Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 3
MiðvifoudagMr 31. maí 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3 Nasser og Hussein sættast Myndin er tekin þegar þeir Nasser og C Þant ræddust við í KaJró fyrir helgina. Egyptar og Jórdanar gera mei sér herna&arbandalag Eban utanríkisráðherra segir að Ísraelsmenn muni taka til sinna ráða til að rjúfa hafnbann Egypta KAÍRÓ og JERÚSALEM 30/5 — Þau óvæntu tíðindi gerð- ust í dag að Nasser, forseti Egypta, og Hussein, konungur Jórdana, settu niður deilur sínar og undirrituðu sáttmála um hemaðarbandalag ríkjanna. Hussein kom í skyndi- heimsókn til Kaíró til að undirrita sáttmálann. Það hefur lengi verið grunnt á því góða rneð stjórnum Egypta- lands og Jórdans, og munu fóir hafa átt von á því að þeir Nasser og Hussein myndu sættast. Frem- ur mótti búast við því að deii- ur þeirra myndu ágerast, þar sem aðeins eru liðnir nokikríf dagar síðan Jórdanir slitu stjórnmála- sambandi við Sýriendinga, sem eru nánustu bandamenn Egypta. Hussein konungur kom til Ka- író í dag í einkaflugvél, enhann hafði aðeins sex klukkustunda viðdvöl. Þegar hann hélt heim- leiðis aftur var í fylgd meðhon- um yfirmaður „Palestínuhers ar- aba“, en hann heíur lengi legið Hussein á hálsi fyrir að torvelda skaeruihemaðinn gegn ísrael. Hernaðarsáttmiálinn sem þeir Nasser og Hussein undirrituðu i dag gildir til fimm ára. í honura er ákveðið að verði ráðizt á ann- að ríkið muni það einnig talin árás á hitt. Ef til stríðs kemur við Israel verður jórdanski her- inn settur undir egypska stjórn. Egyptar hafa þegar gert slflit hemaðarbandallag við Sýrlend- inga. Nasser sagði að sáttmáli Eg- ypta og Jórdana mundi styrkja mjög aðstöðu araba. Nú stæðu herir Egyptaiands, Sýrlands, Lib- anons, og Jórdans sameinaðir við landamæri Israels og nytu þeir auk þess stuðnings hersveita frá öðrum arabaríkum, Irak, Alsír, Kuwait og Súdan. — Hvað sem okkur aröbum ber á milli, þá gleymist allur ágreiningur þegar við stöndum andsipænis Israels- niönnum, sagðj Nasser. Ummæli Ebans. Abba Eban, utanríkisráðherra Israels, sagði í Jerúsalem í dag að Israelsmenn væm reiðubúnir tii að grípa tffl vopna, ef þörf gerðist. Þeir myndu fúsir að leggja allt í sölumar til þess að tryggja frjálsar siglingar um Ak- ábaflóa. Eban tók um leið fram að Israelsmenn myndu enn bíða átekta í beirri von að leysa mætti deiluna með friðsamlegu móti. Ff það tséldst hins vegar ekiki, á- skildu þeir sér rétt til allra þeirra aðgerða sem þeir telldu nauðsyn- legar. Hann vildi ek'kert um það segja hve lengi Israelsmenn myndu halda að sér höndum. Eban s'em í síðustu vi'ku raeddi við ráðamenn í London, Wash- ington og París, sagði að hann hefði orðið þess áskynja að ís- raelsmenn aet-tu vísan stuðning annarra til þess að halda Akaba- flóa opnum. 'eiðtogar EBE ósammála um viðræður um aðild Breta RÓM 30/5 — Stjómarleiðtogum aðildarríkja Bfnahagsbandalags Evrópu tókst elcki á fundi sín- um i Róm að komast að sam- komulagi um hvenær viðræður við Breta skuli hefjast út af um- sókn þeirra um aðild að banda- leginu. Það kom greinil. í ljós á fund- inum í Róm, sem haldinn var til að minnast þess að á þessu Krafizt iangra fangalsisdéma í Ben Barka-málinn PARlS 30/5 — Saiksóknarinn 1 réttarhöldunum í París út af ráni marok'kóska stjórnmálamannsins Ben Barka krafðist þess í dag að einn helzti sakfoorningurinn. Dliimi ofursti yfirmaður öryggis- þjónustu Marokkós, yrði dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann krafðist einnig 20 ára fangelsisdióims yfir erindreka frönsku leyniþjónust- unnar, Antoine Lopez, og 15 ára fangielsis yfir lögreglumanninum Louis S'ouohon, sem handtólk Ben Barka á götu í Partís. ári eru liðin tíu ár frá undirrit- un Rómarsáttmáilans að de Gaulle Frakiklandsforseti er enn staðráð- inn í að torvelda Bretum sem mest hann má að k'omast í banda- lagið. De Gaulle mun hafa haldið því fram að svo mikið sé 1 húfi e£ Bretum og öðrum þjóðum verður hleypt í bandalagið að efeki komi til greiná að hefja við þá viðræður nema núverandi aðildarríki hafi fyrirfram kcmið sér saman um sameiginlega af- stöðu í viðræðunum við þá. Leið- togar annarra aðildarríkja EBE munu hafa mótmælt þessari skoðun de Gau'lle, en niðurstaðan varð sú að engin ákvörðun var tekin um það hvenær viðræður við Breta gaetu hafizt. Ákivörð- uninni var skotið tiíl fundar ut- anríkisráðherra sexveldanna. Kjarnorkutilraun Frakka bráðlega PARÍS 30/5 — Fyrir dyrum standa nýjar kjarnorkutilraumr Frakka á Kyrrahafi og hafa þeir varað skip við því að kcma nær ti'lraunastöðinni á Muroa en 100 sjómílur frá miðnætti fyrsta júni. . Sovétríkin heita aðsloð. Uppílýsingamálaráðherra Sýr- lands sem í dag kom heim til Damaskus frá Moskvu sagði við heimkomuna að Kosygin forsæt- isráðherra hefði heitið því að koma Sýriendingum til aðstoðar ef Israelsmenn réðust á þá. Ráð- herrann var í fylgd frieð Atassi forseta og Mahus utanrikisráð-' herra sem ræddu við Kosygin og aðra sovézka ráðamenn. Mistókst að koma evrápsku gervi- tungli á braut VANDENBERG 30/5 — I dagvar skotið á loft evrópskum gervi- hnetti, „Esro 2“, frá tilraunastöð- inni í Vandenberg í Kalliforíu. Honum var skotið með banda- ríSkri eldflaug en geimskotið mistókst og komst gervitunglið ekki ‘á braut og mun hafa fallið aftur til jarðar og eyðzt í gufa- hvolfinu. „Esro 2“ sem geimrann- sóknastofnun Evrópu lét smíða kostaði um fjórðung miljarðar króna. A usturfylki Nígeríu lýst fullvuldu ríki Sambandsstjómin í Lagos segist ætla að bæla niður „uppreisnina“ með öllum tiltækum ráðum LAGOS 30/5 — Ojukwa ofursti, herstióri i austurfylkinu í Nígeríu, lýsti f dag yfir því að fylkið hefði sagt sig úr lögum við sambandslýðveldið og hefði tekið sér sjálfstæði. ■ Sovézk herskip j um Bosporus [ ANKARA 30/5 — Haft er eft- ! ir góðum heimildum í Ankara ! að sovétstjómin hafi farið ■ fram á við stjórn Tyrklands : að fá að 'senda tíu sovézk : ■ herskip um Bcsporussund á ! leið til Miðjarðathafs. Víst j þykir að herskipin séu send ; vegna hins ótrygga ástands : i löndunum fyrir botni Mið- j jarðarhafs, en bæði brezk og j bandarísk herskip eru á aust- j urhluta Miðjarðarthafsins. MOSKVU 30/5 — Tveir liðsfor- ingjar í sovézka hemum birta í dag langa grein í málgagni land- vamaráðuneytisins, „Rauðu stjömunni“, þar sem leitazt er við, að sögn fréttaritara NTB, að meta að nýju herstjóm Jósefs Stalíns í síðustu heimsstyrjöld. Greinarhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að Stalín haii unnið mörg og mikil afreik í her- stjóm sinni og deila þeir á ýmsa sovézka herforingja sem gert hafa lítið úr Stalín í endurminn- ingum sinum. Margir þessara herforingja eru gagnrýndir fyrir yfirborðsmennsku og einhliða dóma og fyrir að hafa lagt of mikfla áherzlu á það sem miður Mikil fagnaðariæti vom í allan dag í Enuga, höfuðborg austur- fylkisins. Fáni hins nýja ríkis var dreginn að hún og leikinn fór í stjóm sovézka hersins á stríðsárunum. Þeir beina ein'kum gagnrýni sinni gegn Kúsnetsof fllotaforingja, en lýsa ánægju sinni með sikrif annarra herfor- ingja eins og t.d. hershöfþingj- anna Konéfs og Vassilévskis. Ekki einum um að kenna I greininni er sagt að enda þótt yfirstjórn sovézka hersins og þá Stalín hafi gert ýmsar skyssur þá verði því ekki mótmælt að yfirleitt hafi Stalín farizt her- stjómin vel úr hendi. Honum verði heldur eklri einum um það kennt sem miður fór, eins og ýmsir geri í endurminningurr sínum. var þjóðsöngur þess. Hið nýja ríki nefnist Biafra og Ojukwa ofursti skýrði frá þvi, að þegsr hefðu nokkur rfki viðurkennt Bi- afra sem sjálfstætt ríki, meðal þeirra Israel, Ghana og Eþíópía. Gowan- hershöfðingi, jdirmaður sambandsstjórnarinnar í Lagos, sagði að Ojukwa hefði gert sig \ sefean um landráð og mvndi upp- reisn hans gegn löglegri stjórn landsins verða baeld niður með öllum tiltækum ráðum. Sam- bandsstjómi'h setti í dag hafn- ' bann á austurfylkið og hefur lokað fyrir alla vöruflutninga bangað. Ojuikwa sagði í útvarpsévarpi sínu að hann hefði farið fram á að Biafra væri tekið í brezka semveldið og flýðveldið myndi sækja um upptöku í Sameinuðu þjóðimar og Bandaiag Afríku- ríkja. Ákvörðun Ojuikwa að segja sig úr lögum við sambandsstjómina í Lagos kom ekki á óvart. Aust- urfylkið hefur raunverulega ver- ið s.iáflfstætt undanfarin misseri og ekki hlýtt neinum fyrirmæT;- um frá Lagos. Langfæstir trúa Wirrenskýrslunni WASHINGTON 30/5 — Tveir af hverjum þremur Bandaríkja- mönnum telja nú víst að fleiri en einn maður hafi ýerið að verki þegar Kennedy forseþ yar myrtur og langflestir hafna því þeirri niðurstöðu Warren-nefnd- arinnar að Lee Harvey. Oswald hafi einn verið morðinginn. Skoð- anakönnun Louds Harris hefur leitt þetta í Ijós og fjölgar stöð- ugt þeim Bandaríkjamönnum sem em vantrúaðir á niðurstöð- ur Warren-nefndarinnar. M.s. ,Kronprins Frederik' fer frá Reykjavík fimmtudaginn 1. júní til Fær- eyja og Kaupmannahafnar. M.s. ,Kala Priva' fer frá Reykjavík fimmtudaginn 1. júní til Fær- eyja °g Danmerkur. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN Símar: 13025 — 23985. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 Grein í málgagni sovézka hersins Borið lofá Stalin fyrír her- stjórn hans í heimsstriðinu Hinir fallegu og vin- sælu SOKKAR fást í flestum vefnaðarvöru- verzlunum um land allt í hinum sígilda lit, BRONCE og öðrum tízkulitum. Einnig eru að koma á mark- aðinn nýjar gerðir af TAUSCHER sokkabuxum . fyrir börn og fullorðna, sem þykja bæði fallegar og hentugar. T auschersokka- verksmiðjurnar ieggja mikla áherzlu á vöru- vöndun og vörugæði. Hefur þessi stefna stutt að sífellt aukinni eftirspum og sölu á TAUSCHER vörum. Umboðsmenn: r r Agúst Armann hi. SÍMI 22100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.