Þjóðviljinn - 09.02.1967, Page 7

Þjóðviljinn - 09.02.1967, Page 7
Fimmtudagur 9. íebrúar 1967 — ÞJÓÐVILJTNN — SÍÐA J „Hvorki þorum það né getum' Framhald af 5. síðu. þjóðir; þótti honum sérstaklega mikilvægt, að Islendingar ættu engan óvin. Lokaorðin voru á þá lund, að íslendingar yröu að balda vel á spöðunum í utan- ríkismálum, en sérstaklega í landhelgismálinu, því að það væri langmikilvægast. Hófust nú frjálsar umræður og stóðu dr.iúga stund. Var það álit ræðumanna utan eins, að ræða utanríkisráðherra hefði verði þeim hin mestu von- brigði; íbúatölu Norðurlanda væri létt að kynna sér, tala sendiherra og ræðismanna, að ógleymdum kostnaði af utan- rfkisþiónustu, væri á vitorði allra þeirra, er þessi mál láta sig nokkru skipta; allir þekktu sögu landhelgismálsins. Hlaut utanríkisráðherra litlar þakkir fyrir málflutning sinn, og þótti ræða hans með ólíkindum. Af orðum ufanríkisráðherra þótti ljóst, að réttur Islendinga til landgrunnsins yrði að engu metinn. har eð 12 mílur væri hámark að mati þeirra, er um málið eiga að véla eftir samn- ingnum frá 1961, en sú eina lei'ð, er lslcndingum hefði ver- ið fær til þessa, bein útfærsla, væri nú lokuð. Það kom og fram i máli ræðumanna, að reyndar væri tómt mál að tala um íslenzka utanríkismálastefnu hin síðari ár; hún væri einmitt þáð, sem á vantaði. Fyrsti ræðumaður í frjálsum umræðum, Ragnar Arnalds, komst sv'o að orði: „Umræðuefni þessa fundar er einmitt það, sem týndist fyrir mörgum árum og okkur vantar í dag. Okkur vantar íslenzka utanríkisstefnu- Hún er ekki til í dag. Okkur vantar sjálfstæða, óháða, íslcnzka utanríkis- stefnu“. Ragnar Arnalds lýsti í upp- hafi rháls síns . gleði yfir, að utanríkisráðherra hefði fengizt til' aft 'koma á fund að ræða um íslenzk utanríkismál. Væri slíkt nýbreytni af íslenzkum utan- • ríkisráðherra hin síðari ár- Vítti Ragnar harðlega meðferð utanríkismála og benti á, að af- greiðsla þcirra, í höndum nú- verandi utanríkisráðherra og næsta fyrirrennara hans, væri Niðursuðuiðnaður Framhald af 2. síðu. byggð upp, án þess að henni væri veitt fjármagn til að geta hafið verulega markaðsöflun. Hvað eftir annað hefur stjórn S.R. lagt til við ráðherra, að skipuð yrði sérstök stjóm fyrir verksmiðjuna og fjárhagur hennar gerður sjálfstæður en ráðherra hefur ekki á það fall- izt. Með þessu frumvarpi sem hár liggur fyrir er að því stefnt að ríkisvaldið stigi næsta stóra skrefið í framhaldi af bygg- ingu Siglóverksmiðjunnar með því að setja á fót sérstakt fyr- irtæki, Fiskiðju ríkisins, sem < fyrsta lagi fái árlegt ríkisfram- lag, 6 milj króna í 5 ár, til að fullgera verksmiðjuna á Siglu- firði og koma upp nokkram öðrum verksmiðjum til full- vinnslu matarrétta úr fiskaf- urðum — en í öðru lagi fái 8 miljón kr. í 5 ár, samtals 40 milj. til að skipuleggja stór- fellda markaðsrannsóknir og til- raunastarfsemi. Sfðan þetta frumvarp var til umræðu hér á Alþingi fyrir einu ári, hefur það gerzt, að stofnuð hafa verið samtök ís- lenzkra niðursuðu- og niður- lagningarverksmiðja, Jafnframt hafa sérmenntaðir menn í nið- ursuðutækni stofnað með sér féiag. Hvort tveggja er nauð- svnlegur og mikilvægur áfangi að því marki, að þessi iðn- grein nái að þróast með eðli- legum hætti hér á landi. Enn hafa þó ekki verið mynduð sölusamtök framleiðenda, er stefni að því að selja fullunn- ar fiskafurðir og fiskrétti í ýmsum tegundum umbúða og undir einu vörumerki — eins og lagt er til í þessu frumvarpi að Fiskiðja ríkisins beiti sér fyrir. brot á landslögum; skirrðust náðamenn jafnvel ekki við beinum stjómarskrárbrotum, þótt þau væru að vísu fátíð. Hann átaldi afstöðu ríkisstjóm- ar Islands í Víetnam-málunum og í málefnum nýlendna Portú- gala, en þeir væm bandamenn Islendinga í Atlanzhafsbanda- laginu, og þótt „mikill meiri- hluti þjóða heims standi á móti honum (Salazar), þá er ogverð- ur Emil Jónsson vinur vina sinna“. Ragnar sagði að lokum, að fyndi utanrfkisráðherra það, sem hann týndi niður fyrir mörgum árum, íslenzka utan- ríkisstefnu, á þessum fundi, „þá væri koma hans á þennan fund sannarlega ekki árangurs- laus“. Ólafur Ragnar Grímsson tók næstur til máls- Sagði hann það hald manna, að utanríkis- mál bæri sjaldan á góma í rik- isstjórninni, og ekki væru þau rædd á Alþingi. Beindi hann því þeirri fyrirspurn til utan- ríkisráðherra, hvar utanríkis- mál Islendinga hlytu afgreiðslu sína, og hverjir stæðu þar að verki. Fór hann hörðum orð- um um það pukur, sem viðhaft er um þessu mál. Svavar Gestsson spurðist i upphafi máls síns fyrir um, hvað gert hefði verið hin síð- ari ár til endurskoðunar og endurnýjunar starfsemi utan- ríkisráðuneytis og utanríkis- þjónustu. Hann upplýsti, að ís- lenzk stjómarvöld hefðu ekk- ert látið renna til aðstoðar við vanþróuð lönd. Islenzk æska hefði hins vegar safnað rúm- um tu,g miljóna til þessa- Spurði hann, hvað ríkisstjórnin hyggð- ist fyrir í þessum efnum. Svavar gat þess, að um allan heim ræddu menn vandamál þau, er skapazt hafa vegna Vi- etnam-styrjaldarinnar, og stjórnmálamenn og heimsblöð , létu þetta mál mjög til sín taka. Hér á landi heyrðist hins vegar ekki orð frá ráðamönn- um. Spurði hann utanríkisráð- hérra, hvört þessi mál hefði boriö á góma, er O Þant var hér á ferð í sumar, og hver væri afstaða ríkisstjómar Is- lands til tillagna hans- Að lok- um spurðist Svavar fyrir um það, hverju það sætti, að utan- ■ríkisráðherra, formaður Al- Iiýðuflokksins, hefði ekki geng- ið betur fram um að fylgja stefnu flokks síns varðandi að- ild Rauða-Kína að samtökum Sameinuðu þjóðanna. Helgi E. Helgason kvað utan- ríkisráðhema hafa staðið sig vel í hinum „al-islenzku utanríkis- málum“, og taldi hann ræðu- menn ganga fullhart að ráð- herranum. Ólafur Einarsson tók þá til máls. Minnti hann á, að Al- þingi væri með öllu hunzað í afgreiðslu og meðferð utanrík- ismála. Lék honum forvitni á að heyra utanríkisráðherra Is- lands upplýsa, hvar stefnai ís- lenzkra stjórnarvalda í utan- ríkismálum væri mótuð og af hverjum. Gat Ólafur þess, að nú væru alþjóðastjórnmál og sérstaklega málefni Atlanzhafs- bandalagsins mjög í deiglu, t>rí færu fram miklar umræður um þau i öðrum aðildarlöndum. Tók hann hér til dæmi af Nor- egi, en þar tækju ráðamenn virkan þátt í þessum umræð- um og sýndu fullan viljai á að skýra viðhorf sín og heyra á mál almennings. Hér á landi væri þessu öfugt farið- Ólafur gat þess í sambandi við orð ut- anríkisráðherra um samstöðu tslendinga með nýlenduþjóðum. að þeir hefðu undirritað áskor- un um að hætta viðskiptum við Suður-Afríku. Þrátt fyrir þetta verzluðu Islcndingar við þetta land. Islcndingar stæðu hins vegar mcð ofbcldisstjórn Portú- gals í Atlanzhafsbandalaginu, og ckki hcfðu íslenzk'r ráða- menn talið ástæðu til að gera svo mikið sem athugasemdir við framferði Bandaríkjamanna í Dómíníku. Vésteinn Ólason kvað auð- sætt, að Islendingar yrðu að taka tillit til nágranna sinna í utanrikismálum, valdahlutföll- um í heiminum væri þannig háttað, að þeir hlytu að gefa gaum stórveldi þessa heims- hluta, Bandaríkjunum, í mótun stefnu sinnar- I sambandi við orð utanríkisráðherra um óör- yggi í silþjóðamálum óskaði hann þess, að ráðherrann skýrði að hverju leyti hann teldi ástand þeirra ótryggara nú en árið 1956, er Alþýðu- flokkurinn lýsti sig því fylgi- andi, að setuliðið hyrfi úr land- inu. Þá spurðist Vésteinn fyrir um Mótvirðissjóð Marshall-að- stoðarinnar. Úskaði hann upp- lýsinga ráðherrans um það, hversu Bandaríkjamenn verðu fé hans, þar eð þeim væri í lófa Iagið að beita því að geð- þótta hérlendis. Mætti fé þetta ncta t.d. til áróðurs eða stuðn- ings við þau innlend öfl, er Bandaríkjamenn telja sér hlynnt. Að lokum varpaði Vé- steinn þeirri spumingu til utan- ríkisráðherra, hverjir þeir að- iljar væru, sem blekkt hefðu utanrfkisráðherra og alþingis- menn varðandi styrkleika her- s.iónvarpsstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli- Óskaði hann að fá upplýst, hvort hér væri um Bandaríkjamenn eða íslendinga að ræða. Næstur talaði Ómar Ragn- arsson. Friðrik Sófusson ræddi i upphafi máls síns um stór- veldaráðstefnu í Jalta, og bað hann menn hugleiða, hvort Sameinuðu þjóðirnar væru ekki lás og slá á þá skiptingu heims- ins í áhrifasvæði stórveldanna er ráðstefna þessi hefði gengið frá. Vildi Friðrik heyra svör utanríkisráðherra um, hverju það gegndi, að ráðamenn virt- ust telja viðskiptabann á Ród- esíu sjálfsagt. bar eð íslend- ingar hefðu engin viðskipti við Ródesíumenn; hins vegar virt,- ust þeir telja alltöðru máli gegna um Suður-Afríku. enda verzluðu íslendinpar við bað land- Að lokum gat hann um bá deiglu, er Atlanzhafsbanda- lagið er í; spurði utanríkisráð- herra, hvort hann teldi íslend- ingum nauðsynlegt að vera f varnsirbandalagi, og hvað ráð- herra segði um norrænt varn- arbandalag. Jón Oddsson las mótmæli Williams Fulbrights, öldunga- deildarþingmanns, við stefnu Bandaríkjastjórnsir i Vietnam og óskaði að heyra afstöðu ut- anríkisráðherrans. — Spurðist hann síðan fyrir um, hví ekki hefði verið skipuð rannsóknar- nefnd vegna meintra blekkinga ráðamanna í Sjónvarpsmálinu. Síðastur talaði Eggert Haukr son. Að loknum frjálsum umræð- um tók Emil Jónsson, utanrík- isráðherra, aftur til máls og svaraði nokkrum fyrirspurnum fundarmanna. Bar hann sig upp undan ákúrum ræðu- manna, sagði, að sér hefði skil- izt, að hann ætti einkum að ræða íslenzk málefni í sam- bandi við utanríkismál og lýsa skipulagi ráðuneytis og uta”- ríkisþjónustu. Varðandi orð Ragnars Arn- alds um meðferð utanríkismála sagði ráðherrann, að í utan- ríkismálum yrði oft og einatt að fara leynt með mál. Yrði ráðherra að geta treyst á trún- að og þagmælsku þeirra, er um málin fjalla. í tíð fyrrverandi utanríkisráðherra, Guðmundar í. Guðmundssonar, hefði utan- ríkismálanefnd Alþingis brotið þenna trúnað við ráðherrann. og því hefði hann hætt að hafa samráð við nefndina um utan- ríkismál. Kvaðst utanríkisráð- herra hafa boðizt tll að taka aftur upp samráð við nefndina, ef hún gæfi sér tryggingu fyr- ir þögn sinni um það, er talið væri rétt, að leynt fari. Hún hefði ekki enn gefið þessa tryggingu, og meðan svo væri. yrði ekki við hana talað. Utanrikisráðherrann sagðist ekki hræddur við innrás í land- ið sem stendur, en taldi inn- rásarhættuna geta komið upp fyrirvaralaust hvenær sem er. og væri því rétt að hafa „liðið í landinu sem stendur". Auk þess taldi hann Atlanzhafs- bandalagið hafa gegnt svo mik- ilvægu hlutverki á öðrum svið- um, að óráð væri íslendingum að ganga úr því. Utanríkisráðherra kvað ís- lendinga einlæga í stuðningi sínum við aðild Rauða-Kína að samtökum Sameinuðu þjóð- anna, hins vegar gætu þeir ekki greitt henni atkvæði sitt sakir skilyrða Kínverja. Taldi hann og ómaklegt, að Formósu- stjórn yrði vikið úr samtökun- um, þar eð hún væri meðal stofnenda samtakanna. Um Víetnam-málið sagði ut- anríkisráðherra, að tvennum sögum faeri af því. Eitt segðu kommúnistar, annað Banda- ríkjamenn. „Ég vil ekki segja, hvor segir satt“, sagði hann. Upplýsti hann, að ríkisstjórnin hefði ekki tekið afstöðu, enda myndi Alþingi -æða málið fyrst. Utanríkisráðherra kvað Ú Þant hafa rætt tillögur sínar um Víetnam-málið, er hann kom hér i sumar sem leið. Hefði hann rætt sérstaklega við utanríkisráðherra um mál- ið. Hefði Ú Þant þá ekki talið von neinna sátta, slik væri harka styrjaldarinnar; enda hefði Ú Þant ekki tekið málið á dagskrá Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Svavar Gestsson spurði úr sal, hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér Genfarsáttmál- ann frá 1953, en þar væri kveð- ið svo á, að innrásarherir yrðu að vera á brott úr landinu inn- an ákveðins tíma, sem nú er löngu liðinn, til þess að samn- inoar gætu hafizt „Er þar átt við Norður-Viet- nam-menn eða Bandaríkja- menn?“, svaraði þá utanrík- isráðherra. Um Mótvirðissjóð sagði utan- ríkisráðherra. að hann væri myndaður fyrir andvirði vara af Marshall-aðstoð. Fylgdust Bandaríkjamenn með notkun þessa fjár. og fengju þeir ein- hvern hundraðshluta þess. Taldi ráðherra þá reka sendi- ráð sitt með þessu fé. en „um mútur veit ég ekki“ Utanrikisráðherra kvaðst ekki hafa vitað um styrkleika sjónvarpsstöðvar setuliðsins, er hún var stækkuð; á hinn bóg- inn hefði ráðgjafanefnd utan- ríkisráðuneytisins verið á einu máli um, að stækkunar-heim- ild skyldi veitt. Taldi hann sennilegt, að bað álit hefði stuðzt við álit þeirra sérfræð- inga, er ísle»i<u„p-ar kvöddu til málsins Vésteinn tílason spurði úr sal: „Er ekki rétt að kanna, hverjir þetta eru?“ „Jú, það getur vel verið; hver veit nema það verði gert? — en til hvers er það, þegar á hvort sem er að fara að Ioka?“, svaraði hæstvirtur ut- anríkisráðherra. Utanríkisráðherra vitnaði til bréfaskipta sinna við yfirmann setuliðsins um takmörkun á sendingum hersjónvarpsins, myndu þær takmarkaðar, er íslenzka sjónvarpið tæki til starfa til fulls, eða þegar út- varpsráð æskti takmörkunar- innar. Á hitt yrðu menn þó að líta, að ríkisstjórninni hefði borizt undirskriftalisti sjón- varpsáhugamanna, og á honum hefði staðið hvorki meira né minna en á fimmtánda þúsund nafna. Ólafur Ragnar Grimsson sagði úr sal, að sér væri kunn- ugt um, að sá skilningur, að útvarpsráð ætti að eiga hér hlut að máli, hefði komið með- limum ráðsins mjög á óvaxt, þegar utanríkisráðherra benti á þetta í reykvísku dagblaði nú í vetur. Spurði hann, hvort út- varpsráði hefði verið tilkynnt þetta. „Ekki veit ég um það“, svar- aði utanríkisráðherra, en upp- lýsti, að afrit bréfsins hefði verið sent menntamálaráðu- neytinu, en undir það heyrð! útvarpsráð. Að lokum kvaðst utanríkis- ráðherra skilja einarða afstöðu ungra manna, sem ekki hefðu haft tækifæri til að líta á mál- in frá báðum hliðum. „Þið haf- ið gengið hart að mér. en húð- in á mér er þykk“, sagði hann. Þakkaði hann fundarboðið og sagði, að hver vissi nema síð- ar gæfist kostur á að ræða mál- in nánar. Fundarstjóri þakkaði Emil Jónssyni, utanríkisráðherra, komuna og sleit síðan fundi. Var þá mjög áliðið kvölds. Lauk svo þessum fundi, að enginn öfundaði utanríkisráð- herra af frammistöðu hans eða viðtökum. Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI 'Laugavegi 178. Sími 34780. Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78 SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 Sími 10117 Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur •— ★ ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. BRl DGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 V5 [R'V RHoig

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.