Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. febrúar 1967. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivax H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guömundssoai. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Framkvæmdarstjórar frystihúsa SÍS: Endurmat Y'erklýðsfélögin í Hafnarfirði hafa tekið tmyndar- lega forustu í baráttumáli sem nú er á nýjan leik að verða mjög brýnt fyrir verklýðshreyfing- una, baráttunni fyrir atvinnuöryggi. Hafa verk- lýðsfélögin í Hafnarfirði haldið tvo almenna og mjög fjölsótta fundi í vetur um þau mál og mark- að þar þá skýru stefnu að jafnt ríkisvaldi sem bæj- arfélögum beri skylda til að hafa forustu um að tryggja gengi íslenzkra atvinnuvega. Hafnfirðing- ar hafa þegar fengið að finna fyrir afleiðingunum af þeirri öfugu viðreisnarstefnu sem hefur fækk- að togurum um tvo þriðju, lamað útgerð smærri báta, dregið úr fraimleiðslu frystihúsanna og gert ný fiskiðjufyrirtæki óstarfhæf um leið og þau hafa verið sett á laggirnar. Hermann Guðmundsson, formaður Hlífar, skýrði frá því á borgarafundin- um á sunnudaginn var að nú væri algert atvinnu- leysi hjá verkakonum í Hafnarfirði og jaðraði við atvinnuleysi hjá körlum. En framundan blasir við sú fyrirætlun ráðamanna bæjarfélagsins að selja aflaskipið Maí og leggja * bæjarútgerðina niður. Þarf ekki að lýsa því hver áhrif sú framkvæmd hefði á atvinnu og afkomu Hafnfirðinga. ^lþýðuflokkurinn hefur lýst andstöðu sinni við þessa stefnu bæjarstjórnarmeirihlutans í Hafn- arfirði og farið um hana hörðum orðum í Alþýðu- blaðinu. En Alþýðuflokkurinn þarf ekki að láta sitja við orðin tóm; honum ber að sýna afstöðu sína í verki. Alþýðuflokkurinn hefur farið imeð stjórn sjávarútvegsmála á íslandi allt viðreisnar- tímabilið; undir stjóm Emils Jónsspnar og Eggerts G. Þorsteinssonar hefur ófarnaður sjávarútvegsins haldið áfram að magnast þar til nú er k'omið í al- gert óefni; þeir hafa horft á togarana gefast upp eða hverfa úr landi einn af öðrum án þess að gera nokkrar ráðstafanir til þess að endurnýja flotann; undir forustu þeirra er frystiiðnaðurinn og veru- legur hluti bátaflotans komnir á ríkisframfæri, og stór fyrirtæki hafa algerlega hætt starfsemi sinni. Vandi Bæja'rútgerðar Hafnarfjarðar er ekki ein- vörðungu viðfangsefni þess íhaldsmeirihluta sem nú fer með völd í bæjarfélaginu; hann er afleið- ing af alrangri stjómarstefnu sem ráðherrar Al- þýðuflokksins bera sérstaka ábyrgð á. yilji Alþýðuflokkurinn tryggja áframhaldandi starfsemi bæjarútgerða á íslandi nægir honum því ekki að beina skeytum sínum að öðrum, hann verður að framkvæma róttækt endurmat á allri stefnu sinni á undanförnum ámm. Þar er raunar miklu meira í húfi en bæjarútgerðimar einar; öll framtíð fiskveiða og fiskiðnaðar er í hættu, sjálf- ar máttarstoðir þjóðfélagsins eru komnar að falli. Gerbreytt stjómarstefna er forsenda þess að ein- stök útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki geti til frambúðar haldið velli. — m. Óviðunandi ástand í ntál efnum frystiiðna&arins ■ Eins og getið hefur ver- ið í fréttum blaðsins komu framkvæmdastjórar frysti- húsa þeirra, sem starfrækt eru á vegum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, saman til fundar í Reýkja- vík í síðustu viku og ræddu hið alvarlega ástand sem framundan er. Fundurinn gerði nokkrar ályktanir og verður þeirra helztu getið hér á eftir. „Fundur framkvæmdastjóra frystiliúsa á vegum Sam- bands ísl. samvinnufélaga, hald- inn í 'Reykjavík 7. febrúar ’67 telur að óviðunandi ástand sé nú í málefnum frystiiðnaðarins, þar eð ekki hafi enn tekizt að ná neinum samningum um rekstrargrundvöll hans, enda þótt tæpar sex vikur séu liðn- ar af vertíð. Ýtarlegar athuganir á rekstr- arafkomu frystihúsanna undan- fárandi ár sýna, að án þátt- töku hins opinbera í hráefn- iskaupum þeirra, þá hefðu þau naumast getað .haldið áfram starfsemi sinni, enda þóttverð á erlendum mörkuðum hafi aldrei verið haerra en síðast- liðin þrjú ár. Árið 1966 versn- aði afkoma frystiiðnaðarins mjög mikið og þrátt fyrir aukna þátttöku hins opinbera í hráefniskaupum og tilflutn- ingi útflutningsgjalda sýndi á- ætlun um rekstursniðurstöðu frystihúsanna allra margra miljóna tuga tap. Rekstrarkostnaður frystihús- anna mun enn hækka um tugi miljóna króna á yfirstandandi ári, enda þótt reiknað sé með algerri stöðvun verðlags til árs- loka. Þannig sýna athuganir a3 reikna má með um 150 miljóna króna tapi í i*ekstri frystihús- anna árin 1966 og ’67. í þess- ari tölu er reiknað með því sem næst óbreyttu hráefnis- verði árið 1967 frá því sem var 1966, og ennfremur óbreytt- um afurðaverðum á erlendum mörkuðum. Fyrri forsendan er rétt, hvað viðkemur boifiski, en sú síðari hefur breytzt alimikið, þar eð stórfelldara og skyndilegra verðfall hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum heldur en dæmi eru til um áður ogsegja má, að verðið á sumum fryst- um fiskafurðum sé nú jafn- vel lægra en nokkru sinni fyrr sl. áratug. Um áramótin nam þessi verð- lækkun á milli 160 og 170 miljónum kr. sé reiknað með sama útflutningsmagni affryst- um fiskafurðum og veriðhafði næsta ár á undan. Þær verð- lækkanir, er síðan hafa komið fram og gera má ráð fyrir að' enn eigi eftir að eiga sér stað, ef fram heldur sem nú horfir, hafa verið áætlaðar röskar 100 miljónir króna. Af ofangreindum tölum sést, að hér er um svo alvarlegt vandamál að ræða, að það verður engan veginn leyst, af þeim einum, er að þessum at-- vinnuvegi standa. Það erlöngu viðurkennt, að frystiiðnaður- inn er einn af undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar og að honum má þakka verulegan. hluta þeirrar velmegunar og þeirra efnahagslegu framfara, er þjóðin hefur notið um nokk- urt skeið. Nú er aftur á móti ó- hjákvæmilegt að horfast í augu við þá staðreynd. að þesSum atvinnuveg' hefur verið of þröngur stakkur skorinn á undx'.nförnum veigengnisárum. Til hans hafa verið gerðar of háar kröfur um kaupgjald, hrá- efnisverð og annan fram- leiðslukostnað. Afleáðingamar hafa orðið þær, að allar er- lendar verðhækkanir hafa að- eins verið miliifærðar í gegn- um frystiiðnaðinn inn í efna- hagskerfið og nú sitja frysti- húsin eftir með stóraukinn framleiðslukostnað og óvið- ráðanlegar verðlækkanir á flestum afurðum sínum á er- Jendum mörkuðum. Fundurinn telur, að útilokað sé með öllu að frystihúsin geti haldið áfram rekstri sínum við ofangreind rekstrarskilyrði. og að tilboð það, sem fulltrúarík- isstjómarinnar hafi gefið kost á tii lausnar þessum vanda, dugi hvergi nærri til, til þess að gera áframhaldandi rekstur mögulegan. Fimdurinn samþykkir því að kjósa tvo fulltrúa til þessað ganga á fund ríkisstjórnar og Alþingis, ásamt fulltrúum frá S.H. Og gera þeim grein fyrir hvemig komið sé hag firstiiðn- aðarins og leiti eftir að fá þá aðstoð, er tryggja megi rekst- urinn á árinu. Fáist ekki viðunandi lausn á ofangreindum vandamálum tel- ur fundurinn að stöðvun frysti- husanna sé óhjákvæmileg. Fundurinn frestar störfum sinum þar til nefndin hefur skilað áliti sínu.“ „Fundur framkvæmdastjóra fi’ystihxísa á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn í Reykjavík 8. febrúar 1967, er samþykkur því að skipulags- mál fiskiðnaðarins verði tekin til rækilegrar athugunar ísam- ráði við fulltrúa frá fiskiðnað- inum og harmar þá skipulags- lausu fjárfestingu í samkeppni við frystiiðnaðinn, sem átt hef- ur sér stað að undanfömu og treystir því að héreftir verði teki.nn upp heppilegri vinnu- brögð í fjárfestingu en verið hefur. Fundurinn telur mörg verk- efni óleyst í skipulagningu og rekstri fiskiðnaðarins, en bend- ir á að á undanfömum árum hefur mikið starf verið leyst af hendi í hagræðingarmálum frystihúsanna og er sú stari- semi enn í fullum gangi. Fund- urinn lítur svo á að beztur ár- angur náist með því að sam- tök fr'ystihúsanna sjálfravinni að þeim málum áfram án ut- anaðkomandi afskipta. Fundurinn telur að jafnframt endurskipulagningu fiskiðnað- arins beri að láta fara fram endurskipulagningu fjölmargra annarra greina atvinnulífsins, sem sannarlega-hafaekkiminni þörf fyrir endurskipúlagningu. Fundurinn leggur sérstaka á- herzlu á að endurskipulagning fiskiðnaðarins getur á engan hátt leyst þann vanda, sem frystihúsin eiga nú við að glíma af völdum verðbólgu og lækkandi afurðaverðs. Fundurinn bendir á, aðlang- flest 'fiystihús landsins hafa meira en næg verkefni hluta úr árinu. Það yrði þvi ekki um verulega aukningu í nýt- ingu frystihúsanna að ræða þó að þeim yrði fækkað verulega. Vænlegasta léiðin til þess að auka nýtingu frystihúsanna er að endurskipuleggja fiskveið- amar með það fyrir augum að afili berist jafnara að landi og yfir lengri tímabil á árihverju en nú er. Að lokum leggur fundurinn sérstaka áherzlu á að senni- lega eru engar atvipnugreinar hér á landi sem hafa lagteins mijkla áherzlu á aukna fram- leiðni og' sjávarútvegurinn og frystiiðnaðurinn og engar at- vinnugreinar hér á landi standa nær því að standast erlenda samkeppni en þær gera“. Verðjöfnimarsjóður Fundur framkvæm d as tj óra frystihúsa á vegum SÍS, hald- inn í Reykjavik, 7. febrúar 1967 lýsir yfir stuðningi sínum við framkomna hugmynd rik- isstjómarinnar um verðjöfnun- arsjóð fyrir fiskiðnaðrhn. Fundurinn teíur að hinar miklu verðsveiflur, er átt hafi sér stað á fiskafurðum á síðast- liðnum* árum sýni svo ei verði umdeilt, að stórfelldar og skyndilegar verðhækkanir eða verðlæfekahir á erlendum mörk- uðum geti haft mjög truflandi áhrif á þróun innlendra efna- hagsmála. Því væri æskilegtað Framhald á 9. síðu- Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Sildarleitinni verði tryggð ekki færri en 3 leitarskip 73. aðalfundur Skipstjóra-og stýrimannafélagsins öldunnar var haldinn 3. feörúar 1967. Formaður félagsins, Guðm. H. Oddsson, setti fundinn " og minntist látinna félagsmanna, og heiðruðu fundarynenn minn- ingu þeirra með því að rísa úr sætum. Konráð Gíslason var kjörinn fundarstjóri. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar samhljóða: 1. Þar sem síidveiðisamning- ar félagsins ná ekki til skipa nema að 500 brúttotonnum, samþykkir fundurinn að fe’a stjórn féiagsins að ieita nú þeg- ar samningaviðræðna við LÍÚ um samninga á síldyeiðiskip- um yfir 50t brúttotorm. 2. Samþykkt var að skora á stjórn FFSl að vinna að því, að endurkosið verði í byggingar- nefnd Sjómannaskólans, fyrir þá er faliið hafa frá í nefnd- inni, svo að hún geti orðið starfhæf, þar sem telja má að starfi nefndarinnar sé ennekki lokið, með ófullgert skólahús og ófrágengna skólalóð. 3. Þá var stjóm félagsins faiið að láta ganga frá reglu- gerð um lífeyrissjóð fyrir fé- lagsmenn. 4. Samþykkt var að skora á Seyðisfjarðarkaupstað, að hann gangist fyrir því, að nú þegar verði hafizt handa um aðkoma á stofn sjómannastofu á Seyð- isfirði, sem yrði tilbúin til af- nota fyrir sjómenn á næstu sumarsí idveiðum. 5. Þá var og samþykkt að mæla eindregið með fram- komnu frumvarpi hæstv. alþing- ismanns Sigurðar Bjarnasonar om læknisþiónustu tii handa sjómönnum á' sndye;3iflctanum, og lögð áherzla á að lseknirm-n geti hafið starf strax og sumar- síldveiðarnar hefjast næsta vor. Eins og tekið er fram í grein- argerð fmmvarpsins, er knýj- andi þörf slíkrar þjónustu. Dæmi um slysa- og veikinda- tilfelli á síldveiðiflotanum, bæði ný og görnul, eru mörg hver ó- hugnanleg, þar sem eigi hefur verið fyrir hendi eðliíeg eða nauðsynleg aðstoð sjúkum og særðum. Við viljum einnig benda á, að á íslenzka síld- veiðiflotanum eru nú um 2500 til 3000 manns við skyldustörf, þess eðlis að slysahætta er stöð- ugt fyrir hendi. Það má einnig telja það fullvíst, að skipstjór- ar og skipshafnir síldveiðiflot- ans muni ætíð reiðúbúnar til að veita alia þá aðstoð, sem þeim er mögylegt, til þess að tilætlaður árangur náist íþess- um efnum. 6. Þá var skorað á sjávarút- vegsmálaráðherra, að síldar- leitinni verði tryggð, ekkifærri en 3 skip til síldarleitar, og verði lögð áherzla á að það verð góð skip og vel útbúin, þar sem leitarsvæði þeirra er mjög víðáttumikið og oft langt frá landi. Greinargerð: Við yfirlit áætlunargerðar fctaf- rannsóknarstofnunarinnar • fyr- ir síldarleit og síldarrannsókn- ir á þessu ári, kemur í ljós, að til að byrja með verður^ m7s Hafþór að mestu leyti einri við síldarleitina, þar feem gert er ráð fyrir, að Ægir verði við hinar árlegu vorrannsðknir fyr- ir vestan og norðan land í mai og júní. Hið nýja síldarleitar- skip mun ekki væntanlegt á miðin fyrr en eftir miðjan júlí í fyrsta iaoi, og gæti það farið svo, að afhending skipsins dragist eitthvað. Ægir hverfur svo frá síldarleit sinni síðla sumars, bar sem ætlað er að hann fari svo aftur f rannsókn- arleiðangur um 25. ágúst. Þá er einnig áætlað að Hafþór sem mun taka 15 — 25 daga. Af þessu verður ljóst, aðbrýna nauðsyn ber til að athugað verði nú þegar, hvort ekki sé unnt að fá leigt skip til síld- arleitar fyrir - síldveiðiflotann næsta sumar, enda er gert ráð fyrir því í tillögum Hafrann- sóknarstofnunarinnar, að þurfa muni leiguskip til viðbótar Haf- þóri og Ægi, en telja má, að m/s Otur og m/s Fanney séu algerlega ófullnægjandi til þeirra nota. 7. Samþykkt var einnig að mótmæla sölu á nýlegum tog- veiðiskipum úr landi, meðan ekki hefir verið samið um full- komnari og nýrri togveiðiskip í þeirra stað. Á aðalfundi voru samþykktir 26 nýir félagar, en félagssvæð- ið nær yfir Reykjavík, Aust- firði og Breiðafjörð. Stjórn félagsins skipa nú: • Guðmundur H. Oddson, for- maður, Ingólfur Stefánsson, varaformaður. Meðstjórnendur: Guðjón Pétursson, Hróbjartur Lúthersson, Haraldur Ágústs- son, Páll Guðmundsson, Guðm. Símonarson. Starfsmaður félagsins . er Sverrir Guðvarðsson. (Frá Öldunni). KAUPUM gamlar bækur og frímerki NjáSsgata 40 Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður AUSTURSTRÆTI 6 Sími 18354.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.