Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 10
 10 SÍÐA — ÞJÓÐVH.JUSrN — Miövikudasur 31. maí 1S6S. P.N. HUBBARD BROTHÆTT GLER 10 var samt alltaf að því, meira að segja þegar hún hallaði und- ir flatt. — Já, það væri gaman, sagði hún. — Verðið þér lengi hérna? — Ég veit það ekki. Ekki mjög lengi. — Komið í drykk annað kvöld. Neðra Vesturstræti tutt- Ugu og þrjú. Græn hurð. Hirðið ekki um skurðstofu læknisins. Ég er á annarri hæð. Eigum við að segja um sexleytið? — Þakka yður kærlega fyrir. Ég hlakka til. Klukkan ellefu næsta morgun drakk ég bolla af hræðilegu kaffi í Swincombe High stræti, og fór síðan til Charles Fosbery, Fornverzlun. Hárið á frú Fos- bery var alls ekki hrokkið, eða þá að hún gaf því ekki lausan tauminn. Ég hélt ekki að hún hefði verið á uppboðinu, ég von- aði að minnsta kosti ekki. Ekki virtist hún kannast við mig. Ég sagði: — Eigið þið nokkur glös hérna? Nokkuð frá átjándu öld. Til að mynda eitthvað á snún- um fæti. Þarna var ekki rúm fyrir neinn leikaraskap. Frú Fosbery leit á mig, velti fyrir sér hvaða slægur væri í mér. Hún sagði: — Hér er rautt og hvítt vínglas á brúnum legg- Ég veit ekki — Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð flyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 Ég leit á glásið og brosti til hennar. Ég sagði: — Ekki þetta, þökk fyrir. Það var skelfilega óspennandi. Við þetta varð hún nokkru vísari, og hún kom með hvítu glösin tvö frá því í gær. — Við erum nýbúin að fá þessi, sagði hún. — Þau eiga saman, en ég býst við að það mætti selja þau sitt í hvoru lagi. — Þau voru verðmerkt á sex gín- eur hvort. Ég virti þau vandlega fyrir mér. Þau voru örugglega frá átjándu öldinni, en útlend eins Dg ég hafði haldið. Ég sagði: — Nokkuð loftblás- ið? Nú var hún orðin áköf. — Við eigum eitt dásamlega fallegt, sagði hún. — Það er alveg ný- komið líka. ölglas. Ég skal sækja það, ef þér hafið áhuga. Ég er hrædd um að það sé mjög dýrt. — Mér þætti allavega gaman að líta á það. Hún fór og sótti það- Charles Fosbery virtist enn vera að sleikja sár sín og var ekki enn búinn að verðleggja það. Mér lék forvitni á að vita hvað hún sagði. Það var ákaflega fallegt. Og i gær hefði ég getað eignazt það fyrir fimmtán pund. Það myndi kosta mig drjúgan skilding áð vita ekki um eittleytið það sem ég hafði vitað klukkan hálfþrjú. Ég sagði: — Já, þetta er fallegt, í viðurkenningarrómi. — Hvað viljið þið fá fyrir það? Frú Fosfoery var enginn Mið- landa-skriflasali. Hún var hik- laus og ákveðin. — Tuttugti gín- eur, sagði hún. Ég lyfti brúnum en hélt á- fram að skoða glasið. Ltoks sagði ég: — Það er fallegt, já, en mér finnst tuttugu of mikið. Hún sagði: — Ég gæti haft það pund. — Ég skal borga nítján fyrir það. Það er í rauninni mjög gott verð, eins og þér vitið. Það var líka satt. Frú Fosbery vissi það og þegar hér var komið var hún nokkurn veginn viss um að ég vissi það líka- En hún hefði samt gjarnan viljað spyrja Char- les. — Sei, sei, sagði hún. — Jæja, þá. Segjum nítján. — Pund, sagði ég. Hún andvarpaði. — Já, pund. Hún pakkaði því inn og setti það í kassa og ég lagði af stað til Dunstreet og Fleur-de-Lys. Nú söng ég ekki. Mig langaði ekki til þess. Ég vissi að ung- frú James myndi líka glasið, en ég vissi alls ekki hvort hún myndi þiggja það Dg þótt hún þæði það vissi ég ekki hvort hún myndi segja mér nokkuð meira um áhuga sinn á gler- munum né heldur áhuga sinn á mínum áhuga. Það var satt að segja hitt og þetta sem ég velti fyrir mér í sambandi vjið ung- frú James. Ef til vill kæmi at- hyglisverða ölglasið að einhverju haldi. En samt óskaði ég þess að ég hefði keypt það í gær. FIMMTI KAFLI. Klukkan sex birtist ég heima hjá ungfrú James í Neðra Vest- urstræti 23 með pakkann í hend- inni. Rétt fyrir klukkan átta hagræddi elsku Claudie sér á ný í sæti sínu, dálítið andstutt en einbeitt og sagði: — Það er vist kominn tími til að þú farir, Johnnie. Ég er ekki viss, ekki einu sinni nú orðið, á hvem hátt þessi umbreyting varð. Vandræð- in byrjuðu að minnsta kosti þegar við í vöntun á sterku öli og smékk fyrir því, fylltum störa glasið af konjaki og fór- um að nota það sem ástarbikar. Langvanrækt glas fagnar því alltaf ef di-ukkið er úr því og Athyglisverða ölglasið kann að hafa gert sitt bezta fyrir mig. Um áttaleytið eða rétt fyrir þann tíma, stóð glasið á arinhillunni miðri — ekkert hefði getað feng- ið mig til að viðhafa trassaskap — Dg ég var í hörkufaðmlögum við Claudíu. Það var um þetta leyti, eins og ég gat um áðan, sem hún sagði mér að fara. Ég sagði: — Ég get ekki far- ið núna. Veizlan er rétt að byrja. — Það er önnur veizla, sagði Claudía. — Ég vissi ekki einu sinni að þér yrði boðið. Þessi veizla er örugglega á enda. Ég tók upp hin sígildu við- brögð vonsvikna mannsins. Ég sagði: — Claudíá, elskan, þú get- 'ur ekki gert mér þetta. Claudía sagði: — Jæja, þú getur ekki gert mér þetta. — En hugsaðu um hyernig mér er innanbrjósts- Okkur báð- um, fari það kolað. — Ég hef hugsað um það. Við erum svöng. Dapúrfégar hugsanirnar sem höfðu lagzt að mér eins og mara, urðu nú ögn Iíflegri. 1 rauninni hafði hún alveg á réttu að etanda. Ég var þegar farinn að velta fyrir mér hvort hún hefði nokkurn tíma rangt fyrir sér. Ég var glorhungraður. — Allt í fagi, sagði ég. — Þessi veizla er búin. Hin næsta er hafin, en ekki sine die. Claudia settist upp og sagði: — Það verður þá dies. Hún not- aði nefnifallið án þess að hika. Hún var ekki kölluð Claudfa fyrir ekki neitt. Ég held ég hafi orðið ástfanginn af henni á þeirri stundu. En ég sagði aðeins: — Hvar eigum við þá að borða? Á Fleur-de-Lys aftur eða fyrir- finnst einhver æsilegri staður? Hun stóð hjá aminum og lag- færði á sér útlitið fyrir framan stóran, gylltan spegil. Hún sagði: — Ég veit ekki hvað þú kallar æsilegt. Finnst þér góður humar? — Hafa þerr humar á bDð- stólum á þessum slóðum? —, Ég held að þeir hafi fund- ið hann upp- Rómverjar hefðu aldrei haldið innrásinni áfram, ef þeir hefðu ekki komið hingað og komið að Bretunum að éta humar. Það er misskilningiur með ostrurnar. — Og þú hefðir aldrei verið kölluð Claudía. Þetta er umhugs- unarefni. Já, auðvitað finnst mér humar góður. En helzt ekki með neinu tilstandi. Bara soðinn. Hún kinkaði kolli og gekk að símanum á hornborðinu. Hún hringdi beint í staðamúmerið og sagði: — Frú Pargeter? Eitthvað heyrðist í símanum og hún hélt áfram: — Frú Par- geter, þetta er Claudía. Áttu nokkum humar? Frú Pargeter virtist hneyksluð, jafnvel á svona löngu færi. Claudía sagði: — Það er dá- samlegt. Eftir svd sem hálftíma. Hyað þá? Já, handa tveimur. Bless á meðan. Hún sagði við mig: — Ég held það sé bezt þú sækir bílinn þinn og komir með hann 'hingað- Þú ekur og ég leiðbeini. Ég verð til- búin þegar þú kemur til baka. Henry sagði: — Borðið þér hjá okkur, herra Slade? Mér fannst ég háfa átt þama heima alla ævi. Ég sagði: — Nei, ég ætla út. Hann var fullur af áhuga og forvitni en sagði aðeins: — Allt í lagi, herra minn, ég segi þeim það. eiaudía kom útum dyrnar í Neðra Vesturstræti um leið og ég ók að þeim. Hún settist við hliðina á mér og sagði: — Beint áfram gegnum bæinn og eftir þjóðveginum þangað til ég segi til. Það var að byrja að skyggja. Eftir svo sem mílufjórðung sagði hún: — Næsta gata til vinstri. að er dálítið bratt. Stígurinn var merktur Cartery. Hann var nið- urgrafinn, og trén lokuðust yfir honum að ofan. Ég kveikti hlið- arljósin. Við ókum áfram og ýttum á undan okkur röku lofti og sog- uðum annað loft, álíka dautt inn í kjölfarið. Ekkert annað hreyfð- ist, en ég sá glitta í vatn milli trjástofnanna til vinstri. Innan skamms hurfu trén og við kom- um að löngu yatni, hreyfingar- lausu og með blýlit miBi þéttra trjánna. Allsstaðar var saltþefur, en þetta var ekki líkara sjó en almennur sundsbaður undir lök- un. Svo héldum við aftur upp í móti og eftir andartak voru stein- hús á báða vegu og jafnvel nokkrar hræður á ferli. Rautt skilti, furðulega skært og ný- málað, í grárri götunni bar á- letrunina: Skipið, og Claudía sagði: — Hér er það. Þú getur lagt bílnum handan við dyrnar. Við gengum úr skuggsýnu stræt- inu inn í dimmt anddyri og síð- an útum dyr inn í dagsbirtu. Þar var steinlögð verönd og skjólveggur og brekka fyrir neð- an. Annars var ekkert að sjá framundan nema heill heimur af gráu vatni undir Ijósgráum himni. Á báða vegu hvíldi land- ið á vatninu i formi dauðalegra, þungra trjáa. Loftið var milt og 4914 Bemard ryður sér gætilega braut um flakið. Bogin járn- rör, brotnir plankar og alls kyns drasl hefta för hans í leit að fjársjóðnum. En hann þekkir skipið og efast ekki um að honum muni takast að rata í þessu hrúgaldi sem einu sinni var „Tra- möntana“. — Smátt og smátt tekst honum að greina sundur einstaka hluta skipsins og ákveða hvar nota þarf logsuðutækui. — En nú hefur hann fengið nóg af þessu skuggalega umhverfi í bili og hann gefur merki um að hann vilji koma aftur. IIARJPIC er Ilmandi elnf sem hreinsar salernisskálina og drepur sýkla ABYRGDARTRYGGINGAR 0 atvinnurekendur. ÁBYRGDARTRYGGING ER NAUDSYNLEG ÖLLUM ATVINNUREKSTRI TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR" LINDARGÖTU 9 - REYKJAVÍK -SÍMI 22122 — 21260 RADIONETTE tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 ÁRS ÁBYRGÐ Aðalumboð; Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. • BÍLAÞJÖNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogl — Símd 40145. BifreiBaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bíl-ana yfekar sfáifir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. TRABANT EIGENDUR Viðgerðaverkstæði. Smurstöð. Yfirförum bíMnn fyrir vorið. FRIÐRIK OLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Sími 30154. Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.