Þjóðviljinn - 23.03.1967, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. marz 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J
Hvað á ferðamaðurinn að skoða
í pölitískum suðupotti?
Útlendum ferðamanni sem
kemur til Berlínar í fyrsta sinn
er eðlilega efst í huga sá póli-
tíski suðupottur sem Berlín er í
heimsfréttunum, hér mætast
austur og vestur, andstæð stjórn-
málaleg öfl og ólíkar þjóðfé-
lagsskoðanir. Fjórar útlendar
herdeildir, fyrrverandi banda-
menn — nú svarnir fjandmenn
(eða hvað?) hafa skipt borg-
inni á milli sín og hafa hver
sitt hemámssvæði, vesturveldin
þrjú í V-Berlín, Sovétmenn
í Austur-Beriín, báðir aðilar að
líkindum reiðubúnir til að láta
sprengjunum rigna hvenær sem
er.
Og auðvitað verður ferða-
manni fyrst fyrir að skunda að
mörkunum milli austurs og
vesturs og líta hinn sögufræga
múr, hann hættir jafnvel á að
fara „yfirum“ til að sjá ósköp-
in þar. Múrinn er líka þaS
fyrsta sem ferðalanginum er
sýnt fái hann sér borgarleið-
sögn hjá opinberri ferðaskrif-
stófu, — hvort sem er 1 austri
eða vestri. Ferðafólkið ekur
um í stórum vagni, stígur út
við Brandenborgarhliðið og á
Potzdamer Platz eða við Check
Point Charlie, þar klöngrast
hópurinn upp á trépalla sem
reknir hafa verið saman á
þessum stöðum til að betur sjá-
ist yfir í „hinn hlutann". Þarna
fær svo hópurinn, hvort sem
hann er nú staddur austan eða
vestan markanna, túlkun við-
komandi yfirvalda á „Múrn-
um“, ,,Berlínarástandinu“, „frið-
ar“- eða „sameiningarhorfun-
um“. Allt þetta kann leiðsögu-
maðurinn utanbókar á mörgum
tungumálum — það gæti ann-
ars verið nógu fi'óðlegt að fara
í eina borgarferð fyrir austan
og aðra fyrir vestan — síðan
eru teknar myndir. Þá er það
séð.
Kannski hugsar ferðamaður-
inn rétt í svip: aumingja Ber-
línarbúarnir, aumingja fólkið
að búa við þetta hörmungar-
ástand, sitja við hlið hættunn-
ar og eiga einlægt yfir höfði
sér sprengjuárásir og jafnvel
stríð. Þetta er hræðiílegt.
Þannig hugsar útlendingur-
inn. Líka frændinn írá Vestur-
Þýzkalandi. En Berlínarbúinn
sjálfur þá?
Berlínarbúinn sjálfur er hinn
rólegasti, stundar vinnu sína á
Þótt Berlín liggi hvergi að sjó er baðstrandarlíf með miklum blóma.
Á morgunmarkaði í V-Berlín. Þýzkar húsmæður eru vandlátir
neytendur og Iáta ekki plata sig í viðskiptunum.
Fílharmonian — umdeild bygging.
hoven eða Bach. I þessu húsi
stjórnar von Karajan og segir
sagan að hann hafi heimtað að
fá innréttað fyrir sig baðher-
bergi sem kostað hafi hvorki
meira né minna en 74 þús.
mörk. Þessi saga er auðvitað
mjög vinsæl í Vínarborg.
Mörgum sem fyrst koma
vestur og ganga síðan yfir í
austurborgina finnst þar
hörmuleg aðkoma, Ijótar bygg-
ingar, jafnvel rústir. Þeir at-
huga þá kannski ekki alltaf að
einmitt sá hluti sem þeir koma
fyrst til, gamla miðborgin, sem
öll er austan megin, er sá hluti
sem verst varð úti í stríðslok.
Þar vörðust Hitler og hans
kumpánar lengst og þar var
állt hreint og beint skotið í
klessu. Þó hefur nú mjög mik-
ið verið byggt upp af þeim
húsum sem einhvers virði voru
menningarlega, önnur hafa ver-
ið rifin og ný byggð í staðinn.
Brátt birtast ný, reisuleg
hverfi, kringum gamla Aiex-
anderplatz, þar sem óður var
frægasta (eða alræmdasta)
skemmtihverfiö, sem Sverrir
Kristjánsson eða Einar Olgeirs-
son gætu sagt frá á góðri stund,
hefur allt verið endurskipulagf.
þar eru nú stórbyggingar, vérzl-
unarhús, veitinga- og kvik-
myndahús og stórar íbúðablokk-
ir. Á Karl-Marx Allee, sem einu
sinni hét Stalín-Allee mætast
á eftirminnilegan hátt andstæð-
ur í byggingastíl eftirstríðsár-
Kuropa-Center í V-Berlín. Lengst t. h. sést á Minningarkirkjuna.
anna: skrautlegar byggingar
Stalíntímans í rússneskum stíl
og einfaldar stílhreinar bygg-
ingar í ætt við öhnur Mið-
Evrópulönd frá Krústjoffstím-
anum.
Dýragarðar eru í báðum
borgarhlutum, sá gamli lenti
vestan megin, hann er með
stærstu görðum miðað við
fjölda dýra og er nú talað um
að þar sé að verða of þröngt,
en möguleikar á stækkun svæð-
isins eru ekki fyrir hendi.
Austanmenn eiga garð framtíð-
arinnar, nýi dýragarðurinn
þeirra er í hverfinu Karl-Horst,
geysi víðáttumikill og um
margt til fyrirmyndar að því
er kunnáttumenn telja.
Auðvitað er það sem hér hef-
ur verið á bent ekki nema
hluti af því sem ferðamaður-
inn gæti skemmt sér við að
skoða í þessari mikiu borg,
það mætti fylla heila bók ef
segia ætti frá öllu. En þegar
maður er orðinn þreyttur á að
skoða og skoða mætti fara og
reyna baðstaðina — það eru
nefnilega margir og góðir bað-
staðir í Berlín þótt hvergi
liggi hún að sjó. Flest vötn,
stór og smá eru notuð til baða
og siglinga, beztu baðstrend-
urnar eru við Wannsee vestan
megin og Múggensee fyrir aust-
an. Indælt er líka að leggja leið
sína út í skóg og reika þar um
í skugga trjánna. Stærsti skóg-
daginn og situr gjarna á kránni
á kvöldin eða horfir á sjón-
varpið, ef hann hefur þá ekki
brugðið sér á konsert eða í leik-
hús — í þeim efnum er um
margt að velja beggja megin
markanna. Opinber skcöana-
könnun í Bonn, á borð við
Gallupkönnunina, leiðir ár
hvert í Ijós að í Þýzkalandi
vestan tjalds er enginn eins ró-
legur yfir ástandinu í Berlín og
sá sem sjálfur býr í Berlín,
enda er hún sú borg sem trú-
legt er að síðast yrði varpað
á atómsprengju því að þar yrði
jafnt um sjálfsmorð sem morð
að ræða.
Eitt er það þó sem skyggir á
gleði margra Berlínarbúa og
það er að geta ekki hitt ætt-
ingja sína og vini „hinummeg-
in“ nema í hæsta lagi á stórhá-
tíðum ársins og — síðan ný-
lega — þegar stórviðburðir
gerast innan fjölskyldunnar. Til
þess liggja margar og flóknar
pólitískar ástæður sem ekki er
vert að fara út í hér, enda
skýrðar á ýmsa lund eftir því
hvort túlkandinn er vinveittur
austan- eða vestanyfirvöldun-
um.
Daglegt líf í Berlín er í
flestu líkt því sem gerist í
öðrúm stórborgum þýzkum,
helzti munur á fjölskyldulífinu
austan megin og vestan virðist
sá að í Austur-Berlín stunda
giftar konur yfirleitt atvinnu
utan heimilis, því að þar eru
næg barnaheimili og fleiri at-
riði sem gera þeim það létt-
ara, enda fá ilandsfeðurnir vest-
an megin gjarna ábendingar
um þennan aðstöðumun frá
sinni kvenþjóð, sem vill taka
þátt í atvinnulífinu en getur
ekki, mest vegna skorts á dag-
heimilum fyrir börnin.
Ferðamanninum sem leggur
leið sína til Berlínar mætti
auðvitað benda á margt og
mikið sem hann ætti að skoða,
en fyrst og síðast vildi ég
benda honum á leikhúsin og
ráðleggja að fara þangað á
þeim tíma sem þau eru opin.
Það er vafasamt að nokkurs-
staðar í heimi sé um jafn mik-
ið og jafn fjölbreytt að velja í
því efni og einmitt í Berlín og
stafar það kannsRi ekki sfzt af
skiptingu borgarinnar sem
skapar vissa samkeppni, eink-
um í menningarlegum efnum.
I hvorum hluta eru uppundir
20 stærri og smærri leikhús,
frægast þeirra er að sjálfsögðu
leikhúsið litla við Schiffbauer-
damm, í Austur-Berlín, þar
sem Berliner Ensemble leikur
verk Bertolt Brechts í anda
meistarans, en einnig önnur
leikhús í austui'hlutanum
standa á háu stigi og leikararn-
ir sem hafa föst laun og lang-
an æfingatíma fyrir hvert verk
gera til sjálfra sín miklar list-
rænar kröfnr. I Vestur-Berlín
vilja menn ekki vera síðri, þar
er grózkumesta leiklistarlíf í
Þýzkalandi vestan tjalds, og
þeir eru fljótir tii, varla er
nýtt, athyglisvert verk komið
fram á vesturlöndum eða í sós-
íalískum löndum fyrr en það
er komið einhversstaðar á svið
í Vestur-Berlín. Það eru litlu
leikhúsin, tilraunasviðin, sem
taka þessi verk og uppskera
ríkulegar þakkir: fátítt er að
leikhúsin séu ekki fullskipuð
áhorfendum. Stóru leikhúsin
eru reyndar heldur ekki hrajdd
við ný verk, það var jú Schill-
erleikhúsið sem fyrst frum-
sýndi Marat'Sade eftir Peter
Weiss og Freie Volksbúhne
sýndi Réttarrannsóknina eftir
sama höfund (síðasta verkið
sem Piscator setti þar á svið
áður en hann dó).
Þeim sem áhuga hafa á söfn-
um má benda t.d. á Þjóðfræða-
safnið í Vestur-Berlfn og
Pergamon í Austur-Berlín, á
báðum stöðum eru fornminjar,
mest frá Austurlöndum, og fyr-
ir myndlistarunnendur er til-
valið að heimsækja Þjóðlista-
safnið austan megin þar sem
sjá má list 19. aldarinnar og
nútímalist þar, en vestan meg-
in er Listasafn 20v aldarinnar og
í Listaakademíunni eru einatt
forvitnilegar nútíma sýningar.
1 byggingalist er einnig margt
að sjá, ekki er sízt athyglisvert
það sem byggt heíur verið eftir
stríð, t.d. i Vestur-Berlín þar
sem margir frægir útlendir
arkitektar hafa lagt hönd að
verki. Þar er t.d. heilt nýtt
íbúðahverfi, I-Iansa-Viertel, þar
sem um 30 arkitektar víðsvegar
að lögðu saman og héidu
byggingasýningu, en Berlínar-
búar erfðu húsin að henni lok-
inni. Frægast húsa í þessu
hverfi er háhýsi Corbusiers, en
í sambandi við þessa sýningu
reis einnig önnur fræg bygging,
Kongresshalle, sem Ameríkanar
byggðu, með einkennilegustu
byggingum í heimi, sem Berlín-
arbúar hafa náttúrlega ekki
getað stillt sig um að uppnefna
og kalla „Öfrísku ostruna."
Fleiri frægar byggingar hafa
fengið sín viðurnefni, t.d. kalla
íbúar Berlínar Útvarpsturninn
sjaldan annað en „langa sleiki-
brjóstsykurinn“ og Minningav-
kirkjunni frægu sem er brotinn
turn gamallar kirkju ásamt
nýrri kirkjubyggingu, hugvit-
samlega tengd saman, er heldur
ekki hlíft og eru nýju bygg-
ingarnar kallaðar „varalitur ng
púðurdós“.
Sú bygging ný sem mestum
deilum hefur valdið er Fíl-
harmonían, ekki hvað snertir
útlit, þar eru víst filestir sam-
mála um að hún sé hörmuleg
utan, en vel byggð innan; en
menn greinir á um hljómburð-
inn, hljómsveitin situr í miðju
salar, en áheyrendur á hækk-
andi pöllum allt í kring. Eru
sumir yfir sig hrifnir og hafa
nú heyrt sinn Beethoven eða
Bach njóta sín til fulls í fyrsta
sinn, aðrir telja sig alls ekki
lengur heyra hinn rétta Beet-
Frá Berliner Ensemble. Það er
Mackie Messer sem þarna dans-
ar við eina drósina í pútnahús-
inu — í Túskildingsóperunni
ur í Berlín er Grunewald, sem
er allur fyrir vestan. Sumum
Iætur bezt að hvíla sig við öl-
krús, en þeim þarf vist ekKi
að benda á krárnar sem eru á
hverju horni. Þó má benda á
að langi menn til að kjmnast
Framhald á 11. síðu.
IWiÍV
Itt '■■«««*
"T~V
ilis ■ * » ii
liisi «**» * '
i«í ; » » m '
{ýiiiilíiitfejph
cti'iéíii:
s -M í T:
iiii-hl'.'SÍ lít
ItÍÍU ): 111*»««
» M llSk; i I
* HISM
IIII k
»* liiHu
»'*«*«
III ' ~
» :! ; t - iiK K t N .
>,* ík 4 «ou {