Þjóðviljinn - 22.04.1967, Side 5

Þjóðviljinn - 22.04.1967, Side 5
Laugardagur 22. apríl 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Bragi Kristjánsson, Ártúni „Dáinn, horfinn". — Harma- fregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. Þessar Ijóðlínur þjóðskóldsins kt>mu í huga mér, er ég frétti hið skyndilega fráfall vinar mins, Braga Kristjánssonar, Ár- túni, Reykjavík, hinn 13. apríl s. 1. — En ég veit, að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. — Bragi Kristjánsson, sem i dag verður til grafar borinn, fædd- ist 26. júní 1907 í Ólafsvik, Snæfellsnesi. Hann fluttist ung- ur að árum með foreldrum sinum, Kristjáni Guðmunds- syni og Sigríði Elimundardótt- ur, að Stapa, á Snæfellsnesi. Er Bragi var sex ára gamall lézt faðir hans, og flyzt hann þá til fósturforeldra sinna, Guðmundar Magnússonar og Gunnhildar Jónsdóttur, að Stóra-Kambi, Breiðuvík. Rétt innan við tvítugs aldur flyzt Bragi svo til Reykjavíkur. Stundar hann næstu árin ýmsa vinnu bæði til lands og sjávar eins og títt var á þeim tíma. Árið 1932 gerist Bragi ráðs- maður að Fellsmúla í Mosfells- sveit hjá Kristni Jónssyni. Þar er hann næstu tvö árin, en hverfur þá aftur til Reykjavík- ur. Þar stundar hann ýmsa vinnu, jafnframt því sem hann byrjar búskap að Ártúni, Reykjavík. Það mun svo hafa verið árið 1944, sem Bragi ger- ist fastur vörubifreiðarstjóri hjá Þrótti Dg starfar við það til æviloka. Árið 1937 gekk Bragi að eiga eftirlifandi konu sína Sólvcigu Bjamadóttur, sem reyndist hon- um hin ágætasta eiginkona í hvívetna. Varð þeim hjónum f jögurra barna auðið, en þau eru Kristján, ókvæntur, Sigurborg, gift Sigurþór Ellertssyni, Sig- urður, ókvæntur, og Árdís gift Ólafi Júníussyni. Kynni okkar Braga hófust fyrir nær 30 árum, en það er Minningarorð ekki fyrr en á s-1. 15-20 árum, að kynni okkar verða all veru- leg. Þá flyt ég með búskap minn í nógrenni við Braga og áttum við síðan all náin sam- skipti í sambandi við fjárbú- skap okkar. Þetta var þó auka- starf hjá Braga, en mér er ó- hætt að fullyrða, að hugur hans hafi beinzt mest að þessu aukastarfi. þótt atvikin höguðu þvi þannig, að aðalstarf hans. yrði annað. Á fyrstu búskapar- árunum að Ártúni rak Bragi allstórt kúabú á þeirra tíma mælikvarða, en seinna meir og allt til dánardægurs var hann með sauðfjárbúskap. Bragi um- gekkst skepnurnar af mikilli nærgætni og nákvæmni, þótt oft á tíðum væri erfitt um vik, hér í borginni, og þá sér- staklega nú í seinni tíð, þegar Ártún gat ekki lengur talizt í útjaðri höfuðborgarinnar. Um árabil var Bragi leitar- stjóri fyrir okkur Reykvíkinga í smalamennsku. Reyndist hann þar sem og annars staðar eins og bezt verður á kosið. Hef ég aldrei, að öðrum ólöstuðum, verið með manni í smala- mennsku sem Braga, er fór eins vel að fénu en þó af miklum dugnaði. Það kom sór því ofj vel fyrir Braga að eiga afburða duglega hesta, og sparaði hann hvorki þá né sjálfan sig, ef því var að skipta. Sem félagi var Bragi mjög góður, og þótt fjárhagurinn væri ekki alltaf mjög rúmur, þá var það hann, sem oftast var veitandinn en ekki þiggj- andinn. Hann var skapstilltur maður, þrátt fyrir mikla skaps- muni, en gat verið fastur fyr- ir, ef á reyndi, sérstaklega þeg- , ar. vrn var að ræða hin ýmsu baráttumál félagssamtaka þeirra sem hann var meðlimur í. Ekki sízt vegna þessara eigin- leika svo og vegna eðlisgreindar sinnar, voru Braga falin ýmis trúnaðarstörf bæði hjá Vöru- bifreiðarstjórafélaginu Þrótti og Fjáreigendafélagi Reykjavíkur, en hann sat um árabil f stjóm- um beggja féiaganna. Fyrir fáum áirum bauð Bragi mér í ferðalag með sér um æskustöðvamar á Snæfellsnesi. Ég minnist þess sérstaklega í þessu ferðalagi. hversu móttök- urnar vom hlýSegar á hverjum bæ á fætur öOrum, sem við komum á. Var tekið á móti Braga, eins og þer væri kominn bróðir eða sonur, enda bar Bragi ætíð hlýjan hug til þess- ara æskustöðva sinna. Ég vil ekki ltita hjá líða að lokum að minnast þess, að oft, þegar komið uar að Ártúni, mátti sjá Braga í hópi bama, þar sem hann var að sinna fénu eða eitthvaðiað bjástra úti við. Hændust b&rn mjög að honum, enda var han'n mjög barngóður, og var sama hvort það vom lians eigin börn, bamabörn eða vaadalausra. Er þetta dæmi ef til vill eitt sér nægilegt til að lýsa mannin- um. Ég votta eiginkoiíu hans, frú Sólveigu, börnum, barnabörn- um og tengdasonum, mína dýpstu hluttekningu við fráfali þessa ágæta manns. Kæri vinur. Þetta var aðeins örlítill samtíningur úr sitt hvorri áttinni, og gefiar kannske ókunnugum ekki nægílega skýra mynd af þér. En þetta ætti að nægja þeim samferðamönnum, scm þekktu þig, því að þeir vita, að ekkert af þessu er of- ságt. Þar sem ég veit að þú unnir ljóðum, Dg varst sjálfur hagyrðingur, þótt ekki bæri mikið á því, þá læt ég fylgja þér þessar ljóðlínur þjóðskálds- ins, Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friOarboðans og fljúgðu á vængjum morg- unroðans meira að starfa gnðs um geim. Ingimundur Gíslason, BrúnstSj&um. Sovézkur skuttogari í Reykjavík ^ * • V '-■.'"////?■■"/»" •••- '.V.V.. ; U , ...., í tilefni af hcimsókn Isjkors, sjávarútvcgsmálarivðherra Sovét- ríkjanna, til Islands, kom hingað til Reykjavíkur á dögunum stór og mikill sovézkur skuttogari. Var stórum hópi forustumanna á sviði isienzkra útvegsmála boðið að skoða skipið, þar sem það lá við Faxagarð. Þegar Bragi bóndi Ki-istjáns- son í Ártúnum er orpirm moldu landsins Dkkar, sem honum þótti vænna um heldur -en flest- um öðrum, má ekki minna vera en ég sendi þessum góða vini mínum örfá kveðjiuorð að skilnaði. Hann getur ekki mis- virt það við mig héðan af, bú- lausan malbiksmann á hörðum skrifstofustól. Kynni okkar Braga em orð- in lengri en ég man. Hann kom oft til mín, en aldrei í eiginhagsmunaskyni. Það þurfti að leggja á ráðin um fram- faramál verkalýðsstéttarinnar, spyrja hvernig hagkvæmast væri að rétta einhverjum lítil- magna hjálparhönd, svo lítið bæri á, helzt án þess sá sem í hlut átti yrði þess var. Og svo vom skepnurnar. Bragi sannfærðist aldrei um það, að höfuðborgin okkar ætti að vera lífvana bákn, þar sem venju- legu fólki, börnum, gamalmenn- um og kvikfénaði skyldi vera ofaukið; — ekkert nema hálf- gerð, úrelt sjúkrahús til vígslu- og veizluhalda, fyrirhugað ráð- hús úti í tjörninni, D.s.frv. Hann átti enga samleið með hinum fyrirlitlegu postulum þessara kenninga. Á hinn bóginn hefði hann þótt sjálfsagður forystu- maður þar í löndum, sem menn eru farnir að átta sig á að hafa ekki alltof skarpa markalínu á milli þéttbýlis og dreifbýlis; sveitaborgir hefðu verið hon- um að skapi. Mér var vel kunnugt um vanheilsu Braga, sem ég von- aði að væri aðeins tímabundin. Síðast þegar hann kom til mín taldi ég víst að hann ætti aft- urkvæmt innan skamms. Hann var aldrei • orðmargur, heldur ekki í það sinn. En karl- mennskan og hið sviphreina, greindarlega yfirbragð sagði jafnan nóg. Það ere sjónarsviptir að elfk- um mönnum fyrir stétt sína og land sitt. Ég sakna innilega góðs vinar, sem gerði í minni návist aldrei aðrar eða meiri kröfur en að vera sjálfur góð- ur drengur og að mega láta einungis gott eitt af sér leiða. Geta aðrir gert betur? Ástvinum hans öllum og starfsfélögum sendi ég innileg- ar kveðjur. Þorvaldur Þórarinsson. Það hallar vetri. Sólin hækk- ar sinn gang. Vorboðarnir koma vængstyrkir og hraðfleyg- ir sunnan yfir sæinn. Lífið vaknar eftir vetrarins blund. öll lögmál náttúrunnar boða birtu og yl. En það eru fleiri á ferð en vorboðarnir, aðrir koma líka og þá i öndverðum tilgangi, marka djúp spor í tilveru mann- anna, eigi hvað sízt ef þeirra hefur ekki verið von og þeir em fyrr á ferð en gera megi ráð fyrir. Þar er sá helztur er þeysir á Banableik, hann er skjótráðnastur, fer að eigin ráð- um og spyr engan álits, en maður stendur þá hljóður og spyr i þögninni, hví svo fljótt? ' hér lá ekkert á. Hv.í svo fljótt? kom mér, í j hug er ég fregnaði lát míns ; góða vinar Dg félaga Braga Kristjánssonar í Ártúni. Hann sem enn var svo ungur í and- anum og átti svo mörg óska- verkefnin eftir að vinna, ef til þess hefði gefizt tóm, hann hefur nú horfið af vinnustaðn- um, rúm hans þar stendur autt. Hví svo fljótt? Hversvegna gengur sólin undir að áliðnum miðjum degi? Kreppuár, atvinnuleysi, þröng í búi verkamanna og allra þeirra er áttu lífsafkomu sína undir afrakstri vinnunnar. Það var þá sem fundum okkar Braga þar fyrst saman, atvik- in höguðu því svo að við urð- um oft samferða í leitinni að hinu ■ ófinnanlega, eða þegar langþráðu marki var náð í augnablikinu eða um stundar- sakir; við áttum saman marga raunagönguna á þeim árum, er við leituðum í von og þrá eft- ir þvi hnossi sem gerði okkur fært að bægja frá dyrunum þeim vágesti sem heimsótti þá svo margan manninn í okkar stétt. Haustið 1935 fylgdumst við að austur í „Síberíu“ vist- ina frægu, þar sem við urð- um að hýrast langan og kaidan klakavetur. Sú vist mun fáum úr minni líða, er i henni lentu, en heimilunum var borgið £ bili. Það er svo margt að minnast á úr samfylgd og samstarfi okkar Braga fyrr og síðar að ef ég ætti að rita það allt þá yrði ég að skrifa bók en ekki minningargrein um hann í kveðjuskyni. 1 harðri baráttu fyrir lífs- afkomunni á kreppuárunum hóf Bragi búskap, fyrst á gras- býli í Sogamýri en síðar í Ár- túni, þar sem hann rak búskap í nær þrjá áratugi; við Ártún var hann svo kenndur og þekktur um allar nærsveitir sem góður og gegn bóndi, en jafnframt búskapnum stundaði hann akstur Dg var einn af þekktustu mönnum á Vörubíla- stöðinni Þrótti. Hann lét þar félagsmál sig miklu skipta, var víðsýnn og atorkusamur í að bæta hag þeirrar stéttar, enda var dugnaði hans viðbrugðið að hverju starfi sem hann gekk. Nú er Bragi £ Artúni horfinn af sviðinu, miklu fyrr en bú- ast hefði mátt við, þvi að hann var enn á góðum aldri, aðeins á sextugasta aldursári, fæddur 26. júní 1907. Snæfellingur að ætt og uppruna, búinn beztu eðliskostum, karlmannlegur og vel vaxinn, þrekgóður og gjörvilegur að vallarsýn, hann var greindur og vel hagmælt- ur, léttlyndur og snjallyrtur, svo vel máli farinn að hann gat f stuttri meitlaðri setningu sagt og lýst málefni á ljósan og myndrænan hátt. 1 hópi vina Dg kunningja var Bragi gleðimaðurinn sem öllum kom í gott skap, hann átti jafnan á reiðu hnittin svör og gamanmál, hann hafði yndi af lausavisum, en hélt lítið á lofti sinni eigin hagmælsku, þó hann gerði góðar ferskeytlur sem voru vandvirknislega ortar og báru vott um góða hagmælsku, vandað málfar og snjalla hugs- un. Rúmri viku áður en hann dó, töluðum við saman og þá ákváðum við að hittast eitthvert kvöldið á næstunni, ræðast þá við um liðna daga, lausavísur og tengja orð við órð; þetta átti að verða gott næðisamt kvöld með ferskeytluna f önd- vegi, við kvöddumst með til- hlökkun um það i hjartanu, en þetta varð okkar síðasta sameiginlega ákvörðun sem ekki verður að veruleika, kvöldið góða með lausavísum- ar og létt mál kemur ekki, en það kom annað kvöld miklu fyrr en búast hefði mátt við, með aðrar fyrirætlanir og önn- ur mál. Mér fmnst nú, þegar ég lít heim að Ártúni, sem það standi hnípið á bæjarhólnum þegar höldur þess er horfinn, hjörð- inni daprast gangan og hest- amir myndu fella tár ef þeir skildu hvað hefur skeð, vin- ur þeirra er nú ekki lengur með umönnunina eða undra- mjúkt klapp á mákkann, aldrei framar munu þeir þeysa í gleði sinni um grund og bala, tengsl- in milli manns og hesta eru í þessu tilviki rofin. Fjölskyldu Braga verður missirinn sár, ung að árum bundust þau vináttu og tryggða- böndum hann og eftirlifándi kona hans, Sólveig Árdis Bjarnadóttir, sem staðið hefur traust og óhaggandi við hlið manns sins í hartnær fjóra áratugi, átt með honum og upp- alið fjögur böm og nú á síðari árum glaðzt með honum yfir fjórum barnabömum sem nú verða að sjá afa sinn hverfa svo skjótlega. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð og nú þegar ég kveð minn góða vin og félaga, Braga í Ár- túni, þakka ég honum alla góðu vináttuna, gleðiná, dreng- lyndið og hjartahlýjuna sem hann átti svo mikið af. Með þessum fáu og fátæklegu orð- um kveð ég hér þann góða dreng Braga í Ártúni með þökk fyrir allt og allt. — AJEP. ÆSis FERÐASKRIFSTOFA ^ÍR/RlKlSITVS LÆKJARQÖTU 3. RÉYKJAVÍK, SÍMI 11540 Hannover iðnsýningin 29. apríl — 7. maí Á Hannover iðnsýningunni sýna yfir 5500 fyrirtæki fré 30 löndum allar helztu nýjungar í iðnaði og tækni. Þeim, sem hafa í hyggju að heimsækja þessa merku kaupstefnu, viljum vér vinsamlega benda á að hafa samband við oss sem fyrst varðandi nánari upplýsingar, aðgöngukort og aðra íyrirgreiðslu. Kjörskrd til alþingiskosninga í Heykjavík, sam fram eiga að fara 11. júní 1967, liggur frammi al- menningi til sýnis í Manntalsskrifstof- unni, Pósthússtræti 9, 5. hæð, alla virka daga frá 25. apríl til 20. maí n.k. frá kl. 9—17, nema laugardaga frá kl. 9—12. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 20. maí n.k. 21. apríl 1967. Borgarstjórinn í Reykjavík. Auglýsið i ÞjóðvHjanum Síminn er 1 75 00 ÓSKILAMUNIR í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatn- aður (m.a. ferðataska með fatnaði í), lykla- veski, lyklakippur, veski, buddur, úr, gler- augu, o.fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skríf- stofu rannsóknarlögreglunnar, Borgartúni 7 1 kjallara — (gengið um undirganginn) — næstu daga kl. 2—4 og 5—7 til að taka við munum sínum, sem þar kunna að vera. RANNSÓKNARLÖGREGLAN. k t j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.