og aftan við hana er nafna- skrá yfir öll bindin brjú. Torfi Jónsson teiknaði kápu- umslag, sem er prentað í Off- setprenti hf. en bókin sjálf er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu. Bandið á bókinni er fremur óvandaður shirtingur, en í fullu samræmi við áður útkomin l á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.