Þjóðviljinn - 01.04.1967, Blaðsíða 10
0 StÐA — ÞJÓÐVXL.TINN — Laugardagur 1. apríl 1967
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
25
og ég hlustaði. Ég varð að vita
hvar í herberginu hann var
staddur.
Vald. Það er orðið svo raun-
verulegt.
Ég veit að það er rangt að
framleiða vetnissprengju. En það
virðist líka rangt núna að vera
veikbyggður.
Ég vildi óska þess að ég
kynni judt>. Gæti fengið hann
til að beiðast vægðar.
Herbergið er eins og hvelfing,
svo innilokað, veggimir leggjast
að mér, ég sit og hlusta meðan
ég skrifa, hugsanir mínar eru
eins og lélegar teikningar. Það
verður a<ð rífa þær sundur undir
eins-
Reyna reyna reyna að flýja.
Það er það eina sem ég hugsa
tim.
Eitt er undarlegt. Hann vekur
áhuga m'in. Ég hef andstyggð
og fyrirlitningu á honum, ég
þoli ekki þetta herbergi, allir
eru trúlega miður sín af kvíða
og áhyggjum. Ég finn það sjálf.
Hvemig getur hann elskað
mig? Hvemig er hægt að elska
þann sem maður þekkir ekki?
Hann gengur upp í því að gera
mér til geðs. En þannig hlýtur
geðveiki að lýsa sér. Þeir eru
ekki geðveikir að yfirlögðu ráði,
á sinn hátt hljóta þeir að verða
jafnslegir og allir aðrir þegar
þeir gera loks eitthvað skelfi-
legt.
Það er aðeins allra síðustu
dagana, sem ég hef getað talað
um hann á þennan hátt.
Ferðin hingað í bílnum var
hreinasta martröð. Að þurfa að
kasta upp og vera hrædd um
að kafna undir klútnum. Og
svo þegar ég kastaði upp í al-
vöru. Hélt ég yrði dregin inn
í skóg og mér nauðgað og síðan
drepin. Ég vst sannfærð um að
eitthvað þvílíkt myndi gerast
þegar bíllinn stanzaði, ég held
ég hafi kastað upp þess vegna.
Ekki aðeins af þessu viðbjóðs-
lega klóróformi. (Allan timann
var ég að hugsa um sögumar
sem Penny Lester sagði í svefn-
herberginu um það að mamma
hennar hefði lifað af þegar jap-
anir nauðguðu henni, og ég
sagði allan tíman við sjálfa mig:
Ekki veita mótspymu, ekki veita
mótspymu. Og svo var önnur
á Ladymont sem sagði einu sinni
að það þurfti tvo til að fram-
kvæma nauðgun. Konur sem
láti einn mann nauðga sér,
(þær vilji það sjálfar). Nú veit
ég að hann myndi ekki beita
þeirri aðferð. Hann myndi nota
klóróform aftur, eða eitthvað í
þá átt. En fyrsta kvöldið hugsaði
ég allan timann: Ekki veita mót-
spymu, ekki veita mótspymu.
Ég var þakklát yfir að vera
á lifi. Ég er hræðilega huglaus,
mig langar ekki til að deyja,
ég elska lífið svo ofsalega, ég
hef aldrei vitað það fyrr hvað
mig langar mikið til að lifa.
Ef ég bjargast úr þessu, þá verð
ég aldrei söm aftur.
Mér stendur á sama hvað
hann gerir. Barai ég fái að lifa.
Það er allt þetta ógeðslega
og ónefnanlega sem hann gæti
gert.
Ég hef leitað alls staðar að
einhverju sem ég gæti notað
sem vopn, en hér er ekkert
nýtilegt, jafnvel þótt ég væri
nógu sterk og þjálfuð. Ég set
stól fyrir jámhurðina á hverju
kvöldi, svo að ég viti að minnsta
kosti ef hann reynir að komast
inn án þess að ég heyri.
Viðbjóðslegur, fomfálegur
þvottaservantur.
Stóra hurðin. Ekkert skráar-
gat. Ekki neitt.
Kyrrðin- Ég er farin að venjast
henni betur núna. En hún er
skelfileg. Aldrei nokkurt hljóð.
Mér finnst sem ég sitji alltaf
og bíði.
Lifandi. Lifandi á sama hátt
og dauðinn er lifandi.
Þetta safn af listaverkabókum.
Fimmtíu punda virði, ég hef
lagt það saman. Fyrsta kvöldið
varð mér allt í einu ljóst að
þær voru héma handa mér. Að
það var engin tilviljun að ég var
fómarlambið.
Svo voru það skúffumar
fullar af fötum, — blússum,
pilsum, kjólum, mislitum sokk-
um, stórkostlegt úrval af undir-
fötum fyrir helgi-f-París, nátt-
kjólar. Ég sá að þetta var aillt
nokkum veginn í minni stærð.
Það er fullstórt, en hann
segist hafa séð mig nota þessa
liti.
Allt í lífi mínu virtist svo
fínt. Auðvitað var G. P- En það
var líka stórkostlegt og spenn-
amdi.
Og svo kemur þetta.
Ég svaf dálítið ofaná rúminu
og hafði Ijósið kveikt. Ég hefði
getað þegið drykk, en ég var
hrædd um að eitthvað kynni að
vera sett út í hann. Ég er ennþá
hrædd um að hann kynni að gefa
mér deyfilyf í maitnum-
Sjö dagar síðan. Það eru eims
og sjö vi'kur.
Hann virtist svo sakleysis-
legur og áhyggjufullur, þegar
hann stöðvaði mig. Hann sagðist
hafa ekið yfir hund. Mér daitt í
hug að það væri kanmski Misty.
Einmitt sú manngerð sem manni
dytti sízt £ hug að gruna. Mein-
leysislegasta grey.
Það var eins Dg að falla af
brúninni af veröldinni. Það
reynist allt í einu brún á henni.
Á hverju kvöldi geri ég dá-
lítið sem ég hef ekki gert í mörg
ár. Ég ligg á bæn. Ég krýp ekki,
ég veit að guð fyrirlítur fólk
sem krýpur- Ég ligg og bið hann
að hugga M. og P. og Minny og
Caroline, sem hlýtur að hafa
svo mikið slæma samvizku og
alla aðra, meira að segja þá
sem hefðu gott af því að pínast
dálítið mín vegna (eða vegna
annarra). Eins Dg Pers og Anton-
inette. Ég bið hann að hjálpa
mér. Láta mér ekki verða nauðg-
að eða misþyrmt og láta ekki
drepa mig. Ég bið hann um ljós-
1 bókstaflegum skilningi. Dags-
ljós.
Ég þoli ekki þetta algerai myrk-
ur. Hann hefur keypt handa mér
tvo náttlampa. Ég leggst tii
svefns og læt loga á öðrum
þeirra. Áðar þótti mér verra að
hafa kveikt.
Versit er að vakna. Ég vakna
og sem snöggvast held ég að ég
6é heima eða hjá Garoline. Svo
rennur það upp fyrir mér.
Ég veit ekki hvort ég trúi á
guð- Ég bað til hans eins og
bandóð í bílnum, þegar ég hélt
ég ætti að deyja (ég heyri í anda
G.P. segja: það er sönnun gegn
því). En það er léttir að biðja-
Þetta eru bara glefsur og brot.
Ég get ekki einbeitt huganum.
Ég hef hugsað svo margt Dg nú
man ég ekki eftir einni einustu
skynsamlegri hugsun.
En þetta róair mig. Að nafninu
til að minnsta kosti. Það er eins
og að skrifa lista yfir peninga
sem maður hefur eytt. Og reikna
út hve mikið er esftir.
15. október.
Hann hefúr aldrei átt for-
eldra, hann hefur ailizt upp hjá
föðursystur. Ég get séð hana fyr-
ir mér. Magra konu með fölt
andlit og andstyggilega hörku-
legan munn og illgimisleg grá
augu, með kauðalega drapplita
hatta og hreinlætisæði. Og í
hennar augum var allt skítur og
óþverri sem fyrirfannst fyrir ut-
an hinn litla, óþverralega bak-
húsheim hennar.
Ég sagði við hann að hann
væri að leita að móðurinni, sem
hann hefði aldrei átt, en auðvit-
að vildi hann ekki hlusta á
það.
Hann trúir ekki á guð. Það
fær mig til að óska þess að ég
gerði það.
Ég talaði um sjálfa mig. Um
P. og M. með raunsæi og still-
ingu. Hann vissi þetta um M. Ég
býst við að allur bærinn viti
það.
Ég held jafnvel að ég verði að
afklæða hann píslarvættinu.
Fangelsistíminn. Óendanlegur.
Fyrsti morgunninn. Hann barði
að dyrum Dg beið í tíu mínútur
(það gerir hann alltaf). Þetta
voru ekki sérlega þægilegar tíu
mínútur, aliar uppörvunarhugs-
anir, sem ég hafði viðað að mér
yfir nóttina, hurfu, og ég varð
ein eftir. Ég stóð þama og sagði
við sjálfa mig: ef hann gerir það,
þá veittu ekki mótspymu- Ég
hugsaöi mér að segja: gerið það
sem þér viljið en drepið mig
ekki. Drepið mig ekki, svo að
þér getið endurtekið þetta. Rétt
eins og ég væri þvottekta. Slit-
sterk.
Það varð allt öðm vísi. Þegar
hann kom inn, stóð hann bara
þama með aulasvip, og allt í
einu, þegar ég sá hann hattlaus-
an, vissi ég hver hann var- Ég
geri ráð fyrir að ég festi mér
andlit fólks í minni óafvitandi.
Ég vissi að þetta var skrifstofu-
maðurinn úr Ráðhúsútbygging-
unni. Sem fékk þennan ævin-
týralega vinning í getrauninni.
Myndin af honum í blöðunum.
Okkur fannst við hafa séð hann
einhvem tíma.
Hann reyndi að neita, en hann
roðnaði. Hann roðnar yfir öllu-
Ekkert auðveldara en komai
honum £ vamarstöðu. Hann er
alltaf „særður‘.‘ á svipinn. Sauð-
arlegur. Nei, eins og giraffi. Eins
og klunnalegur, ankanalegur g£r-
affi. Ég spurði hann ótal spum-
inga, hann vildi ekki svara,
hann gat aðeins litið út eins og
ég ætti ekkert með að vera að
spyrja. Að hann væri a'lls ekki
viðbúinn þessu.
Hann hefur aldrei haft nein
samskipti við stúlkur. Að
minnsta kosti ekki við stúlkur
eins og mig.
Engilhreinn piltur.
Hann er hávaxinn. Átta eða
niu tommum hærri en ég. Magur,
svo að hann sýnist enn hærri.
Hengslislegur. Alltof stórar hend-
ur, ógeðslega holdugar, hvftar og
bleikar. Ekki karlmannshendur.
Og stórt barkakýli, of stórir úln-
liðir, of stór haka, nagaða neðri-
vör, nasir sem eru rauðleitar £
brúnirnar- Bólur. Hann hefur
furðulega miðlungsrödd, óhefl-
aða, sem reynir að virðaist skól-
uð. Hún kemur alltaf upp um
hann. Allt andlitið er á langveg-
inn. Hárið svart og stutt. Það
liggur £ sveipum og liðum, það
er gróft- Stritt. Alltatf i skorðum.
Hann er alltaf i sportjakka og
flannelsbuxum og með nælu i
hálsbindinu. Meira að segja með
skyrtuhnappa.
Hann er það sem kallað er
„þokkalegur ungur maður“.
Algerlega kynlaus (í útliti).
Hann stendur stundum með
hendumar hangandi niður með
hliðunum eða fjrrir aftan ba‘k,
eins og hann hafi ekki minnstu
hugmynd um hvað hann á af
þeim að gera. Bíður þess í auð-
mýkt að ég gefi fyrirskipanir
mínar.
Fiskaugu. Þau horfa. Það er
allt og sumt. Enginn svipur.
Hann gerir mig duttlungafúlla.
Eins og sérvitran, ríkan við-
skiptavin ( og hann afgreiðir í
vef naðarvörubúð).
Það er framkoman. Gervi-auð-
mýkt. Mér þykir það leitt.
Ég sit Dg borðai og Jes í bók
og hann horfir á. Ef ég bið hann
að fara þá fer hann.
Hann hefur fylgzt með mér
í leyni í næstum tvö ár. Hann er
sjúklega ástfanginn af mér, hann
var mjög einmana, hann vissi
að ég myndi alliaf vera „hatfin
yfir“ hann. Það var ómögulegt,
hann var svo vandræðalegur,
hann segir aillt eftir einhverjum
krókaleiðum og verður alltaf að
réttlæta sig um leið. Ég sat og
hlustaði á hann. Ég gat ekki
horft á hann.
Hjartað í honum eins og það
lagði sig. Harm kastaði þvi upp
yfir viðbjóðslega appelsínugólf-
Bifreiðaeigendur
í>voið og bónið bílana ykkar sjálfir. Við sfeöpium
aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er.
Melbraut 18, Kópavogi.
Sími 4-19-24.
MIRAP
• ÚTILOKAR SLÆMAN ÞEF
• HINDRAR AÐ MATUR ÞORNI
• VINNU- OG SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT
Toyota Crown Station
Toyota Crown Station
Traustur og ödýr
TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA.
Japanska bifreiðasalan hf.
Ármúla 7 — Sítmi 34470.
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
2-3-4-s og 6 mm. MarsTradinDCompanyhf
AogBgæðaflOkkar Laugaveg 103 sími 1 73 73
Látið stilla bílinn fyrir vorið
Önnumst hjóla-, ljósa- og mótorstillingar. Skiptum um
kerti. platínur. ljósasamlokur o.fl. — Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.
VAl HINNA VANDLÁTU
E L D H U S
SKORRI H.F
SIMI 3-85-85 j
Sugurkmdtbrout 10 (gegnt Iþróttohóll) timi 38585
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Síimi 30154.
EIGENDUR
Viðgerðaverkstæði.
Smurstöð.
Yfirförum bílinn
fyrir vorið.