Þjóðviljinn - 13.04.1967, Side 7

Þjóðviljinn - 13.04.1967, Side 7
Fimmtudagur 13. aprfl 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Ábendingar til þjóð- hátíðarnefndar 1974 Höfundurinn: Lúðvík Holberg. JEPPIÁ FJALLI í Þjóðleikhúsinu Eins og þegar er orðið al- þjóð kunnugt hefur nýlega ver- ið skipuð nefnd til þess að hafa með höndum undirbúning að minningu um ellefu hundruð ára búsetu á íslandi. í þessa nefnd hafa valizt ágætismenn og er ekki að efa, að þá muni alla fýsa þess að leysa verk sitt svo af hendi, að þjóðin megi hafa af sem mest gagn og jafnframt sæmd. — En í þessu sambandi ber að mörgu að hyggja, og því má ekki gleyma, að íslendingar eru fá- menn þjóð og fremur vanefn- um búnir, svo ekki sé meira sagt, en svo að segja að á hverju strái blasa við óleyst verkefni, vitanlega misjafnlega mikilvæg. Af þeim sökum lang- ar mig til þess að koma á fram- færi nokkrum þönkum mínum í sambandi við fyrirhugað minningarhald. Matthías Johannessen rit- stjóri, sem er formaður nefnd- arinnar, hefur að nokkru leyti reifað í sjónvarpi, hvað nefnd- in hefði helzt á prjónunum, eða öllu heldur væri varfærnis- legra að orða það svo, að hann hefði í höfuðdráttum drepið á, hvað nefndin hefði látið sér koma til hugar í hverju þessi minning ætti að vera fólgin. Þessi skýrslugerð Matthíasar í sjónvarpinu var þó engan veg- inn tæmandi. í Tímanum föstudaginn 7. april síðastliðinn er skýrt frá eftirfarandi: — „Þjóðhátíðar- nefndin 1974 gerir í tillögum sínum, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag, m.a. ráð fyr- ir, að út verði gefið í samtals 58 bindum sýnishom íslenzkra bókmennta frá upphafi og fram til ársins 1974. Er gert ráð fyr- ir, að sérstök ritstjórn sjái um val verkanna, en komið verði á fót samstarfi útgáfufyrirtækja um útgáfuna. Þjóðhátíðarnefndin gerir til- lögur um, að útgáfan skiptist í 8 flokka: fomrit 12 bindi, ljóð 10 bindi, skáldsögur 12 bindi, smásögur 4 bindi, þjóðsögur og sagnaþættir 4 bindi, ævisögur og endurminningar 6 bindi og ræður og ritgerðir 6 bindi“. Nú má í fyrsta lagi spyrja, getur ekki minna gagn gert? Og í öðru lagi má varpa fram þeirri spurningu, hvar ætlar nefndin í efnisniðurröðun sinni rúm fyrir það, sem ritað hefur verið af sagnfræði á íslandi. Eða hefur ef til vill ekkert ver- ið skráð af sagnfræði á íslandi, eins og skilgreina á það orð á strangvísindalegan hátt? í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins 9. apríl síðastl. er leiðari í blaðinu, sem heitir: „Hug- myndir um þjóðhátíð,“. Ég get mér þess til, að höfundur hans sé Matthías Johannessen rit- stjóri og formaður þjóðhátíðar- nefndar. Ég hirði ekki um að rekja efni þessa leiðara, en vil einungis geta þessa: — „Ýms- ar fleiri hugmyndir koma fram í tillögum þjóðhátiðarnefndar. Þar er rætt um útgáfu á sam- felldri íslandssögu, sem að- gengileg væri fyrir almenn- ing“. Sjálfsagt mundi ekki óvinn- andi vegur að vinna slíkt verk, þar sem það á að vera, að mín- um skilningl, yfirlitsrit. — En mér er spurn, hvers vegna allt- -----—---------------------- < Finnar fá varaforða frá Gjaldeyrissjóði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (I MF) hefur veitt Finnum heim- ild til að draga allt að 93,75 milj. doijara á næstu 12 mán- uðum. Hlutur Finna í sjóðnum steig í marz 1966 upp í 125 milj. dollara. Þeir skulda sjóðn- um ekkert og hafa ekki fengið fé úr honum síðan 1953. af þetta hálfkák með samningu íslandssögu, úr því að nefndin ætlast til að út komi fyrir henn- ar atbeina 58 bindi í sambandi við afmælið? Alkunna er, að Menningar- sjóður hefur verið með á döf- inni útgáfu á Sögu íslendinga. Henni var í öndverðu ætlað að vera 10 bindi, en sú bindatala hefur farið úr skorðum. Saga þessi átti að ná til ársins 1918. í ritstjórn verksins völdust þessir menn í öndverðu: Árni prófessor Pálsson, Barði þjóð- skjalavörður Guðmundsson og Þorkell bókavörður Jóhannes- son, síðar háskólarektor. Nú vita allir, að þessir menn voru ágællega gefnir, prýðilega menntaðir og íjölfróðir. Ég kann ekki skil á því, á hve löngum tíma þeir hafa áætlað að þetta verk væri unnið, en mig hefur alltaf íurðað á þvi, að þeir skyldu áræða, að forma þetta verk með þeim hætti, sem þeir gerðu, vel vitandi þess, hvílík ókjör þuríti að kanna af frumgögnum og jafnvel gefa út, áður en samin væri ís- landssaga, sem samboðin væri þjóðinni, en það hafa þeir sjálfsagt ætlazt til, að verk það yrði,. sem þeir höfðu tekið að sér að annast ritstjórn á. Af íslandssögu Menningarsjóðs hafa þegar komið út sjö bindi, og birtist það seinasta 1958. Margt er í þessari sögu byggt á könnun frumgagna er leiða furðu margt í Ijós, sem áður var ókunnugt um, en hitt vita allir, sem grannt hafa kynnt sér þetta verk, að tekizt hefur að forklúðra það svo, að héðan af getur það aldrei orðið barn í brók, aldrei orðið að þeirri Sögu íslendinga, sem upphafs- menn hennar munu hafa gert ráð fýrir. Alkunnugt er, að reist verður handritahús, það er einnig jafn- kunnugt, að talsverður hluti Árnasafns verður afhentur ís- lenzku þjóðinni. Þótt íslenzkar ritaldarbókmenntir hafi varp- að mestum ljóma á bókiðju ís- lendinga, má ekki gleyma því, að margt hefur verið ritað fyrr og síðar á íslandi, er mikil- vægt gildi hefur fyrir þjóð- menningu okkar og sögu. Nú er handritastofnuninni ætlað miklu víðtækara starfssvið en gefa út og rannsaka íslenzk fornrit og er það vel. Störf þessarar stofnunar eru þegar að líta sitt fyrsta ljós, og má vænta þess, að smám saman sjái þess greinilegri merki, þeg- ar fram líða stundir. Forstöðu- maður stofnunarinnar er sem kunnugt er dr. Einar Ólafur Sveinsson, víðkunnur vísinda- maður, og hefur hann við hlið sér hið prýðilegasta starfslið. Þá er að vikja að Orðabók háskólans, sem er undir ör- uggri forustu dr. Jakobs Bene- diktssonar, og að henni er sleitulaust unnið. Þegar þar að kemur, að hún birtist, verður um slíkan Stórasjó að ræða, að óbornar kynslóðir munu sennilega seint fá hann þurr- ausinn. Öll könnun á sögu hlýtur að byggjast á rannsókn frum- gagna, svo fremi sem þau eru til eða þá á íétt prentuðu af- riti þeirra. Að sjálfsögðu hafa verið prentuð mörg rit, sem geyma firnin öll af efni um íslenzka sögu, og verður ekki hirt um að geta annarra en þeirra, sem enn eru á döfinni og mikil nauðsyn er á, að lok- ið verði útgáfu á sem fyrst. Verður þá fyrst fyrir mér að nefna íslenzkt fornbréfa- safn. Fyrsta bindi þess kom út 1857—1876, og annaðist Jón Sigurðsson útgáfu þess. Var ætlan Jóns, að út væru gefin öll fornbréf fram að 1600- Bindi II — X gaf dr. Jón Þor- kelsson þjóðskjalavörður út og að nokkru leyti það XI. En þá tók dr. Páll Eggert Ólason Lúðvík Kristjánsson. við og gaf út 4 bindi. Með 15. bindi er komið fram að árinu 1570, en dr. Jón Þorkelsson hafði afritað bréf fram að 1600, og eru þau afrit hans varðveitt í Þjóðskjalasafni. Björn Þor- steinsson sagnfræðingur hefur gefið út það, sem komið er af' 16. bindi Fornbréfasafns, og fjallar það að mestu leyti um viðskipti íslendinga og Eng- lendinga. — Engum blöðum er um það að fletta, að íslenzkt fornbréfasafn er gullnáma fyr- ir rannsóknir á íslenzkri sögu. Prófessor Magnús Már Lárus- son er sá maður, sem gerst hef- ur kynnt sér hana, og að sjálf- sögðu hefur hann í samanburði við frumrit rekið sig á ýmsan mislestur hjá dr. Jóni, en hvað sem því líður er starf dr. Jóns að útgáfu Fornbréfasafnsins stórvirki. Sá vísindamaður á Norðurlöndum, sem einna nán- ast yfirlit hefur yfir fornbréfa- söfn allra þeirra landa, hefur látið svo ummælt í mín eyru, að íslenzka fornbréfasafnið sé að sýnu aðgengilegast til notk- unar. Sögufélagið hóf að gefa út Alþingisbækur 1912, og eru þeg- ar komnar af þeim níu bindi, en enn er eftir að gefa út af þeim átta bindi, 40 arkir hvert. Sama er að segja um Alþingis- bækurnar og Fornbréfasafnið, að þær eru íslenzkri sagnfræði hinn frjósamasti akur. Bókmenntafélagið byrjaði að gefa út íslenzka annála 1400 — 1800 árið 1922, og eru þeg- ar komin út af þeim 4 heil bindi og 5 hefti af því fimmta. Þessu verki er ólokið, en hversu mikið er eftir af annólum, sem menn hafa hugsað til að taka í þetta safn, veit ég ekki. Um hitt þarf ekki að villast, að ann- álasafn þetta hlýtur alltaf að verða mikilsvirði við íslenzk- ar sögurannsóknir. Loks kem ég að síðustu á- bendingu minni til þjóðhátíð- arnefndar 1974, en þau varða skjalasöfn íslenzk önnur en handritastofnunina. í skjala- söfnum þessum hef ég verið viðloða með annan fótinn í rösk þrjátíu ár, svo að ég tel mig þar ekki með öllu ókunnugan. Skjalasafn Landsbókasafns er geysimikið að vöxtum, og væri með öllu ógerlegt að vinna þar, ef ekki væri til handritaskrá dr. Páls E. Ólasonar og við- aukar Lárusar H. Blöndals. Handritaskrá dr. Páls er stór- virki, sem aldrei verður metið svo sem vert væri og skylt. En þrátt fyrir þessar skrár skort- ir enn mikið á, að skráning safnsins sé að öllu leyti komið í það horf, að það sé vísinda- mönnum, sem þar vilja starfa, nægilega aðgengilegt. Skráning Þjóðskjalasafns er miklu skemmra á veg komin. Dr. Jón Þorkeisson vann því safni stórmerkilegt starf, og þegar á það er litið, hvað eftir hann liggur af fræðistörfum og vinnu i þágu safnsins, má næstum heita óskiljanlegt, hvað sá maður hefur komizt yfir að gerá. Ég tel mig taka vægilega til orða. þegar ég segi, að enn er nær ógerlegt að vinna að vísindastörfum í Þjóðskjala- safni, sökum þess hve skrán- ingu þess hefur seint miðað. Ég get nefnt sem dæmi, að fyrir allmörgum árum vissi ég, að i Þjóðskjalasafni var allmerki- legt plagg, er varðaði þjóðfund- inn 1851. Skjalaverðirnir voru allir af vilja gerðir að hjálpa mér til að haía upp á því, en þeim bara lánaðist það ekki. Nú þurfti ég ekki á plaggi þessu að halda i svipinn, enda kom það sér betur, því að þrjú ár liðu írá þvi að ég hóf að leita að því og þangað til það þarst upp í hendur mér og þá fyrir hreina lilviljun. Það þarf ekki að vera neitt launungarmál, að í skrifborði mínu hafa í allmörg ár legið aðdráttarföng að allstóru riti um síðasta ævisprett Jóns Sig- urðssonar forseta, eða nánar til tekið um örskotshelgina að því marki að við fengum stjórn- arbótina 1874. Þessi aðdráttar- föng eru að verulegu leyti nýj- ar heimildir, sem enginn veit deili á, en ég hef á snuddi mínu á söfnum hór og erlendis hirt eins og upp af götu minni. En vegna þess að ég hef verið að sinna öðru starfi, sem ég tel mikilsverðara að gera skil, hafa aðdráttarföngin um störf Jóns legið ósnert. Og hamingj- an má vita, hvort mér endist heilsa og ævi til að telgja til þann efnivið. Nú er mér fullkunnugt um það, að dr. Finnbogi Guð- mundsson og Stefán Pétursson þjóðskjalavörður hafa ríkan skilning á þeirri brýnu nauð- syn að koma skráningu safna sinna í sem bezt horf, en til þess að það geti gerzt á sem skemmstum tima, brestur sennilega hvorttveggja aðstöðu og fjármagn. Sjálfur hefur Stefán Pétursson búið svo um bréfasafn Jóns Sigurðssonar að stórsómi er að, en þau lágu undir áföllum, þótt ekki sé um eldri gögn að ræða. í upphafi þessa máls var að því vikið. að þjóðhátíðarnefnd 1974 hygðist koma þvi í kring, að gefið væri út 58 binda rit- safn. Hvort hún ætlar að láta bókaútgefendur standa straum af kostnaði við þá bóka- útgáfu eða hvort ríkið á að gera það að einhverju leyti er mér ekki Ijóst. En ef svo væri, að ríkið ætti að eiga þar hlut að máli, er það vin- samleg ábending mín til nefnd- ■ arinnar, • að hún beiti sér fyrir því, að útgáfu þeirra heimild- arrita. sem enn eru í deiglunni og áður eru nefnd, verði látin sitja í fyrirrúmi. Ennfremur reyni hún að hafa áhrif í þá átt, að þjóðskjalaverði og lands- bókaverði verði gert kleift að koma í kring fullkominni skráningu skjalasafna landsins. Hvorttveggj a þetta mundi auð- velda það, að ekki þurfi að dragast óheyrilega á langinn, að unnt verði að semja íslands- sögu, sem söguþjóðinni væri samboðin og hún mætti vera stolt af að hafa látið rita og gefið út. Ég vona, að þjóðhá- tiðarnefnd taki til góðvilj aðrar athugunar ábendingar minar, að minni hyggju miða þær að þvi að auka á reisn þess minn- ingarhalds, sem fyrirhugað er í sambandi við ellefuhundruð ára búsetu hér á landi. En jafnframt vil ég að hún gefi þvi fyllsta gaum, hvað unnið er við það að gefa út 58 binda ritverk með þeim hætti, sem það virðist hugsað. Á næstunni frumsýnir Þjóð- leikhúsið hið vinsæla gaman- leikrit Lúðvíks Holbergs, Jeppa á Fjalli. Titilhlutverkið verðjr leikið af Lárusi Pálssyni, en Gunnar Eyjólfsson er leikstjóri. Anna Guðmundsdóttir leikur Nillu, konu Jeppa, Ámi Tryggvason fer með hlutverk Jakobs skómakara, Rúrik Har- aldsson leikur baróninn, en auk þeirra fara leikararnir Bessi Bjarnason, Jón Júlíusson, Sverr- ir Guðmundsson og Valdimar Lárusson með stór hlutverk í leiknum og fleiri koma þar einnig við sögu. Leikmynda- og þúningateikn- ingar eru gerðar af Lárusi Ing- ólfssyni, en þýðandi er Lárus Sigurbjörnsson. Lúðvík Holberg var fæddur árið 1684 og dó árið 1754. Hann skrifaði alls 32 leikrit, og 17 af þeim hafa verið þýdd og leik- in hér á landi. Segja má að enginn erlendur höfundur hafi orðið jafn vinsæll hjá leik- húsgestum hér á landi og Hoi- berg hefur orðið. Ekkert af leikritum hans hefur veriðsýnt jafn oft á íslenzku leiksviði og Jeppi á Fjalli; finnst trúlega mörgum að þeir hitti þar fyr'r gamlan kunningja, er þeir koma í leikhúsið til þess að sjá þessa sýningu Þjóðleikhúss- ins á Jeppa á Fjalli. Fyrsta sýningin á Jeppa hér á landi mun hafa verið á Ak- ureyri einhverntíma á árun- um 1875—80 og var leikurinn þá fluttur á dönsku. 1 íslenzkri þýðingu er leikurinn fyrst sýndur hér af stúdentum í R- vík veturinn 1878—79, og Leik- félag Rvíkur sýnir leikinn fyrst þann 11. febrúar árið 1905. L.R. sýndi leikinn aftur árið 1934 og þá í tilefni af því að 250 ár em liðin frá fæðingu Holbergs. Þorsteinn ö. Stephensen lék að- alhlutverkið. Ekki er vitað með vissuhvað mörg leikfélög eða félagasam- tök hafa sýnt „Jeppa“ hér á landi, en þau era mörg og þau eru sennilega fá leiksviðin hér- lendis, þar sem „Jeppi“ hefur ekki komið á. Meira aðsegja var leikurinn sýndur í Is- lendingafélaginu í Winnepeg árið 1878, undir stjóm Einars H. Kvaran, og tvívegis mun leikritið hafa verið flutt í út- varpinu hér. Jeppi á Fjalli er annað leik- ritið, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir Holberg. Árið 1954 sýndi Þjóðleikhúsið Æðikollinn', en þá vora liðin 200 ár frá andlári Lúðvíks Holbergs. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn kom hingað með leikflokk árið 1952' og sýndi í Þjóðleikhúsinu leikrit eftir Hol- berg, Det lykkelige skibbrud. Aðalhlutverkin voru leikin af Poul Reumert, Johannes Mey- er, Poul Reichardt og fl. þekkt- um dönskum leikurum. Myndin er af Lárasi Pálssyni og höf- undinum Luðvfk Holberg. Nagamenn búast til skærustríðs NÝJU DELHI 11/4 — Skýrt var frá því í Nýju Delhi í dag að tveir hópar manna af Nagaþjóð sem býr í norðausturhluta Ind- lands hefðu nýlega haldið til Kina til þese að afla sér þar vopna og skotfæra og fá þjálfun f skæruhernaði. Hefðu þeir far- ið um Burma til Kína. Naga- menn hafa lengi barizt fyrir sjálfstæði sínu, en vopnahlé hef- ur nú verið að mestu milli þeirra og Indverja í tvö ár. EFTIR LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON í titilhlutverki': Lárus Pálsson. 4>-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.