Þjóðviljinn - 09.02.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.02.1967, Blaðsíða 3
Firnmtudagur 9. febrúar 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Samþykktir aukafundar SH: r- Iskyggilegar horfur T „Almennur aukafundur S. H., haldinn 7. febrúar 1967, telur að ískyggilegar horfur séu nú í má'.- efnum frystiiðnaðarins í land- inu, og bendir á þá staðreynd, að þótt komið sé fram í febrúar- mánuð, hefur enn ekki tekizt að ná neinum samningum um við- hlítandi rekstrargrundvöll fyrir frystihúsin. Samkvæmt ýtarlegum athugun- um, sem fram - hafa farið á rekstrárstöðu frystihúsanna, ligg- ur fyrir, að reksturskostnaður þeirra hlýtur að vera að minnsta kosti 2V2% hærri, miðað við framleiðsluverðmæti á árinu 1967, en hann var á árinu 1966, og er þá reiknað með algjörri stöðvun verðlags allt árið 1967. Kostnaðarauki af þessum á- stæðum mun nema 40—50 milj. kr. fyrir frystiiðnaðinn, sem hei'ld. Þá liggur fyrir, að miðað 'við það verðlag á útfluttum, frystum bolfiskafurðum, sem vit- að var um við sl. áramót, hefir markaðsverð þeirra þegar lækk- að 'um 11,8% frá því meðaltals- verði, sem var á árinu 1966. Þessi verðlækkun nemur 160— 170 milj. kr. á ári fyrir frysti- iðnaðinn. Auk þessara stað- reynda liggja svo fyrir fréttir um útlit á ýmsum þýðingar- mestu mörkuðum erlendis, sem benda til þess að verðlag muni enn fara lækkandi. Hér er því um mjög alvarlegt vandamál að ræða, sem þjóðin með engu móti fær vikið sér und- an að horfast í augu við, svo þýðingarmikil atvinnugrein, sem frystiiðnaðurinn er fyrir þjóðar- búið, en vandamál þau, sem hér er við að eiga, eru ekki bundin við eigendur hraðfrystihúsanna, þau eru jafnframt vandamál aílrar þjóðarinnar. Frystar fisk- afurðir hafa um langan tíma verið verðmesta útflutningsvara þjóðarbúsins, og enn eru þær á- samt saltfiski og skreið og ýms- um fylgiafurðum bolfiskveið- anna, méiri hlutinn af ölluvérð- mæti útflutnings landsins. Verðfall það, sem nú hefir orðið á frystum fiski erlendis, er frystiiðnaðinum mjög þung- bært, en það hefði þó ekki átt að valda þeim úrslitum, sem það gerir nú, ef ekki hefði annað komið til. Verð á frystum fisk!i hækkaði mikið á erlendum mörkuðum á s.l. þrem árum. Þessar verð- hækkanir hafa allar horfið fisk- iðnaðinum jafnóðum vegna gíf- urlegrar hækkunar innanlands á öllum framleiöstukostnaði. Þann- ig má benda á, að frá 1963 — 1966 hefir meðaltalskauphækkun í frystihúsunum numið samtals 70—80% og kemur þar m.a. fram veruleg kauphækkun kvenna, en mestur hluti rekstr- arkostnaðar frystiiðnaðarins hefir aukizt hlutfallslega án þess að eigendur frystihúsanna fengju þar nokkru um ráðið. Hin hagstæða verðþróun á er- lendum mörkuðum fór því yfir- leitt út í verðlagið jafnóðum, og svo þegar kemur til verðlækk- unar nú, stendur allur hinn hái tilkostnaður eftir á framleiðsl- unni. Fundurinn telur, að útilokað sé með öllu, að frystihúsin í landinu geti haldið uppi rekstri við þau skilyrði, sem felast í til- boði því, sem fulltrúar ríkis- stjórnarinnar hafa gefið kost a. Hann samþykkir því að kjósa fulltrúa í 5 manna nefnd, sem gangi á fund ríkisstjórnar og Alþingis af háifu S.H. og SÍS og geri þeim fulla grein fyrir, hvernig komið er málum frysti- iðnaðarins og leiti eftir að fá þá aðstoð, sem tryggja megi rekst- urinn á árinu. Fáist ekki viðunandi lausn á vandamálum frystihúsanna, telur fundurinn, að óhjákvæmilega hijóti að koma til stöðvunar hus- anna. Fundurinn frestar störfum sín- um. þar til nefndin hefir skilað áliti sínu“. Eitthvert lát á „menningarbyltingunni“? Rauðum varðliðum sagt að fara heim Kennsla aftur að byrja í barna- og unglinga- skólum — Óspektir ennþá við soVétsendiráðið PEKING og MOSKVU 8/2 — Skýrt var frá því í veggblöð- um í Peking í dag að kommúnistaflokkurinn og ríkis- stjórnin hefðu í sameiningu ákveðið að rauðir varðliðar skuli nú hverfa til heimkynna sinna, hefja aftur vinnu eða skólanám. Hríðarbylur og frosthörkur í austurfylkjunum / USA Japanska blaðið „Asahi Shimb- un“ skýrði frá þessu í gærkvöld og var þar sagt að fyrirmælin til rauðu varðliðanna hefðu verið gefin 3. febrúar s.l. Fylgdi það með að allir rauðir varðliðar sem nú væru staddir 500 km eða meira frá heimilum sínum myndu fá ókeypis far heim með járnbrautarlestum eða skipum. Kennsla mun. nú vera að hefj- ast aftur í barna- og unglinga- skólum í Peking, en ekki er enn vitað til þess að æðri mennta- Nauðsyn stofnlána ■ „Almennur aukafundur frysti- húsaeigenda, haldinn 7. febrúar 1967, vill vegna tillagna, sem komið hafa fram um endur- skipulagningu á uppbyggingu og rekstri hraðfrystiiðnaðarins, taka fram eftirfarandi: Fundurinn er samþykkur því, að málefni frystiiðnaðarins verði tekin til ýtarlegrar athugunar með það fyrir augum, að leitað verði leiða til að auka, enn frek- ar en orðið er, framleiðni og bæta skipulag, bæði tæknilega ög rekstrarlega, í frystiiðnaðin- um i landinu. 'Við slíka athugun telur fund- urinn að leggja beri sérstaka á- herzlu á, að frystiiðnaðinum verði tryggð nægjanleg og hag- kvæm stofnlán til eðlilegrar upp- býggingar og breytinga, sem unnið sé að í fullu samræmi við þarfir hans. Þó að fundurinn sé meðmælt- ur almennri athugun á málefn- um frystiiðnaðarins. ítrekar hann fyrri skoðanir frystihúsaeigenda um að rekja megi aðsteðjandi erfiðleika frystihúsanna til enn veigameiri ástæðna en hugsan- légs skipulagsleysis þessa at- vinnuvegar, eða að draga þurfi úr framleiðslugetu þeirra, jafn- vel með því að leggja mörg þeirra niður. Reynslan hefir sýnt, að svo að segja um allt land anna frysti- husin ekki því aílamagni, sem berst að, á þeim 2—3 mánuðum, sem aðalaflamagnið kemur á land, þ.e. á vetrarvertíðinni. Stórfellt vandamál margra frystihúsa er það, hve starfs- tími þeirra er stuttur og óreglu- legur. Á síðustu árum hefir þetta vandamál aukizt, þar sem dreg- ið hefir stórlega úr afla togar- anna með fækkun skipanna og auknum siglinaum og jafnframt héfir útgerð smærri báta orðið veikari vegna fjárhagsörðugleika þeirra og fólkseklu. Við þetta hefir svo bætzt, að stórlega hef- iv dregið úr síldarfrystingu, eink- um vegna minni síldveiða Suð- Vestanlands, en einnig á þessu ári vegna minnkandi markaða erlendis, sem m. a. stafar af breyttri viðskiptastefnu. Fundurinn varar því við þeim hugsunarhætti að halda, að vandamál fi-ystiiðnaðarins nú verði leyst með einfaldari skipu- lagsbreytingu, og telur enda, að víðast hvar annarsstaðar í þjóð- arbúskapnum sé meiri þörf á hagræðingu í rekstri, en í hrað- frystiiðnaðinum, sem sannað hefir það á erlendum mörkuð- um, að hann er fyllilega sam- keppnisfær við hliðstæðan iðnað annarra þjóða, sé um sambæri- legar rekstraraðstæður að ræða á sviði fjármála og framleiðslu- kostnaðar". Rifhöfundar frá NorSorlöndum o; Afríku á fundi STOKKHÓLMI 8/2 — Nú stend- ur yfir í Hasselby-höll í Stokk- hólmi ráðstefna rithöfunda frá Afríku og Norðurlöndum. Meðal sænskra þátttakenda í ráðstefn- unni eru þau Sara Lidman og Olof Lagercrantz, ritstjóri „Dag- ens Nyheter“. I’ramhald ,af 1. síðu á um áramótin 1966—’67. Nú væri útséð um að staðgreiðslu- kerfi gæti orðið komið á þetta ár. Nefnd ynni nú að því með miklum hraða að búa málið í hendur ríkisstjórnarinnar og yrði það lagt fyrir þetta þing í ein- hverju formi, ef til vill sem skýrsla ríkisstjórnarinnar. Leitt væri að ríkisstjórnin hefði gefið um þetta stefnuyfirlýsingu sem ekki fengi staðizt en alls óvíst ; að þingmenn eða sveitarstjórnar- rrenn væru til í þær róttæku breytingar á skattalöggjöfinni sem til þyrfti. Eðvarð taldi að fram hefði komið í svari ráðherra að lítið 1 hefði verið unnið að málinu fyrr 1 en síðustu mánuðina. Lagði hann áherzlu á að málinu yrði hrað- að svo einhvers árangurs gæti sem fyrst orðið að vænta. stofnanir hafi aftur verið opnað- ar. f upphafi „menningarbylting- arinnar" á síðásta ári var öllum skólum í landinu lokað og var tilkynnt að þeim yrði lokað út skólaárið. Ekki mun ætlunin að höfð verði sama tilhögunin á kennslunni í unglingaskólunum og var fyrir lokunina. Kennsl- unni verður stjórnað af nefndum sem skipaðar verða af kennurum og nemendum í sameiningu. Kennsla í sögu og félagsfræði mun falla niður meðan verið er að semja nýjar kennslubækur i þessum greinum. Þótt þannig virðist vera ætl- unin að nokkurt lát verði á „menningarbyltingunni“ sem rauðu varðliðarnir hafa helzt stáðið fyrir halda þeir enn áfram óspektum sínum við sovézka sendiráðið og er nú liðinn hálf- ur mánuður síðan þær hófust. Kínversk stjórnarvöld hafa til- kynnt starfsmönnum annarra sendiráða Austur-Evrópu að þau geti enga ábyrgð tekið á því að ekki verði á þá ráðizt ef þeir hætta sér í heimsókn í sovézka séndiráðið. Spurzt hefur að starfsmenn sendiráða Ungverja og Pólverja hafi .ákveðið , að senda heim fjölskyldur sínar eins og sovézku sendiráðsmenn- irnir hafa þegar gert. Aftúr' í dag vá'r"hokkúr 'mann- safnaður við kínverska sendiráð- ið í Moskvu. NEW YORK 8/2 — Mesti hríðar- bylur sem komið hefur í fimm ár geisaði í gær á austurströnd Bandaríkjanna og olli miklum truflunum á samgöngum allt frá Virginíu norður til Maine. Svo mikið var fannkyngið í New York að sumstaðar var ekki fært yfir götur. Það er tekið til marks um hve ófærðin var mikil að ekki var hægt að opna kaup- höllina fyrr en stundarfjórðungi eftir venjulegan kauphallar- tíma. Öllum skólum var lókað í borginni, einnig öllum þremur stærstu flugvöllunum og hundruð bíla sátu fastir í snjónum. Kosygin ræðst á Bandsríkin fyrir Vietnamstríðið LONDON 8/2 — Kosygi^, for- sætisráðherra Sovétríkjanrte, fór mjög hörðum orðum um Iram- ferði Bandaríkjamanna í Viet- nam í ræðu sem hann hélt í dag þegar hann gekk á fund borgarstjórans í London. Kosygin sagði Bandaríkjamenn bera alla ábyrgð á stríðinu í Vietnam. — Það voru Bandarík- in sem áttu upptökin að deilunni þegar þau neituðu árið 1954 að undirrita Genfarsamningana sem bundu enda á sjö ára stríð Frakka í Indókína, sagði Kosyg- in sem hvatti brezku stjórnina til að leggja fram sinn skerf til lausnar á grundvelli Genfar- samninganna. Snjókoman mældist 7 til 25 sentimetrar í fylkjunum á aust- urströndinni, en í New Orleans rigndi óskaplega, 21ft mm. Siglingar um St. Lawrence- skurðinn hafa alveg stöðvazt vegna ísa. Fjórir ísbrjótar megn- uðu ekki að ryðja leiðina. Einnig í miðfylkjunum snjóaði mikið í gær og mældist snjókom- an þar 27 sm. Stöðugt óveður hefur verið í miðvestrinu síðustu þrjár vikur. Enn í dag snjóaði mikið víðast hvar á austurströndinni og mæld- ist snjókoman 33 sm í New York, 25 sm í Washington og 22 sm í Boston. Tíu stiga frostvar í Phiiladelphia, en 14 stig í New York. öllum skólum var lokað annan daginn í röð. Þúsundir manna úr úthverfunum komust ekki heim til sín sökum ófærðar. GÓLtTEPPI V/ILTON TEPPADREGLAR TEPPALAGNIR EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Sími 11822. Jafnrétti Framhald af 1. síðu. ríkjanna skammast sín fyrir þá afturhaldslöggjöf sem í gildi er í Bandaríkjunum um þessi mál, en afturhald Bandaríkjaþings er sterkt og hindrar breytingar. En svo gæti farið ef ísland yrði til þess að krefjast jafnréttis við Bandaríkin að fleiri þjóðir kæmu á eftir. Sá tími er að verða liðinn að Bandaríkin geti beitt þjóðir frekju og yfirgangi í krafti auðs síns. Með Evrópuþjóðum liggur nú þungur straumur gegn áhrifa- valdi Bandaríkjanna. Lagði Einar áherzlu á að full rök væru til þess að rikisstjórn íslands ætlaðist til fulls jafn- réttis á þessu sviði gagnvart Bandaríkjunum. Frakkarsenda á loft prvitun;! PARlS 8/2 — Frakkar skutu í morgun á loft frá tilraunastöð sinni í Alsír gervitungli af gerðinni „Diadem“ og komst það á braut. Gervitunglið sem hefur fimm mínútum styttri umferðar- tíma en til var ætlazt er búið sérstökum speglum sem nota á til endurvarps á laser-geislum, sem sendir verða frá jörðinni og er tilgangurinn sá að auka me'ð því nákvæmni í landmælingum. Þetta er fjórða gervitunglið sem Frakkar senda á braut og vegur það 23 kíló. Fasta fyrír NEW YORK 8,2 — Þúsundir manna úr ýmsum kristnum kirkjufélögum í Bandaríkjunum hófu í dag þriggja daga föstu fjmir friði í Vietnam. Nefndin sem stendur fyrir föstunni segir að fastan verði í 110 borgun Bandaríkjanna. Vopnahlé í Vietnam Áskorun frá Páli páfa SAIGON 8/2 — Vopnahléið sem báðir aðilar í Vietnamstríðinu höfðu boðað til vegna tunglný- ársins víetnamska hófst í dag. Eins og jafnan áður þegar vopna- hlé hefur verið gert í Vietnam kom í dag_ til nokkurra vopna- viðskipta. í Saigon er sagt að skæruliðar hafi rofið vopnahléið 23 sinnum og hafi orðið mann- tjón í níu viðureignum. Á það er bent að mjög erfitt sé að framkvæma vopnahléið þar .sþm engir formlegir samningar eru gerðir um það milli striðsaðila. Bandaríkjamenn segja að ein könnunarflugvél þeirra hafi vér- ið skotin niður yfir Norður-Viet- nam í dag. Þeir segjast ekki hafa sent þangað neinar sprengju- flugvélar til árása. Páll páfi hvatti í dag John- son Bandaríkjaforseta og ráða- menn i Hanoi og Saigon til að hefja samningaviðræður um frið meðan vopnahléið stendur yfir. Grjóti kastað í Indiru Gaidhi NYJU DELHI 8/2 — Aðsúgur var gerður að frú Indiru Gandhi forsætisráðherra á kosningafundi sem hún hélt í dag í bænum Bhubeneswar í Orissa-fylki á austurströnd Indlands. Var kast- að grjóti í hana og brákaðist nefbeinið, tönn losnaði og hún fékk skrámur í andilitið. Það voru einkum stúdentar sem stóðu fyrir óspektunum og voru sjö þeirra handteknir. Þingkosning- ar fara fram í Indlandi síðar í þessum mánuði. Staða aðstoðar/æknis við lyflæknisdeild Borgarspítalans, er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. maí n.k. til eins árs í senn. Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborg- ar og Læknafélags Reykjavíkur. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 10. marz n.k. Reykjavik, 7. febr. 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Staða röntgenlæknis (sérfræðings eða aðstoðarlæknis) við röntgendeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Sfaðan veitist frá 1. maí eða síðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri læknisstörf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykja- víkur fyrir 15. marz n.k. Reykjavík, 7. febr. 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Kjötbúb Suðurvers tilkynnir: Tökum áð okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, horni Stigahlíðar og Hamrahlíðar. - Símj 35645 - Geymið auglýsinguna. ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.