Þjóðviljinn - 12.05.1967, Page 3

Þjóðviljinn - 12.05.1967, Page 3
Föstudagur 12. maá 1967 — ÞJÓÐVTUINN — SÍÐA 3 Djöflaey Grikklands aftur í notkun 6138 fangar á nakinni klettaeyju i Eyjahafi - Helviti á jörSu - Frásögn fyrrverandi fanga i norsku dagblaSi B Gríska herforingjastjórnm hefur aftur tekið í notk- un fangaeyna Jaros. Innanríkisráðherrann Patakos hefur sagt að 6138 menn sem handteknir voru eftir valdaránið, hafi nú verið fluttir til þessarar nöktu, vatnslausu kletta- eyju' í Eyjahafi. Þessi gríska Djöflaeyja hefur áður gegnt svipuðu hlutverki: í meðfylgjandi grein segir blaðamaður norska Dagblaðsins frá viðtali við einn þeirra þúsunda fanga er þar voru geymdir eftir að grísku borgarastyrjöld- inni lauk. Harðir fangelsisdómar fyrir að „móðga " Grikkjakóng Það var erfitt, segir blaðamað- urdnn, sem nú er í Aþenu, að finna mann sem hafði verið á Jaros. Fáir eru á lífi og enn færri ganga frjálsir í dag. Einn maður tók á sig þá hættu að segja frá dvölinni þar — af skyldurækni við látna félaga sína og þá sem nú eru á eynni. Maður þessi hafði barizt við Þjóðverja í fjöllunum í heims- styrjöldinni. Síðan hafði hann barizt með kommúnistum í borg- arasityrjöldinni. Hann var hand- tekinn af stjórnarhernum og sendur til Jaros bg var þar fimm ár. Hann var heppinn — flestir félaga hans voru látnir lausir eftir 10—15 ára fangelsisvist- 95% þeirra voru með berkla. Og margir aðrir voru fluttir frá Jaros. Fangaverðir á Jaro? voru stoltir yfir lágri dánartölu á Jaros — þær skýrslur höfðu þægileg áhrif á stjórnardeildir í Aþenu. Og fangar sem voru að bana komnir voTu fluttir í land svo að þeir dæju annarsstaðar. Við gengum saman eftir Sofíu- búluvarðinum, fjórir saman. Hann var lengst til hægri. Hann horfði beint fram fyrir sig og breytti ekki um tón þótt hann segði frá skelfilegustu tíðindum. Á milli okkar gekk Grikki sem þýddi orð hans á ensku. Og á . eftir okkur gekk ungur maður sem gætti þess að enginn kæmi Jftan að okkur til að hlera. 6g skrifaði frásögn hans niður eftir minni strax að fundi okkar loknum. Eilífur þorsti — Það eru engin tré á J&ros, sagði hann. Engir bæir. Á eynni hafa aldrei búið menn, aðeins fangar. Eyjan er svo nakin að hún heldur ekki regnvatni. Við vorum fluttir þangað 550 fangar á landgöngubáti snemma morguns. ÞSrna er engin höfn. Þegar bátar komu að vetrarlagi með brenni, urðum við að vaða út í sjóinn til að hirða það. Hermenn með alvæpni stóðu allt í kring um víkina þar sem við lentum. Maiór einn gekk til okkar og öskraði að hver sá sem sýndi mótþróa yrði skotinn. Við borðum ekki að hreyfa okkur. Hermennirnir hröktu okk- ur út í fjöruborðið/ Sólin kom upp en við gátum ekki annað gert en staðið og beðið. Allan daginn. Mér fannst ég hvorki svangur né þreyttur. Mér fannst aðeins ég þyrfti að kasta af mér vatni og drekka. Jafnvel saltan sjó. En hermennirnir fylgdust með ’okk- ur. Við S'tóðum í vatni en þorð- um ekki að beyg.ia okkur niður til að drekka. Sóiin settist. Einn okkar hneppti upp buxum sínum. Nokkrir aðrir fóru að dæmi hans. Svo gerðum við það allir, allir 550. Þá réðust hermennirnir á t>kk- ur. Þeir reyndu alltaf að hæfa okkur í höfuðið- Þeir lömdu á okkur þar til þeir voru dauð- Fjórburar fædó- us! í Danmörku Kaupmannahöfn 11/5 — 26 ára gömul kona átti fjórbura í Kaupmannahöfn í gær og líður móður og bömum vel. Drengimir fjórir fæddust átta vikum fysnr tímann og vona teknir með keró- Braskurði- þreyttir. Það dimmdi og allt varð hljótt, nema öðru hvoru heyrð- ust sársaukavein frá einhverjum fanganna. Sumir komu aldrei til heilsu eftir þetta. Nokkrir gengu af vitinu eftir höfuðhöggin. Að lokum var okkur skipað að leggjast niður og sofa. Daginn eftir byrjuðu þeir að berja á öll- um sem dirfðist að hreyfa sig. Þeir sem stóðu og létust hvorki sjá né heyra fengu líka sinn skerf. Helvíti Þú ert svona kaldrifjaður, BRUSSEL, LONDON 11/5 — Að loknum þriggja daga umræðum samþykkti brezka þingið í gær- kvöld að Bretland skyldi sækja um upptöku í Efnahagsbanda- lagið. Voru 488 þingmenn með en 62 á móti. í dag var umsókn- in lögð formlega fram í bæki- stöðvum EBE í Brussel, undir- rituð af Wilson forsætisráðherra. Bæði íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn studdu Wilson í þessu máli, mótat- kvæðin voru flest úr hans eigin flokki. Vinstrimenn í Verka- mannaflokknum hafa í umræð- um látið í ljós ótta um að aðild Breta að EBE hefði i för með sér stórfellda skerðingu lífs- kjara; þannig sagði landbúnaðar- ráðherrann í ræðu í gær, að verð á matvælum mundi stór- hækka ef aðild verður sam- þykkt. Bretar sækja um leið um að- ild að Kjarnorkumálastofnun Evrópu svo og að Stál- og kola- sambandinu. sem starfa í tengsl- um við EBE. Árið 1963 beittu Frakkar neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir aðild Breta, en munu að líkindum ekki fara þá leið núna. Wilson hefur látið í Ijós þá von að samningum um aðild sagði einn liðsf'oringjanna og réðst á mig með kylfu. Þú hlýt- ur að vera flokksritari eða leið- beinandi. Þeir létu okkur fara úr öllum fötum og hermenn hræktu á okkur og reyndu að berja á okk- ur éistun með byssuskeftum og æptu að okkur, froðufellandi af heift. Við urðum að standa naktir allan daginn meðan þeir athuguðu farangur okkah. Þeir hirtu allt verðmætt, úr og hringi. Þeir brenndu öllum skil- ríkjum okkar til að staðfesta að við værum ekki lengur til. Þeir skáru ábreiður okkar í hengla Og göt á skósóia okkar. Þrældómur Okkur var skipað til nauðung- arvinnu átta stundir á dag. Vei'st var að hafa það á tilfinningunni að það sem við gerðum væri markleysa. Við lögðum vegi. sem engan tilgang höfðu, grófum bmnna sem við vissum að mundu fyllast af saltvatni, gróð- Breta verði lokið á þessu ári, en Frakkar hafa gefið til kynna að viðræður muni taka langan tíma. Danska þingið samþykkti í dag með 150 atkvæðum að taka upp aftur samningavi^Sræður í Bruss- el um aðild Dana að EBE. Þing- menn Sósíalíska alþýðuflokks- ins greiddu allir atkvæði gegn tillögunrý ► Sovézka blaðið ízvestía skrif- ar í dag. að aðild Svíþjóðar að EBE gæti haft óheppileg á- hrif á hlutleysisstefnu landsins og varar Dani og Norðmenn við efnahagslegum afleiðingum að- ildar. New York 11/5 — Ú Þant, aðal- ritari SÞ hefur enn látið í ljós þá sannfæringu sína að Banda- ríkin verði að hætta loftárásum á Norður-Víetnam ef samningar eigi að takast. Hann lét og í ljós ótta um að styrjöldin í Víetnam gæti orðið fyrsta skref í'átt til heimsstyrjaldarinnar þriðju þar eð hún gerði æ líklegri árekstra milli Bandaríkjanna og Kína. ursettum tré sem við vissum að gætu ekki lifað. Dag nokkurn kom embættis- maður frá innanríkisráðuneyt- inu í heimsókn. Hann sagði við ættum að byggja nýtízku fang- elsi fyrir 7000 manns. Þarna skyldi rísa 150 m löng og 70 m breið bygging, margra hæða. Fleiri fangar komu og bygging- arefni var sent. Áður en embætt- ismaðurinn færi hélt hann ræðu og lofaði mat, fatnaði og vasa- peningum. Þegar hann var farinn hélt fangabúðastjórinn ræðu og sagð- ist treyste því að við dræpum okkur af ofreynslu við að reisa fangelsið og enginn lifði það af að flytja úr tjöldunum inn í það. Eins og egypzku þrælarnir sem reistu pýramítana. Við stóðum í löngum röðum, hundruðum sam- an og handlönguðum byggingar- efnið frá ströndinni. Loft.ið bergmálaði bölvi og skipunum hermannanna, en við hugsuðum aðeins um eitt: vatn. Við reistum fangelsið á fj.ór- um árum. 1700 fangar unnu eins og þr' ’ar við að byggja yfir sig fangelsi. Blóminn af æsku Grikklands byggði þetta fangelsi með blóðrisa höndum. Við hugs- uðum aðeins um eitt: vatn. Til að við gætum lifað þetta af og sagt frá því hvernig fangelsið á Jaros varð til. Til að við gætum lifað af og hefnt okkar — þótt við yrðum að bíða til dómsdags. AÞENU 11/5 — Grískir herdóm- stólar hafa dæmt menn í harð- ar refsingar fyrir að „móðga konunginn“, segja blöð í Aþenu í dag. Herdómstóll í Saloniki hefur t.d. dæmt fjóra menn í 2—4 ára fangelsisvist fyrir að „móðga konung“, en ekki er sagt með hvaða hætti. Þrír aðilar voru dæmdir í sex mánaða til þriggja ára fangelsi fyrir að hafa hunz- að bann um að bera vopn. Tilkynnt hefur verið að flest- ir pólitískir foringjar tsem handi teknir voru eftir valdaránið hafi verið lát.nir lausir — þetta á þó ekki við um foringja vinstri- flokksins EDA. Herforingjastjórnin hefur fyr- irskipað verðstöðvun. i laridinu og innleitt strangari ákvæði um út- og innflutning á gjaldeyri. Þá hefur hún og sett af yfir- mann grísku kirkjunnar, Khrys- ostomos erkibiskup. sem er 87 ára að aldri. Alþjóðlega blaðam annasam- bandið hefur sent innanríkis- ráðherra Grikklands skeyti og farið fram á að prentfrelsi verði komið á aftur í Grikklandi sem fyrst. Samstarf vlnstri afla í Frakklandi París 11/5 — Vinstriflokkamir frönsku hafa sett upp sameigin- lega pólitáska miðstöð og stigið þar með nýtt skref til flokks- myndunar. Var þegar haft samd- ban við kommúnista um undir- búning að viðræðufundum sem menn vona að lgiði til að samin verði sameiginleg pólitísk stefnu- skrá þessara afla. Talsmaður vinstribandalagsins sagði í dgg, að ef þetta tækist mætti öllum vera Ijóst að vinstri armurinn í frönskum stjómmál- um gæti boðið upp á jákvæða stefnu sem greinargntt svar við Gaullismanum. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar 1. Landspítalann vegna sumarafleysinga. Barnagæzla fyrir hendi. — Upp- lýsingar veitir forstöðukonan 1 síma 42160 og á staðnum Skrifstofa ríkisspítalanna. 1 'íf-rir. má EGILSSTADIR Vér óskum eftir að ráða nú þegar, eða sem allra fyrst, FORSTÖÐUMANN fyrir nýrri tryggingaskrifstofu í Eigilsstaðakauptúni, Ennfremur SKRIFSTOFUSTÚLKU á sama stað. Upplýsingar um störf þessi veitir Skrifstofuumsjón, Ármúla 3, Reykjavík, og Magnús Einarssoin, fulltrúi, Kaupfélagi Héraðsbúa, Egilsstöðum, og liggja umsókn- areyðublöð frammi á þessum stöðum. SAMVIN N UTRYGGINGAR Unga fólkið fær 25% afslátt allt árið! JFJLUGFELsXG ISJLAJVDS Flugfélagið boðar nýjung I fargjöldum: 25% afslátt af venjulegum fargjöld- um á Evrópuleiðum fyrir ungmenni á aldrinum 12—22 ára. Afslátturinn gildir allt árið frá l.apríl 1967. Allar frekari upplýsingar og fyrir- greiðsla hjá IATA-ferðaskrifstofun-. um og Flugfélagi íslands. Nú þarf enginn að sitja heima I Fljúgið ódýrt með Fíugfélaginu -áætlunarflug með Boeing 727 þotu hefst 1. júlí. f/FJLUCJFCUVG / mEM]727l Tímamót í fslenzkum ílugmálum 530] 1937 AlþjóSasamvinna um ílugmál FLUGFÉLAGISLANDS Bretar hafa sótt um aðild að EBE — og Danir fylgja í fótspor þeirra ©AUGLÝSINGASTOFAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.