Þjóðviljinn - 13.04.1967, Side 12

Þjóðviljinn - 13.04.1967, Side 12
Þjóðleikhúskórinn: Kabarett og kaffi- sala á sunnudag □ Þjóðleikhúskórinn hefur kaffi&ölu og fjölbreytta kabarettsýningu í súlnasalnum að Hótel Sögu nsesta sunnu- dag. Um kvöldið verða svo skemmtiatriði endurtekin, en þá leikur einnig hljómsveit hússins fyrir dansi. Skemmt- anir þessar eru haldnar til ágóða fyrir Minningarsjóð dr. Victors Urbancic. Minningarsjóðinn stofnaði Þjóðleikhúskórinn skömmu eftir andlát dr. Urbancic og er hlut- 50 stúdentar handteknir i Madrid / gær MADRID 12/4 — A.m.k. fimmtíu stúdentar voru handteknir í Madrid í dag, eftir að þeir höfðu efnt tú fundar við háskólann i borginni bæði til að mótmæla málshöfðunum á hendur nokkr- um félögum þeirra og skrifum blaða um fyrri mótmælaaðgerðr þeirra. Blaðskák TR:Tfl SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh HvítT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 23. Dg2 verk hans að styrkja lækni tU sémáms í heilaskurðlækningum, en nú er enginn sérfræðingur í þeirri grein starfandi hér. Fjór- um sinnum hefur verið veitt styrktarfé úr sjóðnum. Á sunnudaginn gefst almenn- ingi kostur á að styrkja minn- ingarsjóðinn og um leið njóta þeirra veitinga sem á boðstólum era og hlýða á fjölbreytt skemmtiatriði, þar \ sem koma fram margir af þeztu skemmti- kröftum þjóðarinnar. S'-e— "'■tjatriði era mjög fjöl- bro - má m.a. nefna að 9 óper. .. rarar syngja þar bæði einsöng og dúetta, Björn Ölafs- son og Ingvar Jónasson leika tvi- leik á fiðlu og víólu, Þjóðleikhús- kórinn syngur atriði úr óper- unni Mörtu, sem sýnd var í vet- ur í Þjóðleikhúsinu, stúlkur úr tízkuskóla Andreu sýna fatnað -s> frá verzluninni Eros, nemendur úr dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar danskennara, sýna dansa undir stjórn kennara síns, börn að deginum en ungt fólk um kvöldið, tvær ballettmeyjar sýna dans og leikhúskvartettinn syngur. Kynnir verður Hermann Ragnax Stefánsson. Aðgangseyri verður mjög stillt í hóf, og eru veitingar innifald- ar í aðgangseyri að deginum til, þá fer skemmtunín fram kl. 15-18. Um •k»-hefjast skemmtiatriði 20.30, en kvöldverður er framreiddur frá kl. 19. Aðgöngumiðar eru seldir í anddyri Súlnaaals Hótel Sögu kl. 15-17 á laugardag. Ástæða er til að hvetja fólk til að styrkja þarft málefni með þvi að sækja þessar skemmtanir, þar sem fram koma hinir bezbu skemmtikraftar sem hér er völ á. Á kabarettsýningunni, sem Þjóðleikhúskórinn heldur að Hótel Sögu næsta sunnudag til ágóða fyrir Minningarsjóð dr. Urbancic, koma m.a. fram þessar stúlkur úr Tízkuskóla Andreu. Talið frá vinstri: Eria Magnúsdóttir, Þorbjörg Bernhard og Sigrún Magnúsd. Fimmtudagur 13. apríl 1967 — 32. árgangur — 83. töiublað. Félk veigrar sér við að sækja um styrk vegna otvinnuleysis □ Undanfarnar vikur hefur verið áberandi minni auka- vinna hjá fólki hér í borginni, — sérstaklega hjá kvenfólki og hefur eftirspurnin minnkað mikið á vinnumarkaðnum, sagði Þorsteinn Pétursson, framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í stuttu viðtali í gærdag. Aukavinna hefur skapað frá þriðjungi til helming af heildar- tekjum reykvískra fjölskyldna og kemur þetta því þegar fram í minnkandi kaupgetu og hefur víða áhrif í verzluninni, sagði Þorsteinn. Þetta skapar líka samdrátt í nær öllum iðngreinum og bygg- ingarvinna hefur legið nær alveg niðri i vetur, — þá líður líka óðum nær því að hinn mikli fjöldi skólafólks komi út á EndurskoM vegaáætlun til 1. umræðu á Alþingi í gær □ I tillögu ríkisstjórnarinnar til þingsályktunar um endurskoðun vegaáætlunar fyrir árin 1967 og 1968 er gert ráð fyrir að tekjur vegasjóðs á þessu ári nemi 368,2 milj. króna og á næsta ári 342 miljónum. Tillaga þessi var til 1. umræðu í sameinuðu þingi í gær og mælti Ingólfur Jónsson samgöngumála- ráðherra fyrir henni, en síðan hófust allmiklar umræður um hana. 1 áætluninni er gert ráð fyrir að viðhaldskostnaður þjóðvega á iþessu ári nemi 134 milj. króna og 139,4 milj. á næsta ári. Til nýrra þjóðvega á að verja á ár- inu um 70 miljónum en 62 á næsta ári. Framlög til brúar- gorða era á þessu ári áætluð um 64 milj. kr. og á næsta ári 41,8 milj. kr. Benzíngjald Helztu tekjustofnar vegasjóðs eru sem lcunnugt er benzíngjald, 75 daga Sunnu-ferð með Fritz Heckert þungaskattur og gúmmígjaid svo- nefnd. Um þessa tekjustofna seg- ir m.a. svo í greinargerð sem fylgir tillögunni: Innflutningur benzíns með hærri oktantölu en áður er nú hafinn, og er því talið varlegt að gera ráð fyrir, að aukning benzínsölunnar verði minni í ár en ella. Meirihluti bifreiða er gerður fyrir þessa hærri oktan- tölu, og.munu þær því nýta hið nýja benzín betur en hið eldra. Gert er því ráð fyrir minni aukningu benzínsölu í ár en ella, en meiri aukningu 1968. Reiknað er með, að endur- greiðsla benzíngjalds verði ó- breytt bæði árin og sú sama og 1966. Meiri hluti nýrra fólksibifreiða hér er framleiddur í Evrópu, og era þær yfirleitt spameytnari en eldri bifreiðar, sem hverfa úr notkun. Hinar nýju vörubifreið- ar eru langflestar knúðar dísil- vélum, en eldri bifreiðar, sem lagðar era niður, era flestar knúðar benzínvélum. Þessi atriði ásamt ýmsum fleirum, valda því, að aukning benzinsölu hefur ver- Framhald á 3. síðu vinnumarkaðinn. Margir hafa gegnt tveim til þrem störfum til þess að fram- fleyta fjölskyldu sinni og snéið- ist nú um starfafjöldann hjá mörgum og þannig minnkar aukavinnan aðallega hjá fólki. Sjúkrahúsin eru nú hætt að þurfa að auglýsa jafn ákaft eft- ir fólki og þau gerðu og fyrir skömmu var slegið upp dyra- varðarstarfi hjá Landspítalan- um, — en það starf hefur ekki áður verið til, og sóttu um 25 einstaklingar um þetta starf. Þá er áberandi, hvað at- vinnurekendum gengur illa að borga út laun starfsmanna sinna og er þetta einn sprettur frá mánudegi til föstudags að ná út fé í launagreiðslur i þessari láhsfjárkreppu og bregst á stund- um um rétta launagreiðsludaga. Tilfinnanlegast hefur okkur þótt hér á Fulltrúaráðinu, sagði Þorsteinn, að horfa upp á fjölda manns ganga atvinnulausa á Framhald á 3. síðu. Hið stóra og nýtízkulega austur-þýzk a skemmtiferðaskip, Fritz Heckert. Árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur Árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldin í Tjarnarbúð n.k. laugardag og hefst hún með borðhaldi kl. 7. DAGSKRA: 1. Ávarp. 2. Einleikur á fiðlu: Jakob Hallgrímsson. Undirleik annast Jónas Ingimundarson. 3. Sverrir Kristjánsson les upp. 4. Dans. Aðgöngumiðar eru af- greiddir á skrifstofu Sósíal- istafélagsins í Tjarnarg. 20. Skemmtinefndin. Aðalfundur Samvinnubankans: Unnið nð þvinð koma á fót stofn/ónadeild við bankann Ferðaskrifstofan SUNNA hefur tekið á leigu a-þýzka skemmti- ferðaskipið Fritz Heckert og efn- ir hinn 18. apríl næstkomandi til 15 daga siglingar til Bergen, Oslóar, Kaupmannahafnar, Am- sterdam, London og aftur heim til Reykjavikur. Fritz Heckert er 8.115 tonn að stærð og var skipinu hleypt af stokkunum árið 1961. Það tek- ur um 350 farþega og veitir 180 manna áhöfn farþegum hina full- komnustu þjónustu. Um borð eru rúmgóðir sam- komusalir, þar sem hljómsveitir leika á hverju kvöldi og áherzla lögð á fjölbreyttar veitingar og skemmtanir. Þá eru rúmgóðar setustofur, spilastofur og í Sunnu-ferðinni verður um borð gott, fslenzlct bókasafn í lesstofu. Kvikmyndasýningar eru haldnar og fararstjórar Sunnu annast fjölbreytt skemmtanalíf um borð og aðstoða fólk í ótal kynnis- og skoðunarferðum í landi. 260 manns liafa þegar keypt farmiða Um borð í Fritz Heckert eru tvær sundlaugar, önnur inni en hin úti, hárgreiðslustofa, lítið sjúkrahús með lækni og hjúkr- unarkonu, svo og tollfrjálsar verzlanir. Um 260 manns hafa þegar keypt farseðla í Sunnuferðina með Fritz Heckert til Norður- Evrópu dagana 18. apríl til 2. maí. Þegar er búið að ráðstafa flestum tveggja manna klefnm, en nokkuð er eftir af þriggja manna klefum. Fritz Heckert kemur til Reykjavíkur n.k. mánudag og leggst þá að bryggju. Farþegar eiga að mæta milli kl. 6 og 7 á þriðjudagsmorgun, en kl. 8 leysir skipið landfestar og heldur fyrst til Bergen í Noregi, þaðan er svo farið hina fögru sigl- ingaleið innan skerja óleiðis til Osló. Síðan til Kaupmannahafn- ar, um Kílarskurð til Amsterdam og loks til London og Reykja- víkur. Á öllum viðkomustöðum er efnt til margvíslegra skoðunar- og skemmtiferða í land og verzlað í einhverjum eftirsótt- ustu verzlunarborgum Evrópu, svo sem Amsterdam, þar sem verðlag er einstaklega hagstætt. Frægir skemmtistaðir eru heim- sóttir á kvöldin, m í Ka' • - mannahöfn og Amsterdam. Sérstök áherzla er lögð á það um borð í Fritz Heckert að hafa gnægð gómsætra rétta a borð- um og má geta þess, að mat- seðlar verða á íslenzku. Áhöfn- in hefur reynzlu í að þjóna far- þegum af ýmsu þjóðerni og hafa m.a. Svíar, Bretar, Frakkar ug Austurríkismenn leigt það til skemmtiferða. Fritz Heckert kemur aftur til Reykjavíkur með farþega Sunou að kvöldi 2. maí. Frá Reykjavík fer skipið dag- inn eftir áleiðis til Gautaborg- ar. Um borð verða a'<-endur í þremur hópferðum á vegum Sunnu. Þeir sigla utan, en fljúga heim. Aðalfundur Samvinnubankaus var haldinn laugardaginn 8. apr- íl s.l. Fundarstjóri var kjörinn Ingólfur Ólafsson, kaupfélags- stjóri en fundarritari Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri. Erlendur Einarsson, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á sl. ári og kom þar fram að verulegur vöxtur var í allri starfsemi bankans, og að innstæðuaukning á sl. ári nam 50.9 milj. kr. Einar Ágústsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir árið 1966 og skýrði þá. Heildarinnstæður x Samvinnubankanum námu i árs- lok 452.5 milj. kr. en útlán 371.2 milj kr. Bankinn hefur nú sjö útibú á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Patreksfirði, Sauðárkróki, Húsa- vík, Kópaskeri, Keflavík og Hafnarfirði og auk þess umboðs- skrifstofur í Grafarnesi og á Stöðvarfirði. Á fundinum kom fram að bankaráð vinnur að því að stofnlánadeild verði komið á fót við Samvinnubankann. í bankaráð voru endurkjörnir þeir Erlendur Einarsson, forstj., formaður, Hjörtur Hjartar, fram- kvstj., varaformaður og Vil- hjálmur Jónsson, frkv.stj. Endur- skoðendur voru endurkjörnir al- þingismennimiT ólafur Jóhann- í*6SO" off IT^TMn-r E. St<5Uc6sSOn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.