Þjóðviljinn - 01.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.04.1967, Blaðsíða 3
Laugardagwr L apríl 1967 — ÞJÓÐVHJINN — SlÐA 3 Sovétríkin og Norður- Vietnam gera nýjan samstarfssamning Kínverjar hafna tillögum Ú Þants og segja að þær stafi af samsæri Sovétríkjanna og Bandaríkjanna MOSKVU og PEKING 31/3 — í dag var undirritaður í Moskvu samningur milli stjóma Sovétríkjanna og Norður- Vietnams uffl samvinnu þeirra á sviði menningar og taekni. Þótt ekkert hafi verið látið uppi um einstök atriði þessa samnings þykir hann vera enn ein vísbending um náið samband landanna tveggja. Kínverska fréttastofan „Nýja Kína“ birti í dag tilkynningu þar sem sagt var að hinar nýju til- lögur Ú Þants til lausnar ófrið- inum í Víetnam væru afleiðing af samsæri Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í því skyni að neyða víetnömsku þjóðina til uppgjafar. „Alþýðublaðið‘‘ í Peking sagði að tillögur Ú Þants vaaru „blekk- ingarvefur“ og kínverska frétta- stofan kallaði Ú Þant „vikapilt Bandaríkjastjórnar“. Greinilegt væri að tillögur Ú Þants um vopnahlé, undirbúningsviðræður og nýja Genfarráðstefnu væru settar fram aðeins í því skyni að gera Bandaríkjamönnum kleift að færa enn út stríð sitt. Kínverska fréttastofan hélt því fram að Ú Þant hefði haft samráð við fulltrúa stjórna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna áður en hann lagði tillögur sín- air fram. Kínverjar lýstu því samtímis yfir að þeir væru fyllilega sam- mála þeim viðbrögðum stjórnar Norður-Víetnams að hafna til- lögum Ú -Þants- Þessar nýju tillögur Ú Þants sem hann gerði grein fyrir á fundi með blaðamönnum í New York nú í vikunni eru að því leyti frábrugðnar fyrri tillögum hans að í þeim er ekki beinlínis tekið fram að Bandaríkjamenn verði að hætta loftárásum sínum á Norður-Víetnam ef hægt eigi að verða að hefja ,samningavið- ræður. Aðeins er talað um vopnahlé — en Ú Þant tók mjög skýrt fram á blaðamannafundin- um að hann teldi enn að stöðv- un loftárásanna væri ekki ein- ungis algert frumskilyrði þess að viðræður gætu hafizt, heldur væri hann einnig sannfærður um og hefði alla ástæðu til að ætla að slíkar viðræður myndu geta hafizt áður en margar vik- ur væru liðnar. 350 mílj. kr. viðskiptahalli Framhald af 1. síðu. undan, en á hinn bóginn hefðu viðskipti við innlenda banka haldið áfram að vera Seðlabank- anum óhagkvæm. Sagði Jóhannes, að megin- vandamálið í stjórn efnahags- mála væri hin mikla eftirspurn- arþensla er einkenndi alla efna- hagsstarfsemi í landinu. Segir svo í ræðu Jóhannesar: „Það hlaut því að vera megin- markmið bæði í fjármálum rík- isins og peningamálastefnu Seðla- bankans að hamla gegn áfram- haldandi þenslu og þeirri al- mennu verðbólgu, sem henni var samfara. Kom þessi stefna fram bæði í gætilegri afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1966 og í hækk- un vaxta og öðrum peningaleg- um aðgerðum af hálfu Seðla- bankans í árslok 1965. Virtust þessar aðgerðir hafa nokkur á- hrif í j afnvægisátt, þegar á fyrri hluta ársins, sem m.a. sýndi sig í minni aukningu peninga- magns en á árinu 1965 og nokkru hægari innflutningsaukningu. Það var þó á engan hátt séð fyrir endann á áhrifum þessara aðgerða, þegar ný viðhorf sköp- Deiit ú Líú Sjaosji í kínverskum blöðum PEKING 31/3 — Málgögn kínverska kommúnistaflokksins, „Alþýðudagblaðið“ í Peking og tímaritið „Rauði fáninn“ hafa nú í fyrsta skipti borið fram gagnrýni á Liú S'jaosji forseta. Þetssi mynd er tckin í ágúst 1945. Á henni em þrír marskálkar Sovctríkjanna, I miðju Rodíon Malínovskí, á vinstri hönd hans Moretshof marskálkur og á hægri Vassilevskí. Malínovskí marskálkur /ézt í gœr í Moskvu 69 ára Allt frá því menningarbylt- ingin hófst hafa frumkvöðlar j hennar og fylgismenn látið í I Ijós tortryggni sína í garð Líu Sjaosji, forseta lýðveldisins. Þessi gagnrýni hefur aðeins verið birt í veggblöðum rauðu varðliðanna eða annarra menningarbyltingar- sinna, og aldrei hefur það kom- ið fyrir fyrr en nú að ráðizt væri á Liú í aðalmálgögnum kín- verskra kommúnista. Titill þessa höfuðrits Líu Sja- osjis, „Hvernig maður verður góður kommúnisti“, er að vísu ekki nefndur, en fréttamenn segja að enginn vafi leiki þó á því að um það sé að ræða. Blöðin segja að hjá því verði ekki komizt að þeir menn sem fylgi kenningum í þessari bóY verði endurskoðunarsinnar. Fram að þessu hefur bók Liús verið talin til sígildra marxistískra bókmennta í Kína og var hún síðast gefin út í hitteðfyrra. MOSKVU 31/3 — Rodíon Malín- ovskí, landvarnaráðherra Sov- étríkjanna, lézt í dag á sjúkra- húsi í Moskvu, 69 ára að aldri. Hann hafði verið sjúkur lengi. Malínovskí var einn þeirra sovézku herforingja sem mestu réðu um sigurinn yfir hersveit- um nazista. Sextán ára gamall gekk hann i herinn, fyrri heims- styrjöldin var þá nýlega hafin. Hann var vélbyssuskytta, en særðist af skoti og var sendur að lokinni spítalavist til Frakk- lands til að berjast gegn óvinum Prússakeisara á vesturvígstöðv- unum. Hann var einn þeirra her- manna sem skildu kall tímans, hann varð formaður í sovéti hermanna í sinni sveit. Fyrir það var hann settur í fangelsi í Frakklandi, en þegar hann kom heim var hann settur á her- skóla. Þegar Þjóðverjar réðust á Sovétríkin 1941 var Malínovskí orðinn hershöfðingi. Það féll í hans skaut að vera einn þeirra herforingja Sovétríkjanna sem skipulögðu sigurinn við Stalín- grad og eftir þann mikla sigur fékk hann stjórn sovézka hers- ins á austurvígstöðvunum, í Úkraínu, og lét þar í framsókn sinni kné íylgja kviði, náði allri Úkraínu á vald herja sinna í bardögum sem allir munu lifa í hersögunni, tók Rúmeníu, hrakti síðan Þjóðverja úr Ung- verjalandi og stjórnaði loks þeim sovézku hersveitum sem tóku Vínarborg vorið 1945. Fyrir tíu árum tók Malínovskí við embætti landvarnaráðherra Sovétríkjanna af vopnabróður sínum úr síðari heimsstyrjöld- inni, Sjúkof, og gegndi því síðan. Sjórinn logar enn — Enn logar eldur í olíunni á sjónum undan suðurströnd Eng- lands en nú þykir víst að búið sé að koma i veg fyrir að þær 60.000 lestir af hráolíu sem í „Torrey Canyon“ voru þcgar fyrstu sprengjunni var varpað á skipið leki úr því. uðust vegna stórlækkunar verð- lags á ýmsum helztu útflutnings- afurðum þjóðarinnar á síðustu mánuðum ársins. Kippti þessi verðlækkun skyndilega f ótum undan þeirri öru aukningu á verðmæti útflutningsframleiðsl- unnar, sem haldizt hafði svo að segja óslitið um 5 ára skeið. Þrátt fyrir það, að verðlækkun- in næði aðeins til lítils hluta af heildarútflutningsframleiðslu árs- ins, nægði það þó til þess, að framleiðsluverðmætið lækkaði um 2%, en á árinu 1965 hafði verðmæti útflutningsframleiðsl- unnar aukizt um nærri því einn fjórðahluta. Þegar slík aðstöðu- breyting á sér stað hjá þeim at- vinnuvegi þjóðarinnar, sem und- anfarin ár hefur átt mestan þátt í aukningu þjóðartekna, hlýtur það að hafa víðtæk áhrif á alla þætti þjóðarbúskaparins. Var þetta þegar ljóst á síðasta árs- fjórðungi 1966. en hlýtur að koma mun skýrar fram á því ári, sem nú er að líða ... Um þjóðarframleiðsluna í heild er það að segja, að hún virðist hafa aukizt á árinu um 3,5%, og er það mun minni aukn- ing en næsta ár á undan. Mun framleiðsluaukningin hafa orðið mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. þar sem áhrifa hinnar miklu eftirspurnar gætti mest, en tiltölulega lítið í öðrum atvinnuvegum. Jókst bæði neyzla og fjárfesting örar á árinu en þjóðarframleiðslan í heild, en það kom fram í versnandi við- skiptajöfnuði við útlönd. i Samkvæmt þeim bráðabirgða- áætlunum, sem nú liggja fyrir, varð hallinn á viðskiptajöfnuð- inum. þ.e.a.s. viðskiptum með vörur og þjónustu, 350 milj. kr. á árinu 1966, en árið áður hafði orðið hagstæður jöfnuður, er nam 214 milj. kr. Þegár þess er ennfremur gætt, að útflutnings- vörubirgðir lækkuðu um 107 milj. kr. á árinu 1966, en höfðu hækkað um 444 milj. á árinu 1965, er augljóst, hve mikil breyt- ing hefur á orðið milli þessara tveggja ára. Við mat á viðskiptajöfnuðinum á árinu 1966 ber þó að hafa í huga, að þá var um að ræða mikinn innflutning skipa og flug- véla, svo og til virkjunarfram- kvæmda þeirra, sem hófust við Búrfell á árinu. Nam innflutn- ingur vegna þessa hvors tveggja um 780 milj. kr. á árinu, en verulegur hluti hans var greidd- ur með erlendum lántökum ... Nam nettó gjaldeyriseign bank- anna í árslok 1966 1915 milj. á móti 1912 milj í árslok 1965, og er þetta í fyrsta skipti síðan 1959, sem ekki hefur orðið telj- andi aukning á gjaldeyriseign þeirra. Um einstaka liði gjald- eyrisstöðunnar er það að segja, að eign Seðlabankans í gulli og frjálsum gjaldeyri jókst á árinu um nær 100 milj. kr. og nam hún samtals 2416 milj. kr. í árs- lok. Staða bankans á vöruskipta- reikningum batnaði einnig um 60 milj. kr., en þó var í árslok nettóskuld á þessum reikningum, er nam 188 milj. kr. Staða við- skiptabankanna tveggja erlend- is versnaði hins vegar á árinu um rúmar 100 milj. kr., og voru þeir í nettóskuld um áramót er nam 313 milj kr., en af þeirri DREGID A MANUD- # s#. EINBYLISHUS EÐA LUXUS IBUÐ 400* AUK ÞESS W MILLJONIR EFTIR EIGIN VALI VINNANDA BiL P R a ***** •••• fjárhæð voru um 200 milj. kr. vegna freðfisksöluvíxla, sem seldir höfðu verið í Bandaríkj- unum. Vík ég þá að þróun peninga- mála, en hún endurspeglaði þær efnahagslegu breytingar, sem áttu sér stað á árinu. Þannig einkenndist þróun innlána og út- lána bankakerfisins á árinu af hinni miklu þenslu, sem þá hafði ríkt frá því á árinu 1965 á öllum sviðum þjóðarbúskapar- ins og borin var uppi af mjög miklum útflutningstekjum og ör- um hagvexti. Átti þessi öra aukn- ing útlána bankanna og pen- ingamagnsins jafnframt drjúgan þátt í því, að eftirspum jókst mun hraðar á þessu tímabili en framleiðslugetan 'leyfði, svo að hættulegt þensluástand myndað- ist. Þótt peningalegar aðgerðir Seðlabankans og batnandi hagur ríkissjóðs drægi nokkuð úr þensluaukningunni, varð ekki veruleg breyting á þróuninni, fyrr en á síðari helmingi ársins, þegar verðlækkun útflutningsaf- urða kippti snögglega fótum undan aukningu þjóðartekna ... Þrátt fyrir óhagstæðari þróun innlána héldu útlán bankanna á- fram að vaxa með svipuðum hraða og árið áður allt fram á síðasta ársfjórðung. Varð útlána- aukningin 1966 alls 1370 milj. kr. á móti 1453 milj kr. árið áður ... Lánsfjárskortur er einmitt eitt af einkennum efnahagslegrar of- penslu, ekki vegna þess að fram- boð á lánsfé minnki, heldur vegna hins, að eftirspurnin verð- ur þá óseðjandi, þar sem kapp- hlaup um fjárfestingu og bvers konar spákaupmennska nær tök- um á efnahagslífinu. Þannig var þetta tvímælalaust hér á landi, einkum síðari hluta ársins 1965 og fyrri hluta ársins 1966, en þá leiddi fjárfestingarkapphlaupið bæði til mikillar eftirspumar eftir lánsfé og óskynsamlegra fjárráðstafana fyrirtækja, sem festu rekstrarfé sitt í nýjum framkvæmdum í trausti þess, að verðþenslan héldi áfram. Óhugs- andi væri að fullnægja slíkri verðbólgueftirspurn eftir láns- fé, enda mundi útlánaaukning umfram raunverulegan spamað aðeins valda enn meiri þenslu og jafnvægisleysi á peningamark- aðinum ... Þótt bundnar innstæður í Seðlabankanum ykjust á árinu 1966 um 337 milj. kr., nægði það hvergi nærri til að vega á móti útstreymi fjár til bankanna vegna rýmandi lausafjárstöðu þeirra við Seðlabankann og auk- inna endurkaupa, en þetta hvort tveggja nam 466 milj. kr. Var því raunverulega um að ræða 129 milj. kr. nettófjárstreymi frá Seðlabankanum til bankakerfis- ins á árinu, en það kom fram í auknum útlánum þess. Eins og fram hefur komið í því yfirliti, sem ég hef nú fiutt um þróun efnahagsmála á árinu 1966, bendir flest til þess, að orðið hafi á því ári afdrifarík breyting á þróunarstefnu þjóðar- búskaparins, þar sem í stað örr- ar þenslu og mikils hagvaxtar í upphafi ársins komu til skjal- anna samdráttaráhrif frá lækk- andi útflutningsverðlagi ásamt lakari horfum um aukinn sjáv- arafla...“ í lok ræðu sinnar sagði Jó- hannes að verðstöðvunin og aðr- ar aðgerðir stjórnarvalda mundu aðeins geta tryggt sæmilegt jafn- vægi í efnahagsmálum um tak- markaðan tíma Þau atriði sem helzt verður að hafa í huga er stefnan í efnahagsmálum verður mörkuð framvegis væru þessi að áliti bankastjórnar: Tekið verði tillit til áhrifa sem efnahagsleg- ar aðgerðir geta haft á traust þjóðarinnar erlendis. Komið verði í veg fyrir að ný verð- hækkunarþróun hefjist er verð- stöðvuninni lýkur. Fjármála- stefna ríkis- og sveitarfélaga verði mörkuð þannig að fjár- málalegar aðgerðir komi í vax- andi mæli í stað þess aðhalds í peningamálum. sem stjórn efnahagsmála hefur byggt svo mjög á undanfarin ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.