Þjóðviljinn - 31.12.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1966, Blaðsíða 12
Ráðherraskipti r I STOKKHÓLMI 30/12 — Frú Alva Myrdal var í dag skipuð afvopriuriarniálaráðh. í sænsku ríkisstjórninni og mun það vera nýtt embætti. Á sama ríkisráðs- fundi lagði önnur kona, Ulla Lindström, niður ráðherradóm í mótmælaskyni við knappar fjár- Véitingar til aðstoðar við van- þróuð lönd, en hún hafði ein- mitt farið með þau mál í stjórn- inni. Súkarno forseti r a DJAKARTA 30/12. — Súkarno Indónesiuforseti hefur nú beygt sig fyrlr þeirri kröfu, að hann gefi opínberlega skýringu á þeim átburðum sem leiddu til mis- heppriaðrar byltingartilraunar í fyrra og svari ásökunum um að hann hafi vitað af áformum uppreisnarmanna en ekkert hafzt að, Áður hafði Súkarno neitað að gefa skýringu á af- stöðu- sinni og hótað að segja af sér ef árásum á hann linnti ekki. EFTfl-ríkín eru á undan áætluninni GENF 30/12 — Áform Friverzl- unarbandalagsins (EFTA) um tollfrjálsa verzlun með iðnaðar- vörur verða að veruleika um áramót. Leggja þá aðildarríkin sjö niður 20% vemdartolla á iðnaðarvörur, en þau hafa verið að lækka tolla smám saman síð- an 1960. Koma þá áform EFTA til framkvæmda um þrem árum fyrr en gert var ráð fyrir i upp- hafi. f aðildarríkjum EFTA búa nj um 100 miljónir manna. Meðal þeirra eru Danmörk, Noregurog Svíþjóð. Ríræfinn smygl- ari hindtekÍM NEW YORK 30/12. — Ungur Breti var í gær handtekinn á Kennedyflugvelli við New York — höfðu tollþjónar fundið í ferðatösku hans heróín fyrir um eina miljón dollara. Gaf Fornritafé^ laginu 1 miljón til útgáfustarfs - í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Framkvæm'dabankanum: Framkvæmdabanki íslarids hættir störfúm nú um áramótin, eri frámkvæmdasjóður íslands tekur' þá til starfa. Á fundi bankaráðs i<, amkvæmdabank ■ áns í dag samþykkti bankaráð einróma að gefa Hinu íslenzka fornritafélagi eina miljón króna til eflingar útgáfu þess á ís- lenzkum handritum. 5ASHKATOON 30/12— Banda- 'íkjamaðurinn Bob Segren sló í lag heimsmét sitt í stangar- tökki innanhúss. Fór hann yfir >,21 m á íþróttamóti í Kanada dag. Maí kemur með full- fermi í annað sinni ■ Á annan nýársdag mun togarinn Maí leggja að bryggju í Hafnarfirði með fullfermi af karfa af Ný- fundnalandsmiðum, eða nærri 500 tonn. Er þetta í ann- að skiptið í röð sem Halldór Halldórsson skipstjóri fyllir skip sitt á þessum miðum og færir þannig óvænta björg í bú Hafnfirðinga. Þegar hann kemur að landi hefur hann verið tæpa 16 sólarhringa í túrnum. Svo sem kunnugt er kom togarinn Maí af Nýfundna- landsmiðum rétt fyrir miðjan desember með fullfermi af karfa. Hafði hann reynt fyrir sér við Grænland en orðið frá að hverfa undan ísnum cg brá sér á Nýfundnaland — á gömlu karfamiðin, sem fræg urðu á árunum 1958 — 1959. Þar fyllti hann sig á nokkrum sólarhringum og hélt með afl- ann heim til Hafnarfjarðar. Togarinn fór aftur út þann 16. des. og á sömu slóðir aft- ur. Hann var 8 sólarhringaá veiðum og er nú á heimleið með fullfermi. Einhverjir af þessum 8 sólarhringum féllu úr vegna veðurs, þannig að aflinn hefur raunverulega fengizt á nokkru skemmri tíma. Hér er því um mjög góða veiði að ræða, þar sem 450 — 500 tonn eru nærri tveir farmar gömlu togaranna, en þeir voru frá 2 og upp i 6 sólarhringa að fylla sig þar vestra þegar bezt gekk hér á árunum. Þessi mikli afli skapar mikla og kærkomna vinnu í Hafnarfirði og breytir veru- lega öllum viðhorfum í rekstri Bæjarútgerðarinnar þar. Verð- mæti fyrra farms togarans var 1.730.000 kr., þannig að á ca. hálfum öðrum mánuði hefur hann veitt og lagt upp fisk fyrir um þrjár og hálfa miljón króna. Hásetahlutur úr farminum nú verður 16—17000 kr. að meðtöldum dagpening- um. Halldór Halldórsson skipstj. á Maí er mikill aflamaður og þaulvanur togaraskipstjóri þóít ungur sé að árum. Ha t gat sér mjög goft orð sem skipstjóri á Júní hérfyrr á ár- um og er vanur á Nýfundna- landsmiðum. Þá er og þess að minnast að hann bjargaði norsku vitaskipi í ofviðri á Norðursjó fyrir tæpum fimm árum, með því að leggjaskipi sínu, Júní, áveðurs við hið sökkvandi skip og verja það þannig fyrir sjóum. Sigldi hann síðan skipi sínu heilu *>2 höldnu heim, þrátt fyrir að stýrið var laskað. Var þetta afrek mjög rómað. Laugardagur 31. desember 1966 — 31. árgangur — 299. tölublað. Stilling h.f. flyt- ur í nýtt húsnæ&i í gaer, föstudag, flutti fyrir- tækið Stilling h.f. í nýtt húsnæði að Skeifunni 11. Stilling hf. var stofnað 1. okt. 1960 og hefur starfað síðan að Skipholti 35 og gerðist hluthafi í Iðngörðum h.f. 1963. Starfssvið fyrirtækis- ins hefur frá upphafi verið sér- hæfing í hemlaþjónustu. Bjarni Júlíusson, framkvæmda- stjóri, bauð fréttamönnum og öðrum að skoða nýju húsakynn- in í gær en fyrirtækið tekur til starfa þar strax eftir áramót- in. Þegar íyrirtækið var stofnað störfuðu þar aðeins tveir menn en s.l. 2 til 3 ár hafa starfað þar allt að 10 menn þegar mest hefur verið. Er ætlunin að bæta við starfsfólki og þá sérstaklega í sambandi við bifreiðaskoðunina í sumar. Sagði Bjarni það há mjög verkstæðum af þessu tagi hve mikið væri að gera einmitt þegar starfsfólkið færi í sumar- leyfi en aftur minna á vetrum. Árið 1963 gerðist Stilling hf. hluthafi í Iðngörðum sem byggðu iðnaðarhús við Skeifuna eins og kunnugt er. Hlutur fyrirtækisins er ca. 2000 rúmmetra hús sem er þó aðeins áfangi í væntan- legri byggingu. Þjónustan sem fyrirtækið lætur viðskiptamönn- um í té er alhliða hemlaþjón- usta. Bílaeigandi kemur með bifreið sína að morgni og fær hana að kvöldi í flestum tilfell- um. Farið er yfir fót og hand- hemil og „Power“ hemla og ef þörf krefur eru renndar skálar, límdir og endurnýjaðir bremsu- borðar, þeir réttir af, slípaðar hjól- og höfuðdælur og endumýj- uð gúmmí í þeim eða settar nýj- ar í staðinn. Einnig verður í náinni fram- tíð lögð rík áherzla á varahluta- þjónustu og er ætlunin að opna í vetur verzlun í sambandi við verkstæðið sem mun aðeins verzla með varahluti í hemla. Þeir sem sáu um byggingu þessa húsnæðis voru húsameist- ari Þórður Jasonarson, innrétt- ing Óskar Kristjánsson, raflögn Ingólfur Björgvinsson, hitalögn Ásgrímur Egilsson og málningu Rafn Bjarnason. Frestað ákvörðun á fískverði um viku í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur að undanförnu unni að ákvörðun lágmarks- Húsnæðismálastofnunin úthlutaði í ár lánum að upphæð 360 miljón kr. Tæplega 2500 af umsækjendum um lán fengu lánveitingu ■ Um miðjan desember-mánuð lauk húsnæðis- málastjóm lánveitingum sínum á þessu ári. Höfðu þá lán verið veitt samtals að upphæð kr. 345.399.00 til 2452 umsækjenda, auk lána til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis, er námu kr. 16.965.000. Hafa því lánveitingar á árinu numið samtals kr. 360.364.000. Er þetta langhæsta lánveiting, sem fram hefur farið á vegum húsnæðismálastjómar. Fyrri lánveitingin á þessu ári fór fram í april og maí og voru þá veitt lán samtals að upphæð kr. 175.592.000. Voru þá veitt 662 byrjunarlán og 573 viðbótar- lán. Tókst í þeirri lánveitingu Til tunglsins á næsta ári? MOSKVU 30/12. — Gert var ráð fyrir, að rannsóknarstöðin Lúna 13., sem lenti fyrir sex dögum á tunglinu lyki verkefni sínu í nótt. Vísindamenn vinna nú úr fengnum upplýsingum, en hafa þegar fengið staðfest að á lend- ingarstað í Stormahafinu er ,yf- irborðið allþétt og því líklegt að það verði fyrir valinu sem ákvörðunarstaður er sovézkt mannað geimfar verður senttil tunglsins. Þrálátur orðrómur gengur um það í Moskvu, að sovézkir geim- vísindamenn leggi allt kapp á að koma mönnuðu geimfari til tunglsins þegar á næsta ári og helzt í sambandi við 50 ára af- mæii októberbyltingarinnar. að veita öllum þeim umsækjend- um lán, er þá áttu fyrirliggj andi fullgildar umsóknir. Síðari lán- veiting ársins fór fram í nóv- ember og desember, eins og áður segir. Voru þá veitt 591 byrjun- arlán samtals að upphæð kr. 83.135.000. Þá voru einnig veitt 626 viðbótarlán samtals að upp- hæð kr. 84.672.000. Á árinu hafa því veriö veitt 2452 lán til 1253 íbúða samtals að upphæð kr. 343.399.000. f síðari lánveitingu ársins tókst eigi að veita öllum þeim byrjunarlán, sem áttu fyr- irliggjandi fullgildar lánsumsókn- irhjá stofnuninni, enda voru þær stórum fleiri en ráðgert var að kæmu til úrlausnar hjá stofnun- inni, er henni voru fengnir nú- verandi tekjustefnar. Hins veg- ar var lánsfjárþörfinni fuUnægt að því er snerti viðbótarlán. Fengu nú allir þeir umsækjend- ur full viðbótarlán, er fengu byrjunarlán í vor. Viðbótarlán til félagsmanna verkalýðsfélaga innan A.S.f. voru veitt til fulls þeim, er nú fengu almenn við- bótarlán, en af fjárhagsástæðum var frestað að veita þau þeim. er nú fengu byrjunarlán. Öll byrjunarlán að þessu sinni námu 140 þús. krónum, þannig að viðbótarlán til þeirra íbúða, er framkvæmdir hófust við á þessú ári, munu nema hærri upphæð, enda séu þá fyrir hendi öll skilyrði til þeirrar lán- veitingar. Hinn 28. desember sl. voru fyrirliggjandi hjá stofnun- inni 1226 umsóknir, er fengið böfðu viðurkenningu hennar um lánshæfni. Þar af voru f{58 um- sóknir fullgildar, þ.e. viðkomandi íbúðir fokheldar. Til samanburð- ar má geta þess, að 15. febrúar sl. voru fyrirliggjandi hjá stofn- uninni 758 umsóknir, er fengið höfðu viðurkenningu um láns- hæfni. Má því glögglega sjá hve umsóknum hefur fjölgað stórlega á árinu, en það er meginástæðan fyrir því, að eigi tókst að full- nægja lánsfjárþörfinni i haust, að því er snerti veitingu byrjun- arlána. Næsta lánveiting Húsnæðis- málastofnunarinnar fer fram á komandi vori. í sambandi við hana skulu væntanlegir umsækj- endur um íbúðarlán hvattir til þess að kynna sér rækilega aug- lýsingu er birtast mun í blöðum og útvarpi næstu daga. verðs á bolfiski fyrir árið 1967. Stefnt hefur veriö að því að ljúka verðákvörðun fyrir ára- Fyrirsjáanlegt er, að nefndin muni ekki geta lokið störfum fyrir áramót, og hefur því ver- ið leitað heimildar til þess að frestað verðákvörðun til 8. janú- ar. Þá hefur Verðlagsráð unnið að ákvörðun lágmarksverðs á síid í bræðslu norðan- og austan- lands og síld i bræðslu og fryst- ingu sunnanlands- og vestan frá 1. janúar n.k. Samkomulag náð- ist ekki um þessar verðákvarð- anir, sem fara því til úrskurðar yfimefnda. Yfirnefndir þær, sem fjalla um verðákvarðanir á síld, munu ljúka störfum um eða uppúr áramótum. KAUPMANNAHÖFN 30/12. ■— Danska lögreglan hefur lagthald á tvö málverk eftir danska lista- manninn David Rubello fyrir þær sakir að þær séu klám- fengnar. Myndirnar voru til sýn- is á sýningu ungra listamanna á Charlottenborg. Niemöller fíoginn til Hanoi — Ú Þant fíytur friðarávarp PARIS 30/12. Hinn þekkti þýzki guðsmaður, séra Martin Nie- niöller, hélt af stað flugleiðis í dag frá París til Hanoi til að mótmæla loftárásum Bandaríkja- manna á Norður-Vietnam. Niemöller varð þekktur fyrir baráttu sína gegn nazisma í ætt- landi sínu eftir að Hitler komst til valda. Hann sagði við brott- förina, að hann myndi einnig nota heimsóknina til að finna leiðir til að hjálpa vietnamskri þjóð sem nú lifir miklar hörm- ungar. Við höfum samband við rauða ki’ossinn í Norður-Vietnam um það mál og óskum eftir betri samskiptum við alþjóðlegí rauða krossinn. Niemöller vildi ekkert látí uppi um ummæli hins banda- ríska kardínála Spellmanns, sem hefur sagt að ekki megi annaf koma til mála en fullnaðarsigut Bandaríkjamanna í Vietnam. U Þant, aðalritari SÞ hefui sent frá sér nýársávarn bar sen- hann hvetur „alla sóðviljaðs menn“ til að beita sér fyrii friði i Vietnam. Lagð! hann því sambandi áherzlu á bað. af allar þjóðir væru hver annarr: háðar, og engin, hve fjölmenn os voldug sem hún væri, gæti verif sjálfri sér nóg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.