Þjóðviljinn - 25.04.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.04.1967, Blaðsíða 10
10 SiÐA — ÞJÓÐVTLJINN — ÞriSjudagtrr 25. april 196T7. JOHN FOWLES: SAFNARINN 46 sw. ég gasti gifzt htonum og aí- ið Ihann upp. Er það ekki rétt? Og þú veizt að þú gætir það aidrei. Eða þá að þú kynnir að fana að sofa hjá honum til gam- ans, og einn góðan veðurdag uppgötvaðirðu að þú værir ást- fangin af líkama hans og gætir ekki lifað án hans og yrðir svo að umbera þetta rotna hugarfar hans til eilífðarnóns. Svo sagði hún: Ertu ekki hrædd við þetta? Ekki hræddari við það en margt annað. Mér er alvara. Ef þú giftist honum myndi ég aldrei tala orð við þig framatr. Og henni var alvara- Hún fékk þennan þunga snögga svip sem hún beitir eins og vopni. Ég reis á fætur og gekk til hennar og kyssti hana á leiðinni til strák- annai. Og hún sat kyrr og horfði niður í sandinn. Við sjáum skelfilega í gegn- um fólk, báðar tvær. Við getum ekki að því gert. En hún sagði alltaf: á þetta trúi ég, þetta ætla ég að gera. Það hlýtur að vera til einhver sem þér finnsit að minnsta kosti standa þér jafn- fastis, sem sér í gegnum hlut- ina jafnvel og þú. Og þetta með kroppinn verður að koma í ann- arri röð. Og ég hef alltaf hugs- að með mér í leyni: Carmen m fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMl 33-968. emdar sem pipairmey. Lifið er of flókið til þess að maður geti lagt sjálfum sér slíkar Iffsreglur. En nú hugsa ég um G. P. og ber hann saman við Piers. Og >ðers hefur ekkert sín megin. Aðeins brúngullinn líkama sem kastar steinum í blindni út á vatnsflöt. Ég gerði allt vitlaust uppi í kvöld- Ég byrjaði á því að fleygja hlutum. Fyrst púðum og síðan diskum. Mig hefur lengi langað að brjóta þá. En ég var reyndar íuidstyggi- leg. Dekursjúk. Hann sætti sig við allt. Hann er svo lítill bóg- ur. Hann hefði átt að gefa mér utanundir. Að vísu þreif hann í mig til að koma í veg fyrir að ég bryti einn aí þessum andstyggðar disk- um. Við snertum hvort annað svo sjaldan. Mér fannst það ógeð- fellt. Það var eins og ískalt vatn. Ég hellti mér yfir hann. Ég sagði honum álit mitt á honum og hvað honum bæri að gera. En hann hlustar ekki. Honum líkar ágætlega að ég skuli tala um hann. Það er alveg sama hvað ég segi. Ég ætla að skrifa meira. Ég er að lesa „Sense and Sensi- bility" og ég verð að komast að því hvemig gengur með Mari- anne. Marianne er ég. Eleanor er sú sem ég ætti að vera. Hvað verður ef hann lendir í bilslysi? Fær slag? Fárveikist. Ég dey. Ég gæti ekki komizt út. Það sem ég gerði í fyrradag er sönn- un þess. 6. nóvember. Það er miður dagur. Enginn hádegismatur. Ný flóttatilraun. Andartaks bjartsýni. En það tókst ekki. Hann er djöfull. Ég reyndi botnlangabragðdð. Mér datt það í hug fyrir mörg- um vikum. Ég hef hugsað um það sem þrautalendingu. Sem ég mætti ekki eyðileggja með því að vera illa undirbúin. Ég hef ekkert minnzt á það hér, ef ske kynni að hann fyndi þessi skrif mín. Ég neri talkúmi í andlitið. Og þegar hann bariK að dyrum í mcnrgun, gíeypti ég heilmikið af ealti, sem ég hafði tekið frá, og vatn og ýtti á tunguna, og ég hafði reiknað þetta ljómandi vel út, þvi að ég kastaði upp um leið og hann kom inn. Ég gerði óttalegt uppistand. Lá í rúminu með hárið út í allar áttir og hélt um magann. 1 náttfötum og slopp. Stundi dálítið og þóttist vera skelfing dugleg. Allan tím- ann stóð hann þarna og sagði: hvað er að, hvað er að? Og sam- talið var slitrótt og ankanalegt. Caliban reyndi að komast undan þvi að senda mig á sjúkrahús og ég sagði að hann mætti til. Og allt í einu var eins og hann ætlaði að láta undan. Hann taut- aði eittbvað um að þetta væru „endalokin“ og þaut út. Ég heyrði að járnhurðin skellt- ist (ég sat enn og starði á vegg- inn) en ekki boltarnir. Svo úti- dymar. Og svo varð hljótt. Það var undarlegt. Svo skyn<SD*'ga og algerlega hljótt. Það hafí* tekizt. Ég fór í sokka og skó <»g hljóp að jámhurðinni. Hún hafði ýtzt ögn upp — stóð opin. Mér datt i hug að þetta væri gildra- Svo að ég hélt áfram að leika, ég opnaði dymar og nefndi nafn- ið hans lágt og haltraði vesæld- arlega gegnum kjallarann og upp stigann. Ég sá Ijósið, hann hafði ekki heldur læst útidyrunum. Mér datt allt í einu í hug, að það myndi hann einmitt gera, hann myndi ekki fara til lækn- is. Hann myndi flýja. Tapa sér. Ég hlýt að hafa beðið margar mxnútur, ég hefði átt. að vita betur, en ég þoldi ekiki eftir- væntinguna. Ég ýtti upp hurð- inni og þaut út. Og þanja var hann. Rétt fyrir utan. Úti í dags- birtunni. Beið. Ég gat ekki látið sem ég væri veik. Ég var komin í skó. Hann var með eitthvað í hendinni (hamar?), augun voru undarlega galopin, ég er viss um að hann var í þann veginn að fleygja sér yfir mig. Við stóðum stundar- korn eins og ráðvillt bæði tvö, hvorugt okkar vissi í rauninni hvað gera skyldi. Svo sneri ég mér við og hljóp aftur niður. ég Ég veit ekki hvers vegna, ég hugsaði ekki. Hann kom á eftir mér, en hann stanzaði, þegar hann sá að ég fór inn (og ég vissi með sjálfri mér að hann myndi gera það — eini staður- inn þar sem ég er örugg fyrir honum er héma niðri-) Ég heyrði hann koma og loka og læsa. Ég veit að ég gerði það eina rétta. Það bjargaði lífi mínu. Ef ég hefði æpt eða reynt að flýja, hefði hann drepið mig. Stundum er hemn eins ag and- setinn, alveg stjómlaus. Þennan slag átti hann. (Miðnætti). Hann kom niður til mín með kvöldmatinn. Hann sagði ekki eitt einasta Drð. Um dáginn hafði ég verið að teikna af honum myndaseríu. „Hræði- leg saga um meinlausan pilt“. Alveg fráleitt. En ég verð að gera allt sem ég get til að bægja frá mér raunveruleikanum og skelfingunni. 1 fyrsbu er harm skikkanlegur lítill skrifari og endar sem hræóilegt siferímsli úr hroMvekju. Ég sýndi honum hana áður en hann fór. Hann hló ekfei, hann virti betta nákvæmlega fyrir sér. Þetta er ósköp eðlilegt, sagði hann. Að ég geri gys að honum, átti hann við. Ég er eitt eintak af ótal. Hann hatar mig þegar ég reyni að flógra út úr röðinni. Ég á að vera dauð, sitja á nál, alltaf eins, alltaf falleg. Hann veit að fegurð mín byggist á því «ð ég er lifandi, en það er dauði hlut- inn af mér sem hann vill eiga. Hann vill eiga mig lifandi-en- dauða. Ég fann þaö svo greini- lega í dag. Það að ég vtar lif- andi og breytileg og með séretak- an hugsunarhátt og duttlunga og hvað eina, var að verða plága. Hann er þungur, óhreyfanlegur með jámvilja- Einu sinni sýndi hann mér dálítið sem hann kall- aði aflífgunarglasið sitt, ég er fangi í þvi. Og flögra að glerinu. Af því að ég sé gegnum það, held ég enn að ég geti sloppið. Ég hef von. En það er aðeins blekking. Þykkur kringlóttur glerveggur. 7. nóvember. Dagarnir dragnast áfram. Ö- bærilega langir. Eina huggun mín er teikningin hans G. P. Hún vex í mér. 1 hverjum sem er. Hún er það eina hér sem er Bfandi, skapað, einstakt í sinni röð. Hún er það fyrsta sem ég horfi á þegar ég vakna, það síðasta á kvöldin. Ég þekki hverja linu. Hann hefur gert eitthvað undarlegt við ann- an fótinn á henni. Það er dá- Htið jafnvægisleysi í allri mynd- byggingunni eins og eitthvað vanti einihvers staðar. En hún er lifandi. Eftir kvöldmatinn (alit er aftur komið í eðlilegt hbrf) lét Cali- ban mig hafa „Hver fær sitt — við hinir ekki neitt“ og sagði: og mér fannst hún ekkert sór- stök. SKOTTA Kuldajakkar, úlpur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Traðarkotssundi 3 (mót) Þjóðleikhúsinu) ÞORÐUR sjóari „O, ég er nú svo sem ekki heldur neinn sakleysingi,“ heldur hann áfram. „Lascar vissi það Dg vildi ná sér niðri á mér, en ég vissi miklu meira um hann, svo ég gat alltaf haldið velli. Þegar ég heyrði að hann ætti von á heimsókn þetta fcvöld, á- kvað ég að hlera hvað fram færi- Káetan mín var við hliöina á hans káetu. Maðurinn sem kom var Amerfkani að nafni W'allace. Eins og ég halði buizt vio voru pexr ao taia um málm- plötumar sem Wallace átti að taka við í Roohefleawr. Af sam- tali þeirra mátti skilja að þetta mál var mjög mikilvægt, og, eins og mig hafði réttilega grunað, var hér alls ekki um blikk að ræða. UG-RAUÐKÁL - UNDRA GOTT Það verður allt í lagi með hana, en haltu, henni frá í pylsuáti framvegis. PADIONETTE henta þar sem erfið skilyrði eru. — Byggð fyrir fjalllendi Noregs. Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast þjónustuna af þekkingu. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vaiiir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. Klapparstíg 26 Sími 19800 BUÐfN Condor TRABANT EIGENDUR Viðgerðaverkstæði. Smurstöð. Vfirförum bílinn fyrir vorið. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Sími 30154.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.