Þjóðviljinn - 16.06.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1967, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. júní 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 209 miljónir í tjónabætur hjá Samvinnutryggingum Aðalfundír Samvinnutrygg- inga og Líftryggingafélagsi ns Andvöku voru haldnir að Hótol Sögu 2. þm. Fundina séibu 21 fuUtrúi víðswegar að af landinu auk stjómar og nokikurra starfs- manna félaganna. 1 upphaEi fundanna minntist formaður st.iómarinnar, Erlend- ur Einarsson, forstjóri, tveggja starfsmanna félaganna, sem lát- izt höfðu frá hví að síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra Gunnars Steindórssonar, fluíil- trúa, og Þorsteins Jakobssonar, tryggingamanns. Fundarstjóri var kjörinn Jak- ob Frímannsson, stjómarfor- maður Sambandsins, en fundar- ritarar þeir Óskar Jónsson, fulí- trúi, Selfossi, Þorgeir Hjörleifs- son, deildarstjóri, Isafirði, og Jón Einarsson, fullltrúi, Eorgar- nesi. 60% afsláttur af iðgjaldi Formaður stjórnarinnar, Er- lendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrsilu stjómarinnar og gat þess, að þetta væri tuttug- asti aðalfundur Samvinnu- trygginga, sem voru stofnaðar 1. september 1946. í tilefni 20 ára ^ afmælis félagsins, 1. septemiber s.l., afhenti það Styrktarfólagi vangefinna að gjöf kr. 100 þús., eins og áður hofur komið fram £ fréttum. Rakti hann í ræðu sinni sögu félagsins og þess merka staivfs, sem fólagið hefur unnið á sviði vátryggingamáia hér á landi. Hann skýrði og frá helztu framkvæmdum félagsins á s.l. ári, og kom þar m.a. fram að félagið hafði í byrjun arsins tekið upp nýja tegund trygg- ingar — ÖF-tryggingu — sem |. tryggir ökumenn bifreiða og dráttarvéla auk farþega í einka- bifreiðum. Þá kom og fram í skýrslu stjórnarformannsins, að nýtt bónuskerfi hafði verið tek- ið upp í ábyrgðartryggingum bifreiða, og tók gildi 1. mai 1966. Samkvæmt því fá gætnir ökumenn allt upp í 60% aifsilátt af iðgjaldinu eftir 5 ára tjón- lausan akstur, auk 10 ára viður- kenningar, sem félagið tók upp á 15 ára afmælinu, árið 1961. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri, las reikninga fé- laganna og skýrði þá, jafnframt því, sem hann flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi fólagsins á árinu 1966. Hann skýrði fra því, að helzta einkenni érsins 1966 hefðu verið hin gffurlega aukning tjónatoóta, en þetta væri í fyrsta skipti, sem heild- artjónin væru meiri en heilidar- iðgjöldin. Auk þess hefði rekst- urskostnaður hækkað og erfið- leikar með alla inntoeimtu auk- izt, hvort heldur væri iðgjöld eða afborganir og vextir af lán- um. Haldið var áfram stófnun klúbbanna öruggur akstur, sem nú eru orðnir 25 að tölu í öll- um landsifjórðungum, en mark- mið þessara klúbba er að stuðla að auknu umferðaröryggi og betri umferðarmenning í við- komandi byggðarlögum. Samvinnutryggingar beittu sér í byrjun ársins 1966, ásamt hin- um bifreiðatryggingafélögunum, fyrir umferðarráðstefnu í jan- úarmánuði 1966, en sú ráðstefna varð undanfari samtakanna VÁV — Varúð á vegum — Mikil aukning iftg.jalda HeiHdariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginfea námu á árinu 1966 kr. 206.5 miljónum •tg höfðu iðgjöldin aukizt um kr. 20.0 milj. eða 19.74% frá árinj 1965. Er um að ræða aukningu iðgjalda í öllum tryggingagrein- um nema ökutæ.kjatryggingum, sem stafar af breytingu þeirri, sem gerð var á bóhuskerfi á- byrgðartrygginga bifreiða vorið 1966, og áður var getið um. Heildarstjórn Samvinnutrygg- inga námu á árinu 1966 kr. 209.4 milj. og höfðu þau aukizt um kr. 60.3 milj. eða 40.47% fré árinu 1965. Eins og áður segir hafa tjónabætur félagsins aldrei orðið eins háar og sl. ár, enda fóllu mörg stór tjón á fé- lagið ein'kum í sjó- og bruna- tryggingum. Stærsta tjónið nam kr. 18.4 milj. Tjónaprósentan árið 1966 var 101.38% á móti 79.92% árið áður. Nettóhagnaður af rekstri Samvinnutrygginga árið 1966 nam kr. 477.506, eftir að endur- gréiddur hafði verið tekjuaf- gangur til tryggingartakanna að fjárhæð kr. 1.050.500. Eru þá slikar endurgreiðsllur tekjuaf- gangs orðnar frá upphafi kr. 62.8 milj. Bónusgreiðslur til Framhald á 7. síðu. Tónskáldafélagið minnir á tillögur Frá Tónskáldafélagi Islands hefur Þjóðviljanum borizt greinargerð, þar sem rifjaðar eru upp gamlar tillðgur félags- ins um flutning íslenzkra tón- vcrka í Ríkisútvarpinu. Sumar þessara ttnagna hafa vcrið framkvæmdar, öðrum mun ekki hafa verið sinnt. Tillögurnar cru svoliljóðandi: » 1.) Að minnsta kosti eitt 's- tenzkt. tónverk sé í hverjuin dagskrárlið tónlistar hjá Rfkis- útvarpinu, svo sem morgun- tónieikum, danslagatímum, sin- fóniskum tónileifcum, kmrner- tónleikum, kirkjutónleikum o.s. frv. 2.) Samráð sé haft við tón- 164.700 fjár var slátrai hjá S. S. Nýlega voru halldnir í Rvik deildafulltrúafundur og aðal- fundur Sláturfélags Suðurlands. Fundarstjóri var Pétur Ottesen, fyrrv. alþm., fonmaður fólagsins. og fundarritari Þorsteinn Sig- urðsson, formaður Búnaðarfé- lags Islands. 1 skýrslu, sem for- stjóri félagsins, Jón H. Bengs, flutti um starfsemi fólagsins ð árinu sem leið, var m.a. greint frá því, að heildar'vönusala fé- lagsins na.m 461 miljón króna á árinu og hafði aukizt um 101 miljón frá árinu 1965. Félagið starfrækir nú, eins og áður, 8 sláturhús á Suðurlandi og var slátrað alls 164.700 fjár. Meðai- þungi dilka í sláturhúsunum var 12.68 kg, en var 13.69 kg árið 1965. Sauðfjársilátrun hafði aukizt um 24.700 fjár, eða 17% frá árinu á undan. Stórgripa- slátrun jókst mjög mikið á ár- inu, alls var slátrað hjá féllag- inu 10.750 stórgripum. Þar af 6.470 nautgripum, sem var um 2.900 gripum fleira en árið 1965. Svínakjötsframleiðsla fer stöð- ugt vaxandi. SDártórfélagið hefur nú starfað í 60 ár. Það var stófnað 28. jan- úar 1907. I sláturhúsum félogs- ins er nú ailils hægt að siátra 6.700 fjár a dag, og fólagið rek- ur frystihús, kjötvinnslustöövar, pylsugerð, n iðursuðuverksmi ðj u, ullarverksmiðju, sútunarverk- smiðju og 11 matanbúðir. Á að- alfundi S.S. nú, höfðu lokið kjörtíma sínum þeir Gísli And- résson, Hálsi í Kjós, og Sigurð- ur Tómasson, Bankai’stöðuni, Fljótsihlxð. Voru þeir báðir end- urkjömir. Auk þeirra skipa stjórnina Pétur Ottesen, fyrrv, allþm., sem er fonmaður, Helgi Haraldsson, Hrafnkellsstöðum og Sigigeir Lárusson, Kirkjutoæjar- klaustri. ★ 1 sambandi við aðailfund fé- lagsins, var efnt til kvöldfagn- aðar fyrir fundanfuílltrúa og konur þeirra tiil þoss að minn- ast 60 ára afmælis félagsins á þessu ári. Vanu þar margar nasður fluttar, Magnús Jónrason óperusöngvari söng einsöng og flokkur frá Þjóðdansafélagi R- vfkur sýmíi þjóðdansa og að lofcum var stigimi dans. skáldin eða rétthafa verkanna um samsetningu dagskrár og kynningu verka þeirra. 3. ) Stofnað sé auk þess til yf- irlitskynningar á verkum að minnsta kosti eins íslenzks tón- skálds á hverju ári, þannig að kynnt séu öll tónverk viðkom- andi tónskálds með áframhald- andi dagsiknáiliðum í alllt að því heillan klukkutima á hverri vifcu eða á fárra vikna fresti, ">c verkin annaðhvort flutt og skýrð eða sagt greinilega frá l>eim, sem ekki reynist fært að flytja í bili, og skýrt frá orsök- um til þess með rækilegum rök- um. 4. ) Samin sé nákvæm yfirlits- skrá um öll íslen2Ík tónverk, som flutt hafa verið í útvarpinu og skrá um hljóðritanir ís- lenzkra tónverka, sem til eru í fórum útvarpsins, en auk þe&s áætlun um hljóðritun íslenzkra tónverka fyrir útvarpið í fram- tíðinni. 5. ) Einum ákveðnum starfs- manni hjá Ríkisútvarpinu sé falin framkvæmd ofangreindra atriða, og honum séu að minnsta kosti fyrst um sinn ekfci ætluð önnur störf hjá it- varpinu en einmitt þessi. 0.) Honum og tónlistardeild útvarpsins til aðstoðar sé skip- uð dagskrárnefnd tónlistar með svipuðum hætti og hjá öðrum útvarpsstöðvum, og Tónskálda- félag ísilands eigi þar að minnsta kosti einn fulltrúa, kjörinn á aðalfund þess. Nefnd- in haldi fundi svo sem einu sinni í mánuði til þess að ganga frá dagskrártiiilögum tónlistar til útvarpsráðs. 7. ) Þegar íslenzkt tónverk er flluitt í allra fyrsta sinn hjá út- varpinu, þá skal það flutt aftur — að minnsta kosti fjórum sinnum að ekki meira en einni vik,u eða örfáum vikum liðnum á milli hverrar endurtekningar, svo að hlustendum gefist kostur' á að kynnast því og venjast þv;. 8. ) A hverjum degi kl. 12 til 12:25 séu flutt eingöngu létt fs- lenzk lög. 9) A hverjum degi strax qftir fyrri kvöldffréttir séu fllutt æðri íslenzk tónverk eingöngu í svo sem 25 mínútór að minnsta kosti. Risaf)otur frá Boeing • Eftir fáa daga er Boeing- þota FlURfélags íslands vænt- anleg hingað til lands, mikill og fullkominn farkostur. Nú eru í smíðum hjá Boeingverk- smiðjunum í Bandaríkjunum enn stærri farþegaþotur, m.a. þær sem bera tegundarhcitið Boeing 747 og eiga að geta flutt milli 350 og 490 far- þega í einu. Gert er ráð flyrir að þotur af þessari gerð verði tcknar í notkun í almennu farþegaflugi árið 1970. Mynd- irnar gefa til kynna hversu stórar þotur þessar verða og sýna jafnframt að ætiunin er að veita farþegunum ýmsa þá þjónustu á flugleiðunum sem nú þekkist lítt eða ekki — þama verður t.d. vínstúka á fyrsta farrými (neðsta mynd- in — sjá stigann upp) og góð aðstaða til kvikmyndasýninga, sem ýmis flugfélög hafa reynd- ar þegar tekið upp á lengrí flugleiðum. Margir á biðlista Tollvörugeymslunnar Aðalíundur Tollvörugeymsl- unnar h.f. var haldinn fyrir nokkru. Formaður stjórnarinnar, Al- bert Guðmundsson, stórkauii- maður flutti yfirlit um störf honnar og kvað þau einkum Drekahaus frá 9. ö!d seldur á um 1,3 milj. króna LONDON 14/1 — Útskorinn (Jrekahaus úr tré, sem talinn er vora frá níundu öld var í gær seldur á uppboði í London fýrir 11.000 sterlingspund eða rúm- lega 1,3 milj. kr. Drekahausinn, sem mun vera af víkingaskipi fannst í botnleðju flljóts f Belgíu á síðusta striðsárum. hafa beinzt að því að reyna að útvega fé til áframhaldandi byggingarframkvæmda, þar sem núverandi húsnæði væri orðið alltof lítið og mikil á- sókn að komast í geymsluna og fá pláss þar. En hann skýrði frá að því miður þá hefðu jressar tilraunir ekki borið ár- angur ennþá. Helgi K. Hjálmsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, flutti skýr9lu um rekstur fyrirtækis- ins. Gat hann þess að 65 að- ilar væru á biðlista og íyrir- liggjandi væru pantanir, sem myndu nægja til að fylla 3 til 4000 íern\ vöruskemmu. Aukning á leigutekjum á ár- inu nam 25%. En aukning á afgreiöslum varð 49% á ár- inu 1966 miðað við árið 1965, enda hefur verið um að ræða gjörnýtingu á geymsluplássi allt árið. — í skýrslu Hélga K. Hjálmssonar kom einnig fram að hluthafar eru nú orðnir 306. Framkvæmdastjórinn las upp reikninga félagsins og skýrði þá. í þeim kom í ljós að eign- ir félagsins nema nú röskum 12 miljónum króna. Stjórn félagsins og vara- stjómnvar öll einróma endur- kjörin, en hún er þannig skip- uð: Formaður: Albert Guð- mundsson, varaform.: Hilmar Fenger, féhirðir: Einar Far- estveit og meðstjómendur: Sig- urliði Kristjánsson, Jón Þór Jóhannsson. Varastjóm: Bjami Bjömsson og Þorsteinn Bem- harðsson. Táragasá stúd- enta í Seoul SEOUL 13/6 — Lögreglan í Seoul beitti táragasi og kylf- um gegn u.þ.b. I00ft stúdent- um sem fóru í kröfugöngu til að mótmæla framkvæmd þing- kosninga í Suður-Kóreu í fyrri viku — segja þeir að ekki hafi verið farið að lögum. Um tuttugu stúdentar voru hand- teknir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.