Þjóðviljinn - 08.03.1967, Side 5

Þjóðviljinn - 08.03.1967, Side 5
Miðvíkudagur 8. marz 1967 — ÞvTÓÐVTLJINN — SlÐA J AU ERU margvísleg vaad- kvæðin sem að steðja þegar gróin og virðuleg sveit teknr skyndiiega að breytast í þorp og jafnvel í bæ á skömmum tima. Húsin spretta upp, fyrst eitt og eitt, síðan æ fleiri og allt i einu hefur myndazt J»étt- býli. Kringum ]iað þjóta síðan upp alls konar þjónustu- og at- vinnufyrirtæki, sem aftur hafa í för með sér enn meiri iþúða- byggingar, sem krefjast meiri og stærri fyrirtækja o.s.frv„ o.s.frv.... ★ GAMLI BÓNDINN hristir höfuðið: hvar á þetta að enda? Bráðum er hvergi hægt að berta kúnum lengur, eða fénn, og á hverju á þá að lifa? En sonurinn kærir sig koHóttan, fær sér vinnu í teppaverksmiðjunni og kvænist stúlku úr búðinni sem ekkert kann til búverka. Siðan byggja ungu hjónin sér nýtízku hús með teppum út í öll horn, — jú, jú, fínt skal það vera —. og garður í kring, en ekkert fjós, fyrir það er hvorki pláss né þörf. Ja, hvar á þetta að enda? Og allt í einu er gamli bærinn kominn inn í mitt þorp- ið og búið að rífa fjósið og hlöðuna og gömlu hjónin kom- in á ellistyrk, — en nokkrar skjátur í kofa, þær skal eng- inn taka frá mér meðan ég lifi! Barnabömin ganga í menntaskóla, — þetta þykist ætla að verða mikið fólk, ekki vantar það ... ★ EN ÞAÐ er ekki aðeins fólk- ið í sveitinni sem þarf að laga sig að nýjum aðstæðum, sveitafélagið sem stofnun stend- ur frammi fyrir gifurlegum erf- iðleikum og óendanlegu starfi. í stað sveitaveganna að hverj- um bæ þarf nú að gera heil gatnakerfi, það þarf að leggja vatnsleiðslur, holræsi, raf- magn, síma, koma upp götu- ljósum, byggja skóla handa börnunum og fleira og fleira. Þótt breytingin úr sveit í bæ sé ekki eins hröð og lýst er hér að ofan eru vandamálin mörg og þa.r sem eitthvað þessu likt er nú að byrja að gerast i næstu sveit við Reykjavík, Mosfellssveit, litum við um dag- inn inn á skrifstofu sveitar- stjórans, Matthíasar Sveinsson- ar, og fengum hann til að segja smávegis frá framkvæmdunum þar. Þegar sveitin breytist í bæ LóSír i Mosfellssveif eftir- sóttar — 200 á biSlista SSxSs Ilér sést hinn nýi, myndarlegi barnaskóli Mosfellssveitar og til hægri sundlaugin, Varmárlaug. skipulagsskyld samkvaemt bygg- ingasamþykkt Mosfellshrepps. Talsvert hefur verið um að fólk væri að kaupa sér spiidur úr jörðum á svæði sem ekki hafa enn verið skipulögð Og er rétt að taka 'fram, að þar er al- gerlega óheimilt að bjsggja nema til komi samþykkt skipu- lag af viðkomandi landi og byggingaleyfi frá bygginga- nefnd Mosfellshrepps. Við get- Framhald á 7. síðu. Matthías Sveinsson sveitar- stjóri. Skrifstofa Matthíasar sveitar- stjóra er í Hlégarði og úr glugga hans er fagurt útsýni inn yfir sveitina. Þaðan sér líka til Álafoss, elzta vísis að bæ í sveitinni, og að Reykja- lundi, þar sem mikil byggð hefur myndazt kringum heilsu- hælið- Hluti af Markholtshverfinu nýja. Þar eru aðeins embýlishús. Það sem komið hefur í veg fyrir frekari byggingafram- kvæmdir er að heildarskipulag er ekki til og hefur ekki verið hægt að gera það fyrr en á- kveðið væri af ríkisins hálfu hvar væntanlegur Vesturlands- vegur yrði og hvar Þingvalla- vegur lægi á hann og svt> aftur hvar okkar byggðahverfi mundi tengjast með tengibraut á ann- an hvorn þessara vega. Það hefur lengi verið beðið eftir á- kvörðun um þessa tvo vegi, en hún er nú loks komin, og eig- um við því von á að fá fljót- lega frumtillögur að heildar- skipulaginu. 1 þeim verður fyrst og fremst um að ræða gatnakerfi og hverfaskiptingu, þ. e- skiptingu í iðnaðarhverfi ög íbúðahverfi. Fyrst við erum farin að rabba um skipulagið, mætti það gjarna koma fram, að öll lönd innan sveitarinnar eru Matthías segir að íbúar sveit- arinnar, þ.e. þeir sem þar eiga lögheimili, séu nú 890 talsins, miðað við tölur frá 1. des- sl. Auk þess búa í sveitinni um 150 manns sem hafa eðlilegan rétt til lögheimilis annarsstað- ar, en eru hér vegna vinnu sinn- ar, t.d. á Reykjalundi. Flestir fastir íbúar sveitarinnar hafa atvinnu innansveitar, nokkrir sækja þó vinnu til Reykjavík- ur, enda stutt, og nokkuð er einnig um að utansveitarmenn sæki vinnu í Mosfellssveit. Svo mikið er sótzt eftir bygg- ingalóðum í Mosfellssveit, að enganveginn er hægt að anna eftirspurninni og liggja nú hjá sveitafélaginu um 200 lóðaum- sóknir, sem ekki hefur verið hægt að afgreiða. Mikið af lóðaumsækjendum eru Reyk- víkingar, en innfæddir sitja fyrir um lóðaúthlutun. — Aðalþéttbýliskjamarnir, sem myndazt hafa hér á síð- ustu árum, segir Matthías, eru að Lágafelli, þar sem byggð hafa verið tíu ný hús síðan 1964, og Markholtshverfi, sem er nýtt, þar voru örfá eldri hús fyrir, en um 20 em þar al- veg ný eða í byggingu. Auk þess hafa verið byggð nokkur hús úti um sveitina og tals- vert mikið að Reykjalundi. En þessi tvö svæði, að Lágafelli og í Markholti, em það sem skipulagt hefur verið á vegum sveitafélagsins. Sé bara kosti við að búa hér Og Reykvíkingurinn sem flytur upp í sveit, hvemig líð- ur honum — eða henni? A hann líka við aðlögunarerfið- leika að stríða? Er ekki dálít- ið einmanalegt, a.m k. fyrir þá sem fyrstir byggja og setjast að? 1 Markholtshverfi í Mosíells- sveitinni knýjum við dyra i einu nýja húsinu og hittum fyrir húsmóðurina, Þyri Sigurð- ardóttur, ásamt þrem börnum sínum, en Þyri er fædd og upp- alin i Reykjavík og fluttist í Mosfellssveitina í ágúst sl. Hún er gift Baldvin Björgvinssyni múrara og hafa bau, eins og mðrg önnur ung hjón á íslandi í dag, að miklu leyti byggt húsið sitt sjálf: einnar hæðar einbýlishús, stór stöfa, borð- krókur, eldhús og bað og tvö svefnherbergi sem reyndar má breyta í _ þrjú þegar bömin stækka. Útsýnið er dásamleet í hvaða átt sem horft er- — Ég sé eiginlega bara kosti við að búa héma, segir Þyri fyrst, sérstaklega vegna barn- anim. Þetfca er svo frjálst fyrir þau að lefka sér hér úti, fyrir nú utan það að maður sjálfur er ekki alltaf dauðhræddur vegna umferðarinnar. Eldri drengurinn minn var dálítið erflður um tíma, hann er nú eins og annað bam síðan við fluttumst hingað. Það er mjög mikið gert hér fyrir bömin og unglingana, ungmennafélagið gefur jæim t. d. kost á að taka þátt í í- þróttaæfingum alveg frá því ]>au byrja 1 skólanum. Þá er sundlaugin líka eingöngu fyrir bömin á veturna og við erum náttúrlega einstáklega heppin að hafa bæði srkólann og sund- laugina hérna rétt á móti. Þetta er ekki steinsnar. — Hefur breytingin samt ekki verið þér sjálfri að ein- hverju leyti erfið? Er t.d- ekki meira að gera á heimilinu? — Ég mundi ekki segja að það væri erfiðara, en það er allt öðruvísi. Nú verð ég t. d. að baka allt heima, — hér er ekkert bakari sem haagt er að hlaupa í. Og það er langt að sækja nauðsynjar, svo að mað- ur verður að læra að kaupa inn einu sinni í viku f mesta lagi. Þegar ég bjó í bænum var ég vön að hafa basði mjólkur- búð og aðrar verzlanir í naastu húsum, og geta hlaupið út þegar eitthvað vantaði. Myndir og texti: Vilborg Harðardóttir — Þér hættir þá kannske við að gleyma einhverju af því sem þú þarft til vikunnar- — Ekki lengur, en ég verð að hafa tossalista! Ég Enn enn dálítið til þess að hér vantar alveg verzlanir sem maður er vanur að hafa greiðan aðgang að í bænum, eins og t.d. vefnaðarvöruverzl- un, bókabúð og fleira- ARt slíkt þarf að sækja til Reykja- víkur. Það er auðvitað nauð- synlegt að eiga bíl þegar maður býr hér og vinnur í bænum eins og maðurinn minn. Þeir þyrftu meira að segja helzt að vera tveir, segir Þyri og Mær — einn fyrir bóndann og arm- ar fyrir frúna! Armars er það svo, segir hún, að þegar maður er loks búinn að laera að kaupa inn til langs tíma í einu, sparar það auðvitað tíma og þó að meira sé hér að gera að sumu leyti, verða heimilisverkin auð- veldari, því að allt kemst í fastan skorður pg maður er ekfci alltaf að hlaupa úr einu í annað. Framhald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.