Þjóðviljinn - 28.07.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1967, Blaðsíða 4
 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. júM 1967. DtgeíanJi: Sameiningarflokkui alþýða. — Sósialietaflokk- urinn. Bitstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús ECjartansson, Siguröui Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framicvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust- 19 Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Nóg komið afundanbrögðum jy|enntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason og út- varpsstjóri Vilhjálmur Þ. Gíslason hafa nú báðir lýst því yfir að eftir mánaðartíma verði út- varpsdögum íslenzka sjónvarpsins fjölgað í sex, og munu þá varla bomar brigður á að sjónvarpið sé komið af stigi tilraugasjónvarps og hafi byrj- að eðlilegan rekstur. Hlýtur þá einnig að ljúka draettinum á framkvæmd þeirrar ákvörðunar að hermannasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli verði takmarkað við herstöðina, eins og fyrir löngu hefur verið tilkynnt að gert verði. Framkoma íslenzkra stjómarvalda í hermannasjónvarpsmálinu hefur verið einn lúpulegasti þátturinn í viðskiptum ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins við bandaríska herinn í landinu, hún er orðin þjóð- inni til vansa og ráðhermm tirháborinnar skamm- ar. Hikið við að loka hernnannasj ónvarpinu er hneyksli, en í drættinum birtist undanlátssemi við alræmd sjónarmið mannanna, sem skrifuðu banda- rískum herforingja og báðu hann að hlutast til um íslenzk innanríkismál. En nú duga engin undan- brögð lengur; kröfunni um takmörkun hermanna- sjónvarpsins strax 1. september og síðar um lokun alls sjónvarþs og útvarps frá Bandaríkjahernum á íslandi, verður ekki vikið frá. — s. Trúir Moggi enn á Grýlu? j£nn virðist það opinber trú hjá Morgunblaðinu að fullnægjandi svar og viðbragð við ádeilum á t.d. Vinnuveitendasambandið og Sjálfstæðis- flokkinn sé að bregða á loft kommúnistagrýlunni og bablaf eitthvað um vonzku kommúnista; það geti komið í stað allra raka um þjóðmálin, engan ann- an vopnaburð þurfi í stjómmálabaráttunni. Þetta er samkvæmt þeim skóla sem ráðleggur ungum mönnum að hætta sér ekki í málefnalegar umræð- ur við sósíalista heldur fara bara að tala um Rúss- land! Oftnefndir stjómmálamenn töldu sig fyrir nokkmm áratugum komast furðu langt með þess- ari aðferð. „Baráttan gegn kommúnismanum“ var páfagauksvígorð þýzku nazistanna og reyndis't’ þá orðið „kommúnismi" býsna víðtækrar merkingar. Dáendur nazismans öpuðu þetta eftir og banda- ríski áróðurinn sem í höndum glæpa- og njósna- stofnunarinnar CIA mun vel á veg kominn að fyr- irgera áliti og vinsældum Bandaríkjamanna í öll- um heimsálfum, spilar svo stanzlaust þessa grýlu- plötu að menn beinlínis hætta að hlusta og taka að vorkenna spilurunum. Þó mun það svo að bá- biljur sem kunna að hafa áróðursgildi heima fyrir í Bandaríkjunum vegna skipulagðrar fáfræði al- mennings um alþjóðamál, .verða alveg gagnslausar við íslendinga. ^ þessu virðist Morgunblaðið ekki átfa sig. Það veit ekki að Grýla er dauð. Það veit þó meira að segja Birgir Kjaran núorðið; hann er farinn að láta stjómmálaskrif sín fjalla um annað. Skal engu um það spáð hvort Morgunblaðið nær nokkum tíma í fréttina um dauða kommúnistagrýlunnar, og mætti þó stórtap Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum í höfuðvígi hans og Morgunblaðsins vera bending í þé Mt að unga fólkið er hætt að trúa á Grýlu. — s. A ttunda landsþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga í sumar Áttunda Iandsþing Sambands íslcnzkra sveitarfélaga verðpr háð aö Hótel Sögu í Reykjavík dagana 30. ágúst til 1. septem- ber í haust. Frönsk-sovézk viðskipii vaxa PARÍS26/7 — 1 tilkynningu sem birt var í París í dag að lokn- um viðræðum Debré efnahags- málaráðherra og Patoilitséfs, ut- anríkisverzlunarráðherra Sovét- ríkjannaa, var sagt að gera mætli róð fyrir frekari aukningu við- skipta milli landanna, en þau hafa þegar meira en tvötfaldazt á síðustu þremur árum. Samkvæmt gildandi lögum samþandsins skal landsþing háð á fjögurra ára fresti á nsesta ári eftir aimennar sveitarstjórn- arkosningar. Landsþing fer með æðsta vald í máletfnum sam- bandsins, það samþykkir laga- breytingar, kýs framkvæmda- stjórtn, formann og fulltrúaréð. Meðal málla sem stjórn Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga mun leggja fýrir landsþingið í sumar verður frumvarp til nýrra laga fyrir sambandið og tillaga fulltrúaráðsfundar um útgáfu sögu íslenzkra sveitarfé- laga. Þá má gera ráð fyrir að rætt verði á þinginu um stað- greiðslukerfi opinberra gjalda og sameiningu sveitarfélaga, cn þau mál hafa verið mjög í brennipunkti undanfarið. Sem fyrr var sagt verður þetta landsþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga hið átt- unda í röðinni. Fyrsta bingið, stotfnþing sambandsins, var háð í Reykjavík í júní-mánuði 1945, annað þingið í Reykjavík rúmu ári síðar, þriðja landsþingið á Akureyri 1949, fjórða þing á Þingvöllum 1950, en síðan hafa landsþingin 'verið háð hér í R- vik, 5. þingið 1955, sjötta þingið 1959 og sjöunda landsþingið 1963. 1 Sambandi íslenakra sveitar- félaga eru nú 210 af 227 sveit- arfélögum á landinu og hafa 16 hreppsfélög gengið í sam- bandið síðan síðasta landsþing var háð. Pop-list eöa | hljéSesnangrun : ‘Einhverjum Iesandanna kann : að detta í hug, þegar hann sér ■ þessa mynd, að þama sé enn ■ eitt afstrakt-málverkið komið, • eða kannski pop-list. Svo er j þó ekki. Myndina fengum við : senda frá Simens, hinu fræga • vestur-þýzka fyrirtæki, og f ■ skýringum sem henni fylgdu j var sagt að hún sýndi vegg í : einni af rannsóknarstofum : fyrirtækisins í Karlsruhc, þar j sem prófuð eru og mæld hin j viðkvæmustu tæki, hljóðnem- ■ ar og hátalarar. Til þess að ; hljóðeinangra rannsóknarstof- jtuna sem bezt voru veggir, og j Ioft búin út eins og myndin j sýnir, þ.e. komið var þar fyr- ■ ir meira en 22 þúsund nær j eins metra löngum strending- j um úr samanþjappaðri stein- j ull. Svo vel hefur tekizt að ■ hljóðeinangra rannsóknarstof- ; una með þessum hætti, að ■ hún nálgaðist að vera það : sem kalla mætti „hljóð-dauð". Stórgjöf afhent í Minning- ars/óði dr. Victors Urbancic Á fundi sem stjórn Þjóðleik- hú&kórsins, þau Þorsteinn Sveinsson, Svava Þorbjamar- dóttir og Guðrún Guðmunds- dóttir, boðuðu nýlega til með fjáröíilunarnefnd kórsins og stjóm Minningarsjóðs dr. Vict- ors Urbancic afhenti formaður Þjóðleikhúskórsins Þorsteinn Sveinsson lögmaður, minningar- jóðnum sð gjöf kr. 44.500,00, á- góða af kaffisölu og fjölbreyttri skemmtun sem ÞjóðleiKhúskór- ——--------------------■—-—< Aðeins þrjá skip filkynntu um afla Fyrra sólarhring voru skipín að veiðum á svipuðum slóðujn og undangengna sóllarhringa. ' í gærmorgun tilkynnti síldar- leitarskipið Ægir, að lóðað hefði a allmörgum 8—11 faðma þykk- um toríum á 5—10 faðma dýpi, a svæðinu um 50—60 sjómílur réttvísandi í vestur frá Jam May- en. Raufarhöfn: Júlíus Geirmunds- son IS 250 lestir, Bára SU 200. Dalatangi: Ingvar Guðjónsson SK 250 lestir. inn hélt í Súlnasal Hótel Sögu 16. apríl s.l. til ágóða fyrir minningarsjóðinn. Á síðasta aðalfundi kórsins var að tillögu kórstjómar, kos- in 5 pianna framkivæmdanetfnd til að vinna að þessu móli 5 samt kórstjórn. 1 ræðu Þorsteins við þetta tækifæri kom m.a. fram, að. kórfólkið sjálft hafði að öllu leyti séð um kaffisöluna um miðjan daginn og allt meðlæti þar, svo sem smurt brauð oig kökur, og leitað til allra beztu skemmtikrafta bæjarins oc annarra vélunnara sjóðsins. Árangurinn var sá, að 9 ó- perusöngvarar sungu þar bæði einsöngva og dúetta, Björn Ó1 afsson og Ingvar Jónasson léki tvíleik á fiðflu og víólu, Leik- húskvartettinn söng nokkur lög- Þjóðleikhúsl-.órinn söng atriði úr óperunni „Mörtu“ sem sýnö var í vetur í Þjóðleikíhúsinu sýndur var nýtízku baHett stúlkur úr tízkuskóla Andrer sýndu fatnað frá verzluninn Eros, og nemendur úr dansskól' Hermanns Rágnars Stefánsson ar danskennara sýndu dans undir stjóm kennara síns, börn að degimum til en ungt fólk um Þorstcinn Sveinsson afhendir dr. Snorra Hallgrímssyni gjöfina- kvöldið. Kynnir þessara skemmtana var Hermann Ragn- ar Stefánsson, danskennari. Formaður Þjóðleikhúskórsins fór mörgum þakkarorðum um framlag þessa fólks sem alM vann verk sín ókeypis, svo ■: hinna fjölmörgu sem gef’" hötfðu happdrættisvinninga skemmtanir þessar. Dr. med. Snorri Hallgrímssor prótf., tók við gjöf þessari f.h sjóðstjórnar og þakkáði þá rausn og framtakssemi scm Þjóðleikhúskórinn hefði sýnt, með því að koma á skemmtun- um þessum og láta ágóðann falla ósldptan til • Minningar- sjóðs dr. Victors Urbancic sem bakklarfisvott kórsins við minn- ingu hins fjölhæfa tónlistar- manns dr. Urbancic, en eins og runnugt væri, þá hefði minn- ingarsjóðurinn það markmið að styrkja iækni til sémáms í heilaskurðlækningum sam- kvæmt nánari ákvæðum í stofnskrá sjóðsins. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.