Þjóðviljinn - 23.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 23. marz 1967. FEIWA TRYGGINGAR Mánaðarlaun skrifstofustúlku BIFREIÐAEIGENDUR BIFREIÐASTJÓRAR ATHUGIÐ Höfum til sölu flestar gerðir og stærðir af hjólbörðum, ennfremur snjóhjólbarða með og án ísnagla. Hjólbarðaviðgerðin er opin alla daga vikunnar árið um kring, frá kl. 8 árdegis til kl. 10 síðdegis. GJÖRIÐ SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN Múla við Su*uvUndsbraut. — Þorkell Kristinsson. (Lokað föstudaginn langa og páskadag). SJOKT illKI SIM111700 SJHnRnQMIMIfBAE GIAIIIIS HE Hér dveljast gestir Sunnu á Majorka. Það fer ekki á milli mála, aö Ferðaskrifstofan Sunna hefur sérhæft sig í spönskum bað- ströndum. Sérstaklega hefur hún styrkt tengsl sín við Bal- eareyjaklasann undan Spánar- ströndum. Þessi eyjaklasi er í Miðjarð- árhafinu og nefnist helzta eyj- an Majorka með höfuðborginni Palma. Þar hefur nú ferða- skrifstofan á eigin spýtur skip- að einskönar sendiherrahjón yf- ir sumarið. Á Majorka hafa risið um fimmtán hundruð hótel og eru mörg þeirra nýtízkuleg- Þrjár og hálf miljón ferðamanna lögðu leið sína þangað á síðast- liðnu ári. Plagöt af spönskum senjor- ítum státa líka í gluggum ferðaskrifstofunnar í Banka- stræti og mikið var þar allt á ferð og flugi á dögunum við undirbúning páskaferðar þang- að, — hvorki meira né minna en hundrað íslendingar dvelja^ nú þar um páskana og þykir engum mikið Sex hundruð Islendingar lögðu leið sína til Majorka á liðnu ári, sagði Guðni Þórðar- son í stuttu spjalli á dögun- um. Majurka hefur allt að öld að baki sem ferðamannaparadís og þarnai undi Chopin um skeið, '■— þó hefur gengi hennar orð- ið mest á síðastliðnum áratug. Þarna eru taldir þrjú hundruð og tuttugu sólardagar á ári og loftslagið er ákaflega milt- Sömu sögu er að segja af öðr- um spönskum baðströndum hringinn í kringum Spán og eru sumar ríkisstyrktar og aðr- ar ekki til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Við höfum tíu ferðir á prjón- unum til Majorka í sumar og eru margir búnir að láta skrá- setja sig í allar þessar ferðir. Verða þær famar á tímabilinu frá 25. maí til 12. október. Við höfum náð hagkvæmum samningum um leiguflug betrt suður og komast áttatíu og tveir ferðalangar með hverri ferð. Þá höfum við samið um hótelherbergi langt fram í tím- ann og lækkar það leiguna til muna vegna betri nýtingar. Þannig kostar fimmtán daga ferð um tíu þúsund krónur eða eins og mánaðarlaun skrif- stofustúlku í dag. Fyrir nokkr- um árum kostaði svona ferð um átján þúsund krónur til Maj- orka, en með sömu skipulagn- ingu hefur hún lækkað niöur í ríflega sextán þúsund krónur. Það hefur líka vakið athygli mína, hversu margt af ungu fólki lætur nú skrásetja sig í þessar ferðir og lætur nærri, að helmingur hinna skrásettu sé ungt fólk kringum tvítugt. Svona er ferð til útlanda alltaf að verða meiri almenn- inaseign. Hvað spáir þú um ferða- mannaskatt? Mér vitandi þekkist svona skattur hvergi í heiminum og við bollaleggingar um slíkan skatt hefur komið í ljós, að íslenzkur starfsmaður hjá Evr- ópuráðinu hefur undirritað fyr- ir hönd þjóðarinnar að gangast ekki undir slíka skattheimtu. Engir leyfa að taka söluskatt af ferðalögum nema íslending- ar- Eru ferðalög yfirleitt und- anþegin slíkum söluskatti eins Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu. og til dæmis í Danmörku, — þvísa landi söluskattsins. Ólíklegt er að ferðamanna- skatturihn dynji yfir í ár. fyrir- TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR? LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SfMNEFNIiSllRETY

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.