Þjóðviljinn - 20.05.1967, Blaðsíða 10
JQ SlÐA — ÞJÖÐVIXJTINN — Laugardagur 20. mai lSffL
P.N. HUBBARD
BROTHÆTT
GLER
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>»
1
FYRSTI KAFLI
Málningin var að dofna, en
það var rétt hægt að lesa á
sbiltið. Á því stóð „Húsgögn &
antik“. Ég lyfti fætinum af
benzíninu næstum ósjálfrátt. Það
er aldrei að vita með þessa
gömlu ruslaralegu staði. Stór-
borgirnar og ferðamannastaðimir
eru vonlausir. Þar ér ekkert að
hafa og okurverð á þvf litla sem
til er, hærra en sanngjamir
Lundúnaprísar. En þetta var
þriðja flokks iðnaðarborg Dg
búðin var ruslakompa í hliðar-
götu.
Ég lagði bílnum handan við
horn vinstm megin í þröngri
steinlagðri götu af ljótustu teg-
und. Ég fór út og klæddi mig í
gamlan rykfrakka. Ég talaði eins
og sunnlendingur en ég leit að
minnsta kosti ekki út eins og að-
komumaður. Ég gat verið hvað
sem var.
Ég gekk til baka framhjá glugga
fuilum af allskyns'dóti. Mér var
dálítið fglatt og vissi að æð sló
í hægra gagnauganu á mér. Það
er furðulegt þetta söfnunaræði.
Ég hef ekki lesið skrif sálfræð-
inga um efnið, en ég efast ekki
um að það kemur í staðinn fyrir
einhverjar heiðarlegri kenndir.
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódíó
Laugav. 18. III. hæð flyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
Þó ekki .kynhvöt held ég. Miklu
fremur veiðihvötina eða fæðu-
söfnun forfeðranna. Það er ó-
neitanlega menningarsjúkdómur
og flest menningarþjóðfélög gefa
kynhvötinni undir fótinn heldur
en hitt.
Og þótt ég viti vel að það sé
auðvelt fyrir einn safnara að
hæðast að öðrum, þá skiptir það
sannarlega máli hverju safnað
er.’Ég haga mér ef til vill kjána-
lega stundum, en maður sem
gæti framið morð fyrir mynd úr
sígarettupakka er sannarlega
biLaður. Ég sneri til baka, opnaði
dyrnar Dg fór' inn.
Bjalla hringdi þegar dyrnar
opnuðust — þetta var ekki í iðn-
aðarhéruðunum til einskis — en
enginn var inni. Þarna var troð-
fullt næstum frá gólfi til lofts.
Ég leit ekki á húsgögnin né kop-
armunina, teppin og hlaðana af
ábreiðum dauðra manna. Ég
skimaði bakvið þetta en þar var
ekkert. Ég gekk að hillunum aft-
ast í búðinni. Þar var dálítið af
postulíni, einstaka hlutur verð-
mætur fyrir safnara, og bakvið
það voru þrjár raðir af rykugum
glermunum.
Maðurinn birtist allt í einu
framundan rauðviðarfataskáp.
Það hljóta að hafa verið dyr á
hliðarveggnum. Hann var dálítið
skorpinn en ekki ellilegur. Senni-
lega var hann á eins konar eftir-
launum og hafði fornsöluna í
hjáverkum. Hann var með vand-
lætingarsvip Miðlendingsins. Ég
sagði: — Góðan daginn, afsak-
ið ónæðið, vegna þess að mér
fannst sem hann ætlaðist til af-
sökunarbeiðni vegna þess að ég
skyldi vera að vaða þama inn.
Hann urraði, en tortryggni hans
var söm.
Ég sagði: — Ég var að velía
fyrir mér hvort hér væri eitt-
hvað undir blóm. Eitthvað lítið.
Frænka mín er hrifin af gömlu
dóti,
Hann leit með semingi af mér
eins Dg hann vissi ekki á hvað
ég væri að borfa nema hann
horfði í augu mér. Hann leit í
krineum sig í búðinni.
— Ég veit ekki, sagði hann.
— Einhvers konar vasa?
— Já, eða gamla krukku,
könnu eða eitthvað. Jafnvel gam-
alt glas. Ég kæri mig ekki um
neitt stórt. 1
Hann sagði: — Sáuð þér nokk-
uð í glugganum? Hann vildi enn
fá að vita hvers vegna ég hefði
komið inn.
— Ég atihugaði það ekki sér-
staklega. Það gæti verið eitthvað
þar. Ég tók upp mjólkurkönnu í
Játvarðarstíl og handfjatlaði
hana og manaði hann með sjálf-
um mér að fara að glugganum
og láta mig einan. Hann hiikaði
en, fór síðan frá mér. Hann færði
til borð og nokkrir myndaramm-
ar duttu í gólfið og dálítið ryk-
ský steig upp. Hann tautaði eitt-
hyað og laut niður til að taka
þá upp. Ég var kominn að gler-
hillunni, hDrfðí bakvið útskornu
könnumar og steyptu krukkum-
ar. Ég var þurr í kverkunum.
Það er ekki hægt að villast á
gljáa á gleri frá, 18. öld. Ég lít á
þefta sem ástriðu sem ekkert
þarf að skammast sín fyrir, nema
hún verði óviðráðanlég. Þetta er
tákn blómaskeiðs menningar
okkar áður en iðnbyltingin kom
með auð og vélvæðingu og far-
ið var %að meðhöndla jafnvel
allra bezta gler þannig að það
leit út eins og ómerkilegasta
msl. Það var svo sem hundrað
ára tímabil frá því að þeir lærðu
að gera Ravenscroft glösin þann-
ig úr garði aö þau sprnngu ekki
og þangað til þeir forsmáðu" hið
eðlilega skin skilvindunnar fyrir
gervigljáa hvössu brúnimar.
Tímabil þegar ekki var hægt að
gera neitt slæmt, hvort heldur
það var ölkolla fyrir sveitakrá
eða háfætt, skrautglas til að um-
lykja kampavín fyrri tíma. Þús-
undir og aftur þúsundir af ynd-
islegum glösum sem öll vom nú
brDtin og komin á hauga nema
þessi örfáu sem eftir em tfl að
ögra okkur og smána. Allt sem
kallaðir em safngripir og færri
og færri á glámbekk.
Ég heyrði að hann kom til
baka frá glugganum og sneri
mér að honum með hæfilegum á-
hugasvip. Hann hélt. á tinkrukku
og koparkerti frá Birmingham.
— Það er nú til að mynda þetta,
sagði hann.
Ég tók við tinkrúsinni og
horfði á hana með áhuga. Ég
sagði: — Þetba gæti komið til
greina. Þó í stærsta lagi. Ég setti
hana frá mér á dálftinn auðan
blett á rykugu borði. Ég setti
postulínskmkku hjá henni. Þá
sneri ég mér að glerhillunni og
tók niður Ijótu könnuna í fremri
röðinni. Nú sá ég betur það sem
var í aftari röðinni. Ég umlaði eitt-
hvað um leið og ég tók það nið-
ur og reyndi að Iáta höndina á
mér sýnast kæmlausa. — Þetta
er skringilegt, sagði ég. Rödd
mín var óeðlileg. Þetta var grút-
skítugur, gallalaus Newcastlepíl-
ári, tíu þumlunga hár og kringl-
ótt glasið hvfldi á knúppasam-
stæðu. Ég sagði: — Hvaðan
skyldi þetta vera?
Hann leit hvasst á mig. Hann
hafði vit á þessu, en eins og
hans líkar var hann kaupmaður
fram í fingurgóma og hann varð
var við eitthvað af geðshræringu
minni. Hann sagði: — Þetta er
gamalt glas, • þau em eklki á
hverju strái.
Hann tók það af mér og þurrk-
aði lauslega af því með fitubom-
um klút. Fingumir á mér sóttu
í glerið en ég hafði stjóm á
þeim. Ég horfði á það í höndum
hans og vætti varimar. Loks
lagði hann það frá sér á borð-
ið hjá hinum mununum tveimur.
Það var hreinna núna. Enginn
hefði getað villzt á handbragð-
inu.
Ég sagði: —Dálítið skringilegt,
er það ekki? Ég var svolítið
glaðlegur í rómnum. Hann sagði
ekkert. Hann hafði ekki af mér
augun.
Ég horfði á hlutina þrjá,
traustlega, meinlausa kolluna,
smekklausa krukkuna og lýta-
layst, a'lfullkomið glasið. Ég tók
krukkuna, ,virti hana fyrir méf
og setti hana aftur upp í hillu.
Ég sagði: — Ef ég tæki nú þetta
tvennt?
Hann leit af mér á glerglasið
og til baka. Heilbrigð skynsemi
átti í höggi við hræðilegt ‘kaup-
mannseðlið, sem sagði honum að
eitthvað byggi þama undir. Hann
sagði: — Kollan er á tíu shill-
inga.
Ég sagði: — Hvað — Ég var
alveg þurr í kverkunum og kom
engu orði upp. Ég hóstaði og
sagði: — Og hvað kostar þá
glasið?
Hann sagði aftur: — Þetta er
gamalt gler. Hann leit á mig og
dembdi sér út í það. — Ég yrði
að setja upp — Hann þagnaði
og ég sé hvemig hjól snerist
£ kollinum á honum, sýndi tölur
meðan hann reyndi að taka á-
kvörðun um hvenær aptti að
stöðva það. Hann sagði: — Þrjú
pund fyrir glasið.
Þetta var rétta stundin. Ég
blístraði og leit spyrjandi á
hann. Ég sagði: — Nú, það er
ekkert smóræði? Er það svona
merkilegt, eða hvað? Honum létti
sýnilega. Hann hafði verið dauð-
hræddur um að ég myndi gleypa
við því. Hann sagði aftur: —
Þetta er gamalt glas.
Ég sagði: — Mér finnst gam-
an að því, en þrjú pund er
kannski fullmikið? Hann sagði
ekkert og ég lét sem ég væri
að velta þessu fyrir mér. Ég
sagði: — Við skulum sjá. Ég tók
upp veskið mitt og leit í það
eins og til að ganga úr skugga
um hvað ég mætti missa, Hann
þagði enn.
Bílaþjónusta
< ' .
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
SKOTTA
— Er Sússa ekki heima? Er þetta mamma hennar? Jæja, þá ætla
ég að segja þér leyndarmálið, ég get bókstaflega ekki þagað lengur!
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
INNI
PADIONETTE
✓
tækin henta sveitum
landsins.
Með einu handtaki má
kippa vérkinu innan úr
tækinu og senda það á
viðkomandi verkstæði
— ekkert hnjask með
kassann — auðveldara
í viðhaldi.
Radionette-verzlunin
Aðalstræti 18 sími 16995
ÁRS ÁBYRGÐ
Aðalumboð: Einar Farestvéit & Co. hf. Vesturgötu 2
Bifreiðaeigendur
Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sgalfir. Við
sköpum aðstöðuna Þvoum og bónum ef óskað er.
Meðalbraut 18, Kópavogi.
Sími 4-19-24.
— Hafnarstjórinn sýnir Þórði kort sem teiknuð hefur verið
é líkleg lega skipa sem farizt hafa á þessum slóðum. Hefur hann
heyrt getið um skipið „Tramontana“ sem mun hafa sokkið fyrir
um sex árum, spyr Þórður. — Einkaritarinn kemur með plöggin
um þetta skíp. Þetta er þykk mappa og skrifað á hana að strang-
lega sé bannað að láta óviðkomandi ktímast í hana eða veita
um það sem þar er skrifað nokkrar upplýsingar. Hafnarstjórinn
virðist allt í einu fá mikinn áhuga á belgíska skipinu. „Um
Tramontana er ekki vitað annað en að það er sokkið“, segir hann.
TRABANT EIGENDUR
Viðgerðaverkstæði.
Cmurstöð.
Vfirförum bílinn
fyrir vorið.
FKIÐRIK ÖLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Sími 30154.
Látið ekki skemmdar kartöflur koma yður
í vonf skap. Nofið COLMANS-kartöfluduft