Þjóðviljinn - 08.03.1967, Síða 1
Miðvikudagur 8. marz 1967 — 32. árgangur — 56. tölublað.
Bóhald Friiríks Jörgensens verBur
ennþá lengi í endurskoBun
A sínura tíma var fyrirskipud
dómsrannsókn á útflutningsstarf-
semi Friðriks Jörgensens ogvoru
bókhaldsgögn sett í endurskoðun
hjá Ragnari Ólafssyni, hrl., en
Ólafur Þorláksson var skipaður
rannsóknardómari í málinu af
hálfu Sakadóms Reykjavíkur.
Þjóðviljinn hafði samband við
Ólaf Þorláksson í gærdag og
spurði hann hvað málinu liði, —
kvað Ólafur engar aðrar aðgerðir
hafa verið framkvæmdar írann-
sóknarskyni, en setja bókhalds-
gögnin i endurskoðun og var að
heyra á Ólafi, að það tæki lang-
an tíma að afgreiða málið á því
stigi.
<S>_
Hvað líður
radarspsglum
söndunum?
Fyrir um það bil tveim ár-
um samþykkti Alþingi þings-
ályktunartillögu frá Geir
Gunnarssyni alþingismanni
um að setja upp radarspegla á
suðurströndinni, en strand-
lengjan er þar víðast svo lág,
að hún kemur ekki fram á
radar hjá bátum eða skipum
og er þannig brýn þörf fyrir
slíka spegla á þessum slóð-
um.
Þjóðviljinn hafði samband
í gærdag við Sigurjón Eiríks-
son, eftirlitsmann með vitum,
og spurði um framkvæmdir á
þessum málum í sambandi við
nýorðið strand Bjarma II.
frá Ðalvík við Baugsós, —
skammt fyrir austan Stokks-
eyri.
Sigurjón kvað afdrif þess-
arar þingsályktunartillögu
hafa orðið þau í milliþinga-
nefnd í fyrra, að samþykkt
hefði verið að byggja radíó-
vita og radarstöð í Skarðsfjör-
um á Meðallandi, og væri ætl-
Unin að hefjast handa næsta
sumar um byggingu þessa
vita og radarstöðvar. En ein-
hvernveginn heyrðist okkur á
Sigurjóni, að hann væri samt
dauftrúaður á efndir í þess-
um málum svo fljótt.
í fjarlægari framtíð er svo
ætlunin að reisa radarépegla,
— til dæmis kemur ekki fyrr-
greind radarstöð í tkarðsfjör-
um að gagni fyrir báta við
Baugsós.
*
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
Fræðslu- og
skemmtikvöld
ÆFR
Annað kvöld kl. 21 flytur
Haukur Helgason síðara er-
indi sitt um þróun kapítal-
iskra framleiðsluhátta feftir
1930. — Sjá nánar í blaðinu
á morgun.
SJávarútvegurinn getur lengi enn orð/ð gjöfulasti atvinnuvegurinn
Markviss, skipuleg framleiðslustefna
komi í stað happa-
„Við Alþýðubandalagsmenn lýsum þeirri sök á
hendur núverandi stjómarflokkum og stjórnar-
stefnu að eftir eitthvert mesta og lengsta góðær-
isskeið sem yfir þjóðina hefur komið, skuli s.jávar-
vægar greinar höfuðatvinnuvegar okkar, sjávar-
útvegs vera að þrotum komnar“, sagði Gils Guð-
mundsson I lok ræðu sinnar um „bjargráð“ ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi í gær.
„Við lýsum þeirri sök á
hendur stjórnarstefnunni, að
um leið og yfirbygging þjóð-
félagsins hækkar stöðugt og
tútnar út, skuli undirstöðurn-
ar látnar grotna niður. Eigi
okkur Tslendingum að takast
að forða algeru hruni verður
að taka upp algerlega nýja
stefnu gagnvart undirstöðu-
atvinnuvegum þjóðarinnar
og þá alveg sérstaklega sjáv-
arútvegi. Við þurfum að hag-
nýta fjármagn okkar stórum
betur en nú er gert í þágu
framieiðslunnar. Með skipu-
legu átaki verðum við að
endurnýja fiskiskipaflotann.
tryggja honum og fiskiðnað-
inum viðhlitandi rekstrar-
aðstöðu svo að þessar mikil-
vægu atvinnugreinar geti
haldið hér uppi góðum og
batnandi lífskjörum.
Þetta er hægt ef vilji er
fyrir hendi og skilningur á
því að hér er undirstaðan,
grunnurinn sem afkoma okk-
ar byggist að verulegu leyti
á. Markviss og skipuleg
framleiðslustefna verður að
taka við eftir að hin svokall-
aða viðreisn, öðru nafni
happa- og glappastefnan, hef-
ur nú gengið sér rækilega til
húðar. Þetta frumvarp mark-
ar enga stefnubreytingu. Það
er einungis lítil og léleg bót
á gamalt og slitið fat. En
meðan ekki er um að ræða
að losna með öllu við aflóga
glappastefnu
Gils Guðmundsson.
viðreisnarflíkur er bótin trú-
lega skárri en ekki neitt“!
Gils héít áfram ræðu sinni frá
mánudeginum á fundi efri deild-
ar Alþingis í gær.
Ræðumaður rakti hvemig
happa og glappastefna stjómar-
valdanna hefur komið fram í
fiskiðnaðinum. Reynt hefði ver-
ið að hafa fiskverðið óeðlilega
og. heimskulega lágt, og hefðu
sjómenn borið óeðlilega lítið frá
borði af þeim sökum, en útgerð-
armenn reynt að bæta sér upp
fiskverð með því að koma
upp fiskverkunarstöðvum. Þannig
hafi víða risið upp litlar fisk-
verkunarstöðvar rétt hjá stór-
um og afkastamiklum frystihús-
um og tekið frá þeim hráefni.
Nú loks séu stjómarvöldin að
koma auga á hve óhagstasð þessi
þróun er þjóðfélaginu og farið
að tala í þessu fnumvarpi um
nauðsyn skipulagsbreytingar í
fiskiðnaðinum.
★ Efla þarf flotann.
Nú telur ríkisstjómin það
nauðsynlegt að stórfækka frysti-
húsum og stækka þau sem eftir
verða. Þetta kann að vera rétt-
mætt að vissu marki. En sú
Framhald á 3. síðu.
Þátturinn
felldur
niður úr dagskrá útvarpsins
Á fundi útvarpsráðs í gærkvöld var ekki aðeins
fellt endanlega að flytja þátt þann um lækna og
heilbrigðisþjónustu sem „frestað“ var í síðustu
viku, heldur var og ákveðið að fella gersamlega
niður úr dagskránni þáttinn „Þjóðlíf“ sem verið
hefur fastur liður í vetur og notið vinsælda.
Alsssennur fundur um þjóð-
frelsis- og utunríkismál
Jónas.
Æskulýðsfylkingin á Akranesi efnir til almenns fundar
um þjóðfrelsis- og utamríkismál í félagsheimilinu Rein n.k.
laugardag kl. 15,30. Á fundinum verður fjallað um hina ýmsu
þætti þjóðfrelsis- og utanríkismála, afstöðuna til Atlanz-
hafsbandalagsins, styrjöldina í Víetnam o.fl.
RÆBUR FLYTJA:
JÓNAS ÁRNASON, rithöfundnr
SVAVAR GESTSSON, stud. jur.
JÓN HANNESSON, menntaskólakennarl.
Sýnd verður stutt kvikmynd frá Víetnam. Pétur Pálsson
syngw steflwr.
ÆSKULVÐSFYI.KINGIN Á AKRANESI.
Fyrir fundinum lágu undir-
skriftir hátt á þriðja hundrað út-
varpshlustenda úr öllum stjórn-
málaflokkum undir áskorun þess
efnis að útvarpað yrði óbreytt-
um þættinum „Þjóðlíf", sem var
á dagskrá 2. marz og fjalla átti
um lækna og heilbrigðisþjónust-
una. 'Meðal undirskrifenda var
fjöldi menntamanna, prófessorar,
menntaskólakennarar. vísinda-
metin. fræðimenn, stúdentar,
fjölmargir læknar, þar á meðal
stjórnarmenn Læknafélags fs-
lands, læknastúdentar og hjúkr-
unarkonur; einnig listamenn, rit-
höfundar. leikarar. forustumenn
almannasamtaka, verkamenn,
bændur, embættismenn, lögfræð-
ingar, skrifstofufólk og bifreiða-
stjórar.
Fulltrúar stjórnarflokkanna í
útvarpsráði. sem „frestúðu"
þættinum í síðustu viku, brugð-
ust nú þannig við að fella end-
anlega að hann yrði fluttur! Enn-
fremur ákváðu þeir að fella
framvegis úr dagskránni þáttinn
„Þjóðlíf" og kórónuðu með því
þá pólitísku vanstillingu sem nú
einkennir stjórnarflokkana hvar-
vetna. Fyrst þannig er ástatt
þremur mánuðum fyrir kosning-
ar, hvers má þá vænta þegar
lengra líður á vorið?
Thor Vilhjálmsson
Kevin Pahner
Marat/Sade
Stúdentafélag Háskólans
fyllir Þjóðleikhúsið í kvöld.
Og ekki aðeins til að sjá
Iofaða sýningu á verkl Pet-
ers Weiss um Marat og
Sade heldur og til umræðu
um verkið og sýninguna.
Kvöldið hefst á því að
Thor Vilhjálmsson flytur
erindi- Um verkið í Þjóð-
leikhúskjallaranum og hefst
það kl. 7,15. Og að lokinni
sýningu mun leikstjóri, Ke-
vin Palmer, og leikarar
gera grein fyrir verkinu og
sýningum eftir því sem
fyrirspurnir gefa tilefni til.
Það er ekki oft að rætt
er um leiksýnlngar í leik-
húsi — fyrir tveim árum
var þetta reynt á sýningu
Grímu á Reiknivél Erilings
E. Halldórssonar. Þeimmun
meiri ástæða er tilaðfagna
þessu tiltæki, sem mun
hugsað sem tilraun til að
„virkja áhorfendur“, gera
list leikhússins að þeirra
list.
Handtekinn fyrir byssustuld
Jón
I fyrrinótt kl. í'úmlega fjögur
varð lögx-eglan í Rvík vör við
mann á Spítalastíg sem hagaði
sér fremur undarlega. Þegar bet-
ur var að gáð sást að hann hafði
stungið inn á sig tveimur riffíl-
Var maðurinn fluttur í gæzlu-
varðhald og er mál hans í rann-
sókn en það liggur Ijóst fyrirað
rifflunum og öðru sem hann hafði
á sér hefur hann stolið í Vest-
urröst í Garðastræti, fyrr um
nóttina.