Þjóðviljinn - 25.07.1967, Qupperneq 5
Þriðjudagur 25. júlí 1967 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA g
fslandsmótið. 1. deild:
Akureyri—Fram 1:0, fyrsti
tapleikur Fram á sumrinu
□ Akureyi'ingar urðu fyrstir til að sigra Fram á þessu
keppnistíma'bili í sinni óslitnu sigurgöngu að undan-
fömu (fimm sigurleikir í röð) sl. sunnudag með einu
marki gegn engu. Fram hefur aftur á móti unnið tvo
léiki en gert fjögur jafntefli í þessu íslandsmóti. Ég
myndi segja að Akureyringar hafi verið heppnir að
sigra, jafntefli hefði verið sanngjarnara eftir öllum
gangi leiksins. Akureyringar geta fyrst og fremst þakk-
að þennan sigur hinum frábæra miðverði Jóni
Stefánssyni. Á honum brotnuðu nær allar sóknarað-
gerðir Framara sem voru margar og þungar, sérstak-
lega í fyrri hálfleik.
Leikurinn var allan tímann
heldur þófkenndur en þó áttu
bæði liðin nokkur góð mark-
tækifæri og þeir Framarar öllu
fleiri og hættulegri. Til að
mynda var Helgi Númason í
dauðafæri á 13. mín. en skaut
framhjá mannlausu markinu.
Fjórum mínútum seinna stóð
Erlendur Magnússon óvaldaður
á markteig, en á einhvem ó-
skiljanlegan hátt skaut hann
yfir markið Hreinn Elliðason
var með boltann á markteig á
37. mín. og hafði nógan tíma
til að athafna sig en skaut yfir.
Baldur Scheving í Fram og Magnús Jónatansson IBA háðu oft einvígi um knöttinn, og gekk á
ýmsu eins og sést á þessari mynd og tvídálka myndinni liér á síðunni.
Sótt og varizt af hörku. Anton Bjarnason, miðvörður Fram, situr á kncttinum og dró hann þann-
ig klemmdan milli fóta sér þó nokkum spöl inni í vítateig, en Skúli Ágústsson reynir að krækja í
knöttinn. — (Ljósm. Þjóðv. H.K.).
Þeitta eru aðeins nckkur dæmi
úr fyrri hálflleik, fyrir utan
allar þær sóknir sem brotnuðu
á Jóni Stefánssyni. 1 þessum
hálfleik áttu Akureyringar eng-
in tækifæri sem umtalsverð eru.
1 seinni hálfleik snerist dæm-
ið við. Akureyringar komu sem
allt annað lið inniá eftir hlé og
héldu'' uppi mikilli sókn mest
allan seinni hálflleik. Strax á
7. mín. s.h. komst Þormóður
h. útherji Akureyringa í -gott
færi og skaut en Hallkell í
Frammarkinu varði naumlega.
Nokkrum mínútum síðar komst
Þormóður aftur í dauðafæri, en
skaut framhjá. Kári Ámason
komst innfyrir alla Framvörn-
ina en missti böltann of langt
frá sér og ekkert varð úr þessu
góða tækifæri. Þetta var á 25.
mín. Svo var það á 30. mínútu
að Kári fékk boltann á miðjum
vallarhelmingi Framara og
brunaði upp völlinn og komst
innfyrir Framvömina. Hadlkell
kom út á móti og hálfvarði
skot Kára, en boltinn hafnaði
í netinu, 1-0 fyrir Akureyringa.
Við þetta mark gáfúst Framar-
ar hreinlega upp, allir nema
Baldur Schevihg, en uppgjöf
er áreiðanlega óþekkt hugtak
hjá honum. Akureyringar aft-
ur á móti drógu sig allir í vörn
til að hætta engu, svo að úr
varð leiðinda miðjuþóf. 6g
held, eins og áður sagði, að
jafntefli hefði verið sanngjörn-
ustu úrslit leiksins. En Akur-
eyringar höfðu heppnina með
sér nú og ef til vill þarf alltaf
örlitla heppni til að vinna.
Llðin:
Jón Stefánsson, miðvörður
I.B.A., er í algjörum sérflokki í
sínu liði og að’ mínum dómi
hlýtur hann að öðlast aftur sæt.i-
sitt í landsliðinu. Að öðru leyti
er Í.B.A. liðið noikkuð jafnt og
í því felst aðalstyrkur liðsins.
Skúli Ágústsson og Kári Áma-
son skera sig ef til vill svolítið
úr, annar með sínu góða auga
fyrir samleik, en hinn mað-
hraða sínum.
Framliðið var án sfns eina
landsliðsmanns Elmars Geirs-
góðu formi. Annars voru Anton
Sigurðsson, Baldur Scheving og
Erlendur Magnússon beztu
menn liðsins. Einar Ámason cr
hraðvaxandi leikmaður og með
sama áframhaldi verður hann
einn ok'kar bezti knattspyrnu-
maður. Jóhann Atlason og
Hrannar Haraldsson áttu báðxr
góðan leik.
Dóonari var Baldur Þórðarson
og er. langt síðan ég hef séð
hann dæma sxv>na vel. Það sem
helzt hefði mátt finna að er.
Það kom að vísu ekki að sök
í þessum leik, þvi að hann var
prúður, en það er alltaf hætta
á að leikir fari út í hörku, ef
dómari dæmir of lítið. S.dór.
Staðan í 1. deild:
L V J T M St.
Valur 8 5 2 0 16-13 12
ÍBA 8 5 0 3 19-10 10
Fram 7 2 4 1 8-7 8
I.B.K. 8 3 2 3 7-8 8
K.R. 7 3 0 4 13-14 6
Í.A. 8 10 7 8-19 2
sónar og veikti það liðið mjög : að hann hafi daemt- full lítið.
mikið sem yonlegt er; það^
munar um minna en Elmar í
Þjóðhátíðin i Eyjum
haldin 4.-5. ágúst
Valur sigraSi
Valur varð íslandsmeistari í
handknattleik kvenna í 2. fl.
en mótið fór fram í Vestmanna-
eyjum um halgina.
10 lið tóku þátt í mótinu, og
léku Vallur og Þór í Vest-
mannaeyjum til úrslita. Valur
sigraði með 5 mörkum gegn 1.
fslandsmótið í hand-
knattleik utanhúss
1 kvöld verða leiknir tveir
leikir í karlaflokki í Islands-
mótinu í handknattleik utan-
húss, sem haldið er við Lækjar-
skólann í Hafnarfifði.
Keppni hefst kl. 8.00 og leilca
fyrst KR og IR og síðan FH og
Víkingur. Dómarar verða Ragn-
ar Jónsson og Valur Benedikts-
son.
Næst verður leikið á föstu-
dagstevöld,
Þjóðhátíðin í Vestmannaeyj-
um verður haldin dagana 4. og
5. ágúst n.k. og sér Knatt-
spymufélagið Týr um hátíðina
að þessu sinni.
Eins og endranær mun verða
mikið um íþróttir á hátíðinni
og vill Týr sérstaklega hvetja
fþróttamenn, sem verða munu
f Eyjum um þjóðhátíðina að
taka þátt f þéim. Þeim sem hafa
áhuga fyrir að kbma til keppni
mun verða séð fyrir ókeypis
húsnæði og fæði, ef þeir láta
vita nógu; timanlega.
Vilji einhverjir íþróttaflokkar
koma á hátíðira mun að sjálf-
sögðu verða tekið á móti þeim
á sama hátt, komi þeir fram í
keppni eða ‘sýningu.
Þeir sem áhuga hafa á því
að heimsækja Eyjar í þessu
skyni um þjóðhátíðina hafi
samband við Reyni Guðsteins-
son á skrifstofu félagsins sími
98-1080 milli kl. 16 og 19 alla
virka daga nema laugardaga:
(Frá Knattspyrnufélaginu Tý)
Valur vann ÍA 2:1 sjá frásögn á bls. 4.
Loksins komst Kef lavíku rliðið „í
m m
gang" og sigraði KR-inga með 2:0
□ Eftir slælega frammistöðu tmdanfarið komst Í.B.K.
liðið loks í „gang“ og sýndi hvað í þvi býr s.l. sunnu-
dagskvöld, er Keflvíkingar gjörsigruðu KR-inga með
2-0. Eftir gangi leiksins hefði sá sigur getaö orðiö
stærri, en frábær markvarzla Guðmundar Pétursson-
ar. í KR-markinu kom í veg fyrir það. KR-ingar misstu
þama endanlega allan möguleika til sigurs í mótinu,
og meira að segja gæti sú staða komiö upp, að þeir
lékju úrslitaleik um fallsætið við Skagamenn. Gamla
máltækið „öðruvísi mér áður brá“ á vel við núna.
Keflvíkingar sýndu það strax i
byrjun að þeir voru staðráðmr
í að ná sigri. Fyrsta tækifærið
kom á 2. minútu, er Karl Her-
mannsson skaut rétt yfir mark-
slá úr góðu færi. Á 8. mín.
kom svo fyrra mark Keflvík-
inga. Jón Jóhannsson gaf vel
fyrir markið frá hægri, en KR-
ingar hreinsuðu fró, boltinn fór
til Friðriks Ragnarssonar, ný-
liða í I.B.K. liðinu, sem s'kaut
viðstöðulaust óverjandi fyrir
Guðmund Péfcursson 1-0. Góð
byrjun hjá kornungum pilti.
Við þetta mark tvíefldust
Keflvíkingar og sóttu nær lát-
laust út allan fyrri hálfleik en
tókst þó ekki að skora. Mark-
varzla Guðmundar Péturssonar
var oft á tíðum stórikostleg i
þessum leik, þó sérstaklega í
fyrri hálfleik. Þetta var þeim
mun betur gert hjá Guðmundi,
þar sem hann var með al-
ómögulega vöm fyrir framan
sig, sem nær engin stuðningur
var í, nema aðeins Ársæii
Kjartanssyni einum.
Framan af seinni hálfleik hélt
sama sagan áfram, IBK sótti
nær látlaust. Á 10. mín, sendi
Sigurður Albertsson boltann
innfyrir KR-vömina og Jón
Jóhannsson hljóp alla af sér og
skoraði mjög faliilega 2-0. Þar
með var útséð með úrslit leiks-
ins. Um miðjan seinni hálfleik
drógu Keflvíkingamir sig aillir
aftur og vörðust það sem eftír
var. KR-ingar áttu aðeins eitt
dauðafæri sem kallað er, þegar
Baldvin Baldvinsson skaut í
stöng og boltinn hrökk til Jó-
hanns Reynissonar sem skaut
en Guðni Kjartansson bjargaði
á línu.
Mikil haiika var i þessum leik
og áttu nokkrir KR-ingar sök
á því. Bæði Baldvin, Elllert
Sehram og Bjami * Felixson
reyna að bæta upp getúleysið
með mjög ógeðfelldri hörku og
ruddaleik, sérstaklega Baldvin
og Bjarni. Til að mynda þegar
Baldvin sló Guðna ’Kjartansson
í fyrri hálfleik, er boltinn var
víðs fjarri. Þetta er með þvi
ruddalegasta sem sézt hefur í
mörg ár á knattspyrnuvelli hér-
lendis., Eg spurði Stein Guð-
mundsson dómara eftir leikinn,
hvi hann hefði ekki rekið
Baldvin af léikvelli, eins og lög
gera ráð fyrir eftir svona gróft
brot. Steinn sagðist ekki hafa
séð atvikið, sem eðlilegt er, þar
sem boltinn var hinummeginn
á vellinum. Aftur á móti sagð^
ist Steinn hafa séð línuvörðinn
veifa og farið og talað við hann
og línuvörðurinn þá sagt sér frá
hvað Baldvin hefði gert. Steinn
Framhald á 9. síðu.