Þjóðviljinn - 08.03.1967, Qupperneq 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Miðvikudagur 8. marz 1967.
Ungmennahus á íslandi
Framhald af 2. síðu.
1 hverjum manni felst ein-
hver sköpunarþrá og ekki sízt
æskumanninum með sinn eld-
móð og óvirkjuðu krafta. Þess-
um kröfum þarf að beina inn
á réttar brautir. svo þeir megi
verða honum til sem mests
lærdóms og þroska. Það þarf
því að skapa aðstöðu fyrir
æskulýðinn til þess að svala
sköpunarþrá sinni og nota
tómstundir sínar á heilbrigðan
hátt. Það hlýtur hver maður
með heilbrigða skynsemi að sjá
að það er sízt til að bæta sið-
ferðilegan þroska aeskunnar að
-.......... .........—.—.. <
Iðnnemar fái rétt
til viðbotarlána
í gær barst Þjóðviljanum eft-
irfarandi samþykkt Sveinafélags
skipasmiða.
„Aðalfundur Sveinafélags skipa-
smiða í Reykjavík, haldinn þriðju-
daginn 28. febrúar 1967, skorará
Alþingi að samþykkja framkom-
ið frumvarp Geirs Gunnarsson-
ar og Hannibals Valdimarsson-
ar um rétt iðnnema til viðbót-
arlóna frá Húsnæðismálastjóm.
Fundurinn lítur svo á, að að-
staða iðnnema í sambandi við
húsbyggingar sé slík, að brýna
nauðsyn beri til að þeir njóti
sömu réttinda og meðlimir verka-
lýðsfélaga innan Alþýðusam-
bands íslands“.
Hafnargerðir og
bændamálin rædd
1 neðri deild Alþingis var i
gær m.a. rætt um frumvarp
Hannibals Valdimarssonar og
Lúðvíks Jósepssonar um að stór-
aukinn verði hluti ríkissjóðs í
kostnaði við hafnargerðir og
lendingarbætur, og töluðu auk
Hannibals sem flutti framsögu-
ræðu Gísli Guðmundsson ogSig-
urður Bjarnason, Málinu var
vísað tíl 2. umræðu og sjávar-
útvegsnefndar.
Þá héldu áfram umræður um
frumvarp Hannibals um félags-
mál og hagsmunamál bænda og
talaði Ágúst Þorvaldsson auk
flutningsmanns, sem svaraði ræðu
Ágústs í alllöngu máli.
í efri deild var frumvarpinu
um ráðstafanir vegna sjávarút-
vegsins vísað til 2. umræðu og
fjárhagsnefndar. Auk ræðu Gils
Guðmundssonar sem sagt er frá
í annarri frétt töluðu HelgiBergs
og sjávarútvegsmálaráðherra,
Eggert G. Þorsteinsson.
Allmörg önnur mál voru á
dagskrá í þingdeildunum.
reka h'ana út á götu með fé-
lagsstarfsemi sína. Því aðeins
verður skapaður góður og
þroskaður maður að hann sé
alinn upp sem slíkur. Uppeldið
mótar manninn!
Það er því mikið gleðiefni að
loksins er komin fram á Al-
þingi tillaga um byggingu Ung-
mennahúss í Reykjavík. Eiga
flutningsmenn tillögunnar, þeir
Þórarinn Þórarinsson og Einar
Ágústsson miklar þakkir skild-
ar fyrir þetta framtak sitt. Er
vonandi að alþingismenn haíi
til að bera þá framsýni að þeir
samþykki þessa tillögu.
Það er víða í heiminum sem
menn eiga við unglingavanda-
mál að stríða. Hafa ýmsar
þjóðir gripið til einmitt þessa
ráðs, þ.e. að hið opinbera skapi
aðstöðu fyrir æskulýðinn til
hollra tómstundaiðkana og
reynt með því að beina huga
hans inn á heillavænlegar
brautir. Hefur það yfinleitt
reynzt mjög vel. Hafa t.d.
Bandaríkjamenn komið á fót í
flestum stærri borgum sinum
ungmennahúsum (Teenage
centers) og ráðið til þeirra sér-
þjálfaða leiðbeinendur fyrir
æskulýðinn (Social workers).
Hefur það að sjálfsögðu ekki
leyst til hlítar unglingavanda-
mál þeirra, því þau eru flókn-
ari en svo, en þó leyst mik-
inn vanda.
Hér á landi mundi slík að-
staða verða mjög til úrbóta.
Slíkt hús gæti verið samkomu-
staður unglinga og athvarf, og
kæmi þá í stað „sjoppanna“ og
er i þeim lítil eftirsjá. Einn-
ig þyrfti að sjá þeim fyrir
leidbeinendum er væru sérstak-
lega þjálfaðir í að umgangast
þennan viðkvæma aldursflokk.
Þarna yrði aðstaða fyrir alls
konar tómstundaiðkanir og fé-
lagsstarfsemi.
1 tillögu þeirra Þórarins og
Einars er aðeins gert ráð fyrir
Ungmennahúsi í Reykjavík. Þar
er að vísu brýnust þörfin, en
það er aðeins spor í áttina,
því hver kaupstaður og hvert
kauptún þarf að eiga slíkt hús
sem gæti þá verið í nánum
tengslum við unglingaskólana.
Það er ekki síður í kaupstöð-
um landsins að rótleysi ung-
linga er vandamál og þarf að
skapa þar aðstöðu til hollra
tómstundaiðkana, ekki síður en
í Reykjavík. Ættu bæir og
sveitarfélög að sjá sóma sinn
í þvf að reisa á næstu árum
unglingahús og hlúa þannig að
æskufólki sínu, sínu eigin sveit-
arfélagi og landinu öllu til
farsældar.
Kristján Elberg Guftmundsson.
Menntaskólanum Laugarvatni.
• Dúfnaveislan á fimmtudag
• Dufnaveislan, nýjasta leikrit Halldórs Laxness, hefur hlotið
feikna vinsældir. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi það í apríl-
mánuði í fyrra og er það því nú búið að ganga samfleylt í tæpt
ár. Leikurinn hefur vakið mikla eftirtekt erlendis og verið skrif-
að um þessa sýningu Leikfélagsins í blöð á Norðurlöndum, en
Þorsteinn Ö. Stephensen fékk Silfurlampann fyrir túlkun sína
á pressaranum í sýningu Leikfélagsins. í undirbúningi er nú sýn-
ing á Dúfnaveislunni í Árósum í Danmörku. Leikstjóri Dúfnaveisl-
unnar í Iðnó er Helgi Skúlason, leikmyndir eru eftir Steinþór Sig-
urðsson og tónlist eftir Leif Þórarinsson. Búast má við að sýning-
um fari nú að fækka, en á sunnudag var 49. sýning og uppselt á
hana, en 50. sýning leiksins verður á fimmtudagskvöld. Á mynd-
inni eru Borgar Garðarsson, Haraldur Björnsson og Helga Bach-
mann í hlutverkum sínum.
Tímamönnum svaraö
Framhald af 2. siðu. að, og segja beri Atlantshafs
Ólafur R. Grímsson getur þvi
aðeins greint einhvern skyld-
leika meft ávarpinu og tillögum
S.U.F., aft hann Ioki augunum
gersamlega fyrir því, aft ávarp-
ið í heild sinni er í beinni
mótsögn við tillögur S.XJ.F.
★
Þriðja og síðasta tiiraun Öl-
afs til, þess að tefla fram mál-
efnaiegum rökum í grein sinni
fer einnig út um þúfur. ólafur
segir: „Hitt er hins vegar full-
Ijóst, að innan Samtaka her-
námsandstæðinga hafa ætíð
verið skiptar skoðanir um miK-
ilvægi algers hlutleysis og taf-
arlausrar brottfarar úr Atlants-
hafsbandalaginu .... Það cr
fullljóst, að aðalstefnumark
Samtaka hernámsandstæftinga
hefur jafnan vcrið, og á að
vera aft lcoma varnarliðinu úr
landi . . . “
Og nú kastar tólfunum.
önnur grein í lögum Sam-
taka hernámsandstæftinga er
jafnframt stcfnuskrá samtak-
anna. Hún afmarkar þann mál-
efnalega grundvöll, sem sam-
tökin starfa á. Greinin hljóðar
svo:
„Hlutverk samtakanna er að
berjast fyrir afnámi herslöðva
í íslenzkri grund og hlutleysi^"
Islands í hemaftarátökum og
standa gegn hvers konar er-
lendri ásaelni.“
Ætlar hinn sjálfskipaði foringi
í sjáilfstæðisbaráttunni að segja,
að hann þekki ekki þessa
grein?
Á fjórða landsfundi Samtaka
hernámsandstæðinga í Bifröst
s.l. sumar var samþykkt álykt-
un um alþjóðlegt viðhorf her-
námsmálanna. I henni segir
m.a.:
„Landsfundurinn lítur svo á,
að aftild Isiands aft Nato stríði
gegn hagsmunum fslcndinga
sem friðsamrar og vopnlausrar
smáþjóftar, sem og hagsmunum
heimsfriðarins yfirleitt ....
Fundurínn telur því, aft hlut-
ieysi fslands í hemaftarátökum
sé þaft mark, sem stefna skuli
bandalagssamnmgnum upp
strax og lög leyfa sumarið
1969.“
Þessi ályktun var samþykkt
einróma á landsfundinum.
Henni greiddu allir viðstaddir
framsóknarmenn atkvæði sitt.
Mát.
★
Með þessum athugasemdum
ætti grein Ólafs að vera full-
svarað. Þó vil ég í eftirmála
vitna til gamallar kínverskr-
ar bókar. Þar segir:
„Þegar maður á að taka að
sér heiminn og móta hann,
þá sé ég, að hann hlýtur að
vera neyddur til þess. Því að
heimurinn er guðdómlegt ker.
Hann verður ekki mótaður;
og hann verður ekki kúgað-
ur.“
Nú er ég ekki að segja með
þessum orðum, að Framsókn-
arflokkurinn sé „guðdómlegt
ker“, og ekki heldur, að Ólafur
Ragnar Grímsson verði kvadd-
ur til að móta flokkinn og
stefnu hans. Hitt finnst mér
fullljóst, að ályktun S.U.F.
verður ekki að hjálpræði
Framsóknarflokknum og frama-
braut baccalaureusar verður
þyrnum stráð. — L.J.
Spakmæli eft-
ir Tarsis
• Á fundi með fréttamönnum
í Bergen í gær sagði Tarsis
að vestrænir lesendur hefðu
valdið sér vonbrigðum. „Þeir
halda sig að leynilögreglusögum
og sorpbókmenntum. Rússneska
þjóðin les Ijóð og heimspeki,
jafnvel þótt engrar heimspeki
gæti í landinu sjálfu“, sagði
Tarsis.
„1 Sovétríkjunum geta bóka-
unnendur ekki fengið þær
bækur, sem hugurinn gimist,
aðeins verk Lenins og Stalins.
En þar ríkir mjög mikill áhugi
á alvarlegum bókmenntum“.
(Úr viðtali við Valerí Tars-
is í Mogga).
• Athygli skal vakin á því, að
f kvöld hefst nýr þáttur í út-
varpinu um kvikmyndir —
um hann sér Þorgeir Þbrgeirs-
son sem hefur af góðri kunn-
áttu og mikilli harðfylgni bar-
izt . fyrir óskoraðri virðingu
manna fyrir þessari listgrein,
sem nú er öllum öðrum lístum
áhrifameiri.
13-15 Við vinnuna.
14.40 Edda Kvaran les fram-
haldssöguna Fortíðin gengur
aftur (26).
15 00 Miðdegisútvarp. T. Lopez,
H. Gunther, G. Twitti, P.
Kreuder og Joan Baez
skemmta með söng t>g hljóð-
færaleik.
16.00 Síðdegisútvarp. Sigurður
Skagfield syngur. Fílharmon-
íusveit Lundúana leikur
Carneval op. 92 eftir Dvorák;
C. Silvestri stjórnar. M.
Reizen, L. Maslennikova, kór
og hljómsveit Bolshoj-óper-
unnar í Moskvu flytja atriði
úr Rúslan og Lúdmílu eftir
Glinka. A. Winograd stjóm-
ar flutningi á Lftilli svftu
fyrir strengjasveit op. 1 eftir
Carl Nielsen.
17.05 Framburðarkennsla
í esperanto og spænsku.
17.20 Þingfréttir.
17.40 Sögur og söngur- Guðrún
Bimir stjórnar þætti fyrir
yngsfu hlustendurna.
19.30 Daglegt mál-
19.35 Um kvikmyndir. Þorgeir
Þorgeirsson flytur erindi.
19.55 Verk eftir Leif Þórarins-
son. a) Sónata fyrir píanó.
Rögnvaldur Sigurjónsson
leikur. b) Mósaik fyrir fiðlu
og píanó. Einar G- Svein-
bjömsson og Þorkell Sigur-
björnsson leika. c) Epitaph. ■
Sinfóníuhljómsveit fslands
leikur; Páll P- Pálsson stj.
2000 Framhaldsleikritið
Skyttumar. Marcel Sicard
samdi eftir skáldsögu Alex-
anders Dumas. Flosi Ólafs-
son bjó til flutnings f útvarp
óg er leikstjóri. Leikendur í
7. þætti: Arnar Jónsson,
Erlingur Gíslason, Helga
Bachmann, Benedikt Áma-
son, Gísli Alfreðsson, Sigríð-
ur Þorvaldsdóttir og Valdi-
mar Helgason.
21.30 Dagskrá Félags guðfræði-
nema í Háskóla fslands um
guðsb j ónustuna.
22.20 Djassþáttur. Ólafur Step-
hensen kynnir.
22.55 Tónlist á 20- öld- Konsert
fyrir óbó og hljómsveit eftir
Mart.inu. F. Hantak og Ríkis-
hljómsveitin í Bmo leika;
Turnovsky stjómar.
23.10 Dagskrárlok.
• Leiðrétting
• f grein Steindórs Ámasonar:
Togaraútgerð í brennipúnkti
sem birtist í Þjóðviljanum i
gær (3. grein) urðu þau mistök
í setningu að ein lína féll nið-
ur. Setningin sem hér um ræð-
ir er í kaflanum um þótt lög-
gjafans og er hún þannigrétt:
Það er þjóðarhneyksli að launa
sjómönnum, sem sækja gullsi-
gildi f greipar ægis, sér til tekna
og þjóðinni gjaldeyris, með því
að tlæma þá af miðum, ræna
þá afla og veiðarfærum, halda
þeim tímunum saman á saka-
mannabekk, dæma í háar sekt-
ir og tugthús ef sekt er ekki
greidd fyrir það eitt að dýfa
vörpu f sama sjó og öll önnur
fiskdrápstæki eru boðin og vel-
komin.
Leiðréttist þetta hér með og
eru hlutaðeigendur beðnir af-
sökunar á mistökunum.
• Brúðkaup
• Nýlega voru gefín saman í
Giftingarhöll Moskvuborgar
ungfrú Ingibjörg Haraldsdóttir
frá Reykjavík og hr. Idelfonso
Ramos Valdes frá Havana,
Kúbu. — Þau stunda bæði nám
við kvikmyndaháskólann í
Moskvu.
Siónvorpið
20.00 Fréttir-
. V
20.30 Steinaldarmenn. Teikni-
mynd gerð af Hanna og Bar-
bera. fslenzkur texti: Pétur
H. Snæland-
20.55 Tannhirðing. Magnús R.
Gíslason, formaður fræðslu-
nefndar Tannlæknafélags ís-
lands, lýsir því helzta, sem
leggja ber áherzlu á varð-
andi vemdun tanna og rétta
hirðingu þeirra.
21.05 Mussolini. Myndin sýnir
þennan einvald hefjast til
vegs með sósíalisma að vegar-
nesti, þróast yfir í fasisma
og stjóma þjóð sinni um
skeið, leiða hana út í ógöng-
ur og örvilnan, falla í ónáð
og láta síðan lífið á torgi
Milano í apríl 1945. Frétta-
maður CBS, Walter Cron-
kite hefur samið tex-tann.
Þýðinguna gerði Hersteinn
Pálsson. Þulur er Eiður
Guðnason.
21.30 Kápan. (II Capotto) ftölsk
kvikmynd, gerð eftir sam-
nefndri sögu Nikolai Gogol-
Þessa mynd gerði Alberto
Lattuada árið 1951- f mynd-
inni snýr hann hinu rúss-
neska sögusviði til ítalskra
nútímastaðhátta. í aðalhhit-
verkum eru Renato Rascel
og Yvonne Sanson. íslenzkan
texta gerði Halldór Þorsteins-
son.
23.15 Dagskrárlok.
KAUPUM
gamlar bækur og
frímerki.
Njáisgata 40
HRÆÓDÝR FRÍMERKl
FRÁ AUSTURRÍKI
Tvö þúsund og átta hundruð
úrvals frímerki og sérmerki
handa söfnurum, að verðmæti
samkvæmt Michel-katalóg um
320,— þýzk mörk, seljast í
auglýsingaskyni fyrir aðeins
300,— ísl. kr. eftir póstkröfu,
á meðan birgðir cndast. Nægir
að senda bréfspjald.
MARKENZENTRALE.
Dempschergasse 20, 1180 Wien