Þjóðviljinn - 12.04.1967, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.04.1967, Síða 10
B\örn Jónsson / úfvarpsumrœðunum i gœrkvöld: Verkalýðurinn verður að auka áhrifamátt sinn í þjóðfélaginu □ Stjómarsamsteypa Sjálístæðis- og Alþýðu- flokksins, sem nú hefur farið með völd nokkuð á 9. ár, hefur haft meiri og betri mögruleika til þess að koma fram varanlegum umbótum í íslenzku þjóðfélagi heldur en nokkur önnur ríkisstjórn sem setið hefur í landinu fyrr eða síðar. Samfellt góðæri hefur rikt til lands og sjávar, og hvert met- aflaárið rekið annað, sagði B.iörn Jónsson í útvarpsumraeðunum í gærkvöld. öll ytri efnahagsleg skilyrði til stórfelldrar uppbygg- ingar í landinu hefði bannig ver- ið fyrir hendi. Undirstaða af- komuöryggis aetti að vera traust- ari en nokkru sinni fyrr, þótt á móti blási nú um stundarsakir. Arður góðæranna hefur ekki runnið til undirstöðuatvinnuveg- anna heldur hafa þeir verið mergsognir af milliliðum og verzlunarvaldi sem nú hirðir til sín fjórfaldan eða fimmfaldan hlut móts við það sem var fyr- ir valdatöku viðreisnarstjómar- innar. Björn minnti á að kaupmátt- ur tímakaups verkamanna væn því sem næst hinn sami og 1959 og kjarabætur væru í engu sam- ræmi við vöxt þjóðartekna. Hefði verkafólk því orðið að sækja sín - rauntekjuaukningu að öllu leyti í lengdan vinnutíma og tíma- bundna yfirborgun þar sem eft- irspum hefði verið eftir vinnu- afli. landinu er það einungis fylgis- aukning Alþýðubandalagsins sem getur hnekkt hinum nauma þingmeirihluta þeirrar stjómar- samsteypu, sem hefur sýnt það og sannað að hún hvorki vill ná getur stýrt þjóðarbúinu eftir þeim leiðum sem nú eru ein- ar færar. Allt sem sameinar í lok ræðu sinnar sagði Bjöm: „Alþýðubandalagið hefur nú birt framboð sín um allt land. og um þau hefur verið og er alger ein- hugur og sigurvissa í 7 kjördæm- um af 8. Hitt er ekki launung- armál að í einu kjördæmi hefur verið ágreiningur um skipan framboðslista. Við þá sem þegar hafa reynt og munu reyna að notfæra sér þann ágreining til framdráttar lélegum málstað vil ég aðeins segja: Maður líttu þér nær, og tíunda þá einingu, sem í þín- um flokki ríkir. Allan ágreining stóran og smá- an innan Alþýðubandalagsins ber að harma og hann getur ekki og má ekki hindra það að allt hið stóra, sem sameinar, ráði úrslit- um þegar meira er í húfi í tvi- sýnnj baráttu fyrir framtíð ís- lenzku þjóðarinnar, en nokkru sinni áður. Ágreining gerum við upp á réttum vettvangi innan okkar eigin raða en tvíeflum baráttuna fyrir fullum sigri þeirrar eining- arstefnu, sem vinstri menn og Miðvikudagur 12. apríl 1967 — 32. árgangur — 82. tölublað Björn Jónsson t verkalýðssinnar hafa háð innan Alþýðubandalagsins sem utan og ein getur skapað þá stjórnmála- legu brjóstvöm, sem hún nú þarfnast öllu öðru fremur." í sjálfheldu Það eru þessar staðreyndir um þróun kjaramála verkafólks á- samt síversnandi afkomu undii- stöðuatvinnuveganna og láns- fjárkreppu, sem þegar í dag hef- ur leitt af sér alvarlegan sam- drátt í ýmsum greinum atvinnu- lífsins og tilfinnanlegs atvinnu- leysis í heilum landshlutum, — það eru þessar staðreyndir sem nú um sinn hafa sett eðlilega og lífsnauðsynlega kjarabaráttu vinnandi fólks i sjálfheldu og ógnar nú jafnvel þeim neyðar- rröguleika sem verkafólk hefur haft til þess að framfleyta sér og sinum með gegndarlausri yf- irvinnu. Styttur vinnutími — svo knýj- andi sem hann er — hlýtur að leiða til neyðarástands ef kaun- gjald hækkar ekki að sama skapi. tír þessari sjálfheldu verður íslenzk verkalýðshreyfing að brjótast og það getur hún, ef hún beitir til þess jöfnum hönd- um samtakamætti sínum á sviði hinnar faglegu hagsmunabaráttu og á stjórnmálasviðinu, og tryggir sér þar sterk áhrif í sam- félagi við þau þjóðfélagsöfl, sem nú hafa sömu hagsmuna að gæta. Eins og flokkaskipan er nú í Framleiðendur frá 5 Austur-Evrópuþjóðum taka þátt í 4. vörusýningu Kaupstefn- unnar 20. maí tiS 4. júní □ Dagana 20. maí til 4. júní verður 4. vörusýning Kaup- stefnunnar haldin í Laugardals'höllinni og eru þátttakend- ur framleiðendur frá eftirtöldum viðskiptaþjóðum okkar í Austur-Evrópu: Póllandi, Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Þýzka alþýðulýðveldinu. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmunðsson Guðjón Jóhannsson 32. — g5 Sýningin fer fram í Laugar- dalshöllinni sem fyrr segir og auk þess að fylla sýningarsvæð- ið innanhúss verður einnig sýn- ing á útisvæði. Sýningarsvæðið er samtals um 4000 fermetrar og er þetta því langstærsta erlenda vörusýningin sem hér hefur verið haldin. Sagði Haukur Bjömsson í viðtali við blaðamenn í gær að ekki vævi ólíklegt að fleiri lönd tækju þátt i vörusýningum hér á landi í ná- inni framtíð og munu hafa bor- izt fyrirspumir þar að lútandt. Væri aðstaða nú mun betri en áður þegar ekkert sýningarhús var til. Auk framleiðenda frá löndun- um fimm hafa 6 íslenzkir um- boðsmenn fyrir framleiðendur í Þýzka alþýðulýðveldinu sýning- ardeildir. í sambandi við sýn- inguna kemur hingað fjöldi fúll- trúa frá hinum erlendu fyrir- tækjum sem gefa upplýsingar um verð og afgreiðslu á framleiðslu- vörunum. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 20. maí fyrir um 600 boðsgesti og mun viðskiptamála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem er vemdari sýningarinnar opna hana með ræðu, en auk hans munu borgarstjórinn í Rvik og formaður Verzlunarráðs fs- lands flytja stutt ávörp. Forseii fslands, Ásgeir Ásgeirsson, verð- ur heiðursgestur sýningarinnar. Framkvæmdastjóri vörusýn- ingarinnar er Óskar S. Óskars- son, auk forstöðumanna Kaup- stefnunnar, þeirra ísleifs Högna- sonar og Hauks Bjömssonar. Vegna rúmleysis í blaðinu X dag verður frekari frásögn af sýningardeildunum að bíða betri tíma. 760 félagsmenn í Alþý&ubandalag- inu í Reykjavík □ Eins og getið var í fréttum Þjóðviljans í gær, var bramboðslisti Alþýðubandalagsins í Reykjavík við alþing- iskosningarnar í sumar samþykktur á fjölsóttum aðalfundi félagsins í fyrrakvöld. Salkindhjónin ieika i kvö/d á hijómieikum Musica nova Bandarísku hjónin Milton og Peggy Salkind eru ekki ókunn reykvískum tónleikagestum. Þau eru ein af þeim sárafáu tónlist- armönnum, sem ferðast um heiminn og leika fjórhent á píanó. Fyrst komu þau hingað fyrir fjórum árum og léku þá fyrir Musica nova og þá nær eingöngu nýja píanómúsik. Ári síðar léku þau hér í Reykja- vík á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói. Nú eru þau aftur hér á ferðinni. Þau hafa meðferðis ný-uppgötvuð tilbrigði eftir Chopin, sem þau fundu í Póllandi. Þau hafa einnig með- ferðis tónsmíðar eftir Ben Web- er, Debussy, Felciano og eina óþekkta íslenzka tónsmíð. Þess vegna býður Musica nova öllum, sem áhuga hafa, að koma á tónleika Miltons og Peggy Salkind í sal Tónlistar- skólans í Reykjavík á miðviku- dagskvöldið, 12. þ.m., kl. 21. — Aðgangur er ókeypis. Fundurinn var haldinn íTóna- bíói og var það þéttsetið. Magn- ús Torfi Ólafsson formaður Al- þýðubandalagsins í Rvík setti fomdinn og stjómaði honum. Las hann í upphafi nöfn 108 einstak- linga, sem gengu í félagið og skýrði jafnframt frá því að fé- lagar væru þar með orðnir um 760 talsins. Þá flutti hannskýrslu stjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári, en það beindist einkum að skipulagsmálum sam- takanna og undirbúningi og framkvæmd kosningabaráttunn- ar fyrir borgarstjómarkosning- amar á liðnu vori. Tekjuafgangur kosningasjóðs Nokkrar umræður urðu um skýrslu félagsstjömar og töluðu þeir Páll Bergþórsson, Sigurðnr Guðnason, Jón Rafnsson ogBerg- mundur Guðlaugsson. Þá gerði starfsmaður Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson, grein fyrir reikningum félagsins og greindi m.a. frá því, aðtekju- afgangur kosningasjóðs hefði numið 165 þús. kr. Munaði þar mestu tekjumegin, að happdrætti kosningasjóðs gaf af sér 466 þús. kr. Reikningar félagsins voru samþykktir einróma. Afgrciðslu laga frestað Næsta dagskrármál fundarins voru lög Alþýðubandalagsins í Reykjavík og var lagt fyrir fundinn frumvarp að lögum frá meirihluta félagsstjórnar og breytingatillaga við eina fmm- varpsgreinina frá minnihluta stjórnarinnar. Urðu allmiklar umræður um málið og töluðu m.a. Ragnar Stefánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Bergþórsson, Jón Rafnsson, Steinþór Guð- mundsson, Einar Olgeirsson, Gísli Gunnarsson, Alfreð Gfsla- son, Ingi R. Helgason. Samþykkt var tillaga um að frestað yrði umræðu og afgreiðslu laganna en framboð Alþýðubandalagsins í Reykjavík tekið þess í stað á dagskrá. Var sú tillaga samþykkt með allmiklum atkvæðamun. Sigurður Guðgeirsson, formað- ur framboðsnefndar, skýrði frá þvi að samkomulag hefði ekki tekizt innan nefndarinnar um sameiginlega tillögu að fram- boðslista og myndu tvær tillögur því koma fram. Hörður Bergmann, framsögu- maður meirihluta framboðs- nefndar, mælti fyrir tillögu nefndarhlutans um skipan sex efstu sæta listans, en um þau varð ágreiningur í nefndinni, fullt samkomulag var um önnur 14 sæti listans. f tillögu meirihluta framboðs- nefndar voru sex efstu sæti list- ans þannig skipuð: 1. Magnús Kjartansson, 2. Einar Hannesson, 3. Eðvarð Sigurðsscm, 4. Jón Baldvin Hannibalsson, 5. Adda Bára Sigfúsdóttir, 6. Ingi R. Helgason. Scx efstu sæti listans ákveðin Guðmundur J. Guðmundsson gerði grein fyrir tillögu minni- hluta framiboðsnefndar, en sam- kvæmt henni voru sex efstu sæti listans þannig skipuð: 1. Magn- ús Kjartansson, 2. Eðvarð Sig- urðsson, 3. Jón Snorri Þorleifs- son, 4. Ingi R. Helgason, 5. Sig- urjón Þorbergsson, 6. Adda Bára Sigfúsdóttir. Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram nm þessar tvær tillögur og hlaut tillaga meirihluta fram- boðsnofndar 81 atkvæði, en til- laga minnihlutans 254 atkvæði, 8 seðlar voru auðir. Var fram- Framhald á 3. síðu. Enginn sátta- fundur haldinn Er Þjóðviljinn leitaði frétta af verkfalli lyfjafræðinga síðdeg- is í gær hafði nýr sáttafundur ekki verið boðaður og heldur verkfallið áfram. Vilja forsvars- menn beggja deiluaðila engar upplýsingar gefa um hve mikið ber á milli eða hvort einhverj- ar horfur séu á lausn deilunnar á næstunni. Austur-Þjóðverjar hætta við landsleik í knattspyrnu við íslendinga: Fá ekki að keppa undir þjóðfána sínum Féll í höfnina og drukknaði Um kl. 3 í fyrrinótt sást Kk á floti í Reykjavíkurhöfn rétt við Grandagarð. Lögreglunni var þegar gert aðvart og náði hún líkinu. Reyndist það lík skipverja af mb. Hafnarbergi sem lá hér í höfninni. Var hinn látni tæplega sextugur að aldri. Er talið að hann hafi fallið í höfnina milli kl. 12 og 1 um nóttina, því úr sem hann hafði á handleggnum hafði stöðvazt kl. 0.45. □ Fyririmgaður landsleikur í knattspyrnu mtlti Austur- Þjóðverja og íslendinga mun falla niður naesta sumar og mætir þannig ekki til leiks eitt sterkasta landslið Evrópu. — það varð til dæmis númer tvö á Olympíuleikjunum í Tokíó árið Í96i. Fyrir hálfu öðru ári hófust bréfaiskriftir milli Knattspyrnu- sambands Islands og Austur- Þjóðverjanna og var þá gengið frá landsleik milli þjóðanna sumarið 1967 hér í Reykjavík. Þessir samningar tókust meðal annars á hagkvæmum fjárhags- legum grundvelli, — Austur- Þjóðverjarnir buðu að borgai ferðakostnað fyrir liðið til og frá landinu, — en Islendi’ngarnir skyldu sjá um uppihald liðsins meðan á dvöl þess stæði í land- inu. Núna hefur hinsvegar slitnað upp úr samningum og byggist það fyrst og fremst á stirfni og fastheldni hjá íslenzkum stjóm- arvöldum í úreltar reglugerðir frá tíma kalda stríðsins, — þar er austurþýzka liðinu gert að biðja náðai-samlegast um leyfi hjá Natóyfirvöldum í Berlín til Islandsfarar og það sem þyngra er á metunum, — þeir fá ekki að keppa undir þjóðfána sínum. Að þessum skilyrðum vilja ekki Austur-Þjóðverjar ganga og samkvæmt viðtali við Björgvin Schram, forseta K. S. I. í gær- dag, — þá munu íslenzk knatt- spyrnuyfirvöld ekki sjá sér fært að brjóta í bág við fyrirmæli frá íslenzkum stjómarvöldum, — þannig er fyrirsjáanlegt að hætta verður við þennan landsleik milli þjóðanna í sumar. Síðastliðið sumar fór fram landskeppni milli íslendinga og Austur-Þjóðverja í tugþraut á Laugardalsvellinum og kepptu þá Austur-Þjóðverjar undir fána lands isíns og jafnframt komu þeir án áritunar Natóyfirvalda í Vestur-Berlín hingað til lands og fór þessi keppni fram með sóma. Austur-Þjóðverjum mun nú heimilt að keppa á öllum stór- mótum erlendis undir eigin þjóð- fána sem sjálfstæð þjóð. Þaamig blakti fáni þeirra á Evrópumeist- aramótinu í Búdapest í frjálsum íþróttum síðastliðið sumar og á Olympíuleikjunum í Mexíkó á næsta ári munu þeir kbma fram sem sjálfstæð þjóð. Þá mun ekki sízt vera breytt andrúmsloft í Vestur-Þýzkalandi sjálfu í þessum efnum eftir síð- ustu stjómarskipti og eru íslend- ingar þannig orðnir kaþólskari en sjálfur páfinn í þessum efn- um.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.