Þjóðviljinn - 28.07.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1967, Blaðsíða 3
f Föstudagiir 28. júlí 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J Kynþáttaóeirðir enn víða í borgum Bandaríkianna NEW YORK 27/7 — Orþreyttir hermenn og farn- ir á taugum virtust í dag hafa komið á röð og reglu í Detroit, en kynþáttaóeirðir brjótast út í fjölmörg- um bandarískum stórborgum. Bæði í Manhattan hverfi í New York og blökku- mannaslömmunum í San Franciseo og Los Angel- es urðu áíök af og til milli milli þeldökkra kröfu- göngumanna og lögreglu í dag. í Detroit, sem er fimmta stærsta borg í Banda- ríkjunum og miðstöð bifreiðaframleiðslunnar í landinu hafa nú 37 manns látið lífið og efnahags- tjón er á annan tug miljarða króna eftir fjögurra sólarhringa linnulausar óeirðir Þyrlur hafa sveimað yfirborg- inni í nótt og dag og beint Ijós- kösturum að öllu sem hreyfði sig til að gefa hermönnunum ó götunni vísbendingu um leyni- sikyttur. John Throckmorton hershöfð- ingi sem er yfirmaður beirra 10. 800 fiatlhlífar- og þjóðliðs- hermanna sem sendir hafa verið inn i borgina skýrði frá þvi í KARACHI 27/7 — Mikii flóð hafa orðið f Karachi í Vestur- Pakistan og hafa 125.000 manns misst heimili sín af völdum Áformað er að hefja mik’.a herferð bólusetningar gegn kól- eru og öðrum farsóttum sem ótt- ast er að upp kunni að koma. dag, að hemum hefði tekizt að koma á röö og regiu þó enn vasm að vísu fáeinar leyniskyttur ó- fundnar. Um sama leyti og óeirðimar í Detroit leystust upp brutust lit kynþáttaóeirðir í fjölmörgum öðrum stórborgum Bandaríkianna. I New York fóm um 150 ung- ir blökkumenn með ófriði eftir hinum heimsfrægu verzlunargöt- um Madison Avenue og Fifth Avenue og bmtu gluggarúður og létu greipar sópa um útstillingar- muni í heimsins frægustu verzi- unum. Sextán manns voru hand- teknir. f Los Angeles var íkveikju- sprengjum kastað á götunum i blökkumannahverfinu Watts, en Sovétríkin og Kína sem/a um verzhm MOSKVU 27/7 — í dag var undirritaður í Moskvu verzlunarsamningur milli Sovétríkjanna og kín- verska alþýðulýðveldisins. Höfðu levnilegfar samn- ingaviðræður þá staðið í 19 vikur. , títvarpsmaður í Bandai'ikjunum tekur upp síðustu andvörp blökku- stúlku í kynþáttaóeirðunum, sem enn brciðast út til fleiri borga. Ekkert hefur enn verið birt um árangur þessara langvinnu samn- ingaviðræðna og í stuttorðri yfir- lýsingu sem gefin var út í Moskvu í dag segir aðeins, að sendinefnd- ir landanna beggja hafa skrifað undir samninginn. Samningaviðræðurnar hófust 12. apríl þegar um 20 manna j sendinefnd Kínverja kom til ' Móskvu frá Peking. Og til þessa hefur ekkert verið skýrt frá ganei j samninganna. Viðræðumar hófust um svipað lei.ti og rauðir varðliðar létu svo mjög að sér kveða að samskipti landanna voru næstum úti. Fóru varðliðarnir í geysimiklar kröfu- göngur að sovézka sendiráðinu i Peking og voru flestir sovézku sendiráðsstarfsmannanna kallaðir heim. Þrátt fyrir gagngeran hug- myndafræðilegan ágreining ríkj- anna er mikil verzlun á milli þeirra. Árið 1965 en þá voru síðast birtar tölur um viðskipti land- anna keyptu Kínverjar sovézkar vörur fyrir rúmlega 7 miljarða króna. Og var það 40 prósent aukning frá fyrra ári. Mest keyptu þeir af vélum og útbúnaði, flugvélum, málmplöt- um og timbri. Innflutningiir Sov- étríkianna minnkaði um 40 prós- ent frá Kína en var samt tæp- ir tvö hundruð miljarðar króna. Kjötmeti var stærsti vöruflokk- urinn. í yfirlýsingunni í dag varekk- ert skýrt frá þvi hvaða vörur verði seldar á árinu 1967. þar létu 35 manns lífið í gríð- arlengum átökum sumarið 1965. Hermenn í Cambridge í Mary- land vörpuðu táragasi til að dreifa um 400 manna hópi blökku- manna sem höfðu safnazt á úti- fund á götunni. Yfirvöldin segjast ekki tefla á tvær hættur eftir að alvarleg- ar óeirðir urðu í börginnj í fyrradag, þegar blökkumanna- leiðtoginn Rap Brovm var særð- ur af skoti eftir að hann hafði haldið þrumuræðu vfir nokkrum þeldökkum íbúum. í Cincinatti í Ohio voru tveir blökkumenn fluttir á spítala með skotsár eftir að óeirðir höfðu "eisað í borginni í nótt. Leyniskyttur létu að sér kveða í Phönix í Arizona aðra nóttina í röð og bar varð lögreglan að berjast við táninga í fjóra klukku- tíma áður en ró var kornin á. 10 manns voru teknir höndum. 48 blökkumenn voru hand- teknir í Toledo f Ohio á annarrí úeirðamótt þar í borginni.Uhg- menni köstuðu múrsteinum og f'öskum að bmnaliðsmönnum að "törfum. ^Bæði lögreglu og hermenn '-"rfti til að kveða niður óeirð- ;i- í South Bend í Tndiana. Níu mánns særðust. 1 Philadeflphia var lögreglan ‘inör í snúningum að kveða nið- ur dálítið uppbot, bar sem ótt- ast var að það gæt.i dregið dilk á eftir sér og orðið upphaf að "vium og alvarlegum óeirðum. Fulltrúi Johnsons forseta í Tietroit og borgarstjórinn hafa báðir skorað á kaunsýslumenn í borginni að hafa búðir sínar oonT ar á veniulegum verzlunartíma á ný til að koma aftur á eðlilegu h'fi f borginni. Margir saklausir menn hafa týnt lífinu og fylkisstjórinn Rom- ney hefur sagt, að margt bendi til þess að það hafi verið utan- bæjarmenn sem stóðu fyrir ó- eirðunum. Eitt helzta vandamálið i Detr- oit er hvernig útvega megi hundr- uðum heimilislausra húsasjrjól. Rúmlega 2600 manns hafaver- ið handteknir og fangelsin eru yfirfull. Margir fangar kvartö yfir því að þeir hafi hvorki feng- ið mat né drykk í marga daga. AstandiS í stórborgunum veldur kynþúttuóeirðum" WASHINGTON 27/7 — I dag var Ralp Brown, sem er 23 ára gamall blökkumanna- leiðtogi látinn laus gegn 10.000 doljara tryggingu eftir að hann hafði verið hand- tekinn tvisvar í fyrradag fyrir að hafa hvatt til óeirða. í hópi 100 fagnandi blökkumanna lýsti Brown því yfir að blökkumenn væru enn ekki byrjaðir á valdbeitingu. Það er bezt að verða sér úti um vopn. Hin- ir hvítu skilja ekki annað en vopnavald. Ef Washington D.C. bætir ekki ráð sitt verður að brenna hana til grunna. Ef aðr- ar borgir bæta sig ekki verður einnig að brenna þaer. Til er öflugt samsæri sem miðar að því að reka blökkumenn burt úr Bandaríkjun- um, en við höfum byggt þetta land upp og við skulum brenna það niður áður en við förum, sagði hann. Áður hafði hann ákært þá Johnson forseta og J. Edgar Hoover forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, að þeir reyndu að skella skuldinni af óeirðunum á samtök blökku- manna. En það*er ástandið í borgunum sem veldur óeirðunum og það er Johnson forseti sem ber áhyrgð á ástandinu i þeim. Þúsundir missa heimili sín í jarðskjálfta í Tvrklandi '4 H ISTANBUL 27/7 — Tveir harðir jarðskjálftar urðu í gærkvöld og nótt í tveim héruðum í austurhluta Tyrklands. Samkvæmt fyrstu fréttum hafa rúm- lega hundrað manns farizt. Milli tvö og þrjú .þúsund hús hafa hrunið og er sambandslaust við fjölmörg þorp í þessum hér- uðum. Seuleyman forsætisráðherra hefur afilýst fyrirhugaðri ferð sinni til íran og flaug hann til jarðskj áílítasvæöisins í dag. Jarðskjálftarnir urðu aðeins fimm dögum eftir að mikill jarð- skjálfti varð í vesturhluta lands- ins og fórust þar 83 og mörg hundruð meiddust. Litlar fréttir hafa borizt til Istanbul, en gert er ráð fyrir því að jarðskjálftinn hafi valdið sp.iöllum f rúmlega 100 borpum í fjöllunum. Samg;öngur eru allar mjög erf- iðar í þeim héruðum sem jarð- sikjálftamir hafa herjað og eru víða aðeins smástígar, sem menn ferðast helzt um ríðandi. Héraðsstjórinn f Tunceli-hér- aði hefur skýrt frá því að 85 hafi látið lífið en tala fómarlamb- anna hækkar með hverri nýrri. Jarðskjálftinn sem varð í Tyrk- landi í nótt er þriðji jarðskjálft- inn sem verður þar á einu ári. 1 gríðarmiklum iarðskjálfta i austurhluta Tyrklands í ágúst í fyrra fórust 2242 menn. I jarð- skjálfta í Vestur-Tyrklandi um s.l. helgi létu tílið 68 manns en 262 meiddust. I jarðskjálfta í Tyrklandi árið 1939 fórust 23.020 manns. Mesti jarðskjálfti sem orðið hefur á seinni tímum varð 1923 og lagði hann Tokíó í rúst og fórust þá rúmlega lOp.OOO manns’. MikiU jarðskjálfti varð í Kína 1920 og fórust þá rúmlega 180.000 manns. í iarðskjálftanum mikla í San Francisco 1906 létust að- eins 452, en borgin eyðilagðist næstum alveg vegna hinna miklu elda sem komu upp. De Gaulle fer sínu fram PARÍS 27/7 — Svo til öU dag- blöð i Frakklandi og Kanada fordæma de Gaulle forseta af djúpri hneykslan fyrir fram- komu hans í Kanada og þá á- kvörðun að snúa heim aftur degi fyrr en áformað hafði verið án þess að hitta forsætisráðherra og aðra fyrirmenn landsins að máli De GauUe virðist ekki láta þetta fjaðrafok mikið á sig fá og var hann léttur í spori er hann steig út úr flugvélinni, sem flutti hann heim til Parísar í nótt. Á flugveihnum voru mættir rúmlega 20 ráðherrar úr frönsku ríkisstjórninni og þar skauf de GauUe á smá ráðuneytisfundi fyrir dögun í morgun. Hann mun ekki vera iðrandi en þvert á móti ætla að verja gerðir sínar í Kanada á ríkisráðsfundi á mánudaginn kemur Um blaðaskrifin sagði forset- inn aðeins: Þessir pennariddarar skipta ekki máli i sögunni. í YÐAR Þ. I0NUS1 H 1 1 Kjötbúðin, Ásgarði 22 Sérverzlun með kjöt og kjötvörur Sendum heim — Sfani 36730 ^ m| Al .LA DAC | A KJÖTBÚÐIN: Ásgorði 22. k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.