Þjóðviljinn - 19.05.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1967, Blaðsíða 1
N Ni Verkfall boðað á farskipum 25. mai nk. Föstudagur 19. maí 1967 — 32. árgangur — 109. tölublað. í fyrrakvöld boðaði Farmanna- og fiskimannasamband íslands verkfall hjá þrem féiögum yf- irmanna á farskipunum og kem- ur það til framkvæmda næst komandi fimmtudag, 25. þ.m. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Eru það vélstjórar, stýri- menn og loftskeytamenn á far- skipunum sem hér um ræðir. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar í gær hjiá Farmanna- og fiskimannasambandinu að samn- ingar hefðu staðið yfir milli deiluaðiia frá því sl. haust ekkert þokað í samkomula-.^u. enda munu atvinnurekendur hafa um það fyrirmæli að semja ekki um neinar kauphækkanir. Hefur sáttasemjari rikisins haft dedl- una til meðferðar að undanfömu. Komi verkfaUið tU fram- sem allar horfur virðast á mun af því leiða stöðvun farskipanna smám saman, en sjálfsagt gríp- ur ríkisstjómin til bráðabi^gða- I lagavopnsips ef að vanda lætur. S>- Átti að gera njósnaskýrslu um kennurustétt lundsins? Valdimar Indriðason framkvæmdastjóri (t.h.) og Sigurður Vigfús- son vigtarmaður fyrir utan vigtarskúrinn á Akranesi eftir að búið var að vigta upp úr Víkingi í fyrradag. (Ljósm. Þjóðv; H. G.) Víkingur með metafla: Landaði 496 tn. á Akranesi í vikunni í fyrradag lauk löndun úr tog- aranum Víkingi á Akranesi, en hann kom þangað á þriðjudag með mesta afla sem hann hef- ur fengið til þessa og einn allra- mesta afla sem íslenzkur tog- ari hefur fengið í einum. túr. Blaðamann Þjóðviljans bar að er löndun var að ljúka úr tog- aranum og hitti þar um borð Valdimar Indriðason frkvstj. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar á Akranesi, sem er eig- andi að Víkingi. Sagði Valdemar að Víkingur hefði landað samtals 907 tonn- um á Akranési í tveim síðustu túrum, en alls hefði togarinn fiskað um 1900 tonn síðan um áramót, og áætlaði Valdemar að aflaverðmætið væri um 12 milj. kr. á þessum tíma. Uppi í vigtarskúr var Sigurður Vigfússon löggiltur vigtarmað- ur að enda við að vigta síðasta bílinn með fisk úr Víkingi. Biðu menn spenntir meðan Sigurður var að leggja saman það sem landað hafði verið úr togaranum Framhald á 2. síðu. Menntamála- ráSuneytiS kippfi i spottann ■ Kennarar við skóla lands- 'ns hafa nýlega fengið í hendur frá fræðslumálastjóra spumingalista nobkum sem beir voru beðnir að svara og sagt að væri vegna athugun- ar á vandamálum íslenzkra fræðslumála iog samvinnu á -1 bjóðavettvangi. a Athugun þessi reynd- ist þó ekki vera á veg- um Fræðslumálaskrif- stofunnar eða mennta- málaráðuneytisins ís- lenzka, heldur fram- kvæmd af svokallaðri „Alþjóða skólarann- sóknastofnun Peabody kennaraháskólans í Bandaríkjunum“, en tek- ið fram að menntamála- ráðuneytið og Fræðslu- málaskrifstofan fengju að njóta góðs af niður- stöðum hennar, er veita myndu „gagnlegar upp- lýsingar um afstöðu ein- takra kennara gagnvart nokkrum veigamiklum báttum er varða fræðslu- mál og menntun í land- inu“. ■ Er ekki að efa að svör kennaranna hefðu veitt ýms-’ Nam utlendinga og stöpf erlendra fr&ói-og vísindamanna hérlendis hefur; mikilvæg og gagnleg áhrif a. óveruleg eða engin áhrif skaöleg áhrif (skoÖun óákyeóin) a. bv c. d. w c. ■ m d» . 3. Dvöl bandarískra henaanna á íslandi 'hefuí'j a. mikilvæg og gagnleg^áhrif /a. . b. - overuleg eóa engin ahrif b. c. skaöleg áhrif (skoöun óákveöin) c. III d. ■ cTT- 10. Feróalög Islendinga erlendi.s hafaj a. æikilvæg og gagnleg áhrif a. b . c. óveruleg eöa engin áhrif skaöleg áhrif b . C. d. (skoðun óákveöin) 3T—: Sýnishorn spurningranna í njósnaplagginu. ar fróðlegar upplýsingar um afstöðu þeirra, jafnvel til nokkurra þátta íslenzkra fræðslumála, en þó fyrst og fremst pólitíska afstöðu beirra auk upplýsinga um hvaða erlend lönd þeir hefðu gist og hygðust gista og í hvaða erindagjörðum. „Gagn- legar“ hefðu þó þessar upp- lýsingar tæpast orðið öðrum en þeim sem leggja stund á persónun jósnir um íslendinga fyrir upplýsingaþjónustu Bandaríkj anna. ■ Er kennarar voru ný- búnir að fá spuminga- listana var könnunin skyndilega stöðvuð af mermtamálaráðuneytinu og gefin sú skýring að hún hefði ekki verið út- búin eins og um var tal- að! Sjá síðu 0 Maður beið bana í gær af voðaskoti Það hörmulega slys varð hér í Reykjavík í gærdag að 78 ára gamall maður beið bana af völdum voðaskots. Voru þrír unglingar, 14—15 ára að aldri, að leika sér að því að sk'jóta af fjárbyssu og endurkastaðist kúlan í síðasta skot- inu af vatnsfleti í skurði sem þeir voru að skjóta eftir og lenti í höfðinu á gamla manninum er var staddur við skurðinn í sömu stefnu og þeir skutu í en allmiklu ofar við hann en þeir. Atburður þessi átti sér stað um kl. 3 síðdegis. Var gamli maðurinn staddur á svököluðu Múlatúni í Fossvogi og var þar að hiuiga að kindum sem hann hafði þar í vörzlu og var hann við skúr sem hann hýsti þær í. Stóð skúrinn á skurðbakka. Þarna nokkru neðar við 'Skurð- inn voru þrír unglingar, 14 til 15 ára gamlir, og voru þeir með fjárbyssu sem þeir voru að leika sér við að skjóta í mark með. Lagðist einn þeirra niður á skurðbakkann og hugðist skjóta síðasta skotinu sem þeir áttu eftir á járnbút er stóð upp úr vatninu í skurðinum. Piltamir segja svo frá að skotið hafi ekki hitt staurinn en hins vegar hefðu þeir séð er það skall á yfirborð vatnsins. í sama bili veita þeir því eftir- tekt að gamli maðurinn, sem var talsvert ofar við skurðinn en piltamir en í skotstefnunni, hnígur niður. Hlupu þeir þegar til hans og sáu að eitthvað alvar- legt myndi hafa komið fyrir því að það blæddi úr höfði hans. Hlupu þeir þá heim til eins Framhald á 2. síðu. Friðjón Skarphéð- insson skipaður yf ir borga rfógeti 1 gær banst Þjóðviljanum eftdr- farandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkj umálaróðuneytinu: Forset% Istlands heÆur 1 dag skipað Friðjón Skarpihóðinsson, bæjarfógeta á Akureyri og sýsjji- mann í Eyj afj arðarsýslu yfir- borganfógeta í Reykjavík Srá 1. ofctótoer 1967 að teilija. Unnið að löndun metafla Vikings á Ak ranesi í fyrradag. (Ljósm. Þjóðv. H. G.) Eiga skattborgarar að týna lífinu fyrir aldur fram? ■ Við viljum vekja athygli á viðtali við Ólaf Jensson lækni, sem birt er á öpnunni í dag og ber heitið „Eiga skattborgaramir að týna lífinu fyrir aldur fram“. Fjallar það um ýnfsa þætti heilbrigðismálanna og bað sleifarlag. sem á þeim er undir viðreisnarstjórn. SJÁ OPNU BLAÐSINS í DAG i ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.