Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.02.1967, Blaðsíða 10
| Q SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmituiagur 1-6. febrúar 1863. 33 til eilífðarnóns, svo að það er eins gott að njóta hennar til fulls meðan við getum. Hún gekk að hljóðfærinu og sló fáeina samhljóma meðan hún hugsaði sig um. Svo fór hún að leika af djúpri tilfinningu og innlifun stefið í síðasta þætti níundu sinfóníunnar, sem er eins og hlið himnanna séu að opn- ast. XV. KAFLI. Gamalt eikarskrifborð stóð við gluggann í herbergi sem vissi út að St. James garðinum úr nokkurri hæð. Herbergið var stórt, búið húsgögnum og skreytt af smekkmanni; en svipur pipar- sveinsins leyndi sér ekki. John Marlowe opnaði skrifborðið og dró stórt umslag úr skúffunni. — Mér skilst, sagði hann við herra Cupples, — að þér hafið lesið þetta. — Ég las það í fyrsta skipti fyrir tveim dögum, svaraði herra Cupples sem sat í sófanum og skimaði um herbergið með vel- vilja í svjpnum. — Við erum þúnir að ræða það. Marlowe sneri sér að Trent. — Þarna er handritið yðar, sagði hann og lagði umslagið á borðið. — Ég er búinn að lesa það þrisv- ar sinnum. Ég býst ekki við að nokkur annar maður hefði getað komizt að eins miklu af sann- leikanum og þér hafið skjalfest barna. Trent lét sem hann heyrði ekki hrósið. Hann sat við borðið, starði inn í eldinn og langir fót- leggir hans voru samfléttaðir undir stólnum. — Þér eigið auð- vitað við, sagði hann og dró til sin umslagið, — að nú kömi meira af sannleikanum í ljós. Við erum reiðubúnir að hlusta á yð- ur þegar þér viljið. Ég býst við að það sé löng saga og því lengri bví betra hvað mig snertir; ég vil skilja þetta til fullnustu. Ég held samt að bezt væri að þér byrjuðuð á lauslegri lýsingu á Manderson og sambandi yðar við hann. Mér virtist frá því fyrsta, að skapgerðareigindir hins látna hlytu að hafa mikla þýðingu í þessu máli. — Það var rétt hjá yður, svaraði Marlowe þungbúinn. Hann gekk yfir stofuna og tyllti sér á aringrindina. — Ég skal byrja eins og þér óskið. — Ég ætti að segja yður strax, sagði Trent og horfði í augu hans, — að þótt ég sé hingað Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtis'r'j kominn til að hlusta á yður, hef ég ekki enn sem komið er neina ástæðu til að draga í efa mín- ar eigin niðurstöður, sem ég lýsi hér. Hann sló á umslagið. — Þetta verður varnarræða af yðar hálfu — þér skiljið það? — Fullkomlega. Marlowe var rólegur og hafði fullkomna stjórn á sér; mjög ólíkur hinum þreytta og taugaóstyrka manni sem Trent mundi eftir á Marlstone fyrir hálfu öðru ári. Hann var liðlegur í hreyfingum og vöðva- stæltur. Enni hans var hátt og gáfulegt, blá augun skær, þótt enn væri í þeim þessi svipur sem vakið hafði athygli Trents þegar þeir fundust fyrst. Aðeins drættirnir kringum munninn sýndu að hann vissi að hann var í vandræðum og ætlaði að mæta þeim erfiðleikum. — Sigsbee Manderson var ekki eins og fólk er flest, byrjaði Marlowe lágri röddu. — Flestir þeirra auðmanna sem ég kynnt- ist í Bandaríkjunum höfðu auðg- azt vegna ágirndar, ástundunar, metnaðar eða heppni. Fæstir þeirra höfðu sérlega mikla greind til að bera. Manderson naut þess líka að safna auði. Hann stefndi að því öllum stund-* um; hann var gæddur furðuleg- um viljastyrk, heppnin hafði líka verið honum hliðholl, en það sem gerði hann einstakan í sinni röð voru gáfur hans. í heimalandi hans myndu menn ef til vill segja að hið eftirtektarverðasta í fari haris hefði verið tillitsleys- ið við aðra þegar hann þurfti að ná - settu marki; en hundruð annarra manna hefðu fram- kvæmt áætlanir hans með álíka samvizkuleysi, ef þeir hefðu ver- ið færir um að gera slíkar áætl- anir. , — Ég er ekki að segja að Bandaríkjamenn séu ekki greind- ir; þeir eru tíu sinnum slyngari en við sem þjóð; en ég hef aldrei hitt annan sem hafði til að bera aðra eins framsýni, annað eins minni og andlegan teygjanleik, aðra eins snilligáfu og stóð að baki öllu sem Manderson að- hafðist á fjáraflaferli sínum. Þeir kölluðu hann oft í blöðunum „Napóleon í Wall Street“; en fá- ir vissu betur en ég hve mikill sannleikur var í þessu fólginn. Hann virtist aldrei gleyma stað- reynd sem kynni að geta komið honum að gagni; og henn not- færði sér staðreyndir kaupsýsl- unnar á sama hátt og Napóleon gerði við hernaðarstaðreyndir. Hann kynnti sér reglulega yfirlit sem gerð voru sérstaklega handá honum og hann hafði alltaf við höndina, svo að hann gæti snú- ið sér að kolum eða hveiti eða járnbrautum, hvenær sem tóm gafst. Þá gat hann gert djarf- legri og slyngari áætlanir en nokkur annar maður. Fólk gerði sér smám saman Ijóst að Mand- erson gerði aldrei það sem lá beint við, en lengra komst það aldrei; það sem hann gerði kom því nær ævinlega á óvart og vel- gengni hans byggðist að miklu leyti á því. Það fór skjálfti um Strætið eins og þeir voru vanir að segja, þegar fréttist af því, að sá gamli væri kominn á stjá, og oft virtust andstæðingarnir gefast upp fyrirhafnarlaust. Á- ætlunin sem ég ætla nú að lýsa fyrir ykkur hefði útheimt vinnu og yfirlegu hjá flestum mönn- um. Manderson hefði hæglega getað skipulagt allt í smáatrið- um meðan hann var að raka sig. — Mér datt stundum í hug að sá vottur af indíánablóði sem í æðum hans rann kynni að eiga sinn þátt í þessari frábæru kænsku og snilli. Þótt undarlegt megi virðast var engum kunn- ugt um þetta ætterni hans nema honum og mér. Hann bað mig eitt sinn að rannsaka ættartölu sína og þá Uppgötvaði ég að hann var kominn af Iroquois höfðingjanum Montous og hinni frönsku eiginkonu hans, hræði- legri konu sem stjórnaði grimmdaraðgerðum ættflokkanna á sléttunum fyrir tvö hundruð árum. Mandersonarnir stunduðu skinnasölu á Pennsylvaníu ströndum um þessar mundir og fleiri en einn þeirra gengu að eiga indíánakonur. Blóð fleiri indíána én Montous kann að hafa runnið í æðum Mandersons; ógerningur reyndist að rekja ættir sumra eiginkvennanna. Ég komst að þeirri niðurstöðu að blóð frumbyggjanna hafði dreifzt víðar * en talið er. Nýrri ættir hafa stöðugt gifzt inn í eldri fjöl- skyldur og fjölmargar þeirra höfðu í sér vott af indíánablóði — og í þá daga voru margir hreyknir af því. En Manderson hafði sínar hugmyndir um kyn- blöndun og andúð hans á slíku fór vaxahdi. Hann varð skelfingu lostinn þegar ég skýrði honum frá þessn og honum var mikið í mun að hr’da því leyndu. Auð- vitað ljóstaði ég því aldréi upp meðan hann lifði, og ég býst við að hann hafi treyst mér full- komlega; en mér hefur dottið í hug að þetta^ hefði kannski gert sitt til að snúa huga hans gegn mér. Það gerðist svo sem ári fyrir dauða hans. — Hafði Manderson, spurði Cupples, svo óyænt að hinir störðu á hann, —T nokkrar á- kveðnar trúarhugmyndir? Marlowe hugsaði sig um stundarkorn. — Ekki svo ég viti til, sagði hann. — Guðsdýrkun og bænir voru honum óþekkt fyrirbrigði, hefði ég haldið, og ég heyrði hann aldrei minnast á trú. Ég efast um að hann hafi haft nokkra tilfinningu fyrir Guði. En mér skildist þó að hann hefði fengið trúarlegt upp- eldi og undir ströngum siðgæð- isaga. Einkalíf hans var flekk- laust í hinum takmarkaða skiln- ingi hugtaksins. Venjur hans voru næstum meinlætalegar, nema hvað hann reykti. Ég var hjá honum í fjögur ár án þess að vita til þess að hann færi nokkurn tíma með beinar lygar, þótt hann ástundaði blekkingar í öðrum formum. Getið þið gert ykkur í hugarlund sálarlíf manns sem hikaði aldrei við að gera ráðstafanir til að blekkja fólk, sem myndi beita öllum brögðum til að afvegaleiða keppinauta, en gætti þess sam- tímis að láta sér aldrei um munn fara ósannindi í ómerkilegustu málum. Manderson var þannig gerður og hann var feyndar ekki einn um það. Þessu mætti kannski líkja við hermann, sem er í rauninni sannleikselskandi en myndi ekki víla neitt fyrir sér til að blekkja óvininn. Leik- reglurnar heimila það og sama má segja um kaupsýsluna í aug- um margra athafnamanna. En meðal þeirra er alltaf styrjald- arástand. — 'Þetta er dapurlegur heim- ur, sagði herra Cupples. — Það er óhætt að segja, sam- sinnti Marlowe. — En eins og ég sagði áðan, þá var alltaf hægt að treysta orðum Mandersons ef hann talaði afdijáttarlaust. í fyrsta skipti sem ég heyrði hann fara með beina lygi var kvöld- ið sem hann dó, og sennilega hefur sú lygi hans bjargað mér frá því að vera hengdur sem morðingi hans. Marlowe starði upp í ljósið og Trent ók sér óþolinmóðlega í stólnum. — Áður en við komum að því, sagði hann, — viljið þér þá segja okkur hvernig sam- bandi yðar við Manderson var háttað þesSi ár sem þér unnuð hjá honum? — Samband okkar var með ágætum allan tímann, svaraði Marlowe. — Það var ekki um vináttu að ræða — hann var ekki þannig maður — en betra samband var naumast hægt að hugsa sér milli húsbónda og starfsmanns í trúnaðarstöðu. Ég varð einkaritari hjá honum rétt eftir að ég lauk námi í Oxford. Ég átti að ganga inn í fyrirtæki föður míns, þar sem ég er nú, en faðir minn hvatti mig til að sjá mig um í heiminum í eitt eða tvö ár. Og ég réðist í þessa ritarastöðu, sem virtist lofa góðu um tilbreytni og reynslu og ár- in voru orðin fjögur áður en því lauk. Tilboðið fékk ég fyrir til- stilli áhugamáls, sem ég hefði sízt af öllu haldið að teldist til meðmæla í sambandi við launa- starf, og það var skák. Um leið og hann sleppti orð- inu sló Trent saman lófunum og gaf frá sér lágt hróp. Hinir tveir litu undrandi á hanni — Skák! endurtók Trent. — Vitið þér sagði hann og reis á fætur og gekk nær Marlowe, — hvað var það fyrsta sem ég tók eftir í fári yðar? Það var augnaráðið, herra Marlowe. Ég gat ekki komið því fyrir mig, en nú veit ég hvar ég hef séð sams konar augu áður. Þau voru í höfðinu á ekki minni manni en sjálfum Nikolay Korchagin, sem ég var einu sinni samferða í járnbrautarvagni í tvo sólar- hringa. Ég hélt að ég myndi aldrei gleyma skákaugunum eft- ir það, en samt kom ég þeim ekki fyrir mig þegar ég rakst á þau hjá yður. Ég biðst afsökun- ar, sagði hann snögglega og settist aftur í stólinn sinn. — Ég hef teflt skák frá barn- æsku og við góða leikmenn, sagði Marlowe blátt áfram. — Þetta er arfgengur hæfileiki, ef BifreiBaeigendur Málið og bónið bílana ykkar sjálfir. — Við sköpum aðstöðuna. Meðalbraut 18 — Sími 41924 — Kópavogi. SKOTTA — Þú ert alltaf jafn frumlegur þegar þú býður manni út! Utsa/a í nokkra daga MIKILL AFSLÁTTUR. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)'. TRABANT EIGENDUR Viðgerðaverkstæði. Smurstöð. Yfirförum bílinn \ fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Síimi 30154. Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.