Þjóðviljinn - 16.06.1967, Síða 3
Föstudagur 16. júní 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3
Fundur leiðtoga stórvelda í New-York?
Auknar líkur á aukafundi
um styrjöld ísraels og araba
vinna á hermönnum á Sinaskags
en Israelsmenn lofa samvinnu
við alþjóðiegar hjálparstofnanir
um þetta mál. Fulltrúar Rauða
krossins segjast hafa fundið 300
særða egypzka hermenn í eyði -
mörkinni undanfarið. Sovézka
Allar líkur benda til að tillaga Sovétríkjanna um sér-
stakan fund allsiherjarþings SÞ vegna styrjaldar ísraels
og Araba nái fram að ganga. Ú Þant, framkvæmdastjóri
SÞ, hafa þegar borizt jákvæð svör frá 40 ríkjum og bæði
Frakkar og Bretar fylgja tillögunni ef nægilegar undirtekt-
ir fást. Bandaríkjamenn hafa hinsvegar lýst sig andvíga til-
lögu Sovétríkjanna.
Meðal þeirra ríkja sem sent
hiafa. jákvæð svör eru A-Evrópu-
ríkin, og Arabarfkin, ennfremur
Noregur og Svíþjóð, en búizt er
við því fastlega að ffleiri fylgi í
kjölfarið innan skamms. Þegar
méirihluti aðildarríkja, eða 82,
hafa gefið samþykki sitt, er hægt
að kalla AHsherjarþingið saman
með 24 st. fyrirvara. Aðalfutl-
trúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Gold-
berg, hefur lýst stjórn sína and-
víga aukafundi, en lýst von sinni
um að það stuðli að lausn mála
ef það verður kállað saman.
Tilkynnt hefur verið í Mostevu
að Kcsýgin forsætisráðherra
verði sjálfur fyrir sovézku sendi-
nefndinni, og verður þetta fyrsta
heimsókn hans til USA. Fari
svo, er ekki talið _ óiíklegt að á
vettvangi SÞ verði haldin fjór-
veldafundur um máíiið, því bá
myndu de Gaullé forseti og Wil-
son forsætisráðherra Breta að
líkindum einnig mæta, svo og
Johnson Bandaríkjaforseti.
De Gaulle hefur lýst sig fus-
an til þátttöku i slíkum fundi
aeðstu manna. Fratokar hafa ver-
ið hlutlausir gagnvart styrjöld-
inni og lýst því yfir að þeir líti
ekki á neina landvinninga Isra-
elsmanna sem sjálfsagðan htut.
Egypzka stjórnin er söigð mjög
ánægð með afstöðu Frákka ti.I
mála.
Flóttamcnn óg fangar.
Öryggisréðið samþykkti í gær-
kvöldi áskorun til stjómar Is-
ráels um hjálp við fflóttamenn
og egypzka hermenn sem enn eru
á Sinaískaga, aðframkomnir af
hungri og þorsta. Ðgyptar hafa
saikað IsraeJsmenn um að þeir
láti vatnssikort af ásettu ráði
blaðið Izvestia í’éðst mjög harka-
lega gegn Israellsmönnum í dag
og ásakaði þá um að skjóta her-
fanga og óibreytta borgara á her-
numdu svæðunum og lim að
hrekja fólk frá heimilum sínum.
Heimssamtök gyðinga haia
hinsvegar beðið Rauða krossinn
um að hjálpa gyðingum í Araba-
löndunum sem nú verði fyrir
misþyrmingum og ofsóknum. F,r
til þess tekið að 5000 gyðingar
í Líbíu hafi orðið sérstaklega
hart úti og sé þeim ekki lengur
óhætt að stíga út fyrir dyr húsa
sinna.
Einn af níu egypzkum hens-
höfðinigjum sem Israelsmenn
handtókiu í strídinu, Ahmed
Fahmi, átti í dag tal við frétta-
menn. Bar hann lof á herstjóm-
arlist andstæðinganna en sagði
einnig að sínir menn hefðu bar-
izt vel. Hann kvað aðbúnað á-
gætan i fangabúðunum og hafðj
engan hug á þvi að lenda í styrj-
öld við ísrael einu sinni enn.
Annar egypzkur liðsforingi i
fangabúðunum játaði, að hann
hefði ekki orðið þess var að
brezkar eða bandarísikar fflugvélar
hafi tekið þátt í stríðinu. Eg-
ypzku liðsforingjamir kváðust
ekki búast við því að þeim yrði
refsað heima fyrir að láta taka
sig til fanga, þeir hefðu gert
skyldu sína sem hermenn. Ó-
breyttir hermenn voru bersýni-
lega miklu hnuggnari yfir ósigr-
inum en yfirmenn þeirra, og virt-
ust furða sig á því að þeirværu
enn á lífi. Um 3000 fangar eru
nú í búðunum og fjölgar þeim
stöðugt. Sagt*er að aðeins einn
af þeim særðu hafi látið lífið í
fangabúðunium.
Hætiulegt að
lesa veggblöð
PEKING 15/6 — Kínverska ut-
anríkisráðuneytið sendi frá sér
yfirlýsingn í dag þar sem gefið
er til kynna að erlendlr sendi-
ráðsmenn og blaðamenn sem
reyni að verða sér úti um upp-
lýsingar um menningarbylting-
una og önnur innanrikismál í
veggblöðum Rauðra varðliða, geii
átt von á því að verða ákærðir
fyrir njósnir.
Yfirlýsingunni er >stefnt gegn
„erlendum afturhaldsmönnum,
fjandsamlegum menningárbylt-
ingunni", sem sagt er að svífist
einskis til að affla sér einhverrn
þeirra upplýsinga sem geti orð-
ið þeim að vopni í andkínversk-
um áróðri. SérstaMega eru til-
nefndir japanskir fréttaritarar,
sem notfæri sér austrasnt yfir-
bragð sitt og kínverskan fatnað
til að komast yfir bað sem Kín-
verjum er einum ætlað að lesa.
Erlendir blaðamenn ha-fa aðal-
lega stuðzt við veggblöð Rauðra
varðliða þegar þeir hafa sagtfrá
skuggahjiðum menningarbylting-
arinnar í Kína.
Forsaga heinsóknar íranskeisara til V-Berlínar
Hvað gerðist s Berlín áður en
Benno Ohnesorg var myrtur?
Fyrir nokkrum dögum
efndu stúdentar við Freie
Universitát í Vestur-'Berlín
til mótmælaaðgerða vegna
heimsóknar franskeisara til
borgarinnar. Lögregla borg-
arinnar, sem lengi hefur vér-
ið í nöp við stúdenta, let til
skarar skríða, barði mjög
harkalega á stúdentum, og
einn þeirra, Benno Ohne-
sorg, vár skotinn til bana.
Þessir atburðir eiga sér langa
og allmerka sögu, sem hér skal
reynt að greina frá í stuttu máli.
Allt frá því að háskólinn í
Vestur-Berlín var stofnaður
skömmu fyrir 1950 hafa stúd-
entar við hann verið mjög virk-
ir í pólitískum aðgerðum. Fyrstu
órin var þessum aðgerðum
einkum stefnt gegn yfirvöldum
Austur-Berlínar og Austur-
Þýzkalands, enda varð háskólinn
til upphaflega sem svar við því
að Humboldt-háskóli, sem er í
austurhluta borgarinnar, komst
í æ ríkari mæli undir eftirlit
og beina íhlutun stjómarvalda
þar.
En á síðari árum hefur ýmsum
vinstrisinnuðum samtökum eflzt
mjög fylgi meðal stúdenta, og
pólitískar aðgerðir þeirra hafa
æ meir beinzt gegn hægriöflum
og afturhaldssínnuðum stjórn-
málaforingjum. Styrjöldin í Viet-
nma hefur ótt mikinn þátt í
þessari þróun: í fyrra efndu
stúdentar til að mynda til „sit-
in“ gegn hernaði Bandaríkja-
manna þar, sem upi 3000 manns
tóku þátt í. í nóvember sama ár
„beittu stúdentar úr sósíalista-
samtökum sér gegn því að sósí-
aldemókratar mynduðu sam-
steypustjórn með Kristilegum
demókrötum í Bonn — voru par
framarlega í flokki sýnir Willy
Brandts borgarstjóra, núverandi
utanríkisráðherra Vestur-Þýzka-
lands.
Yfirvöld Vestur-Berlínar og
blöð þar í borg. sem flest u
hægrisinnuð. hafa litið þessa
þróun mjög hornauga. Lögregl-
an átti í janúar í ár frumkvæði
að nýjum átökum við stúdenta
— réðist hún á bækistöðvar
Opel Rekord
1955 í fullum gangi er til
sölu fyrir kr. 18.000 til
20.000. Til sýnis á bílastæð-
inu Aðalstræti 10. frá kl.
9—6
Upplýsingar 1 VOPNA og
á Langholtsvegi 108 eftir
kl. 6 á kvöldln.
Benno Ohnesorg — hann vildi aðeins ganga úr skugga ura það
, hvort lögreglan væri svona harðhent.
sósíalistísku stúdentasamtak-
anna SDS og lagði hald á spjald-
skrár þeirra, neyddist þó til að
skila þeim aftur eftir áköf mót-
mæli stúdenta og prófessorá.
Sambúð þessara aðila versnaði
enn í apríl þegar von var á
Humphrey varaforseta Banda-
ríkjanna í heimsókn til Vestur-
Berlínar. Þá handtók lögreglan
ellefu stúdenta úr smóum öfga-
fullum félagsskap og sakaði þá
um að undirbúa banatilræði við
Humphrey. í hinum „kínversku"
sprengjum, sem þeir óttu að sögn
að luma á, var reyndar ekki ánn-
að en búðingur og súrmjólk.
Meðan á heimsókninni sjálfri
stóð beitti lögreglan svo kylfum
sínum óspart gegn 2Ó00 stúdent-
um. sem komu saman til að
mótmæla Vietnamstríðinu.
Heimsókn keisarans \
Þegar nú von var á íranskeis-
ara vissu menn að stúdentar
vildu láta hann vita af því að
þeir væru ekki sérlega ánægðir
með einræði hans í sínu. landi.
Lögreglan ákvað að sínu ieyti
að láta þetta tækifæri sér ekki
úr greipum ganga til að „kenna
stúdentum mannasiði".
Á föstudagskvöld skyldi keis-
arinn fara í óperuna, gg \ jru
stúdentar mættir fyrir utan til
að láta í ljós andúð sína á hon-
um. Um leið og keisari var kom-
inn inn í söngleikhúsið hóf lög-
reglan „refaveiðar“ sem hún
nefndi svo. Hún réðist á kröfu-
göngufólk og forvitna, ekki til
þess að dreifa mannfjöldanum,
heldur til þess að berja á sem
flestum með kylfum sínum. Þeir
sem fallnir voru urðu einnig fyr-
ir höggum og spörkum, stúdínum-
ar voru slegnar niður, friðsamJeg-
! ir áhorfendur með uppréttar
hendur einnig. Og óeinkennis-
klæddur lögreglumaður skaut til
i bana Benno Ohnesorg, sem þá
] þegar hafði orðið fyrir barsmíð
og var á flótta. Ekkja hans seg-
ir hann hafa komið til kröfu-
göngu í fyrsta sinn „til þess að
sjá með eigin augum hvort lög-
reglan í Vestur-Berlín væri eins
harðhent og sagt væri“.
Loft var allt lævi blandið
i næstu daga. Yfirvöldin tóku
upp hanzkann fyrir lögregluna
og sögðu stúdenta bera ábyrgð
á því sem gerzt hafði. Blöðin
tóku í sama streng, .og sum
hvöttu meira að segja borgarana
til að berja á stúdentum hvar
sem þeir sæjust. Kennslu^tarf
lá að mestu leyti niðri. Stúdent-
ar og kennarar hafa varið mikl-
um tíma, i að ráeða atburðina sín
á milli — og á kvöldin fara stúd-
entar út á göturnar og ræða við
fólk um málstað sinn, reyna að
kveða niður þá fordóma sem
hægriöflin hafa vakið upp gegn
þeim.
Tilboð óskast
í brotajárn, 500 til 600 tonn. — Tilboðin verða opn-
uð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 20. 'júní kl.
11 árdegis.
Sölunefnd vamarliðseigma.
Sölufólk óskast
til að selja merki þjóðhátíðardagsins 17. júní.
Há sölulaun eru greidd. — Merkin eru afhent i
skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjaví'kurborgar
föstudaginn 16. og laugardaginn 17. júni.
Þjóðhátíðamefnd.
ALLAR
* STÆRÐIR
hópferðabifreiða
ávallt til reiðu.
HOPFERÐAAFGREIÐSLAN
sími 22300
— miðstöð allra hópferða. —
RENNISMIDUR
Oskum að ráða til starfa rennismið nú þegar. —
Upplýsingar veittar í Áhaldahúsinu, Borgartúni 5.
Sími 21000.
Vegagerð ríkisins.
Auglýsing
um umferð í Reykjavík 17. júní 1967.
1. Leiðir að hátíðarsvæði í Laugardal.
Ökumönnum er bent á að aka einhverja af þrem-
ur eftirtöldum leiðum að hátíðasvæðinu:
1. Frá Suðurlandsbraut norður Reykjaveg.
2. Frá Sundlaugavegi um Gullteig, Sigtún og
inn á Reykjaveg.
3. Frá Laugamesvegi um Sigtún og inn á
Reykjaveg.
2. Bifreiðastæði:
Ökumönnum er bent á eftirfarandi bifreiða-
stæði:
1. Bifreiðastæði milli íþróttaieikvangsins í Laug-
ardal og nýju sundlaugarinnar. Ekið inn á
stæðið frá Reykjavegi við Austurhlíð.
2. Bifreiðastæði við nýju sundlaugina. Ekið inn
frá Sundlaugavegi.
3. Bifreiðastæði við Laugamesskóla. Ekið inn frá
Gullteig.
4. Bifreiðastæði við Laugalækjarskóla. Ekið inn
frá Sundlaugavegi.
Lögreglan skorar á ökumenn að leggja bifreið-
um sínum vel og skipulega og gæta þess, að þær
valdi ekki hættu eða óþægindum.
3. Emstefnuakstursgötur:
1. Reykjavegur til norðurs.
2. Gullteigur til suðurs.
3. Hraunteigur, Kirkjuteigur, Hofteigur og
Laugateigur til vesturs fná Reykjavegi.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. júní 1967.
SICrLRJÓN SIGURÐSSON.