Þjóðviljinn - 25.04.1967, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.04.1967, Qupperneq 7
Þriðjudagur 25. apríl 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA 'J ÞJÖÐLEIKHOSIÐ JEPPIÁ FJALLI eftir LUDVIG HOLBERG Leikstjóri: GUNNAR EYJÓLFSSON Ludvig Holberg, hinn óvið- jafnanlegi meistari gleðileiks- ins klassíska á Norðurlöndum gaf út fyrsta bindi gamanleika sinna árið 1723. f merkilegum formála segir hann meðal ann- ars að þrír hinir fyrstu séu frumlegir í öllu, en efni þess fjórða sótt í gamla sögubók jesúítans Bidermanns, og þess- vegna vænti hann sér engrar frægðar af því verki. Leikritið heitir „Jeppi á Fjalli“ — spá hins margsnjalla skálds og spekings rættist ekki, heldur þvert á móti; það er ef til vill skáldlegast verka hans og það sem mestrar hylli hefur notið. einnig utan Norðurlanda, en Jeppi löngum verið óskahlut- verk hinna frægustu skopleik- ara og skapgerðarleikara; það var bundið stað og stund, en hefur jafnan lifað sjálfstæðu og gróskumiklu lífi, orðið sí- gilt í fyllsta skilningi orðsins. En um hið mikla norsk-danska skáld og einstæða brautryðj- anda ætla ég ekki að ræða að þessu sinni, né heldur þá miklu skuld sem við fslendingar eig- um honum að gjalda; ég hef reynt það lítillega áður og það verður að nægja. Holberg var einvaldssinni, þótt hann bæri raunar mjög takmarkaða virðingu fyrir stjórnarherrum, skriffinnsku og herramönnum, enda öðrum skarpskygnari á bresti og fé- lagslegt ranglæti samtímans; og heilbrigða dómgreind alþýðu dáði hann af heilum hug. Engu að síður er boðskapur leiksins sá að ekki beri að veita almúg- anum völd, að minnsta kosti ekki of skyndilega; af því leiði ekki annað en miskunnarlausa harðstjóm, skefjalausa harð- ýðgi. Boðskapur þessi er lagð- ur baróninum í munn í leikslok og er í bundnu máli, hann er vitanlega úreltur orðinn og var heldur aldrei kjarni verksins, því fer víðs fjarri. Gunnar Eyj- ólfsson leikstjóri ber enga virð- ingu fyrir kenningu þessari, og sleppir alveg niðurlagsorðum hins virðulega fyrirmanns, hann lætur leikinn réttilega enda þegar Jeppi heyrir óvart blá- kaldan sannleikann um skamm- vinna upphefð sina og vist í paradís, dauðadóm og furðu- lega aftöku, og flýr skömm- ustulegur og sárgramur af hólmi. Svo mun víða að farið, að minnsta kosti stakk þjóð- skáldið Adam Oehlenslager upp á þeirri lausn snemma á nítj- ándu öld. Nei, það er margslungin og meistaraleg lýsing Jeppa sjálfs, hins snauða. kúgaða, lata og drykkfellda leiguliða og átt- hagabundna þræls sem er að- al leiksins og gefur honum var- anlegt gildi, djúptæk og raun- sæ könnun á eðli hins frum- stæða manns. Jeppi virðist í skjótu bragði sönn ímynd mannlegrar niðurlægingar og eymdar; það þurfti ærna dirfsku á þeim tímum til að gera slíkan mann að aðalhetju á sviði, það hugrekki átti jafn- vel sjálfur Moliére ekki. Jeppi er óbetranlegur drykkjurútur. þrælkaður, kaghýddur af skass- inu konu sinni — hún sveltir hann vægðarlaust í hefndar- skyni fyrir ómennsku hans og ofdrykkju, kokkálar hann op- inberlega, og er þá nokkur furða þótt hann drekki þegar hann kemur höndunum undir; það er að vísu afsökun hans sjálfs, ekki skáldsins. En Jeppi Anna Guðmundsdóttir í hlutverki sínn> Sviðsmynd úr „Jeppa á Fjalli“. Lárus Pálsson (I miðið) er ekki allur þar sem hann er séður, hann veit sínu viti, fynd- inn og orðheppinn og kænn að svara fyrir sig hver sem í hlut á; andlegt ástand hans er fjöl- breytilegra en orð fá lýst, við verðum seint þreytt á að at- huga þennan forvitnilega og einstæða náunga. Lýsingin er falleg áferðar, skemmtileg og eins trú skáld- skap Holbergs og ætlazt verð- ur til með sanngirni af íslenzku leikhúsi. Gunnar Eyjólfsson reynist ötull og árvakur leið- beinandi og styrkur sínum mönnum, smekkvis og hug- kvæmur; og hefur sýnilega á- huga og ánægju af að glíma við hið klassíska og hugtæka viðfangsefni. Hlutverkum er á stundum breytt til hægðarauka, og kann einstaka smáatriði að orka tvímælis; þannig er bar- óninn gerður að íógeta og Ei- ríkur að skrifara, og á einum stað er stöðum þessum rugl- að saman; úr því er að sjálf- sögðu auðvelt að bæta. Sviðs- myndir Lárusar Ingólfssonar og búningateikningar eru ágæt verk, dönsk og glæsileg, bæði útisvið sem leikstjórinn snýr á ýmsa vegu og skrautleg svefnstofa barónsins. Þýðing Lárusar Sigurbjörnssonar er yf- irleitt rituð á góðu og við- felldnu máli og fer vel í munni. Með túlkun Jeppa hlýtur sýn- ingin að standa eða falla, hann er alltaf á sviðinu að heita má, að honum beinist athyglin frá upphafi til loka. Lárus Pálsson hefur því miður ekki farið með jafnstórt hlutverk árum saman vegna þrálátra veikinda, við höfum alltaf saknað hans af sviðinu; að þessu sinni vinnur hann mikinn og verðskuldað- an sigur. Margir hafa gert Jeppa þrekvaxinn og feitlag- inn, litið á hann sem ímynd þess frumkrafts sem í almúg- anum býr, einskonar höfuð- skepnu; en hvers vegna er hann dauðhræddur við konu sina og þorir aldrei að verjast dag- legum flengingum hennar full- ur eða ófullur, hversvegna læt- ur hann hana auðmýkja sig, svelta og svívirða án afláts? Það er vert að gefa gaum að útliti Lárusar, hann er smár vexti og fremur rýr í roðinu. ósvikinn þræll; líkamsbygging hans og öll framganga sæma Jeppa með ágætum að mínu viti. Hann er réttilega „litli maðurinn", írumstæður og barnalegur, óheflaður, ófrýni- legur, kíminn og fyndinn; og brennivínsþorstinn lætur sann- arlega ekki að sér hæða. Þess má minnast að Holberg var ein- dreginn bindindismaður, en tókst þó Öðrum betur að lýsa ofdrykkju, ekki sízt skamm- vinnri sælu vímunnar; og Lár- us sýnir svo vel, raunsæilega og kostulega öll stig drykkjunn- A myndinni sjást m.a. lcikendurnir Klcmenz Jónsson (til vinstri), og Árni Tryggvason (til hægri) í hlutverkum sínum. ar að þar er yfir engu að kvart. Holberg hafði eflaust vissa samúð með hinum breyska, hrösula og lítilsiglda kotbónda, en leit öllu fram- ar á hinar skoplegu hliðar hans, vorkenndi honum ekki; skáldið var óvæginn háðfugl alla ævi. Lárus lifir lifi Jeppa, skilur hann og kúgun almúgans, en kann vel að sigla milli skers og báru; hann gerir hann bæði hlægilegan og átakanlegan, og þó mannlegan framar öllu. í höndum leikarans verður Jeppi sá heigull sem reynir að drekka í sig kjark, en með litlum árangri, góðlátlegur og mein- laus að jafnaði. En Lárus hlíf- ir honum ekki í neinu þegar við á, í höll barónsins verður hann ruddalegur, hefnigjarn og hættulegur umhverfi sínu. Hol- berg fer oft ómildum höndum um aumingja Jeppa, en veit- ir honum nokkra uppreisn hvað eftir annað, og þá mesta er hann heldur að hann eigi að deyja og kveður skyldulið sitt og húsdýr; þá forkunnlegu ræðu flytur Lárus innilega og fal- lega. Vafalaust hafa ýmsir er- lendir stórleikarar lýst hinum margfræga drykkjumanni af enn ríkara skapi og þrótti, en ég held að norrænir leikhús- menn hefðu af því bæði gagn og ánægju að kynnast frum- legum Jeppa Lárusar Pálsson- ar. Anna Guðmundsdóttir er Nilla, og túlkun henar hefð- bundin að því ætla má, en hún er traust og sönn, sýnilega dugnaðarforkur og búkona, hæfilega seyrð á svipinn, og ó- svífin og harðýðgin eins og pilsvargi þessum sæmir. Sumt kemur manni undar- lega fyrir sjónir í leiknum, Jeppi þekkir hvorki fógetann né baróninn í sjón og er þó ánauðugur leiguliði hans og ná- granni, sumir þjónar baróns- ins eru latínulærðir vel; en Holberg var ekki að fást um smámuni, enda samdi hann leikrit sín á ótrúlega stuttum tíma. Lýsing Nilusar baróns er líka allt annað en heilsteypt, hann er að öðrum þræði íhugull og virðulegur höfðingi og vel- viljaður leiguliðum sínum, að^ hinum skemmtanafíkinn, skeyt- ingarlaus og ófyrirleitinn, hön- um er það nautn að draga blygðunarlaust dár að hinum ósjálfbjarga fátækling Jeppa á Fjalli. Rúrik Haraldssyni tekst furðuvel að brúa þessar and- stæður, hann er glæsimenni hið mesta og trúr hárri stöðu sinni og flytur helztu ræður sínar virðulega, en góðu heilli skopast Rúrik dálítið að hon- um um leið, sýnir að baróninn er ekkert mikilmenni. Af þjón- um hans kveður langmest að Bessa Bjamasyni, en atriðið þegar þeir Rúrik leika mál- færslumennina, annar gormælt- ur, hinn smámæltur, er eitt hinna kostulegustu og hlægileg- ustu viðbragða, og mjög í stíl þeirra Holbergs og Moliére. Af öðrum þjónum má nefna Jón Júlíusson, hæfilega uppskafn- ingslegan og ankannalegan; Sverrir Guðmundsson og hinn gervilegi nýliði Hákon Waage eru skýrir í máli, en nokkuð daufgerðir. Valdimar Lárusson er dómari og fer skilmerkilega með það litla hlutverk. Konu fógetans er sleppt, en úr því örsmáa hlutverki má talsvert gera. en í stað þeirra birtast tvær laglegar þjónustustúlkur og gæla og dansa við Jeppa dauðadrukkinn: leikkonan Anna Herskind og dansmærin Krist- in Bjarnadóttir og fara snotur- lega með sín litlu pund. Krist- ín stígur ennfremur dans endr- um og eins ásamt Einari Þor- bergssyni, bæði tóku þátt í ballettum Fay Wemer fyrir skömmu. Árni Tryggvason er skýr og skemmtilegur Jakob skómak- ari og skilur rétt verkefni sitt, en er of góðmannlegur, tekst ekki að birta til nægrar hlítar þá óstöðvandi ágimd og svíð- ingshátt sem einkennir þann purkunarlausa óþokka. Loks er Klemenz Jónsson bóndi sá sem segir Jeppa sannleikann í lok- in, traustur maður. Leiknum var tekið með kost- um og kynjum sem vænta mátti, og Lárus Pálsson sérstak- lega hylltur í lokin, en hann á þrjátíu ára leikafmæli um þess- ar mundir. Guðlaugur Rósin- kranz leikhússtjóri færði hon- um hlýjar þakkir og árnaðar- óskir og afhenti hinum mikil- hæfa og ástsæla leikara og leik- stjóra styrkveitingu úr Menn- ingarsjóði leikhússins, en áhorf- endur fögnuðu Lárusi með lófaklappi og húrrahrópum. Það er von mín og spá að „Jeppi á Fjalli" eigi langt líf fyrir höndum, það eiga þeir að minnsta kosti báðir skilið, Ludvig Holberg og Lárus Páls- son, Á. Hj. Arni Tryggvason og Lárus Pálsson. Sumarkoma Nú heilsarðu sumar, og hvemig sem fer er hrollur í mannanna sonum; með ísköldum hramminum heilsar þú mér með hendumar fullar af vonum. Benedikt frá Hofteigi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.