Þjóðviljinn - 31.12.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 31.12.1966, Síða 3
Laugardagur 31. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Eskífirðí Óskar öllu starfsfólki sínu og viðskíptavinum GLEDILECS KOMAND/ ARS með þakklæti fyrír það liðna !Émm Hongkong banda- rísk flotastöð? HONGKONG 30/12. — Hin opin- bera kínverska fréttastofa réðst á brezku stjórnina í dag fyrir stuðning hennar við stefnu Johnsons forseta í Vietnam. Seg- ir þar, að Bretar leyfi Banda- ríkjamönnum að nota Hongkong sem hjálparbækistöð í auknum lofthernaði gegn Norður-Viet- ham — þannig hafi síðast um jól legið tíu bandarísk herskip við Hongkong. Faðir Adolf var ekki Bormann RECIFE 30/12 — Lögreglan í Recife í Brasilíu hefur borið ti! baka orðróm um að maður nokkur, sem handtekinn varfyr- ir skömmu í klaustri einu þar í grennd sé þýzki stríðsglæpa- maðurinn Martin Bormann, stað- gengill Hitlers. Maður þessi hefur kallað sig „faðir Adólf“. Hann er tattóver- aður með hakakrossum og SS- merkjum. fylkingin Gleðilegs nýs árs óskum við landsmönnum öllum með þakklæti fyrir það liðna. Tilkynning til þjónustufyrirtækja. 25/1966 Vegna framkvæmda hinna nýju verðstöðvunarlaga er hérmeð lagt fyrir öll þjónustufyrirtæki að senda verðlagsskrifstofunni nú þegar gildandi verðskrá ásamt upplýsingum um, frá hvaða tíma hún hefur verið í gildi. Reykjavík, 29. desember 1966. Verðlagsstjórinn. ' Milovan Djilas gefnar upp sakir BELGRAD 30/12. — Tító, for- seti Júgóslavíu, hefur tilkynnt að hinn kunni stjórnmálamaður og rithöfundur, Milovan Djilas, skuli látinn laus úr fangelsi. Djilas gekk ungur í kommún- istaflokkinn og var einn af helztu foringjum skæruliðaherjanna sem börðust gegn fasistum á stríðsárunum. Hann var um tíma varaforseti landsins og þingforseti en smám saman dró sundur með honum og fyrri fé- lögum unz hann var árið 1956 handtekinn fyrir harða gagnrýni á stjórnarfar í landinu. Honum tókst að senda úr landi handrit að bókinni „Hin nýja stétt“ og var þá dæmdur í sjö ára fang- elsi 1957 en látinn laus 1961 eftir að hann lofaði að hætta baráttu sinni gegn flokknum. Samt gaf hann út erlendis bókina „Samtöl við Stalín“ sem þótti skaða al- þjóðlega aðstöðu ríkisins og var þá dæmdur í fimm ára fangelsi árið 1962 og bætt við óafplánuð- um dómum og skyldi þá sitja inni átta ár og átta mánuði. Júgóslavíustjórn hefur fengið margar áskoranir um að láta Djilas lausan. Talið er líklegt að ákvörðun Títós nú standi i sambandi við það, að forsetinn /Óí mjög mildum höndum um Rankovic, fyrrum yfirmann ör- yggisþjónustunnar, er honum var vikið frá fyrir misbeitingu valds. Kom Tító því þá til leiðar, að Rankovic yrði ekki stefnt fyr- ir rétt fyrir afbrot sín. Kona Djilasar hefur sagt, að fregnin um náðun hafi komið sér mjög á óvart. Stutt vopnahlé í S-Vietnam SAIGON 30/12 — Vopnahlé hófst í dag kl. 7 eftir staðar- tíma í Suður-Vietnam og varir 1 tvo sólarhringa. Ölíklegt þykir að vopnahléð verði framlengt og ber ýmislegt til —■ bandaríska herstjómin segir til að mynda, að skæruliðar hafi notað vopna- hléð um jólin til að koma sér upp nýjum birgðastöðvum. SAS vill færa út kvíarnar KAUPMANNAHÖFN 30/12 Gert var í dag hlé á viðræðum milii Sovétríkjanna og fulltrúa Nor- egs, Danmerkur og Svíþjóðarum nýjan loftferðasamning. Er m.a. rætt um að SAS fái leyfi til að taka upp samgöngur við Tokíó um Moskvu og um að koma upp nýrri flugieið til Leningrad. Listsýning Framhald af 6. síðu. Jóhann Eyfells (f. 1923) sýnir með gjörólíku efni sama óróa í hverju einstöku atriði og skilst helzt í sambandi við náttúruna, hér auðvitað alveg sérstaklega i sambandi við náttúru íslands Og Claude Flor skrifaði í „Hannoversche Presse“: í hverju Norðurlandanna ber listin sinn sérstaka svip, en þó eru nægir snertipúnktar fyrir hendi og samtengjandi öfl. Hlý- leiki efnisins. endurspeglun loftslags og veðurfars á breyti- legum árstímum. mismunur landslagsins. innblástur frá skýjum, klettum, jöklum, mið- Sterkbyggður, léttbyggður, sparneytinn. — Þýðgengar vélar 172—235 hestöfl án forþjöppu. — 6 eða 12 gíra. Ein, tvær eða þrjár drifnar hásingar með niðurfærslu í hjólum, þess vegna mjög hár á vegi, ákjósanlegur fyrir íslenzka staðhætti. — Burðarþol á grind: 8500 kíló til 23000 kíiú nætursól, skógum og námum, þetta allt eru vakar litskynj- ana og tilfinninga, sem er um- breytt í áþreifanlega hluti, drauma, stemmningar. Það er játazt hreinskilnislega undir nútíma stíltegundir Evrópu, frönsk áhrif eru greinileg, en þau eru sveigð til hlýðni við norrænt skapferli og norræna veraldarhyggju ( = Weltge- stimmtheit). Samblanda hefð- ar, þjóðmenningar og alþjóð- legrar örvunar hefur skapað eitthvað, sem hér hefur mark- að sér sitt eigið svið. er stærsta og bezta nafnið í þungaflutningabílum í Þýzkalandi. tryggir fullkomna þjónustu með því að staðsetja þýzkan vélaverkfræðing 1M hjá umboðinu upp úr áramótum. Kynnið yður gæði verð og greiðsluskilmála M.A.N. vörubifreiðanna Einkaumboð á íslandi: KRAFTUR H.f. ^ringbraut 121 — Sími 12535.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.