Þjóðviljinn - 31.12.1966, Side 2

Þjóðviljinn - 31.12.1966, Side 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVrLJINN — Laugardagur 31. desember 1966. Ekki er hreinleg okkar borg, olíudrulla um stræti og torg, brotnar flöskur, blaðarusl, bölvað drasl sem vantar husl. Upp á stéttar ýtt er snjó, eru slæmar fyrir þó. Erfitt gert þeim gangandi en greitt fyrir þeim akandi, Reynist engin gata greið, glerhálka á hverri leið. Varast má að velta um og verða fyrir bílunum. ÞjóSverjar skoSa norrœna list Blanda hefðar, þjóðmenningar og alþjóðlegrar örfunar Fyrr á þessu ári var haldin norraen listsýning í borginni Hannover í Þýzkalandi og voru þar sýnd um 170 málverk og 35 höggmyndir frá fimm Norð- urlöndum. Var upphafiega gert ráð fyrir því að sýningin yrði send til ýmissa borga Vestur- Þýzkalands, en af því gat ekki orðið, þar sem víða vantaði nógu stórt húsnæði eða hús- næði var ekki laust þegar á þurfti að halda. Eftirtaldir fímm íslendingar seldu myndir á sýningunni: Jón Benediktsson, Jóhann Briem, Jóhann K. Eyfells, Kjartan Guðjónsson og Bene- dikt Gunnarsson og þykir það óvenju góð sala á norrænni listsýningu. Allmikið var skrifað um sýn- inguna í blöð í Þýzkalandi og hafa blaðinu borizt nokkrar blaðaúrklippur sem danska sendiráðið i Bonn hefur tekið saman. í þeim flestum er eink- um lögð áherzla á að iýsa heildaráhrifum sýningarinnar, minna skrifað um sérkenni hvers lands eða einstaka lista- menn. Skulu hér tilfærð nokk- ur sýnishorn, og þá ekki hvað sízt þau sem varða íslenzku listamennina á sýningunni. Werner Schumann segir tii að mynda í blaðinu „Badische Neueste Nachrichten": Það, sem við fyrstu sýn virð- ist einkenna þessa fróðl- sýn- ingu, er fjör og þróttur og ánægja af sterkum litum og þungum stemmningum. Listþró- un síðustu tíma í Evrópu heí- ur ekki farið framhjá Norður- löndum. Fyrsta heimsókn myndlistarmanna þeirra í Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi sýnir, að þau öfl, sem eru að verki á Norðurlöndum og eru nær óþekkt hér á landi, eru fersk og óbæld og jákvæð i viðhorfi til lífsins. Bakvið nær hvert vefk má skynja alla persónu listamannsins. Það liggur í hlutarins eðli, að tíð- ustu mótív landslagsmyndanna eru jöklar. klettar og firðir. skógar, námur og alþýðulíf — með einkennum hvers lands um sig í svipmótinu. Síðar í sömu grein segir: Minnsta landið, ísland, hef- ur eigið voldugt hljómfall. Plastik úr járni, kopar og al- úminium eftir Jóhann K. Ey- fells er eins og úr storknaðri hvera-kísilsýru (á e.t.v. við hverahrúður — þýð.). Einn mesti hæfileikamaðurinn með- al íslendinganna virðist vera Jóhannes Jóhannesson með hinni leiftrandi kompósisjón „Stormur“. Auk þess sker sig úr mynd Valtýs Péturssonar „Hugsanir um kletta“, verk i kúbískum formum, og hin hríf- andi natúralistíska mynd af fiskimanni eftir Jóhannes Kjar- val, „Við hafið“. Kjarval er aldursforseti íslenzku þátttak- endanna. sem hafa flestir stundað nám í Kaupmanna- höfn. í grein eftir Kudolf Lang, sem ekki er getið um hvar hafi birzt stendur m. a.: „Náin tengsl við náttúruna má lesa útúr verkum nærri hvers listamanns, sama hvaða Halldór Jakobsson fímmtugur Afmæliskveðja Halldór Jakobsson er fimm- tugur á morgun, nýársdag. Einn enn af „görnlu" félögun- um kemur í hóp þeirra, sem þegar hafa hálfa öld að baki. í þrjá áratugi hefur Halldór Jakobsson unnið hinni sósíal- istísku verklýðshreyfingu ts- lands allt hvað hann mátti. Eins og sumir fleiri sleppti hann tækifærum ýmiskonar „frama" til þess að helga krafta sína hugsjón sósíalism- ans og vinna að hugðarmálum Sósíalistaflokksins. Halldór var á annan áratug starfsmaður Sósíalistaflokksins. lét hreyfingu vorri í té sína frábæru skipuiagshæfileika, og ekki fengum við hvað sízt að njóta þeirra í mörgum sigur- sælum kosningum, sem flokk- inn háði. Vart mun flokkur vor og hreyfing hafa átt á að skipa vinsælli starfsmanni, — félaga, er öllum var hugljúfi. mr* — og samt fastur og ákveðinn, missti aldrei stjórn á þvíverki, er hann vann og þeim mönn- um, er hann átti að leiða í baráttunni. — Munu þessir á- gætu eiginleikar Halldórs njóta sín, hvar sem hann starfar, einnig á því sviði verzlunar, sem hann vinnur nú að og hefur unnið við um árabil. Ég flyt Halldóri á þessum merka afmælisdegi bcztu þakk- ir okkar flokks fyrir allt, sem hann hefur unnið fyrir flokk- inn og verklýðs- og þjóðfrels- ishreyfinguna og sérstaklega fyrir hans ágæta starf í þágu flokksins, meðan við fengum að njóta allra hæfileika hans til fulls. Sósíalistaflokkurinn óskar Halldóri, hans ágæta lífsföru- naut, frú Gróu Steinsdóttur, og bömum þeirra allra heilla í framtíðinni. Við vonum og óskum allir gömlu félagarnir að enn megi hreyfing vor lengi njóta krafta þinna, Halldór, þótt með öðrum hætti verði en fyrr. Einar Olgeirsson. Tilræði við fótgangendur Hér á landi er starfandi Fé- lag islenzkra bifreiðaeigenda. harðsnúinn félagsskapur sem vafalaust hefur látið margt þarflegt aí sér leiða á und- anförnum árum. Hins vegar er ekki til neitt félag þeirra sem ekk: eiga bíl. og virðast þó hagsmunasamtök þeirra fara að verða mikil nauðsyn. Sú er semsé raunin að stund- um virðist bíllinn vera talinn rétthærn manninum: i um- ferðinni fer réttur gangandi fólks sífellt minnkandi og lífs- hættan vaxandi að sama skapi eins og dæmin sanna. Nú sið- ast hafa ráðamenn Reykjavík- ur gert upp á milli bíla og gangandi fólks á næsta furðu- legan hátt. Þegar snjór tók að safnast á götur höfuðborg- arinnar urðu viðbrögð ráða- mannanna þau að láta sum- staðar ýta snjó af akbrautun- um upp á gangstéttir. Varð gangandi fólk síðan að brjót- ast yfir snjóhryggi, en þeir hafa smátt og smátt breytzt í klakabólstra. meinhála svell- bunka sem gera gönguferðir um bæinn að háskalegum mannraunum. Hefur naumast liðið svo dagur að undan- förnu að menn hafi ekki bein- brotnað á þessum einstæðu gildrum sem yfirvöldin leggja fyrir þegna sina. Ekkert er sjálfsagðara en að akbrautir séu ruddar i' höfuðborginni á margfalt full- komnari hátt en nú er gert, í ])águ bílanna. En gangandi fólk á sannarlega ekki minni rétt til þess að stéttir séu hreinar og greiðfærar. Og það er óafsakanlegt hneyksli að leið bílanna sé greidd á kostn- að gangandi fólks, með því að gera gönguferðir borgaranna að tilræði við heila limi. Ef skynsamlegar fortölur nægja ekki til þess að opna augu valdhafanna fyrir þessari ein- földu staðreynd, verður að stofna samtök fótgangenda. og raunar væri ærin ástæða til þess að einhver þeirra sem að undanförnu hafa bein- brotnað á svellbólstrum borg- arstjórnarinnar höfði mál á yfirvöldin og geri þau fjár- hagslega ábyrg gerða sinna. — Aushi. þjóðernis hann er. í því sam- bandi skiptir ekki máli, hvort þessi náttúrutengsl eru tjáð með hefðbundnum aðferðum eða á stílmáli, sem er mótað af fyrirmyndum frá framúr- stefnumönnum. Það er ekki heldur erfitt að finna ákveðin sérkenni, sem eru einkennandi fyrir listamenn hinna einstöku landa. Til dæmis hafa íslend- ingarnir, sem eru auðsjáanlega leiðir á hinu tíða dumbungs- veðri og rigningu lands síns, flestir dálæti á sterkum, skær- um litum. Þetta sannast greini- lega á verkum Jóns Engilberts frá Reykjavík, sem eru gædd mjög aðlaðandi formum, og einnig á málverki Reykvíkings- ins Svavars Guðnasonar „Sól í hvirfilpunkti", sem minnir á mynd frá upphafstíma ex- pressjónismans" ★ I grein eftir Dietrich Helms segir á þessa leið: Útávið á starfsemi Norræna listabandalagsins að beinast að því að „sýna tvístruðum heimi, að fimm lönd geta gert með sér bandalag og komið fram útá- við sem ein menningarheild" Á sýningunni í Hannover er erfitt að finna þessa menning- arlegu heild. Sýnd eru meira en 200 verk, málverk og högg- myndir, eftir 44 listamenn. Þarna fléttast saman ólíkar kynslóðir listamanna og hinar fjarskyldustu listastefnur. Þarna er ekkert, sem ekki stendur í sambandi við eitt- hvað, sem hefur verið unnið utan Norðurlanda. Einkum er augljóst sambandið við París, ekki aðeins í verkum hinna yngrí, sem þár hafa stundað nám. Hvað sem því líður, kem- ur sýningin gesti á þá skoð- un, að listræn sameinkenni Norðurlanda komi fram í al- vörukenndum svip og þunga, þrungnum lífsþrótti. Síðar í sömu grein segir Helms: Jóhannes Kjarval (f. 1885) málar mjög sérkennilegar mynd- ir. Hjá honum komast litirn- ir í órólega hringiðu, og í hverju smáatriði mótast þeir þessum ókyrru skreytilistar- dráttum, sem birtast einnig í stærra formi í útlínum. Jafn- vel undirskrift þessa lista- manns rennur út í bandskreyt- ingar. Gjallturn eða öllu held- ur gjallfjall úr bráðnu alú- míníum, járni og kopar eftir Framhald á 3. síðu. Hvergi hreinsun er um of öslar fólkið snjó í klof. En komi þíða og þiðni mjöll þá eru stífluð niðurföll. Pollar myndast út um allt alla umferð varast skalt. Fjörráð leynd við fótmál hvert. Far með gætni hvar sem ert. Á jólaföstu veðrið var verra en tíðum hér og hvar, risjuveður, rosatíð, , stormur, frost og hríð. Óska ég þess að árið nýtt öllum verði farsælt, blítt. Og hitaveitan hafi við að hita upp sitt veitusvið. H.B. 80 ára Ingibjörg ÓSafsdóttir Afmæliskveðja Á morgun, nýársdag, verð- ur Ingibjörg Ólafsdóttir, Sól- vallagötu 43, áttræð. Ingibjörg er ættuð frá Kolbeinsá í Strandasýslu, og þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum í fjölmennum systkinahópi, við venjuleg kjör íslenzkrar al- þýðuæsku um og upp úr alda- mótunum síðustu. Þótt ekki væri ríkidæmi fyrir að fara á æskuheimili Ingibjargar, varð- veittist þar í ríkum mæli sá menningararfur, sem reynzt hefur íslenzku alþýðufólki holl- ara veganesti en flest annað. þegar á reyndi; hefur hann fylgt Ingibjörgu og þeim syst- kinum æ síðan. Ingibjörg gift- ist Jonj Jónssyni frá Litlu- Hvalsá í Hrútafirði, hinum mætasta manni Bjuggu þau um margra ára skeið á Kol- beinsá og síðar á Fögrubrekku ■ sömu sveit. Frá Fögrubrekku Reykjavíkur og hafa átt þar heima síðan. flest árin í Vest- urbænum. J, fluttu þau Jón og Ingibjörg til Ingibjörg var jafnan mikil áhugamanneskja um þjóðmál, og er til Reykjavíkur kom, skipaði hún sér brátt, og þau hjón bæði, i róttækustu stjórn- málasamtök vinnandi stétta, Kommúnistaflokkínn og síðar Sósíalistaflokkinn. Hafa þau reynzt þar traustir og óhvik- ulir félagar og lagt fram sinn skerí ríkulega í baráttunni Cyrir málstað alþýðunnar. Ingibjörg mín! Það má ekki minna vera en blaðið þitt. Þjóð- viljinn, flytji þér. og ykkur hjónunum báðum. á þessum tímamótum ævi þinnar, heilla- óskir og þakkir fyrir órofa tryggð og drengilegan stuðn- ing á liðnum árum. Málstað- urinn hefur jafnan verið ykk- ur fyrir öllu, og á liðsinní slíks fólks er gott að treysta. Til hamingju með afmælið, Ingibjörg mín; guð blessi þig og ykkur öll Vinur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.