Þjóðviljinn - 12.05.1967, Síða 10
Ásthildur Gunnarsdóttir með börnum síniim.
Htisaleigulögin vantar
Réttur leigjenda er enginn
Húsaleigan hækkuð þrátt fyrir verðstöðvunina
Eins og sagt var frá hér
í blaðinu í gær hefur okrið
á húsaleigu líklega aldrei ver-
ið eins ósvífið og þetta vor
og standa margir ráðalausir
frammi fyrir þeim vanda að
útvega sér leiguhúsnæði sem
þeir ráða við að borga. Þá
virðist einnig mikið um það
að húseigendur reyni að
hækka húsaleiguna, þrátt fyr-
ir lögboðna verðstöðvun, og
skáka þá i þvi skjólinu, að
leigjendur þeirra séu í svo
miklum vandræðum að þeir
gleypi fremur þegjandi við
hækkuninni en að þeir kæri
fyrir viðeigandi yfirvöldum.
Margir sem nú eru í hús-
næðisleit hafa haft samband
við Þjóðviljann og lýst vand-
ræðum sínum og er greini-
legt af frásögnum þessa fólks
að aldrei hefur okrið verið
jafn gífurlegt, enda eru eng-
in gildandi ákvæði í lögum
um hámarkshúsaleigu. Tiltölu-
lega langmest virðist vera
okrað á minnstu íbúðunum.
eins til tveggja herbergja og
oft ótrúlegt hvað talið er til
íbúða í þessum stærðarflokki.
Einhleyp eldri kona hefur
t.d. lýst því fyrir blaðinu sem
henni hefur verið boðið og
. hefur verðið á íbúðunum
verið frá 3.500 kr. upp í 6000
fyrir utan ljós og hita, en
svona mikið1 sagðist konan
ekki getað borgað. Hún vinn-
ur úti og hefur um ll þús.
kr. á mánuði í kaup, og það
er alveg útilokað, sagði hún.
að borga kannski helminginn
af kaupinu sínu í húsaleigu.
því þegar búið er að taka
skattinn líka verður lítið eft-
ir til að lifa á. Skárstu kjör-
in sagði hún að væru á stór-
um íbúðum miðað yið stærð,
— en það er erfitt að standa
í því að leigja út frá sér og
ég treysti mér ekki heldur til
að taka á mig ýmsar þær
kvaðir sem fylgja, eins og t.d.
að hreinsa íbúð húseigandans
eftir að ég kem frá vinnu
minni á kvöldi'n.
Sem dæmi um hvað boðið
er upp á sem íbúðir nefndi
konan að hún hefði getað
fengið leigða svokallaða
tveggja herbergja íbúð sem
átti að kosta 3000 kr. á mán-
uði, en þegar á staðinn kom
reyndust herbergin tvö vera
eitt kjallaraherbergi sem
hólfað hafði verið í sundur
að hálfu með tréskilrúmi og
að hálfu með tjaldi og var
innri hlutinn gluggalaus. í
eldhúsinu með þessu var eng-
in eldavél, en bent á að leigj-
andi gæti keypt sér rafmagns-
plötu til að elda á.
Álíka sögur sagði okkur
ung einstæð móðir þriggja
barna, sem stendur á götunni
um næstu mánaðamót ef
henni tekst ekki að ná sér
í eitthvað fyrir þann tíma.
Konan, sem heitir Ásthildur
Gunnarsdóttir, sagðist hafa
reynt allt sem hún gat til að
útvega sér og börnunum
húsnæði, — en ég hef ekki
ráðið við þetta, sagði hún,
ýmist eru íbúðirnar svo stór-
ar og dýrar eða þá að heimt-
uð er fyrirframgreiðsla fyrir
hálft og heilt ár, — fyrir. ut-
an þau tilfelli þar sem íbúð-
in stendur ekki til boða fólki
með börn.
— Svo er það lykilgjaldið
og fleiri kröfur. Einn heimt-
aði 30 þúsund í lykilgjald og
annar vildj gjarna leigja
ungri konu með því skilyrði
að hann fengi að heimsækja
hana!
Ég ætlaði ekki að leita til
bæjarins fyrr en í fulla hnef-
ana, en hef nú neyðzt til
þess. Þeir tóku mér vel svo
ég vona að úr rætist.
Mannleg greind,
bék frá Máli og
ný félags-
menningu
Súkamo sviptur titlz
DJAKARTA 11/5 — Súkarnó
fyrrum Indónesíuforseti, hefur
nú endanlega verið sviptur titli
þjóðhöfðingja og fengið tilmæli
um að flytja úr Merdekahöllinni,
sem hefur verið embættisbústað-
ur hans í 22 ár.
DIOÐVIUINN
IPöstudagur 12. maa H)6V — 32. ángangur — 105. tölublað.
, Vísitalan óbreytt í maí
Aukin niðurgreiðsiu
★ I fróttatilkynningu sem Þjóð-
viljanum barst í gær frá Hag-
stofu íslands segir að kaup-
lagsnefnd hafi reiknáð út vísi-
töllu framfærsiluikosrtnaðar í
maíbyrjun og hafi hún reynzt
vera 195 stig eða hin sama
og í aprílbyrjun.
★ Breytingar hafa orðið á tveim
liðum vísitölunnar. Húsnæðis-
liðurinn hefur hækkað um 4
stig, úr 140 stigum í 114 stig.
Hins vegar hefur liðurinn
matvörur lækkað um 2 stig,
úr 245 stigum í 243 stig. Hef-
ur sú lækkun verið fengin
fram með aukinni niður-
greiðslu úr ríkissjóði á kart-
öflum. Er það gert til þess
að halda visitölunni óbreyttri.
★ Um þessar breytingar segir
svo í fréttatilkynningu Hag-
stofunnar: Húsnæðisliður vísi-
tölunnar, sem breytist éftir
sérstökum reglum, settum af
kauplagsnefnd, hækkaði nú
sem svarar 0,6 stigum, vegna
hækkunar á vísitölu bygging-
arkostnaðar ó síðastliðnu ári.
Samtímis var, að tilhlutun
ríkisstjórnarinnar, ákveðin
lækkun á smásöluverði kart-
aflna sem svarar 0,7 stigum.
Þessi verðlækkun er greidd
niður af ríkissjóði að svo
miklu leyti sem tekjur af er-
lendum kartöflum — innflutt-
um á þessum vetri — hrökkva
ekki til þessara útgjalda. —
Aðrar breytingar í aprílmán-
uði voru ekki teljandi.
Iðnskólanum gefnar kennslu-
skuggamyndir og stillitæki
í gærdag voru Iðnskólanum í
Keykjavík færðar að gjöf 96 lit-
skuggamyndir, — ásamt texta
með hverri mynd. Eru þessar
myndir ætlaðar til kennslu á
viðhaldi og stilíingu olíukyndi-
tækja á sérstökum námskeiðum
fyrir rafvirkja og rafvélavirkja I
skólanum.
Gjöf þessa aflhenti Helgi Tlhor-
valdsson, forsitjóri AiLuminium &
blilcksmiðjunnar h.f. við Suður-
landsibraut 10, — gaf Helgi jafn-
framit fyrirheit um aðra gjöf sfð-
ar, — sérstalkit sett af sitillitælkj-
um og mælum frá B.I.I.C. í Pitts-
burg, Bandaríkjunum. Eru lit-
skuiggamyndirnar lýsingar á
þessum mælum og stillitækjum
og hvemig þau eru notuð við
ölíuikynditækin.
Þá útskýrði Ágúst Karlsson,
kennari og tæknifræðingur hjá
Olíufélaginu h.f. og sýndi jafn-
framt sett af svona mælum, en
það eru mælar fyrir kolsýrling,
kolsýru, brennisteinsvatnsefni og
súrefni, mælar til leitar á ýms-
um gastegundum og edtruðum
gufum, mæilar fyrir loftstreymi,
raika, þrýsting og hita, sjálfrxt-
andi línuritsmælar, súg- og reyk-
msalar fyrir kynditseiki, nýtnis-
mælar fyrir olíukynditæki svo að
eitfihivað sé nefnt.
Svóna mælasett toostar um sex
þúsund krónur og rfkir furðu-
legt tómlæti um svona hluti í
a.tvinnulífinu, sagði Helgi Thor-
valdsson.
Mér er ekki kunnuigt um að
kyndistöðin inn- við Blliðaárvog
eigi sivona mæla, sagði Heigi, og
brennir hún þó um 60 tonnum af
ollíu á sólarhring, — en fúilyrt
er, að notkun á svona mælum
getd sparað um 4% til 8% í nýt-
Framhald á 7. síðu.
t;
Út er komin ný félagsbók Máls
og menningar, Mannleg greind
— þróunarskilyrði hennar og
hlutverk í siðmenntuðu þjóðfé-
Iagi, eftir Matthías Jónasson.
I formála gerir höfundur svo-
fellda greind fyrir venki sínu:„Sið
menntuð nútímaþjóð hefúr ek'ki
ráð á að láta aflburðagreinda
unglinga fara á mis við viðeig-
andi menntun sökum fjárskorts
þeirra, afskekktrar búsetu eða
jafnvel ókunnu^lei'ka þeirra
Afli Suðureyrar-
báta í apríl sl.
Suðureyri 9/5 — Afli Suður-
eyrarbáta í apríl var sem hér
segir: Tonn í lögnum
Ól. Friðbertss. 166,0 10
Friðbert Guðm. 141.1 10
Tonn í róðrum
Síf 295,9 23
Vilborg 122,3 20
Stefnir 199,5 22
Páll Jónsson 191,2 21
Barðinn 285,5 21
sjálfra um eigin hæfileika og
væntanlega menntabraut. Af
sömu nauðsyn ber að nýta tak-
markaða greind hins tomæma og
efla hana til þroska, svo að hann
verði nýtur samfélagsþegn. Án
slíkrar hagsýni í menntunarvið-
leitni sinni fær siðmenntað nú-
tímaþjóðfélag ekki staðizt.
Bók mán er ofunlítið framlag
til lausnar þessa vanda. I henni
reyni ég að skýra manniega
greind í verund sinni og þróun,
þann sálarlífslþátt sem mestu ræð-
ur um árangur og árangursleysi í
námi. Ég leitast við að sýna,
hvaða tök eru á mælingu eða
vísindalegu mati greindar og
hvaða vanda slílct mat er bund-
ið. Jafnfnamt er reynt að gera
•grein fyrir þeim samfélagslegu
aðstæðum, sem ráða verulega
þróunarsldlyrðum greindar og
hlutdeild hennar í framvindu
menningarinnar. Höfundur styðst
vitanilega við skoðanir margra
vísindamanna en bókin er þó
ekki sáður vaxin upp af rann-
sófcnum hans á íslenzkum umg-
mennum, mikílum námsafrékum
þeirra annarsvegar og hönmu-
legum mistöioum í námi hins-
vegar.“
Þá er þess að geta að baaöi
þúsundir bama og unglinga og
skólastjórar hafi sýnt hjálpsemi
í sambandi við þessar rannsókn-
ir og að Vísindasjóður hafi tvisvar
veitt fé til þeirra. Bólkin, sem er
304 bls. skiptist í fjóra þætti,
'heitir sá fyrsti Hvað er greind?,
annar Eðlisgreind og umJhverfi,
þriðji Greindarmat og greindar-
mælingar, fjórði Framvindulhlut-
verk greindar.
Átök í Hongkong
HONGKONG 11/5 — Til átaka
kom í dag milli lögreglu og
hundraða , kínverskra verka-
manna í Hong Kong, og hrópuðu
verkamenn Maósinnavígorð og
hentu grjóti í lögreglumenn. Á-
tök þessi spretta af vinnudeilu
í gerfiblómaverksmiðju, þar
hefur 20 verkamönnum verið
sagt upp vinnu sakir þess að
þeir væru óþarfir og 1000 hafa
um hríð verið atvinnulausir fyr-
ir sakir verkbanns.
Það gcrast nú daglega tíðindi
að „viðreisnar‘‘stjómin setji ný
bráðaþirgðalög — til að bjarga
„viðreisninni“. Vaori ekki óvið-
eigandi að stjómin tæki upp
gamla auglýsingaorðið: Einn
banani á dag setur meltinguna í
lag — með smábreytingu þó.
Ein bráðabirgðalög á dag setja
„viðreisnina í lag“.
Að þessu sinni fjalla bráða-
birgðalög um ráðstöfun á áfgangi
fjár er verja átti til verðuppbótar
á ferskfiski og eru þau svohljóð-
„Porseti Islands gjörir kur.nugt:
Sjávarútvegsmálaráðlherra hef-
ur tjáð mér, að útvegsmenn hafi
orðið fyrir stórkostlegu veiðar-
færartjóni á s.l. vetrarvertíð og
beri nauðsyn til að hlaupa hér
undir bagga. Br frumvarp til laga
um ráðstafanir vegna sjávarút-
vegisins var- lagt fram á síðasta
Alþingi hafi verið gert ráð
fyrir að verðbætur á fersk-
fisk samkvæmt 1. grein lag-
anna myndu nema allt að 100
milljónum króna á árinu 1967.
Vegna aflaleysis á siðustu vetrar-
vertíð sé Ijóst, að verðbætur sam-
kvæmt 1. gr. laganna verði a.m.
k. 12,5 milljónir króna lægri en
gert var ráð fyrir. Sé því/rétt að
verða við eindregnum óskum út-
vegsmanna, að þessari fjáiihæð
verði varið til greiðslu upp í
framangreint veiðarfæratjón.
Fyrir því ern hér með sett
bráðabirgðalög samkvæmt 23. gr.
stjórnarskrárinnar.
1. gr.
Aftan við 1. gr. laganna komi
ný málsgrein svohljóðandi:
Auk þeirra verðuppbóta, sem
um rasðir í 1. mgr. þessarar
greinar er heimilt að greiða úr
ríkissjóði 12,5 milljónir króna til
að bæta útgerðarmönnum tjón
á fiskinetum, er þeir hafa orðið
fyrir á vetrarvertíð 1957. Lands-
samband íslenzkra útvegsmanna
skal ráðstafa þessu fé í samráði
við Fiskifélag fslands.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi“.
Gjört að Bessastöðum, 11. maí
1967.
Ásgeir Ásgeirsson
(L. S.)
Verk Jakobínu Sigurðardóttur kynnt
Menningar- og friðarsamtök
kvenna efndu til mjög fjöl-
sóttrar og vel heppnaðrar
kynningar á verkum Jakobínu
Sigurðardóttur á miðviku-
dagskvöldið.
í upphafi samkomunnar
minntist fonnaður MFÍK
María Þorsteinsdóttir, friðar-
dagsins. Amheiður Sigurðar-
dótttr magister flutti greinar-
gott erindi um Jakobínu Sig-
urðardóttur, rakti æviferil
hennar og skáldferil og gerði
grein fyrir stöðu hennar í
íslenzkum bókmenntum. Þá las
skáldkonan sjálf upp úr ó-
prentuðu verki sínu við mikla
hrifningu viðstaddra.
Að loknu hléi var í upp-
lestri gefinn þverskiurður af
verkum J akobínu. — Helga
Hjörvar las úr ljóðum henn-
ar, Vilborg Dagbjartsdóttir
las kafla úr ævintýrinu Saga
af Snæbjörtu Eldsdóttur og
Ketilríði kotungsdóttur, Bryn-
dís Schram las kafla úr Dæg-
urvísu og Guðrún Stephensen
söguna „Maður uppi í staur"
úr safrrinu „Púnktur á skökk-
um stað“. — Á myndinni sér
yfir Muta fundarmanna.
IMNHfllinil