Þjóðviljinn - 09.02.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.02.1967, Qupperneq 10
Öskudagur á Akureyri Aktireyri stendur á gömlum merg og á sér ýmsa sér- stæða siði: Það er því ekki nema von að íbúum staðarins þyki það heldur súrt í brot- ið að láta sögulaust pláss (eða svotil), Kópavog, kom- ast, upp, fyrir sig á hagskýrsl- um: við erum ekki lengur naeststærsta borg landsins segja menn hér. Þessi staðarsorg kemur þó ekki í veg fyrir það að börn Akureyrar hafi í heiðri gaml- ar siðvenjur á Öskudag, sið- venjur sem eiga rætur sínar að rekja til virkra menning- artengsla við Danmörku á Jjðnum stórveldisdögum. Þetta byrjar með óþolin- mæði daginn áður og mæður eru gagnrýndar fyrir frammi- stöðu sína í saumaskap. Og það er heimtað að vekjara- klukkan sé ekki stillt á sjö heldur sex því á slíkum degi skiptir miklu máli að að verða fyrstur á vettvang í öndvegis- fyrirtækjum eins og súkku- laðifabrikkunni Lindu eða gosdrykkjafabrikkunni Sana, sem um þessar mundir er öflugust ógnun við hið skugga- lega Reykjavíkurvald. Og snemma morguns fara þau á kreik í stórmerki- legum búningum. Þar fara grilur og leppalúðar, blökku- fólk óg indíánar, kábojar fleiri en tölu verður á komið og þeim til verðugs þjóðlegs andsvars: ekta vofur, beint upp úr kirkjugarði. Ég er drottning en hún er kóngs- dóttir, sagði ein buddan, við erum úr Brekkugötu. Og ég er púki. Og við erum her- menn sögðu nokkrir Zorróar og Batmenn og brugðu sverð- um til að hita sig upp í nepj- unni meðan beðið var eftir því að opnað yrði hjá súkku- laðinu. Krakkarnir fara „í lið“ og ganga á milli fyrirtækja og verzlana með poka og ganga um og syngja og þiggja fyrir bragðgóða vöru eða pen- inga, sem sett er í pokann — síðarmeir er öllu skipt upp á milli liðsmanna og kannski fær Rauði krossinn pening- ana ef siðferðið er á verulega háu stigi Þetta fer fram furðu stilli- lega, að því er virtist, stund- um voru krakkar að minna hvert annað á „að það má ekki vera nema eitt lið inni í einu“: ég heyrði þau syngja hér og þar, Stóð ég útí tunglsljósi og Fyrr var oft í koti kátt, voru helzt á dag- skrá. Það var ekki voldugur söngur, hamsleysi kjötkveðju- hátíða var óralangt í burtu: mann grunaði sérstaklega alla stráka um að þeir mundu ekki reka upp minnsta bofs nema fyrir þær sakir einar að þeir voru faldir undir stríðsmálningu og grímum. Það hefur verið siður að slá kött úr tunnu á staðnum — sem er reyndar ekki leng- ur köttur og þá allra sízt lif- andi (dýravernd. mannúðar- stefna): en það verður ekki gert að sinni nema þá hesta- mannafélagið taki á sig rögg á sunnudaginn — við vitum ekki enn hvort af því verður. Ab. Samkomulag hefur enn ekki náðst um úrbætur til handa hraMrystihúsunum ■ Framhaldsaukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna um vandamál hraðfrystiiðnaðarins hófst að Hótel Sögu 7. febrúar s.l. kl. 14,00. Hraðfrystihúsaeigendur hvað- anæva af landinu voru mættir til fundarins. Fundarstjóri var kjörinn Jón Árnason, alþm. Akranesi og fundarrit- ari Helgi Ingimundarson, viðskiptafræðingur. Formaður SH, Gunnar Guðjóns- son, forstjóri flutti yfirlitsræðu í upphafi fundarins og skýrði frá niðurstöðum af störfum nefndar þeirrar, sem skipuð var af hálfu hraðfrystiiðnaðarins og ríkis- valdsins í byrjun þessa árs til Betra benzínið er nú komið Það hefur lengi verið baráttu- mál bíleigenda að hingað yrði flutt benzín með hærri oktan- tölu en hingað til hefur tíðk- azt. Benzínið, sem verið hefur á markaðnum um árabil hefur oktantöluna 87, en nú er komið hingað til Reykjavíkur sovézkt olíuskip með 5000 tonn af 93ja oktana benzíni, sem á að duga fyrir allar þær bílvélar, sem í notkun eru hér á landi. Benzín- ið verður til sölu um mánaða- mótin, þegar eldri birgðir verða uppurðar. Það verður 5% dýrara en það sem fyrir er: Og verð- ur sennilega selt á kr. 7,42 lítr- inn. þess að kanna hag frystihúsanna og gera tillögur til úrbóta. Sam- eiginlegt álit nefndarinnar 'á ekki fyrir á fundinum, en hins vegar voru lagðar fram hug- myndir sérfræðinga ríkisvaldsins um hugsanlegar leiðir til lausnar vandamála hraðfrystiiðnaðarins. Í nefnd þeirri, sem að framan greinir voru: Af hálfu hrað- frystiiðnaðarins, Eyjólfur 1. Eyj- ólfsson, frkv.stj. SH og Bjarni V. Magnússon, frkv.stj. SlS, og af hálfu ríkisvaldsins Jóhannes Norðdal, bankastjóri og Jónas Haralz, forstjóri. Þá lagði formaður fram frum- drög að ályktunum um afstöðu hraðfrystihúsaeigenda til þess- Athugasemd vegna fréttar sem birtist hér í blaðinu í gær um sölu- skatt Karlakórs Reykjavíkur vegna Baltikuferðarinnar, hefur formaður kórsins beðið um að fram væri tekið, ef það kynniað hafa misskilizt, að stjórn kórs- ins hafi aldrei reiknað með jöðru en að greiða söluskatt af ferðinni. ara mála og skýrði þær. Eyjólf- ur I. Eyjólfsson, framkvæmdastj. tók næstur til máls og gerði grein fyrir rekstursgrundvelli hraðfrystihúsanna. Skýrslur og framlagðar til- lögur voru ræddar og síðan samþykkti fundurinn einróma 3 ályktanir. Fer ein þeirra hér á eftir, en hinar eru birtar á bls. 3. Á almennum aukafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, sem haldinn var 7. fcbrú- ar 1967, var rædd framkomin tillaga frá fulltrúum ríkisstjórn- arinnar um stofnun verðjöfnun- arsjóðs. Sjóðurinn hafi það hlut- vcrk að jafna á milli ára veru- legum hluta þeirra verðbreytinga á fiskafurðum, sem eigi sérstað á erlendum mörkuðum. Næg raforka □ Lúðvík Jósepsson hvatti til þess á Alþingi í gær að hafizt yrði handa um varanlega lausn raf- orkumála Austurlands, og mætti ekki horfa í þó vatnsaflsvirkjun kosti 125 miljóriir króna. Þriggja daga stöðvun Fundurinn getur ekki tekið cndanlega afstöðu til myndunar slíks verðjöfnunarsjóðs fyrr en nánar liggja fyrir tillögur um uppbyggingu hans, fjáröflun og starfsemi. Fundurinn getur þó fallizt á, að samtök frystihúsanna tilnefni fulltrúa í nefnd til athugunar a þessu máli.“ Fyrsta fræðslu- og skemmtikvöld ÆF Fyrsta fræðslu- og skemmti- kvöld ÆFR er í kvöld í Tjarn- argötu 20 og hefst það kl. 21. — Sjá nánar á æskulýðssíðu í dag. á Austurlandi síldarverksmiðjanna og síldveiðiflotans vegna rafmagnsskorts gæti valdið 130 miljóna tjóni. Framhaldsumræður fóru fram í gær á fundi sameinaðs þings um fyrirspurn sem þingmenn Austurlands, Lúðvík Jósepsson, Eysteinn Jónsson, Halldór Ás- grímsson og Páll Þorsteinsson, báru fram á fyrri hluta þingsins til raforkumálaráðherra um raf- magnsmál. Austurlands. Fimmtudagur 9. febrúar 1967 — 32. árgangur — 33. tölublað. Sinfóníutónleikar í kvöld: Agætír gestír koma fram á tónleikunum ■ Sinfóníuhljómsveit íslands heldur aðra tónleika sína á síðara misseri starfsársins 1 kvöld kl. 20,30 í Háskólabíói. Stjórnandi er Finninn Paavo Berglund en einleikari bandaríski fiðluleikarinn Ruggiero Ricci. í fréttatil- kynningu frá Sinfóníuhljóm- sveitinni segir m.a. svo um þessa tónleika: „Á fimmtudagskvöld fær Sin- fóníuhljómsveit Islands heimsókn góðra gesta. Annar er ungur, finnskur hljómsveitarstjóri, Pa- avo Berglund, sem nú er aðal- hljómsveitarstjóri finnsku út- varpshljómsveitarinnar. Berg- lund hefur stjórnað hljómsveit- um sem gestur víða um lönd. Hann hefur m.a. stjórnað aust- ur i Tókíó, Sidney og Melboume auk hljómsveita í nærliggjandi borgum. Hinn gesturinn er ekki síður víðförull. Það er bandaríski fiðlusnillingurinn Ruggiero Ricci. Ricci kom fyrst fram opinber- lega 8 óra gamall, og síðan hefur líf hans verið óslitin frægðar- ganga. Ruggiero Ricci er einn hinna fáu núlifandi fiðlusnill- inga, sem í erlendum blöðum kallast „alþjóðlegur". Sumir gagnrýnendur hafa kalla§ Rjccj 20 króna frímerkr Nýtt frímerki verður gefið út fimmtudaginn 16. marz n.k. Verður það með mynd af him- brima. Verðgildi þess er 20 kr. Af öðrum frímerkjum, sem fyrirhugað er að gefa út á þessu ári má nefna frímerki í tilefni af þátttöku íslands í Heimssýn- ingunni í Kanada nú í ár. Evrópufrímerkið kemur að þessu sinni út 2. maí og verður það með mynd eftir Belgíumann- inn Oscar Bonnevalle. Þá er og fyrirhugað að gefa út síðar á árinu frímerki í tilefni af 50 ára afmæli Verzlunarráðs íslands. Vélstjórafélag Vestmannaeyja heldur aðalfund Aðalfundur Vélstjórafélags Vestmannaeyja var haldinn sunnudaginn 5. febrúar s.l. í stjórn félagsins voru kosnir: Sveinn Gíslason, formaður, Magnús Jónsson, varaformaður, Sævar Sæmundsson, ritari, Al- freð Þorgrímsson, gjaldkeri og Gunnar Haraldsson, fjármálarit- ari. Varamenn í stjórn eru: Helgi Egilsson, og Egill Árnason. R. Ricci „Paganini okkar tíma“, það verð- ur því ekki ófróðlegt að heyra hann leika fyrsta Paganini kons- ertinn með hljómsveitinni á fimmtudagskvöldið“. Á efnisskrá tónleikanna eru Juventas variationes eftir Sallin- en, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Paga- nini og Sinfónía nr. 6 (Pastoral) eftir Beethoven. T ryggingaskól inn settnr í dag Tryggingaskólinn verður sett- ur í dag, fimmtudaginn 9._ febrú- ar, kl. 17.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Formaður skólanefndar, Jón Rafn Guðmundsson, setur skól- ann, en síðan gera kennarar ■ á næsta kennslumisseri, þeir Kr. Guðm. Guðmundsson, Egill Gestsson og Þorsteinn Egilson, nokkra grein fyrir kennslutil- högun, og Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari, flytur erindi um vátryggingar. Blað- dreifíng Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi: Mávahlíð Vesturgjötu Laufásveg Laugaveg Hverfisgötu Skipholt. Safamýri er hagsmunamál þjóðarinnar Við fi-amhaldsumræðurnar töl- uðu tveir flutningsmanna, Ey- steinn Jónsson og Lúðvík Jós- epsson, og lögðu þunga áherzlu á nauðsyn nægrar raforku á Austurlandi. ★ Mikil verðmæti í húfi. Lúðvík taldi að ekki mætti láta við það sitja að bæta við mótoraflsstöðvum á Austurlandi, heldur yrði af krafti að ráðast i vatnsvirkjun sem væri nægi- lega stór. Hér væri ekki einungis um hagsmunamál A-usturlands að ræða heldur landsmanna allra, á þessu svæði hefði þýðingar- mesti iðnaður landsmanna nú rekstrarstöðvar mikinn hluta ársins. Þar væri mikið í húfi að tafir þurfi ekki að verða vegna rafmagnsskorts. Áætlað væri að myndarleg vatnsaflsvirkjun fyrir Austurland kosti 125 miljónir króna. Ef hinsvegar síldveiðiflotinn og síldarverksmiðjurnar stöðvast í 3 góða veiðidaga er tjónið af því ekki undir 130 miljónum króna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.