Þjóðviljinn - 08.03.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 08.03.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐYILJXNN — Miðvikudagur 8. marz 1967. Otgefandi: S&memingarflokkur alþýðt — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: ’Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar. prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Misnotaí innfíutningsfrelsi JJvað eftir annað á undanfömum árum hafa þing- menn Sjálfstæðisflokksins flutt inn á Alþingi kröfur kaupsýslumanna um afnám ríkiseinkasölu hvers konar, a.m.k. þeirra sem selt hafa gróða- vapnlegar vörur. Þingmenn A^þýðubandalagsins, C- Guðmundsson í efri deild og Einar Olgeirs- son í neðri deild, hafa undanfarna daga brugðið ljósi á þessa viðleitni kaupsýslumanna, þegar rætt hefur verið á Alþingi stjórnarfrumvarpið um af- nám heimildarlaga um einkasölu á útvarpstækj- um, en með því er ætlunin að Viðtækjaverzlun ríkisins skuli endanlega niður lögð. Bent var á að Viðtækjaverzlunin var fyrirtæki sem sk-ilaði drjúg- um arði, sem ríkið notaði til hinna mikilsverð- ustu menningarmála, meðan verzlunin fékk að gegna hlutverki sínu eins og til var ætlazt, var raunveruleg einkasala á viðtækjum. NúVerandi stjómarvöld hafa hins vegar smálamað Viðtækja- verzlun ríkisins svo hún hefur undanfarið verið lítið annað en innheimtustofnun. Á sama tíma hafa kaupsýslumenn rakað saman gróða af við- tækjasölu, sem ekki er ólíklegt að verði fljót- lega nálægt 150 miljónir af sölu sjónvarpstækj- anna einni saman. Sá gróði mátti ekki fara til þess að byggja upp sjónvarpskerfi landsmanna, honum varð að stinga í gróðahít kaupsýslumanna. Svo er menntamálaráðherra Alþýðuflokksins Gylfi Þ. Gíslason látinn ljúka verkinu að ganga af Við- tækjaverzlun ríkisins dauðri; þannig eru stefnu- mál Alþýðuflokksins vernduð í samstjórninni við íhaldið. | umræðunum í neðri deild vakti Einar Olgeirs- son máls á því, hve mjög kaupsýslumenn, sem nú fagni einir frumvarpi stjórnarinnar um afnám þessa ríkisfyrirtækis og heimti -fleiri vörur í frels- ið til að græða skefjalaust, hafi misnotað fengið frelsi. í gróðafrelsi kaupsýslumanna hafi verið fluttar inn nær óteljandi tegundir af bílum og hvers konar tækjum, oft án nokkurrar hugsunar um að hafa nægilegar ■ varahlutabirgðir til taks þegar tækin fara að bila. Og hvernig vitnisburður er það um beitingu kaupsýslumanna á innflutn- ingsfrelsinu að hundruð manna skuli árlega kosta til dýrum ferðum til annarra landa til kaupa á nauðsynjum eins og fatnaði? Valfrelsið virðist þá ekki sízt liggja í fjölbreytni danskra tertubotna og smákaka, en ekki í nauðsynjum eins og fatn- aði og annarri vefnaðarvöru. J^inar taldi að endurskoða þyrfti alla verzlunar- hætti íslendinga, og miða þá við þjóðarhags- muni en ekki gróða einkaframtaksins, sem orðið hefur uppvíst að því að misnota innflutningsfrelsið og veita fólkinu lélega þjónustu, vegna þess að einblínt sé á gróðann. Það væri orðið óhjá- kvæmilegt að hrófla við fjárglæframönnum við- skiptalífsins, enda þótt dæmin sýni þessa dagana að þar sé enn eitt ^viðkvæmnismál" núverandi stjórnarvalda á fs^ndi. — s. ÉG VAR AÐ rífa af almanakinu mínu núna, og nokkrum dögum of seint eins og ven'julega'. Þetta er útlent meistaraverk og ég sá dálítið eftir febrúar-myndinni af fallegri höll á grasi grónum tanga við hafið. En marz-myndin er líka góð. — ekki síð.ur reisulegt stórhýsi á bjarg-tanga úti við sjó. Og ég- fletti mánuðunum áfram að gamni mínu frkm að jólum og ekki versnuðu myndirnar, öðru nær, áframhald- andi tíu tilbrigði í byggingarlist við sama stefið: hús við hafið. Ég er því miður ekki nógu kunnugur staðhátum í hinum ýmsu Evrópu- löndum til að dæma um notagildi fyrrnefndra almanaks-halla, en það er augljóst að þeir sem þarna stóðu að framkvæmdum kunnu lítið fyrir sér í nútíma-hagræðingu náttúru- fegurðar. Á flestum þessara staða hefði sem bezt mátt reisa olíu- geyma. fiskimjölsverksmiðjur, grút- arbræðslur og hverskyns gúanó- fabrikkur, gott ef ekki kísilgúr- iðjuver og alúmínstasjón. Við ís- lendingar erum blessunarlega laus- ir við fánýt forn mannvirki í þess- um stíl, svo er forsjóninni, fátækt- inni ,og kúgun Dana fyrir að bakka. annars sætum við kannski uppi með forláta höll í Örfirisey í stað- inn fyrir síldarverksmiðju og benz- íntanka, — Skúlagatan vísast út- bíuð í allskonar viðhafnar-tildri os skrauthýsum, sem í bezta falli mætti brúka undir málverka- geymslur, bókasöfn og svoleiðis drasl, — og þá ekkert pláss þar fyrir kexgerð, timburgeymslur. af- greiðsluport og kaffibrennslu okk- ar velmegandi nútímamanna. Og nú er vonandi búið að ganga svo tryggilega frá Laugamesinu að eng- um heilvita manni detti í hug að reisa þar í framtíðinni spítala af stærstu gerð, eins og forfeður okkar álpuðust til að gera í andvaraleysi, enda brann hann til kaldra kola. sem bétur fer. • • • ÉG HYGG LÍKA að við höfum valið réttu leiðina þegar tekinn var upp sá siður að koma stórhýs- um fyrir á inniluktum svæðum í skjóli gamalla hverfa borgarinnar, samanber Þjóðleikhúsið, annað væri hreinlega vottur tilgerðar og sýndarmennsku, — og ef einhvem- tíma tekst svo illa til aftur, að stertimenni fara að skipuleggja sérstök hverfi, á skilyrðislaust að koma þar upp hótelum og verzlun- arköstulum úr allt annarri átt, eins og gert var á Háskólalóðinni. til að koma í veg fyrir að byggingar- listin staðni í dauðum formum. OG NÚ ER verið að breyta göml- um timburhjalli hérna beint á móti Þjóðviljanum í glæsilega tízku- verzlun. En það er margt ógert áður en Skólavörðustígurinn verð- ur mesta verzlunargata borgarinn- ar, enn er fólk að hírast í íbúð- um hingað og þangað um stíginn, og kaupsýslustéttin má sannarlega halda vel á spöðunum næstu árin, ef takast á að koma hinum sanna bisnis-blæ tímanlega á hvert hús við þessa gömlu götu, — það væri nefnilega mjög vel við eigandi að þvi verki yrði lokið áður en Hall- grímskirkja rís fullgerð á holtinu En auður er afl, og örðusdeikamir ekki óyfirstíganlegir, helzt gæti það vafizt eitthvað fyrir að koma Hvítabandinu burt, en vonir standa til að sú stárfsemi flytjist í Borg- arspítalann í fyllingu tímans, Geira sé lof. Og þegar viðskiptajöfrar Skólavörðustígsins ganga prúðbún- ir til kirkju á vígsludaginn, standa bara tvö hús eftir við götuna þeirra sem stinga i stúf við umhverfið' Steinninn og Þjóðviljinn, — hið fyrra til að minna á heiðarleik og grandvart lífemi í hvívetna, en hið síðara ævarandi ábending um að halda vöku sinni gagnvart ásókn ofbéldisaflanna. Svo færi einkar vel á þvi að Verzlunarráðið léti að lokinni þessari endurreisn gera myndskreytt almanak í litum, þar sem hinum ýmsu greinum verziun- arinnar við- þennan nútíma frelsis- stíg yrði helgaður sinn mánuður hverri, en desember auðvitað Hall- grímskirkju. Þá vaknar óhiákvæmi- lega sú spurning hvort rétt hafi verið að smíða kirkju þarna efst' á Skólavörðuholtinu, — hefði ekk'i banki sómt sér betur á þess'um ágæta stað? En það er of seint að tala um það, — eða er það kannski ekki of seint? KOLBEINN SVARTI. Á §jg§ k % ninna f Fertugsafmæli samtaka mat- reiðslu- og framreiðslumanna Samtök mat'reiðslu og fram- leiðslumanna eru fertug um þessar mundir — fyrsta stétt- arfélag þeirra var stofnað 4. t marz 1927. I því tiiefni var haldinn hátíðafundur á mánu- dag í húsakynnum félagsins í Rafhahúsinu að viðstöddum eft- irlifandi stofnendum, stjórnum félaganna og ýmsum gestum. Á þeim fundi var það m. a tilkynnt. að Félag framreiðslu- manna og Félag matreiðslú- manna gæfu Matsveina- og veitingaþjónaskóla íslands tíu þús. kr. hvort til áhaldakaupa- Tryggvi ÞÓrfinnssón skóiastjóri þakkaði gjöfina. Þá gaf Janus Halldórsson yfirframreiðslu- maður þrjá elztu matseðla úr safni sínu innrammaða, og eru þeir frá því um 1895, svo og ljósprentaða grein eftir Vil- hjálm S. Vilhjálmsson sem skrifuð var í tilefni tíu ára af- mælis félagsins. Formaður Bók- bindarafélags íslands gaf sam- tökunum tvö málverk frá bók- bindurum, offsettprenturum og prentmyndasmiðum, en þessi félög eru sambýjingar afmæl- isbamsins í Rafhahúsi. I dag, miðvikudag, verður afmælisins minnzt með miklu hófi að Hótel Sögu ög fer þar fram fjölbreytt dagskrá. Saftitökin hafa gefið út snot- urt afmælisrit í tiiefni afmæl- isins.l Saga í stuttu máli Það félag sem stofnað var 1927 hlaut nafnið Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands og var Ólafur Jónsson fyrsti formaður þess. Gekk það < A. S- í. árið 1931. ' M. V. F. í. hafði frá upphafi nokkra sérstöðu meðal laun- begasamtakanna. Stafaði það fyrst og fremst af því, að launakjör framreiðslumanna, voru ákveðin með öðrum hætti en annarra launþega. Þá kom það éinnig til, að starfsgreinar þessar urðu í upphafi að berj- ast við ýmsa byrjunarörðug- leika ungrar stéttar. Hér skorti enn almennan skilning á því, að þama væri um sérhæfð störf að ræða, sem krefðust sérstaks náms í Iíkingu við aðr- ar iðngreinar. Enn voru engar fastar reglur hér á landi um starfsgreinar þessar og engra fullgildra prófa krafizt. Eftir að félaginu tók að vaxa fiskur um hrygg, hóf það bar- áttu fyrir umbótum á sviði kjara- og réttindamanna. Það beitti sér fyrir því að öðlast samningsrétt við atvinnurek- endur. Fyrsta kaup- og kjara- samning sinn gerði það árið 1933, við Eimskipafélag íslands. Barátta félagsins beindist og mjög að því, að fá stjómar- völd og löggjafarvald til að viðurkenna matreiðslu og fram- reiðslu sem iðngrein, með þeim réttindum og skyldum, sem því fylgja. Árið 1941 varð sýnilegur árangur þeirrar baráttu. Þá voru þessar greinar löglega við- urkenndar sem iðn, og fór fyrsfca prófið fram árið 1945. Enn er að geta þess áhuga- máls félagsins, að komið yrði upp sérskóla. þar sem fram færi kennsla í framreiðslu- og matreiðslu- Tókst að fá þvi framgengt ■ að þessari starf- semi yrði ætlað nokkurt rúm l Sjómannaskólahúsinu nýja. Tók Matsveina- og veitingaþjóna- skóli þar til starfa árið 1955. Árið 1940 kom upp alvarleg- ur ágreiningur innan félagsins. Deildu menn einkum um það. hvort þáð skyldi vera áfram í Alþýðusambandi íslands eða segja sig úr því. Snemma árs 1941 klofnaði félagið, og risu af grunni þess tvö félög. Deilur þessar og klofningur urðu stéttinni á marga lund til óhagræðis, þótt ekki yrði að gert um hríð. Stóð svo um níu ára skeið, að félögin voru tvö. Eftir að nokkrar árangurs- lausar tilraunir höfðu verið gerðar til að koma á samstarfi milli félaganna, .tókst það loks snemma árs 1950. Niðurstáðan varð sú, að frá sambandsstofnun var formlega gengið í janúar. Var þá stofn- að Samband matreiðslu- og framreiðslumanna. Árin 1955 og ’56 var sú breyt- ing gerð að „matreiðsludeild“ og < „framreiðsludeild“ sam- bandsins urðu nú algerlega sjálfstæð félög, „Félag mat- reiðslumanna" annars vegar og „Félag framreiðslumanna'* hins vegar. Bæði haf'a félögin starf- að af töluverðum þrótti á und- anfömum árum. En jafnframt hafa þau leitazt við að halda uppi töluverðu félagslífi. Hef- ur aðstaða til þess stórbatnað síðan þau keyptu árið 1965, á- samt nokkrum öðrum ■ stéttar- félögum, efstu hæð Rafhahúss- ins að Öðinsgötu 7. Þar hafa félögin nú bækistöð sína við hin beztu skilyrði. Á síðari ár- um hafa^ bæði félögin komið sér upp ýmsum sjóðum, og má hagur þeirra teljast góður Enn er þess að geta að Félag fram- reiðslumanna hefur fest kaup á allstórri spildu úr landi iarð- arinnar Norðurkots f Gríms- nesi, í þvi skyni að félagsmenn eigi þess kost að koma sér þar upp sumarbústöðum. Eru fram- kvæmdir hafnar, og hefur fé- lagið sjálft reist þarna eitt hvfldarheimili, sem er fyrst, og fremst ætlað til afnota .fyrir ekkjur látinna félagsmanna og böm þeirra. Stjóm Félags matreiðslu- manna skipa nú þessir menn: Sveinn Friðfinnsson, formað- ur, Kristján Jónsson, varafor- maður, Stefán Hjaltested, ritr ari,_ Tryggvi Jónsson, gjald- keri, Karl Finnbogason, aðstoð- argjaldkeri. Stjórn Félags framreiðslu- manna skipa nú þessir menn: Jón Maríasson, formaður, Garðar Sigurðsson, varaformað- ur, Leifur Jónsson, ritari, Val- ur Jónsson, gjaldkeri, Viðar Ottesen, aðstoðargjaldkeri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.