Þjóðviljinn - 13.06.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.06.1967, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Þriðj.uidagur 13. júru X9SZ. P.N. HUBBARD BROTHÆTT GLER ■Hi»HiiiiNHiiuiiiHniiiiiiiniiHHnNiiunHniuiiiiiiHiinHiiuiumniiuiiiH> 20 i gakktu hljóðlega, sagði hún. Stattu upp við vegginn við hlið- ina á aðaldyrunum. Þegar hún kemur út, þá ferð þú inn. En farðu hljóðlega. Ég læddist yfir mölina fram- hjá röðinni af gluggum. Mér fannst ég vera fyrir allra aug- um. Ég stóð með bakið að veggn- um milli dyranna og næsta glugga. Ég var þurr í kverkun- um. Þegar ég var kominn á minn stað, stikaði Claudia rösk- lega yfir mölina og að dyrun- um. Rödd innanúr húsinu kall- aði: Claudia. Það var ekki hrjúf rödd. Hún var lág, fullkomlega örugg og alveg viðbjóðsleg. Claudia sagði: — Ég er að koma, Elísabet frænka, og fór inn í húsið og lokaði á eftir mér. Ég beið með bakið að veggnum. Úti var föit sólskin og ský á flökti, en jafnvel þarna í gryfjunni milli trjánna var litill ylur af því. Sjórinn hlýtur að hafa ver- ið mjög-nærri en þess sáust eng- in merki. Trén voru of þétt. Ég heyrði ekki dyrnar opn- ast, en hundurinn kom allt í einu út á mölina. Hann gekk beint áfram í áttina frá mér og frá honum lá leðuról sem strekktist á. Ég Jiafði ekki átt von á því að hann væri þekki- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. bæð flyfta) Simi 24-6-16 /------------------------ PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968. legur, en ég hafði ekki búizt við neinu svona ógeðslegu. Þetta var víst eins konar bolabíts- rottuhundur. Hann var allur saman hvít-bleikur og' sýndist einhvern veginn nakinn og kirtlaveikislegur. Jafnvel frá hlið voru augun næstum ósýni- leg undir hrukkóttum, bleikum- augnalokum. Hann vagaði og andaði sogandi eins og feitur, hundur, en það var næstum hægt að telja í honum beinin undir slöppu skinninu. Þefur- inn af honum barst til mín með- an hann gekk. Á endanum á ólinni var hár svartur hanzki og fyrir aftan hann Elísabet frænka hennar Claudíu. é£ hafði enga hugmynd haft um það hve stór hún var, þótt ég hefði séð hana milli glugga- tjaldanna. Hún hlýtur að hafa verið einn og áttatíu eða allt að því og uppsett hárið jók v:ð hæð hennar eins og hjálmur á lögregluþjóni. Hún var snyrti- leg og litlaus eins og liturinn hefði horfið af henni um leið og sjónin. Aðeins hanzkarnir voru kolsvartir. Einhvern veg- inn hafði ég átt von á skrjáf- andi silki, en hún var í gróf- gerðum tvídfötum og göngu- skóm. Fæturnir voru stórir eins og annað á henni. Bak hennar var þráðbeint, en hún hallaði sér eilítið áfram ' eftir ólinni. Hún gekk rösklega og hikláust. Claudia hafði sagt að hún gæti orðið hundrað ára. Mér sýnd- ist ekki betur en hún gaeti lif- að að eilífu. Hörundið var grátt en hraustlegt og gljáandi og bros hennar á göngunni náði eyrnanna á milli. Þau gengu þvert yíir hlaðið í áttina frá mér. Þau voru næst- um komin yfir það þegar ég gerði mér ljóst að þau myndu beygja í aðra hvora áttina og hundurinn myndi þá að minnst'a kosti sjá mig. Þá mundi ég hvað Claudia hafði sagt. Ég steig tvö skref í skyndi en með, varúð og gekk innum dymar. Það var hundalykt inni. Claudia stóð fyrir innan opn- ar dymar og beið eftir mér. — Þú hafðir rétt fyrir þér að einu leyti, sagði ég. — Frænka þín finnur ekki lyktina af mér, ekki í þessu húsi. Að minnsta kosti vona ég ekki. — Ég sagði þér það. Krókó- díll. Við hvísluðumst á. — Hvað verða þau lengi lití? — Stundarfjórðung eða leng- ur. Þetta er þeirra hreyfing. Ég gekk varlega að dyrunum og leit út. Hring eftir hring, meðfram malarhlaðinu vagaði bleiki rytjulegi hundurinn með ólina á*1 eftir sér og húsmóðir hans, flýtislaust en svolítið álút, stikaðj á eftir. Það marraði í mölinni undan flatbotnuðum skónum og hundurinn másaði með óreglulegum takti sem var vel við hæfi. Claudia sagði fyrir aftan mig: — Komdu. Ég skal sýna þér húsið. Dyrnar verða opnar. Ég held þau komi ekki óvænt inn, en alla vega eru tvennar bak- dyr. Og þakstigi. Marrið og más- ið hækkaði allt í einu og hund- urinn og stórvaxna konan gengu framhjá dyrunum, örskammt frá okkur. Hvorugt leit til okkar. Varaþunn bros þeirra voru ó- sköp svipuð. Ég sagði: — Það er ekki fólk- ið sem verður eins og hundarnir sem það á. Það er öfugt. Ég hef alltaf álitið það, og þetta sannar það. Hún getur ekki ver- ið að stæla hundinn. Eða sá hún hann einhvern tíma? — Það er erfitt að muna það. Hann er ekki eins gamall og hann sýnist vera, en þó er býsna langt síðan hann kom. Já, ég myndi halda að hún hefði séð hann allskýrt áður en sjónin hvarf henni með öllu. En þú hefur áreiðanlega rétt fyrir þér. Þessi svipur er ósvikin Elísa- bet frænka.,/ Hann var alltaf svona,' löngu áður en Jock kom til sögunnar. Enda sjá hundar miélu meira en við. Þetta er borðstofan. — Ennþá notuð? — Já, já — allt húsið er not- að á nákvæmlega sama hátt og áður ep hún varð blind. Ég var búin að segja þér það — þetta gerðist hægt og hægt. Að minnsta kosti þurfti hún ekki skyndilega að laga sig eftir breyttum aðstæðum. Enda lagar Elísabet sig ekki eftir neinu, hvorki skyndilega né smátt og smátt. Allt annað lagar sig eftir henni. Stofurnar og því nær allt í þeim var frá Viktoríutímanum, fyrri hluta hans að mestu. Ég mundi að bankastjórinn hafði sagt að Bartonsættin hefði verið þarna ein þrjú hundruð ár og fór að velta þessu fyrir mér. Ég sagði: — Ekkert af þessu er sérlega gamalt. Ég hefði búizt við einhverju fornaldarlegra. Hvað hefur þessi ætt búið hér lengi? — í margar kynslóðir. Tja — nokkur hundruð ár að minnsta kosti. En gamla húsið brann. Þetta var byggt — þú sérð það sjálfur — kringum átján hundr- uð og fjörutiu býst ég við. — Glataðist allt það gamla í brunanum? — Mestallt, en þó náðust nokkrir dýrgripir, eða það sem taldir voru dýrgripir í þá daga. Málverk, aðallega, og dálítið -af silfri. Það er allt uppi í herbergi Elisabetar frænku. — Er sama lyktin alls staðar? — Verri. Hundurinn sefur að vísa báka ffl í húsin«, þjá búr- inu. En hann er uppi megnið af deginum. — Þú sagðist ekki treysta honum. Hvemig eru viðbrögð hans við aðkomufólki? Ef frænka þín situr þama í stóln- um með þennan hrylling við fætur sér og ég geng innum dyrnar, svo lágt að hún heyrir ekki til mín, hvað gerir hann þá? Ræðst hann á mig eða gelt- ir hann eða hvað gerir hann? — Ég veit það varla. Ég hef aldrei verið viðstödd slíkt. Ég myndi halda að hann hætti að mása og góndi á mig þegjandi. Ef þú kæmir nær, myndi másið breytast í hvæs. Loks býst ég við að ef þú kæmir enn nær án þess að segja neitt, myndi hann rísa upp og urra. Hann hefur aldrei gert meira en hvæsa að mér. Honum er vorkunn veslings skepnunni. En auðvit- að myndi hún se’gja: — Hver er það? næstum strax og hann hætti að mása. Eins og ég sagði þér, þá er heyrn hennar ekkert yfimáttúrleg, en hundurinn er henni eins konar ratsjá, auk þess sem hann leiðir hana fram- Við horfðum hvort á annað í hja torfærum. yfirfullri borðstofunni þar sem hundalyktin ríkti. — Þau eru geðslegt par, er ekki svo? sagði ég. Hún starði á mig þessu tóm- lega, fjarræna augnaráði. Hún sagði: — Þú hefur aldrei hatað neinn, er það, Johnnie? Ekki stöðugt, daginn út og daginn inn á ég við. Þér fyndist ékki taka því. — Nei, það get ég varla sagt, nema einn eða tvo af kennur- unum mínum og það er svo langtum liðið. Ég held mér meira við stundarfyrirbrigðin. — Já, ég vildi ógjaman vera á stundarfyrirbrigðalistanum þínum. Ég hristi höfuðið. — Ég geri aldrei neitt, sagði ég. Við vor- um bæði grafalvarleg. — Ekki það? Einu sinni verð- ur allt fyrst. Em þau enn á randinu? Ég leit út á milli gluggatjald- anna. Hringsólið hélt áfram. Ég sagði: — Fara þau aldrei neitt annað? 'y — Ekki hún. Hundurinn fer auðvitað stundum á eigin spýt- ur. En þá fer hann frá bak- dyrunum. Og aldrei langt. Komdu upp á loft og sjáðu. Stiginn var úr máluðum viði, traustur eins og steinsteypa, en brattur og ekki sérlega breiður. Þykkur rauður dregill lá eftir honum miðjum undir látúA- stöngum. Augun voru negld nið- ur í viðinn og stengurnar stóðu útaf sitt hvorum megin. Þama voru engar nýtízkúlegar festing- ar. Teppið þrýsti á að neðan og það þyrfti hamar til að losa stengurnar útundan báðum meg- in. Þarna gat ekkert óhapp kom- izt að. ^ — Þarna sérðu? sagði Claudia. Ég kinkaði kolli. — Hér er svo setustofan hennar. Það var litlaus stofa, allt upp- lituð teppi og áklæði og gúlnað- ur panell. Fjölskyldumálverkin sem bjargazt höfðu úr eldinum 4925 „Prosper" .liggur rétt hjá þeim. Bernard er tilbúinn að stökkva út, hann vill komast að þvi hvað þessir náungar meina með því að vera með nefið niðrí því sem þeim kemur ekki við. ar Laroux biður hann að fara varlega, það er aldrei að vita nema þetta séu sjóræningjar ...... — Angélique og frú Furet hafa fylgzt með því sem fram fer. Hvað merkir þetta? Og skipstjór- inn sem á sér einskis ills von þama niðri ........... Hún þarf að vara hann við ........ Móðir hennar hefur bannað að kafa aftur í dag og hún er ekki vön að öhlýðnast, en að þessu sinni........... BRANDfS A-1 sósa: Með k|öti9 með IIski9 með hverju sem er SKOTTA — Ég var búin að bíða í manuði eftir að þessi strákur hringdi og .byði mér út. Hefðir þú setið heima og lært í minum spomm? HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI Terylene buxur og gallabuxur i öllum stærðum. — Póstsendum. Athugið okkar lága verð. Ó.L. Traðarkotssundi 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.