Þjóðviljinn - 25.04.1967, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.04.1967, Qupperneq 6
0 SfÐA — 1Ö6EJT l’L.TXNN — Þriðjudagur 25. april 1967. Hvenær verður Skeiðarársandur akfær? Sífellt verður sú spuming á- leitnari, hvenær kemst á veg- arsamband sunnan jökla? Nú á þessu ári á að ljúka við brúarsmíði á Jökulsá á Breiðamerkursandi og ánæsta ári verða allar ár í Skafta- felMssýslu brúaðar samkvæmt áaetlunum. Þegar eftir er að- eins um 30 km kafli óakfær er von að spurt sé, hvenærverð- ur Skeiðarársandur akfær og þar með kominn kring um landið. hringvegur Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá hreppsnefnd Hafnar- hrepps, þá hafa hreppsnefndir á svæðinu Öræfi — Beru- fjarðarströnd sent Alþingi og vegamáiaskrifstofunni eftir- farandi tillögu, undirskrifaða af hlutaðeigandi hreppsnefnd- armönnum: ,,Við undirritaðir hrepps- nefndarmenn, fyrir hönd sveitarfélaga okkar, skorum hér með á Alþingi og ríkis- stjóm að hraða nú þegar svo fljótt sem nokkur kostur er, að hefja framkvæmdir við vega og brúargerð yfirSkeið- arársand, tengja með þvi hringveg um landið til ómet- anlegs hagræðis fyrir fbúa Suðaustur og Austurlands, svo og þjóðina í heild.“ — Þorsteinn. Bjarni Ólafsson fæddur 19. okt. 1907 — dáinn 13. apríl 1967 Þrjátíu og fimm ár eru nú liðin frá því fundum okkar Bjama fyrst bar saman. Það var í Bankastræti. 2, á heimili þeirra hjóna Sigríðar Bjöms- dóttur og Sigurjóns Markusson- ar, fyrrverandi sýslumanns. Það var eitt heirra heimila, sem laða til sín fólk af ólík- ustu gerð, og man ég marga mæta menn og skrítna fugla frá þeim gleðidö-gum, og er hlýtt til þeirra allra. Þó fór það svo, að enginn þeima varð mér jafn- kær og Bjami Ólafsson, ogbar margt til. Hann var greindur vel og miki'll húmoristi, ías góðar bókmenntir og las mikið og vel. Hann, var. sósfalisti þeirrar tegundar, sem ekki verður að gjalti, þótt undar- Jegar sviptingar verði í Kreml eða Kín-a, enda hertur í sinni skoðun á tímum krepnu og nasisma og minnist ég ekki hess, s<* ég né aðrir hafi sótt gull í greipar hans í rökræðum u-iii heimspólitíkina. Það “'nkenndi B.iarna, eins<\g reyndar marga þá sem hafa djúpa réttlætiskennd, hve barn- góður h-ann var og natinn við að fá lítil böm til að láta af al’ri feimni og vera eðlileg. Hnnn gat haldið uppi samræð- um við þau á skrítinn og skemmtilegan máta, svo afurðu sögur, sem oft var hle-gið að. Það för svo með árunum. að ég átti við engan vin iafnoft ta-1 og Bjama, og skipti bað þá 261.570smálestír afKjama framleiddar á tæpum 13 árum ■ Um síðustu áramót hafði Áburðarverksmiðjan starfað 1 tæp 13 ár og framleitt alls 261.570 lestir kjama- áburðar. Á síðasta ári voru framleiddar 22.735 lestir á- burðar, en það er 6,78% minna en árið áður. Meðal- tal vinnsludaga allra verk- smiðjudeilda var 349 dagar á árinu. Frá þessu var skýrt á aðal- fundi Áburðarverksmiðjunnar hf. sem haldinn var föstudag- inn 14. apríl s.l. Formaður verksmiðjustjóm- arinnar, Pétur Gun-narsson, fram-kvæmdastjóri. var kjörinn fundarstjóri, og fundarritari Halldór H. Jónsson arkitekt. Hluthafar og fulltrúar fyrir 95,6% blutafjárins sétu fund- inn. Stjóraarformaður flutti skýrslu stjómarinnar um starf- semi ársins 1966. Fáanleg orka í lágmarki. Fáanleg orka til verksmiðju- rekstursins var minni en nokkru sinni fyrr, frá því að fram- leiðsla hófst 1954. Staf-aði þetta af aukinni notkun almennings- rafveitna og óvenjulega óhag- stæðrar veðráttu á árinu 1966. Reyndist þetta ár lélegasta vatnsrennslisár til raforkufram- leiðslu í Soginu frá því að vatns- rennslismælingar þar hófustár- ið 1938. Aflleiðing þessa varð sú, að ekki fékkst nema ca. 42% þeirr- ar orku sem verksmiðjan þarfn- ast til að fullnýta afkastaigei;u sína, og að ekki var unnt að framlleiða am-móníak í verk- smiðjunni nema sem samsvar- aði 38% af heíldarfram- leiðslu kjama á árinu. Ammóníak var því flutt inn til framleiðsiu 62% af ársfram- leiðslu Kjama og hafði ammon- íakinnflutningur vaxið um tæo 30% miðað við fyrra ár ognam innflutningurinn 6.262 smólest- um á árinu. Sú áikvörðun að skapa aðstöðu til innflutnings ammoníaks hefir þvi reynzt bjargráð fyrir rekstur verk- smiðjunnar. Seldar vom 25.295 smálestir Kjama á árinu og nam sölu- andvirði hans ásamt söduand- virði ammóníaks, sýru o.fl. samtals 107 miljónum kr. Afkoma ársins samkvasmt uppgjöri var sú, að eftir að af- skrifað hafði verið og lögákveð- ið framlag lagt í varasjóð, nam tekjuafgangur 616 þús. kr. Innflutningur áburðar. Formaður skýrði frá þvi að Áburðarverksmiðjan hefði nú annazt rekstur Áburðarsölu rík- isins í 5 ár. Innflutningur á- burðar á árinu nam 27.401 smá- lest og var það 4.380 smálest- um minna en árið áður. Sölu- andvirði innflutts áburðar nam 91,5 milj. kr. eða 6,65 milj. kr. minna en árið 1965. Stafar lækk- un þessi á innfluttum áburði ekki af minnkandi éiburðar- notkun, helldur af þvi aðmeira magn var til af kjama, svo draga mátti úr innflutningi köfnunarefnisáburðar, miðað við innflutningsmagn árið 1965. Sekkjaðar voru í Gufunesi 8.163 smálestir áburðar, sem fluttur var inn ósekkjaður. Framkvæmdastjóri Hjálmar Finnsson las næst upp ársreikn- inga félagsins fyrir árið 1966. Hjörtur Hjartar framkvæmda- stjóri ræddi um hina margvís- legu erfiðleika, sem fyrirtæk- ið ætti nú í með rekstur sinn, bæði vegna rekstursfjárskorís, svo sem fram hefði komið f sk./rslu stjómarinnar til fund- arins, en einfcum þó af völd- um raforkuskortsins. Benti hann á að af þeim sökum hefði veríð flutt inn ammoníak á s.l. áii fyrir 25,5 milj. kr. og hefði af- koma fyrirtækisins orðið betri og áburðarverÖið hefði getað f" verið lægra en nú er, efnægj- anleg orka væri fyrir hendi, til að fullnýta afkastagetu verk- smiðjunnar, en bóta á þessuá- standi væri ekki að vænta fyrr en hin nýja Búrfellsvirkjun tæki til starfa. Ársreikningar voru sam- bykktir og ákvað fundurinn að hluthöfum skyldi greidd 6% af hlutafjóreign sinni fyrir árið 1966. V erksmiðjustækkun í skýrslu sinni skýrði for- maður frá þvi, að stöðugt væri unnið að fyrirhugaðri stækkun verksmiðjunnar og að væntan- lega yrði því starfi senn lokið. Stækkunaráformin miðast við 100% aukningu á framleiðslu köfnunarefnisáþurðar. Eftir stækkunina er gert ráð fyrir, að verksmiðjan geti fraimleift alhliða blandaðan komaðan á- hurð og komaðan Kjama með kalki eða án kalks eftir þörf- um, enda liggi fyrir álit og meðmæli Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins, Búnaðarfé- lags lslands og Stéttarsambands bænda um hvaða áburðarteg- undir sé réttast að framdeiða frá landbúnaðarfræðilegu og þjóðhagslegu sjónarmiði séð. Með tilliti til lækkandi verðs á ammóníaki á heimsmarkaðn- um, kvað formaður ekki rétt eða arðbært, að gera nú ráð- stafanir til stækkunar þeirra deilda verksmiðjunnar, sem standa að baki ammoníaiks- framleiðslunni, fyrr en nctkun köfnunarefnis f Jandinu hefði aukizt veru'lega frá því sem verið hefur. Hagkvæmasta verð ammoníaks, til að fullnsegja köfmmarefnisþörf á nasstu ór- um fengist með fullnýtingu nú- verandi afkastagetu verksmiðj- ui.nar og innflutningi ammoni- aks til viðbótar, eftir því sem Framhald á 9. síðu. engu þó við værum ósammála um þau efni sem á góma bar; mér leið ved í návist hans og mat jákvætt viðhorf hans til lífsins. Hann var einsetumaður, og bjó að sínu, án bess sð angra náungann, og hugarheim- ur hans var þeirrar gerðar, að þangað sóttum við kunningj- ar hans og vinir skemmtun, sem stytti vetrarkvöldin og lengdi sólsumrin. Hann unni ljóðum og kunni mikið iþeirri list, og þá var mér sfcemmt. beear hann fór með Þorgeir i Vvk og Hákarlamennina hfr" Jakobs, og þá þóttist ég rík- astur af bókum, er hann færði mér Hálfa skósðla og Hvíta hrafna Þórbergs. Hann dáði Þórberg sfcálda mest og kvikaði aldrei frá því, öll þau ár sem ég þekkti hann, en ekki var hann Þórbergi samsinnis um ei'lífðarmálin, og haTOaðist þar heldur að skoðun Ömara gamla Khayýam um hringrás lffsins, og fór oft með þessa vísu úr Rubáivát: Og stráin grænu, er standa ung og þyrst á straumsins bakka, er nú við höfum gist, — hvíl létt á þeim; þau vaxa máske af vör, sem var í sinni æsku mjúk — og kysst. Hann trúði ekki á persónu- legt iíf eftir dauðann, og vona ég að hann hafi í því efni haft rangt fyrir sér. Hann naut þeirra heilla, að vera sjálfum sér samkvæmur, og eittsinn er við vorum að glíma við vísu- hnoð að gamni ofckar, varð hessi vísa til í ríimunni sem átti að fjalla um hann sjálfan, og var þar íbkaerindið: Ég reyndi háttum heim að ná, og haida áttum vegferð á. Við Iffið sáttur, síðast þá svarta náttin koma má. Þau urðu orð að sönnu, an þvi miður .datt það náttmyrfcur alltof fljótt á. Atli Már. Nýtt stúdenta- ráð háskólans Hinn 15. apríl sl. fór fram kjör 11 stúdenta til 2gja ána setu í Stúdentaráði Háskóla Is- lands. Sjálfkjörið var í ölllum deildum. Fyrsti fundur nýkjör- ins stúdentaráðs var haldinn fimmtudaginn 20. apríl. Á fund- inum var kjörin stjóm ráðs- ins og í fastanefndir þess. 1 stjóm stúdentaróðs fyrir næsta starfsár voru einróma kjömir: Björn Bjarnason, stud. jur., formaður. Ólafur Oddsson, stud. mag., varaform., og form. ut- anríkisnefndar. Jóhann Heiðar Jóhannsson, stud. med., formað- ur hagsmunanefndar. Höskuld- ur Þráinsson, stud. philol, for- maður menntamélanefndar. Agn- ar Friðriksson, stud oecon., for- maður fjárhagsnefndar. Stúdentaráð er skipað 22 stúdentum. Kosningar til þess fara fram árlega og er þákjör- inn helmingur ráðsins til 2gja ára setu. Kjördeildir eru 7 eða jafnmargar dei'ldum Háskólans. Vettvangur ráðsins er að ann- ast hagsmunabaráttu stúdenta, reka fyrirtæki þeirra og ann- ast samskipti við ertend stúd- entasamtök. Ráðið annastnáms- kynningar og hefur umsjón með útgáfu Stúdentahandbókar. Námskeið í upp- eldisfræðum í umboði menntamálaráðu- neytisins gengst heimspekideild Háskóla Islands fyrir námskeiði í uppeldis- og kennslufræðum, frá 15. júní til 31. júlí n.k., ef næg þátttaka verður. Námskeiðið er ætlað kennur- um allra framihalds- og mennta- skóla, enda hafi þeir lokiðBA- prófi eða öðrum sambærilegum eða hærri prófum og kenmt við fyrrgreind skólastig sem svarar einu ári, hið skemmsta. Námskeiðið verður haildið í Háskóla íslands. Því lýkur með prófi, sem ætlað er að veita sömu starfs- og launaréttindi og uppeldisfræðipróf frá Háskóla Islends veitir. Námskeið af þessu tagi verð- ur ekki endurtekið í fjrrirsjá- anlegri framtíð. Þeir, sem ætla sér að sækja þetta námskeið, tilkynni þátttöku sína hið allra fyrsta, en eigi síðar en 20. maí, forstöðumanni námsfceiðsins, dr. Matthíasi Jónassyni, Hásfcóla Islands. Drengjakór KFUM i 3. íslandsferðinni Eins og gctw var 1 frettum blaðsins sl. sunnudag, kemur drengjakór KFUM í Kaupmannahöfn, Parkdrcngekorct, í þriðja söngför sína hingað til lands 4. júlí í sumar. Dvclst kórinn hér á Iandi hálfan mánuð og heldur söngskemmtanir bæði h ér í borg og úti á landi. _____ Á myndinni sjást nokkrir piltanna í kórnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.