Þjóðviljinn - 19.05.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1967, Blaðsíða 7
PeSstodagw 19. xaai IÖ67 — ÞJÖÐV’BEiJSNN — Stt>A J Ölafur .lensson, læknrr, vid smásjá sána. Undanfarin ár hefur þriggja manna nefnd starfað á vegum Læknafélags Reykjavík- ur og unnið að gagnasöfnun og kynningu á æskilegu framtíðarskipulagi lækna- þjónustu á sjúkrahúsum hér. í þessari nefnd hafa starfað læknarnir Guðjón Lárusson, Jón Þorsteinsson og Ólafur Jensson og er nefndarálit þeirra birt í síðasta hefti Læknablaðsins, — febr.-apríl 1967. Um áratugaskeið hefur ekki birzt hvassari ádeila á skipulag læknaþjónustu á sjúkra- húsum, — jafnfraimt er bent á skynsam- legar leiðir út úr þessu öngþveiti. Aðalrits’tjóri Læknablaðsins er Ólafur Jensson, en það blað er gefið út af Læknafélagi íslands óg Læknafélagi Reykjavíkur, — fer hér á eftir viðtal við Ólaf um sjúkrahússkortinn og fleiri þætti í heilbrigðismálunum, — jafnframt eru birtir kaflar úr áðurgreindri skýrslu, sem verður áreiðanlega sögufrægt plagg með tímanum. Ragnheiður Jónsdóttir 9. apríl 1895 - 9. maí 1967 Þrotlaus vinna lækna Eins og áöur er getið hafa læknafélögin látið heilbrigðis- málin tdi sán taka síðuetu ár vegna sérstakrar óstjórnar ð þessum málum. Gagnrjmi þeirra og tillögu- gerð til úrbóta hafa ekki nað nema að litlu leyti til allimenn- ings í blöðum svo að maður sleppi nú útvarpinu. Þeim sem voru á stúdenta- fundi. — er stafnað var tii með Jóhanni Hafstein, heilbrigðis- málaráðherra fyrir nokkrum vikum, — gat þó ekki duiizt é- hugi lsekna og gagnrýni þeirra á frammistöðu stjómaxrvalda 1 þessum máiaflokiki. Sá fundur var þó aðeins svip- mynd af þrctlausri vinnu og gagnrýni undanfarin ár, sem farið hefur fram í nefndum á vegum Læknafélags Reykjavík- ur og Læknafélags íslands op á fundum í þessum félögum. Hvað eftir annað-er búið að kynna helztu niðursitöður og til- lögur þessa starfs fyrir hlutað- eigandi yfirvöldum, — en þessi mál halda áfram að draignast niður fyrir lágmaric þess er leyfist í siðmeiwiingarþjóðfélög- um. Til þess að dreipa á einn mik- ilvaegan þátt í starfi Læknafé- lags Reykjavfkur, — skal minnzt á nokkur atriði úr skýrslu einnar nefndar á þess vegum, en álit hennar birtist í síðasta tbl. Læknablaðsins, — feb. — apríl 1967. Frumdrög að þeirri skýrslu vqtu reyndar rædd þegar á ár- inu 1965 í Morgunblaðiniu, en þá hafði nefnd þessi starfað um tíma og gaf þá bréðaibiorgða- skýrslu um sitarf sitt. Sfðan höfúm við táðum haldið vikuiega fundi i þessari nefnd og unnið að gagnasöfnum og kynniTxgu efnis fyrir iæknum og opinberum emibættismönnum, — er fjalla um heilbrigðismál. Píramíðakerfið Hér á landi er sxvonefnt pnra- míðakerfi í skipun lækna á opimberum sjúkrslhúsium að fyr- irmynd frá Norðuriönduim og Þýzkallandi um árabil. Læknum er raðað niður eftir gráðum og tign eins og í her, — eísbuir er yfirlælcnir, deildarlæknir, 1. að- stoðariæknir, 2. aðstoðairlæknir og síðan kandídaitar og hafa launakjör þeirra sem opinberra starfsmanna verið miðuð við; þessa skiptingu og hefur ríkt þaoma mikil mismunun á starfs- maiti og launum og yfiriseil^n- amir löngum skipaðir eftir pólitík. Svona skipun gat gengið fyrir fjörutíu til fimmtíu árum, þeg- ar góður læknir vissi nokkurn veginn ai'lt það, s^p vitað var í læknisfnæðii. Lælcnisfræði nútímans er hinsvegar orðin víðtæk og há- þróuð vísdndagrein, sem enginn einstakilingur getur fengið fuflla yfirsýn yfir. Því er undirstaða góðrar læknásfræði í dag sairn- vinna Sleiri eða fæm lækna. sem hafa afiað sér sérþekking- ar á afmödkuðum sviðum hennar. Engil^axneskir læknar FrdWhaM á 9. síðu. Huldukonur Frakklands ... í Frakklandi voru á i.yrri öldum huldukonur margar, sem Frakkar kölluðu fées, og álitið var að sköpuðu mönnum örlög, því nafnið, fée, er úr latínu fatum, forlög. Alphonse Daudet segir þær allar dauðar vera og hafi þau leiðindi, sem kallást upplýsing og skólahald, gengið a£ þeim dauðum. Mikinn skaða segir hann þetta hafa verið landi sínu, sem seint muni bætast. Með þessum huldukonum segir aann horfið hafa allt yndi af þessu landi, börnin eigi þar ekki framar föðurland, eftir að töfrastafur Fatímu eða Melus- ínu hætti að hreyfa við nokkru og gefa því glit. í staðinn séu þeim fengnar rykfullar skræð- ur sem byrgi þeim sýn á það sem gaman er að skoða. Hpldukonur þessar voru fagrár á að líta, undursamlegá vel til fara og töfrastafurinn lék í hendi þeirra með Ljarma sem ekkert annað hefur. Ef trúin á þser hefði ekki verið svo dauf orðin, sem var, segir Eaudet, hefði heill landsins ekki verið svo misboðið sem var á þessum árum (1870—71). og hefði þá mátt veitast auð- velt fyrir Frakka að reka- af höndum sér þær innrásarsveit- ir heimskra manna, sem þeim unnu grand, hreinsa landið af þessum ófögnuði, svo hulduljós- ið fengi að vaka þar yfir í næði. ... og huldukona fslands. Hún líktist þeim að and- litssvip og augum, að hári, lit og látum ... Aldrei sá ég töfur- inn hennar, en engu að síður vissi ég það að hún átti hann. að öðrum kosti hefði ekki bor- ið slíkt glit af, sem gerði. Það fannst langt að. — Nú hvarf það. Okkur, sem þekktum það. varð svo hverft. Þegar horfinn er af bjarminn sem prýddi hús- ið. svo það varð einstætt og aldrei kemur neitt framár sem bæti það. þá er af því gleðinn- ar þokki — hví er dimmt í húsi? Verk hennar. „... et obram tuam“. Svo mælti páfinn við séra Friðrik Friðriksson og klykkti út með þeim orðum, hafandi sagt að guð skyldi blessa hann og vandamenn hans, föðurland og þjóð. En enginn ræður, sam- kvæmt trú páfa, verkum sínum sjálfur, heldur er honum gefið það af guði sínum, að vinna þau. Hver sem það er gefið af guði sínum að kunna að lesa bók. hann hverfur úr heimi þessum á meðan og inn í heim bókarinnar og því betur tekst þetta til sem lesandinn er jmgri. Sá sem ekki les skáld- sögu þannig að hún verði hon- um að reynslu sem jafngildi lifandi lífi, hann á ekki að lesa skáldsögu. Ungu lesendumir hennar hafa lifað og hrærzt í þessu lífi, sem hún skapaði í skáldsögum sínum og öðrum bókum. að ógleymdum ævin- týraleikjunum, þessu eftirlæti margra bama, svo hugfangnir sem þeir eru við lesturinn, og ekki þykir mér ólíklegt að þeir mæti þessu fólki þegar minnst varir og þykist þekkja húsin. úti og inni. Einneigin sé þetta þeim leiðarstjarna á lífsbraut- inni: hversu hugsa skal, hversu vinna skal, hversu kjósa skal eða hafna, og svo hversu tala skal. Þetta var um, lesendurna. nú er að geta um höfundinn. Hann skráir það sem hann þekkir til og veit um og sem- ur úr því heild. Og hvort sem hann fer nærri um það, eins og ljésmyndavél, eða miklu nær, eins og abstrakt lista- verk af góðu tagi, þá kemur það ekki að góðu gagni nema það komi úr hendi hans líkt því sem aðrir ættu að geta séð, að viðbættu lífi hans sjálfs. Á þessa lund réðust verk hennar, og mundi páfinn hafa gizkað á að hún hafi ekki ver- ið með öllu ein í ráðum. Minningargreinar mundu verða langtum íróðlegrii að lesa þær eftir hundrað ár ef alsatt mundi mega segja um þann sem minnast skal, og ekki lát- ið hallast neitt á um það sem lofsamlegt er talið og miður lofsamlegt, en svo óríflegan skerf afglapa og vansæmdar getur einn maður hlotið, að þetta komi að engri sök. Var það töfurinn hennar, sem bægði frá því sém ekki átti að vera og hún vildi ekki hafa? Und- antekningu má þó kalla þessa vanheilsu, sem hún hafði lengi, en annars held ég ævina hafa liðið henni í rósrauðu skini góðvildar og gleði, svo sem vera ber og er til fyrixmjmdar. Minningargreinaskrjf eru eitt hið vonlausasta verk, svo erfitt sem er að lýsa manni'með orð- um, enda þqtt móðurmál okk- ar sé afbragð til þeirra hluta. Enda er ekki öllum gefið að sjá í annars barm, og kunna að rekja aðalatriði æviferilsins, og ekki þó hann liggi ljóst fyr- ir svo sem vænta má hjá þeim sem ekki hefur margs að dylj- ast. Fyrr en varir er sá sem lýsa skal, hrokkinn undan og stend- ur einn sér, að líkindum í veldi og tign. ótilkvæmilegur, og orð- in sem hafa átti til að lýsa honum, dauð og ómerk, eins og kveðinn hafi verið yfir þeim dómur, og sá sem a pennan- um heldur stendur eftir eins og sá afglapi, sem má skamm- ast sín og þarf ekki til að vammlaus afbragðsmaður eigi í hlut, svo sem hér — við hin hrökkvum líka undan orðum. Þessvegna ætla ég ekkert að :egja framar, jafnvel þótt móð- urmál okkar beggja sé þess heldur fýsandi — tungan sem hún rækti svo vel — og skilst mér á tungunni að hún haldi að það muni geta tekizt með til- hjálp sinni, en það verður ekki gert. Hinsvegar fannst mér sem verið væri að semja lag um burtför hennar — tout chargé d’adieux — en þeim sem skort- ir heyrn og róm helzt ekki á lagi. og lagið leið út í geim burt frá mér og ég heyri það ekki framar. Málfríður Eirxarsdóttir. Fyrstu kynni mín af Ragn- heiði Jónsdóttur voru gegnum Rithöfundafélag fslands, og framan af voru þau kynni mjög takmörkuð, við vorum að- eins málkunnug. Síðar átti það fyrir mér að liggja að eiga samstarf við hana sem rithöf- und og kynnast vinnubrögðum hennar að nokkru. Það gerð- ist með þeim hætti, að ég las ásamt henni prófaritir að nokkr- um bóka hennar og varð upp frá, því öðru hverju gestur á hennar fallega 'heimili. Við-þau kynni komst ég að raun um að hxm var ekki aðeins góð og gestrisin húsmóðir sem gaman var heim að sækja held- ur einnig mjög vandaður rit- höfundur. Mér var að vísu 6- kunnugt um, og er enn, hvort hún- átti það sem kallað er „auðvelt með að skrifa“, en hitt get ég borið um nokkurt vitni, að hún var mjög gagn- rýnin á sjálfa sig; án þess að vera smámunasöm átti hún það til að lagfæra fram í síðustu próförk það sem henni þótti mega betur fara. Ég hygg að einnig sé óhætt að segja að hún hafi verið í vexti sem höfundur svo lengi sem kraft- ar entust. Eftir Ragnheiði Jónsdóttur liggja ekki færri en^nfu skáld- sögur og tuttugu og tvær barna- og unglingabækur, auk leikrita og aninarra ritsmída 6- bundins máls í blöðum og tíma- ritum. Þetta eru ekki lit.il af- köst þegar tekið er tillit til þess. að hún átti einatt við heilsuleysi að stríða, en gegndi einnig um langt árabil tíma- frekum kennslustörfum, að ó- gleymdum störfum húsmóður- mnár. En með tímanum varð Ragnheiður einn af vinsælustu og mest lesnu rithöfundum landsins, sem einkum eignaðist hugi æskufólks til sjávar og sveita; um það vitnar ekki að- eins sala bóka hennar, heldur og útlán þeirra af söfnum um land allt. Ekki alls fyrir löngu kom ein skáldsiagna hennar, „Ég á gull að gjalda", út á norsku og hlaut ágætar móttökur. Um langt árabil var Ragn- heiður einn af traustustu fé- lagsmönnum í Rithöfundafélagi fslands, og var ræktarsemi hennar við félag sitt til mikill- ar fyrirmyndar. Þegar hún var löngu komin á þann aldur, að flestir eru orðnir áhugalausir eða þreyttir á allri félagsstarf- semi. þá var hún enn sá félagi sem aldrei lét sig vanta á fund, ef hún gat því við komið að mæta. Hún var fjarri því að vilja trana sér eða sínum skoð- unum fram, en hún skoraðist heidur ekki undan þegar henni var fyrir nokkrum árum falin formennska Rithöfundafélags- ins. Sjálfri kom henni það mjög á óvænt og taldi þá ráðstöfun jafnvel miður góða; en hún var áreiðanlega ein um þá skoðun. Formannsstarf sitt leysti hún l’fka af hendi eins og bezt varð á. kosið, áhugasöm, tillögugóð, vildi hag og sóma félagsins sem mestan. < Það féll í hennar hlut að stjórna hátíðarfundi sem hald- inn var fyrir aðeins rúmu ári í tilefni af aldarfjórðungsaf- mæli félags okkar. í minnis- stæðri ræðu sem hún flutti við það tækifæri rifjaði hún það upp m.a. hvert viðhorf sitt og sinnar kynslóðar hefði verið til bókarinnar sem slíkrar á þeim árum sem hún var að al- ast upp; hversu mikil virðing hefði þá verið borin fyrir hverju því rituðu máli sem tal- izt gat til góðra bókmennta, hve slíkar bækur hefðu orðið gott vegarnesti. Sú afstaða til bókmennta fyigdi hemii sjálfri ævilangt, það var hún sem Frarhald é 9. síðu. ■iHnmiimHnmHnB Eftir niiiKUHHiHmiiHo w Ragnheiði Jónsdóttur Dimmir til kveldáttar; dagur er af grundum, dvali á brám. — Skiptast ný og nið, skipta stjörnur giftu, sínum heillum hver. Bókin, stjarna þín, sem ræður hugar heiði, — hún skóp þér örlög, drauma fjaðurham, styrk og skyggni; stöfum hennar fólgið þreyði líf vort lengstar nætur af. ÞORSTEINN VALDIMARSSON. Ragnheiður Jónsdóttir Þó kæmi haust með hel og þögn og hélu felldi á jarðarblóm pg fölni fegurst rós svo hrein og skær sém hvítamjöll, í huga vorum lifir þó mynd þessa bjarta blóms, því aðeins þeirri einu rós gaf auðna þennan bjarta lit sem skópu ljós og líf. HALLDÓRA B. BJÖRNSSON. tminiiii lainiihaaimnHmiimuiiiimiiiiMi » i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.