Þjóðviljinn - 11.05.1967, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1967, Síða 1
Fimmtudagur 11. maí 19*67 -— 32. árgangur — 104. tölublað. Tvöhundrudþúsundnaglbítar Framvísaði þrenns konar faktúrum fyrir sömu vöru Páll Jónasson heildsali leystur úr gæzlu- varðhaldi og málið sent til saksóknara Fundur Alþýðubandalags■ ins í Reykjavik í kvöld □ Félagsfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefst að Hótel Borg í kvöld, fimmtudag klukkan 8.30. □ Þar fara m.a. fram þau aðalfundarstörf, sem fresta varð á síð- asta fundi. □ Þrír efstu menn á framboðslista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík tala á fundinum, þeir Magnús Kjart- ansson ritstjóri, Eðvarð Sigurðsson formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Jón Snorri Þorleifs- son formaður Trésmiðafélags Reykj avíkur. Ræðuefni frambjóðendanna í kvöld: Magnús Kjartansson: „Á vegamótum velgengni og vandræða“. Eðvarð Sigurðsson: Kjarabaráttan og kosn- ingamar. Jón Snorri Þorleifsson: Hvað er að gerast í Breiðholtinu? Magnús Kjartansson □ Páll Jónasson heildsali hefur nú verið lát- inn laus úr gæzluvarðhaldi og verður gert hlé á réttarrannsókn í máli hans meðan leitað er frek- ari upplýsinga erlendis. í skýrslum endurskoð- enda kemur fram að Páll hefur gerzt sekur um skjalafals og tollsvik svo nemur tæpum 2,6 milj- ónum króna. Jón Snorri Þorleifsson Gildir ,,me8an i framkvœmd er verSsföSvun" Verkfall lyfjafræðinga bannað með bráðabirgðalögum í gær □ Enn einu sinni hefur ríkisstjómin gripið til ofbeldisaðgerða gagnvart stéttasaimtökum með' því að gefa út bráðabirgðalög í gær þar sem verk- fall lyfjafræðinga er bannað og kjarasamningur þeirra við apótekara framlengdur óbreyttur ,,/með- an í framkvæmd er verðstöðvun“ eins og segir ■ í 1. grein bráðabirgðalaganna. ★ Er Ijóst af öllum gangi þessa máls, að eftir þessum að- gerðum rikisstjórnarinnar hafa apótekarar verið að bíða, sam- anber, að aðcins einn þeirra greiddi þeirri tillögu sátta- semjara rikisins atkvæði sitt að leggja málið í gerðardóm, þótt vinnuveitendur hafi til þessa jafnan verið fúsir til að leggja slíkar deilur undir úr- skurð gerðardóms. i ★ Það er heldur ekki áð' ástæðu- lausu að atvinnurekendur geta treyst á aðstoð ríkis- ið í Hafiarfirði Alþýðubandalagsfólk Hafn- arfirði — Stuðningsmenn G-listans. Rabbfundur verður í GÚð- templaraíhúsinu uppi f kfvöld M. 8.30. Fjölmennjð — Stjócnin. stjórnarinnar í kjaradeilum. Á undanförnum sjö árum hefur ríkisstjórnin gefið út hvorki meira né minna en 27 bráða- birgðalög og hafa ófá þeirra einmitt verið sett til „lausn- ar“ kjaradeilum, samanber þjónadeiluna, læknadeiluna, verkfræðingadeiluna, síld- veiðideiluna og flugmanna- deiluna svo að nokkur dæmi séu nefnd, í fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum barst í gær um setn- ingu bráðabirgðalaganna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu segir að ríkisstjórnin hafi talið rétt „með hliðsjón af hættu- ástandi sem skapast kann vegna verkfallsins“ að leggja til við forseta íslands að gefa út bráða- birgðalögin. Voru lögin staðfest í gær og eru þau svohljóðandi: t „1. gr. — Kjarasamningur milli Apótekarafélags íslands og Lyfjafræðingafélags íslands um kaup og kjör lyfjafræðinga frá 18. febrúar 1966, er sagt var upp af -hátfu Lyfjffi&ræðingafélags "fslaTKts fil að falla úr gildí 31. I desember 1966, skal gilda áfram frá gildistöku laga þessara, með- an í framkvæmd er verðstöðv- un samkvæmt heimiid í lögum nr. 86 23. desember 1966 eða þar til nýir samningar hafa ver- ið gerðir milli þessara aðila, en þó eigi lengur en til 31. október 1967. 2. gr. — Meðan samningur sá, sém 1, gr. fjallar um, gödir, eru óheimilar vinnustöðvanir lyfja- fræðinga hjá lyfjabúðum og lyfjaheildverzlunum, þar á með- al Vinnustöðvun sú, sem hófst 10. apríl 1967. 3. gr. — Fara skal með mál út af brotum gegn lögum þess- um að hætti opinberra mála og varða brot sektum. 4. gr. — Lög þessi öðlast þeg- ar gildí.“ í gær kallaði Þórður Björns- son, yfirsakadómari, blaðamenn á sinn fund og skýrði frá þvi sem fram hefur komið við rann- sókn í máli Páls Jónassonar heildsala vegna viðskipta hans við hinn danska kaupsýslumann E. Nielsen. Réttarrannsókn í máli Páls er nú lokið i bili og hefur hann og starfsmaður hans verið látn- ir lausir úr gæzluvarðhaldi. Máliö verður sent saksóknara rikisins og jafnframt er unnið að þvi að afla frekari upplýs- inga og hefur verið leitað til erlendra aðila um gagnasöfnun. / Byrjaði á frimerkjum Viðskipti Páls við E .Nielsen hófust á árunum 1958 og 1959 og þá í sambandi við sölu frí- merkja en urðu víðtækari með árunum. Eins og áður hefur ver- ið sagt frá í fréttum komst ekki upp um hina sviksamlegu við- skiptahætti þeirra félaga fyrr en í fýrravor, er eldur kom upp í fyrirtæki Nielsens og hann var úrskurðaður í - gæzluvarðhald grunaður um íkveikju. Kom þá í Ijós við rannsókn dönsku lög- reglunnar. að hann hafði gerzt sekur um sviksamlegt athæfi í viðskiptum. Hefur Niellsen þegar fengið dóm fyrir afbrot sín. Nielsen hafði mikil viðskipti við íslendinga og þá einkum Pál Jónasson heildsala, Lamba- stöðum, Seltjarnarfiesi. í nóv- ember sl. komu hingað til lands tveir lögreglumenn og endur- skoðendur frá Danmörku vegna rannsóknar á viðskiptum hans við íslenzka kaupsýslumenn. Varð íslenzkum yfirvöldum þá fyrst ljóst að þetta væri mál sem kæmi þeim við, þar eð ís- lenzkir viðskiptamenn Nielsens kynnu að hafa gerzt sekir um refsivert athæfi í viðskiptum við hann. Mistókst íkveikjan Var bókhald Páls Jónassonar þá tekið til athugunar og skjöl og gögn fleiri aðila eftir því sem ástæður þóttu til. Gögn þessi voru svo afhent Ragnari Ólafs- syni hrl. og löggiltum endur- skoðanda til rannsóknar. Jafn- ' framt var aflað gagna hjá toll- yfirvöldum og bönkum, en fyr- ir lágu gögn frá Nielsen, sem honum mistókst að brenna. Að fengnum endurskoðunar skýrslum Ragnars Ólafssonar um miðjan apríl var málið tek- ið fyrir hjá Sakadómi Reykja- víkur og Páll Jónasson yfir- heyrður hinn 14. apríl og úr- skurðaður í gæzluvarðhald þar sem hann sat frá 14. apríl til 3. maí. Fyrrverandi starfsmaður hans, Þorbjöm Pétursson Hraun- tungu 13 í Kópavogi, var einnig úrskurðaður í gæzluvarðhald hinn 21. april og sat þar til 3. maí. Húsgögn og harðviður Við rannsókn málsins hefur komið fram að í mörg ár hef- ur E. Nielsen eða fyrirtæki hans selt Páli mikið af vörum, eink- um húsgögn, harðvið og hús- gagnaáklæði. Hafa þessi við- skipti yfirleitt farið fram með Framhald á 3. "íðu. ■ í Afturkallar I framboð sitt ■ ■ ! I Morgunbladinu í gaer er ■ birt yfirlýsmg frá Sigfúsi J. ■ Johnsen í Vestmannaeyjum : þar sem hann tilkynnir að : hann dragi til baka framboð ■ sitt á lista Sjálfstæöisflokks- ■ ins í Suðurlandskjördæmi. ; Segir Sigfús ástæðuna vera j þá, að hann hafi verið bor- : iwn söfcum sem hann geti * ekki hreinsað sig af fyrir ■ kosningar, þótt hawn viti sig ; saklausan. — Kjördæmisráð j Sjálfstæðisfloikksins í Suður- ! landsk jördæmi hefur fallizt á ■ að svo vafasamur maður sem ; Sigfús með óhreinsaðan blett 5 á ærunni sé óhæfur í hópi j dyggðum prýddra frambjóð- ! enda fhaldsins. Var sálusorg- ; ari þeirra Vestmannaeyinga, ; Jóhann Hlíðar, fenginn til að j taka sæti Sigfúsar. Minna j mátti ekki gagn gera til að ■ sómakærir íhaldsframbjóð- ■ endur teldu sér hæfa félags- ; skapurinn. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■,■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■) * ■■■■■■■■■■■■•«■■■■■■■' *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ IGOR OJSTRAKH leikur hér í ncestu víku Einhver þekktasti fiðluleik- ari heims, lgor Oistrakh, son- ur hins heimsfræga sovézka fiðlusnillings, Davíðs Oi- strakhs, heldur hér tvenna tónieika á vegum Tónlistar- félagsins í næstu viku. Igor Davíðsson Oistrakh er fasddur í Mosikvu árið 1931. Hann var snémma setitur tii tónlistarnáms eins og lög gera ráð fyrir ag lauk prófi við Tónilistarhásikólann í Moskvu 1955. Igor lét fyrst' til sín heyra á alþjóðlegum vett- vanigi , er hann vann fyrstu verðlaun í afþjóðlegri keppni fiðluleikara í Búdapest 1952 og skömmu síðar í Wienawski- keppndnni i Póllandi og marga aðra viðurkenningu hefur hann hllötið fyrir list sína. Igor hefur leikið mjóg mdkið með föður sfnum og hafa þeir oft farið saman í tónileikaferðir til útlanda. Igor kennir við Tónlistarhásikólann £ Möskivu. Tónleikarnir verða í Aust- urbæjaiibíói á mánudag og briðjudag kl. 7. A efnisskrá eru fiðlusónötur eftir Beethov- en, Prökof’éf og Raivel og Chaconne efiftr Baeh. Undir- leikari er Vsévolod Petrúsj- anskí. Igor Oístrakh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.