Þjóðviljinn - 08.02.1967, Blaðsíða 8
3 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. februar 1-967.
til næsta dags. begar líkskoðunin
færi fram. Ég vissi að hún færi
fram á kvöldinu og ég b.ióst við
að geta haft mína hentisemi á
Hvítþilium á meðan, þar sem
heimilisfólkið þurfti flest að bera
vitni.
Og þannig gekk þetta til- Um
það leyti sem réttur var settur
á hótelinu, var ég að vinna kapp-
samlega á Hvítþilium. Ég var
með myndavél meðferðis. Ég
leitaði eftir reglum sem lögregl-
an þekkir vel og beitir oft. Án
þess að lýsa því nánar get ég
sagt það að ég fann og gat l.iós-
myndað tvö nýleg fingraför, stór
og greinileg á fáguðum fleti á
efstu skúffu til hægri í kommóð-
unni í herbergi Mandersons,
fimm í viðbót (auk annarra
minni og eldri fara eftir aðrar
hendur) á glerinu í franska
glugganum í herbergi frú Mand-
ersons, glugga sem alltaf stóð op-
inn á næturnar með t.iöldin dreg-
in fyrir; og þrenn til á glerskál-
inni sem gervitennur Mandersons
höfðu legið í-
Ég tók skálina með mér frá
Hvítþil.ium. Ég tók einnig fáeina
smáhluti úr svefnherbergi Mar-
lowes sem báru greinileg fingra-
för, eins og ævinlega eru á mun-
um sem notaðir eru daglega. Ég
átti þegar ágæt fingraför. sem
Marlowe hafði skilið eftir í við-
urvist minni án þess að vita
Jsað- Ég hafði sýnt honum blöð
úr dagbók minni og spurt hvort
haun kannaðist við þau; og bær
fáu sekúndur sem hann hélt á
þeim höfðu nægt til þess að.
skilja eftir þau för sem ég þurfti
á að halda.
Klukkan sex um kvöldið,
tveim stundum eftir að rétturinn
hafði kveðið upp úrskurð sinn
um morð af völdum óþekktrar
persónu, einnar eða fleiri, hafði
ég lokið athugunum mínum og
gengið úr skuaga um að tvenn
af stóru fingraförunum á glugga-
rúðunni og þrjú á skálinni voru
eftir vinstri höndina á Mar-
lowe; að hin þrenn á rúðunni
og tvenn á skúffunni voru eftir
hægri hönd hans-
Klukkan átta hafði ég með
aðstoð H. T. Copper liósmyndara
í Bishopsbridge gert tylft af
stækkuðum myndum af fingra-
förum Marlowes, sem sýndu
greinilega sameiginleg einkenm
þeirra fara sem hann hafði óaf-
vitandi gert í návist minni og
þeirra sem voru á smáhlutunum
í herbergi hans og þeirra sem
ég fann á þann hátt sem áður
var lýst, þannig að ekki varð
um villzt að Marlowe hafði ný-
lega verið í svefnherbergi Mand-
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistola
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
ersons, en þangað átti hann ekk-
ert erindi, og í herbergi frú
Mandersons, þar sem hann hafði
enn minna að gera- Ég vona að
hægt verði að gera birtingarhæf-
ar myndir eftir þessum film-
um.
Klukkan níu var ég kominn
aftur í herbergi mitt á hótelinu
t>g tekinn til við þessa skýrslu.
Athugun minni var lokið.
Ég lýk má'Ii með því að draga
þetta saman á eftirfarandi hátt:
að kvöldið sem morðið var fram-
ið hafi hinn falski Manderson,
staddur í svefnherbergi Mander-
sons, sagt frú Manderson eins og
hann hafði áður sagt Martin, að
Marlowe væri kominn af stað
til Southampton; að hann hof:
að því búnu slökkt ljósið
lagzt útaf í föbunum; að ha
hafi beðið þangað til hann var
viss um að frú Msmderson væri
sofnuð; að hann hafi þá farið
fram úr og laumazt gegnum
svefnherbergi hennar á sokka-
leistunum með fötin og skóna í
hendinni; að hann hafi farið
bakvið gluggatjöldin, opnað gler-
dyrnar dálítið betur með hönd-
unum, klifrað yfir járnriðið á
svölunum og látið sig síðan falla
niður á miúkan grasblettinn fyr-
ir neðan-
Allt þetta hefði hæglega verið
hægt að framkvæma innan
hálfrar stundar frá því sð hann
kom inn í svefnherbergi Mand-
ersons, en það var um hálftólf-
leytið samkvæmt frásögn Mart-
ins.
Það sem á eftir fór læt ég
lesenduma um að ráða í. Líkið
fannst morguninn eftir. alklætt,
en heldur ósnyrtilega. Marlowe
kom til Southampton í bflnum
klukkam hálfsiö.
Ég lýk þessari skýrslu í setu-
stofu minni á hótelinu í Marl-
stone. Klukkan er fjögur að
morgni. Ég legg af stað til Lon-
don með hádegislestinni frá
Bishopsbridge og strax og ég
kem á leiðarenda mun ég afhenda
þér bessar línur- Ég vænti þess
að þú gerir Glæpamáladeild lög-
reglunnar kunnugt innihald
þeirra.
Philip Trent.
XII. KAFLI.
— Ég endur.sendi ávísunina
sem þú sendir mér fyrir afskipti
mín af Mandersonmálinu, skrif-
aði Trent Sir James Molloy frá
Múnchen, en þangað hafði hann
farið strax eftir að hann hafði
afhent stutta og þurrlega skýrslu
um endalok málsins á skrifstofu
Records. — Það sem ég sendi
þér var ekki virði tíunda hluta
upphæðarinnar; en ég hefði ekki
haft neitt samvizkubit yfir að
taka við því, ef ég hefði ekki
fengið þá grillu — sama hvers
vegna — að snerta ekki eyri íyr-
ir þetta mál. Ég vildi gjarnan
að þú greiddir fyrir þetta eftir
dálksentímetrum á venjulegu
verði ög afhentir afganginn ein-
hverri stofnun. sem hefur það
ekki að markmiði að þrúga fólk-
Ég er hingað kominn til að hitta
gamla vini og stokka upp hug-
myndir mínar, og það sem mér
er nú efst í huga er að mig
langar í eitthvert starf, sem býð-
ur upp á athafnasemi um tíma
að minnsta kosti. Ég get ekkert
málað um þessar mundir: ég
gæti ekki einu sinni málað girð-
ingu. Viltu gera mig að frétta-
ritara þínum einhvers staðar?
Ef þú gætir fundið handa mér
gott ævintýri, skyldi ég send'a
þér góðar frásagnir. Síðan gæti
ég ef til vill komið mér að verki-
Sir James sendi honum sím-
leiðis fyrirmæli um að halda
þegar í stað til Kurlands og
Lívoníu, þar sem allt logaði í ó-
eirðum. í tvo mánuði var
Trent á ferð og flugi, og heppn-
in vair með honum eins og endra-
nær. Hann var eini fréttamaður-
inn sem var sjónarvottur að, því
þegar átján ára stúlka myrti
Dragilew hershöfðingja á götu í
Volmar. Hann sá bruna, aftökur
án dóms og laiga, hópgöngur,
hengingar; á hverjum degi óx
ógeð hans á hryggilegum afleið-
ingum óstjórnar- Maraa nóttina
lagðist hann til svefns í lífs-
hættu- Marga daga fastaði hann.
En ekkert kvöld og enginn morg-
unn leið svo að hann sæi ekki
fyrir andlit konunnar sem hann
elskaði svo vonlausri ást.
Hann uppgötvaði að í vansæld
sinni var hann um leið hreykinn
af þessari tryggð. Hann hafði
áhuga á fyrirbrigðinu sem slíku,
það vakti undrun hans og leiddi
hann í nokkurn sannleika. Hann
hafði ekki orðið fyrir þessu áð-
ur. Það staðfesti það sem honum
hafði þótt vafasamt um reynslu
karlmanna-
Á þessum aldri, þrjátíu og
tvegfíja ára, gat hann ekki látið
sem hann afneitaði þessum heimi
tilfinninganna. Það var nægilegt
að segja að það sem hann hafði
lært hafði komið til hans óbeðið
án viðleitni hans; og þsð var
óbærilegra minninga; hins
'ar vakti sagan enn óhug hans-
ann hafði til að bera kynlega
virðingu fyrir vissum kvenlegum
veikleika og hann var einfold-
leea hræddur við kvenlegan
styrk. Hann hafði staðið í
þeirri hálfvolgu trú að eitthvað
ætti eftir að vakna með honum,
og að röddin sem á það kallaði
myndi heyrast glögglega á sínum
tíma og hennar hvrfti ekki að
leita.
En honum hafði aldrei dottið
í hug að þessi rödd myndi kalla
til hans á uggvekjandi hátt. Það
tvennt sem hafði komið honum
algerlega á óvart í sambandi við
tilfinningar hans í garð Mabel
Manderson var hinn óvænti
styrkur þeirra og hið alsera von-
leysi. Áður hafði hann verið
gjarn á að hlæja að vonlausri
'ást sem barnaskap- Nú vissi
hann, að honum hafði skjátlazt.
og hsnn saup seyðið af því.
I huga hans birtist konan hon-
um ævinlega eins og hún hafði
verið þegar hann leit hana fyrst
aueum, þar sem hún hafði setið
á bergbrúninni og hann hafði
gengið óséður fyrir ofan hana;
fagnandi, lausbeizluð hreyfing
hennar hafði sýnt honum betur
en nokkur orð að ekkjudómur
hennar væri frelsi frá kvöl og
hafði staðfest á óhugnanlegan
hátt grunsemdir hans um það að
nú væri hún frjáls að njóta ham-
ingjunnar með manninum sem
hún elskaði- Hann vissi ekki ná-
kvæmlega, hvenær hann hafði
fyrst fengið grun um þetta.
Sennilega hafði hann fengið
fyrsta hugboðið þegar hann sá
Marlowe fyrst; hugur han,s hlaut
ósjálfrátt að hafa tekið eftir
styrk og glæsileik, fríðleika og
framkomu unga mannsins, sem
hlaut að ganga í augu hverrar
ungrar konu. Og í sambandi við
það sem herra Cupples hafði sagt
honum um sambúð Manderson-
hiónanna hafði hugboðið tekið
sér aðsetur í hug hans. Og þeg-
ar hann fór að leita að tilefninu
fyrir glæpnum. eftir að ,. hafa
gengið úr skugga um hver morð-
inginn var, hafði það stigið al-
skapað fram úr hugskoti hans.
Tilefni, tilefni! Hann hafði leitað
að einhverri annarri orsök í ör-
væntingu sinni, reynt að loka
augunum fyrir þeim möguleika
að Marlowe — gagntekinn
ástríðu eins o° sjálfur hann og
ef til vill miður sín af óham-
ingju eiginknnunnar — hefði
tekið málin f sínar hendur- En
þrátt fyrir allar eftirgrennslanir,
allar vangaveltur eftir á. hafði
hann ekki komið auga á neitt
sem hefði getað hvatt Marlowe
til þessara aðserða — ekkert
nema freistinguna, serrí hann gat
að sjálfsögðu ekki vitað hve var
sterk, en hlaut þó að hafa slævt
sómatilfinningu hans- Ef hann
gat tekið mark á sínum eigin
tilfinningum, þá var ungi maður-
inn hvorki geðbilaður né ill-
menni að eðlisfari. En það gat
ekki hreinsað hann. Morð vegna
konu, hugsaði hann, var vissu-
lega ekki fátítt. Til þess þurfti
aðeins kjark og greind, ráð-
snilld og svæfða samvizku af
einhverjum orsökum.
Þúsund sinnum með kvöl í
hjarta hafði hann reynt að
hrekja burt óttann við það að
Mabel Manderson hefði vitað of
mikið um það, sem eiginmanni
hennar var ætlsð- Hann gat ekki
efað það, að hún vissi allan
sannleikann að loknum verkn-
aðinum; yfirbugun hennar í návist
hans þegar hann bar frsm
spurninguna um Marlowe. hafði
kæft þá veiku von hans að eng-
ir kærleikar væru á milli þess-
ara hjónaleysa og honum hafði
virzt það benda, á ótta við upp-
ljóstrun. Að minnsta kosti vissi
hún allan sannleikann eftir að
hún hafði lesið skýrslu bá. sem
hann hafði skilið eftir hiá henni.
og það var öruggt mál að engum
grun hafði verið varpað á Msn-
uowe opinberlega síðan- Hún
hafði þá eyðilast handrit hans
og tekið gild loforð hans um að
þegja um leyndarmálið sem ógn-
aði lífi elskhuga hennar.
En það var hin óhugnanlega
hussun að hún kynni að hafa
vitað um að morð var í bígerð
og þagað um það, sem ógnaði
sálarfriði Trents. Það gat verið
að hann hefði grunað eitthvað,
að hún hefði gizkað á eitthvað;
var hugsanlegt að hún hefði
haft vitneskju um alla ráðagerð-
ina? Hann gat ekki gleymt því
að fyrsti grunur hsns um tilefni
Marlowes til glæpsins hafði
SKIPATRYGGINGAR
ÚTGERÐARMENN.
TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT,
SEM ÞEIM VIDKEMUR
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 REYKJAViK SÍMI 22122 — 21260
Toyoto Corona Statíón
Traustur og ódýr.
TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA
Japanska Bifreiðasalan hf
Ármúla 7 — Sími 34470
(gitíineiiíal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, meS okkar íull-
komnu sjálívirku neglingarvél.
veita íyllsta öryggi í snjó' ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga -
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GUMMIVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
AUGLÝSIÐ í ÞJÖÐVILJANUM
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
2-3-4-5 og 6 mm.
Aog B gæðaflokkar
MarsTrading Companyhf
Laugaveg 103 sími 1 73 73
EIGENDUR
V íógerðaverkstæði
Smurstöð.
Yfirförum bílinn
fyrir veturinn.
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Siimi 30154.
♦