Þjóðviljinn - 10.08.1967, Síða 5
Flmmtudagur 10. águsí 1367 — ÞJÖÐVUUIMN — SiÐA g
Hégilja þín, Kol-
beinn frá Strönd
1951 1962
Línuritið sýnir viðskipti Islands og Noregs á árunum 1961-
Viðskipti Íslendinga
og Norðmanna
Á undanförnum árum hcfur
norsfcur skipasmíðaiðnaður og
norsk smíði á fisfcileitartaekjum
blómstrað mjög á viðskiptum
við íslenzka útgerð, og kannsld
fyrst og fremst síldarútgerðina.
Islenzfcir og norskir sjómenn
eiga við svipuð vandamál að
stríða og sömu liættu úti á
hafinu. Er um það rætt í
norsfcum blöðum um bessar
mundir, að Aslenzkir sjómenn
hafi að undanförnu tileinfcað
sér betur tækni þá sem á boð-
stólum er í fisfcveiðum og séu
þeir yfirleitt á undan norskura
sjómönnum að hagnýta sér
hana.
Viðtöl við ísdenzka sjómenn í
norskum blöðum að undan-
fömu bera Mka með sér, að
norskir tækn if ræöi ngar og
verkfræðingar skilji betursjón-
armið íslenzkra sjómanna held-
ur en verkfrasðingar í öðrum
nágrannalöndum.
í þessu tilviki er tekið dæmi
af kraftblöfckinni og sjókæli-
kerfi, sem síldveiðiskipið Héð-
inn frá Húsavík er búið og
smiðað er hjá Ulstein Mek.
Verksted fyrir rúmlega ári. Þá
er einnig vitoað til fiskleitar-
tækja, eins og asdiktækjanna,
og nú er talið, að flest íslenzk
fisldskip séu búin tveim sett-
um aí þessum tækjum, og er
það svo titl állt norsk smíði.
Mikil endurnýjun á íslenzka
fiskiskipaflotanum hefur farið
fram undanfarin ár sem kunn-
ugt er og hafa mörg þessara
skipa verið smíðuð í Noregi.
Á síðustu 7-8 árum hafa ríf-
lega hundrað stórir fiskiibátar
verið smíðaðir í norsfcum
skipasmíðastöðvum og seldir til
Islands, — frá árinu 1963 hafa
norskir fislcibátar líka verið
helmingur til tveir þriðju hlut-
ar af verðmæti heildarinnflutn-
ings Islands frá Noregi og hef-
ur viðskiptajöfnuður verið Nor-
egi stórum í hag á þessum ár-
um.
Um síöustu áramót voru 28
stálfisfcibótar í smiðum á veg-
um ísJenzkra útgerðarmanna og
þar voru 15 fiskiskip í smíðum
hjá norskum skipasmíðastöðv-
um. ísflenzkir útgerðarmenn
njóta hagstæðra lánakjara við
smíði þessara báta frá nonsku
sjónarmiði. Kaupendur leggja
fram 1/3 af verðinu við af-
hendingu skipsins, en borga af-
ganginn af verðinu á sjö árum.
Á þessum lánum er bæði á-
byrgð frá hendi norskra og ís-
lenzkra ríkisbanka.
Kaarbös skipasmíðastöðin 1
Haratad er nú komin í fremstu
röð norskra skipasmíðastöðva
vegna smíði íslenzkra fiski-
skipa á undanfömum árum.
Hún hefur nú þegar smíðað
þrettón stólfiskiskip, 130 til 135
feta löng fyrir íslenzka aðila.
Engir bótar afla eins mikið og
Kaarbös-bátarnir í íslenzkum
sjó, segja norsk blöð.
Héðan fná Islandi flytja
Norðmenn aðallega inn síldar-
lýsi og meðaflalýsi. Talsverðar
sveiflur eru á þessum viðskipt-
um frá ári til órs. Þannig nam
heildarútflutningurinn héðan
til Noregs um 420 milj. ísl. kr.
árið 1964, þar af var flutt út
lýsi fyrir 380 milj- Árið eftir
nam útflutningurinn hinsvegar
aðeins 108 milj. króna, þar af
var lýsi selt fyrir 55 miJjónir.
Á síðasta ári jókst svo útflutn-
ingurinn til Noregs aftur nokk-
uð eða upp í 135 miljónir kr.
Beykjavík 2/8 1967.
„Hégilja þín, Norður-Viet-
npm“ heitir eitt furðulegt
sem var birt í Morgun-
bláðinu um daginn; höftmdur
þeas skýtur sér á bak við
duimefnið Kolbeinn frá
Ströud.
Þetta greinarkorn, sem er
sett upp í ljóðformi, er svo
fullt af rangfærslum og
hundavaðshætti, að furðu
gegnir. Meðal annars er það,
nð Norðu r-Vietnnmar hafi
ráðizt á bræður sína í Suð-
ur-Vietnam; þeim standi frið-
urinn til boða, en þeir vilji
íyrst og fremst halda áfram
að drepa bræður sína.
„Hvers virði er hégiljan fyr-
ir dáin börn þin Ho Chi
Minh tákn ímyndaðs valds“.
Það vill nú oft svo illa til,
að þeir sem mest tala um hé-
giljur hjá öðrum eru haldn-
ir mestri hégilju og óraunsæi
sjálfir. Kolbeinn frá Strönd
hefur ekki kynnt sér það, að
það voru Bandaríkin, sem
studdu Frakka með dollurum
sínum, unz Frakkar gáfust
upp, en eftir það voru mál-
in lögð til meðferðar á ráð-
stefnu í Genf. Þar var ákveð-
ið að sautjándi breiddarbaug-
u;r skyldi vera markalína um
stundarsakir eða þangað til
þjóðin hefði kosið til löggjaf-
arþings í frjálsum kosningum
að tveim árum liðnum. Þjóð-
irnar sem sátu þessa ráð-
stefnu voru: Bandaríkin, Ráð-
stjórnarríkin, Kína, Frakk-
land, Bretland, Kambodía og
fleiri í austurlöndum fjær.
Þegar samkomulag var orð-
ið á ráðstefnunni um hlut-
leysi Vietnam-þjóðarinnar og
bráðabirgðamárkalínu um 17.
bauginn, þá neituðu Banda-
ríkjamenn að skrifa undir
samningsgerðina. Og hvað
gera þeir næst? Þeir ná sér
í einn Suður-Vietnambúa, sem
hafði hlotið menntun sína í
Bandaríkjunum, og gera hann
að leppi í Suður-Vietam, en
hans fyrsta verk var að út-
nefna sjálfan sig sem forseta
og forsætisráðherra; seinna
deildi hann ýmsum vegtyiíum
meðal fjölskyldu sinnar og að
lokum var hann drepinn á-
samt bróður sínum, svo mikl-
ar voru vinsældir hans.
Minn kæri hégiljupostuli,
Kolbeinn frá Strönd.
Hvað er það sem þú átt
við þegar þú segir: „Furðu-
legir eru vinir þinir Norður-
Vietnam; vinir kenninga en
ekki manna. Dauðri hégilju
sinni þjóna þeir og fjarlægu
valdi“. Ég gæti skilið það að
þú ættir hér við Bandarík-
in, því það er þó nokkur
spölur frá Vietnam til Banda-
ríkjanna, — en það er nú
víst öðru nær, ef til vill áttu
við Rússland og alla þá í
heiminum, sem horfa á það
með viðbjóði, þegar gengið er
á þann helga rétt manna að
fá að lifa og starfa í sínu
eigin landi að friði og vel-
megun og sem sjálfstætt ríki
að vera hlutgengt í alþjóða-
samtökum og lx>ra þá að hafa
manndóm til að láta ekki
stórveldin ógna sér með
markaðskreppum ef þau
greiða ekki atkvæði eins og
þau vilja.
Ég verð víst að hryggja
Kolbein frá Strönd með því
að segja honum það, að Viet-
nam er í raun og sannleika
eitt land og fólkið í þessu
landi talar eina og sömu
tungu.
Bandaríkjamenn gera mikið
að því að útbreiða þær sög-
ur, að margar herdeildír frá
Norður-Vietnam séu sendar
suður. Þetta gera þeir til
þess að almenningsálitið verði
hJiðhollt árásum þeirra á
Norður-Vietnam.
Bandaríkjamenn og lepp-
stjómir þeirra í Suður-Vi-
etnam hafa með ýmsum ráð-
um fengið Suður-Vietnama til
að svíkja land sitt og þjóð.
Styrjaldarástandið hefur að
ýmsu leyti gert það mögulegt,
mútuþægni og skortur á nauð-
synjum, en stundum það að
menn hafa verið að bjarga
sínu skinni. Enda hefur það
oít sýnt sig að margir þess-
ara liðhlaupa hafa ekki reynzt
B andarík j unum trúir. Því
miður er það samt svo að
hinir feitu þjónar í Suður-
Vietnam eru alltaf margir, og
það eru þeir líka hér á ís-
landi, Kolbeinru Það er hægt
að fó sér einhver fríðindi fyr-
ir svona kvæðisform og ef ég
reynist sannspár þá óska ég
þér til hamingju með árang-
urinn.
Litlir karlar fylkja sér með
þeim sterka, af þvi að þeir
hafa ekki hugrekki til þess
að halda á loft rétti HtH-
magnans. En sá sem ræðst að
þeim sem ráðizt hefur yerið
á af hinum tröllaukna risa
(Bandaríkjunum) og gerir eða
reynir að gera sannleikann að
lygi og lygma að sannleika
og reynir að skeRa allri
skuldinni á N-Vietnam, hann
tekur upp hið fyrirlitlega
hlutverk Göbbels. Sá sem tal-
ar gervisannleik veit málstað
sinn slæman, þessvegna set-
ur hann ekki nafn sitt tmd-
ir. Sannleikur krefst hug-
rekkis.
Ef þú nú, Kolbeinn frá
Strönd, kynnir að fá áhuga
á því að leita að því sann-
asta og réttasta í hverju máli,
án þess að láta pyngjuna
blanda sér þar í, þá skaltu
vita að sannleikurinn er aldrei
langt þar frá sem staðreynd-
irnar eru.
Bandaríkjamenn halda uppi
allskonar eitur- og gashern-
aði í Norður-Vietnam og ekki
nóg með það: Bandarísk
stjórnarvöld hafa farið þess
á leit við háskóla þar í landi
að ræktaðar verði bakteríur
sem nálega ekkert fái grand-
að. Harvard-háskóli neitaði,
en auðvitað íóru bandarísku
herstjómarmennirnir eða
tækniráðunautamir ekki bón-
leiðir frá öllum háskólum þar,
svo að þessi íramleiðsla á
ef til viH eftir að segja til
sín í árásum Bandaríkjanna
á Norður-Víetnam.
Kapnski finnst þá elnhver
íslendingur, sem getur ekki
stillt sig um að yrkja hjart-
næmt Ijóð um friðarást
Bandaríkjanna og virðingn
fyrir sjálfsákvörðunarrétti
smáþjóða. Suður-Vietnamar
hafa aldrei afsalað sér þeám
rétti að leita aðstoðar hjá
bræðrum sínum í Norður-Vi-
etnam eða annarstaðar í
heiminum, og er ísland ekki
undanskilið.
Amór Þorkelsson.
. <
V
*
!
h
\
Fréttabréf frá heimsmeistaraméti stiídenta í skák:
Teflt við Finna,
Ungverja og Ira
Ms. Eldborg, eitt af fiskvciðiskipunum sem smiðuft hafa verlð fyrir Islendinga í Noregi á undanföm-
um árum. Eldborgin var 200. skipið sem smíðað var í Bolsöncs-skipasmíðastöðinni í Moldc-
í 4. umferð úrslitakeppninn-
ar tefldum við gegn Ungverj-
um, sem taldir eru líklegustu
sigurvegarar í B-flokki. Sigr-
uðum við með 2% vinningi
gegn 1%-
Trausti hafði svart gegn Pol-
gar og beitti kóngsindverskri
vörn. Fékk Trausti snemma
betri stöðu, en er kom fram í
miðtaflið bauð Polgar jaín-
tefli og fannst Trausta örugg-
ara að taka boðinu, þar eð
nokkur áhætta fylgdi því að
tefla til vinnings.
Guðmundur háfði hvítt gogn
Tompa og valdi spánska leik-
inn. Tofldi Ungverjinn byrjun-
ina ekki sem nákvæmast og
náði Guðmundur fljótt betri
ítöðu. Eftir rúma 20 leiki var
svo komið að Tompa gat ekki
komið í veg fyrir riddarafórn,
sem hafði í för með sér algjört
hrun stöðunnar og gafst hann
upp í 24. leik.
Jón Þór hafði svart gegn
Farago og beitti Nimzo-ind-
verskri vörn. Jafnaðist taflið
íljótlega og var samið jafntefli
eftir 18 leiki.
Bragi hafði hvítt gegn Per-
ecz og beitti spænskum leik,
Valdi Ungverjinn hina svoköll-
uðu MarshaH-árás og kom með
leik, sem Bragi kannaðist ekki
við. Hugsaði Bra,gi svarleik-
inn i rúma klukkustund, en
fann þó ekki bezta leikinn, og
eftir nokkur uppskipti var
jafntefli samið í 22. leik.
Eftir þessa umferð voru
Ungverjar efstir í B-flokki með
9% vinning úr 12 skákum.
Austurríki var nr. 2 með 9%
vinning úr 16 skákum. ísland
nr. 3 með 8% vinning í 16
skákum.
í A-flokki voru Bandaríkja-
menn efstir með 11 vinninga,
en Rússar nr. 2 með 10% v.
í 5. umferð tefldum við við
fra.
Trausti hafði hvítt gegn Me-
Curdy og kom upp móttekið
drottningarbragð. Tefldi írinn
byrjunina mjög hratt, en
Trausti náði þó fljótlega betra
tafli. í erfiðri stöðu í mið-
taflinu urðu McCurdy á mis-
tök og hrundi staðan gjörsam-
lega eftir það.
Guðmundur hafði svart gegn
Kerins og valdi kóngsindverska
vöm. Varð staðan snemma
mjög tvísýn og þótti Guð-
mundi öruggast að semja jafn-
tefli eftir 19 leiki.
Bragi hafði hvítt gegn Rob-
erts, sem beitti Sikileyjar-
vöm. Fómaði Bragi peði £
byrjuninni. og þrátt fyrir
drottningarkaup réði írinn ekki
við neitt og vann Bragi ör-
ugglega í tæpum 30 leikjum.
Jón Hálfdánarson hafði svart
gegn Gifoson og beitti Sikil-
eyjarvöm. Kom upp flókið af-
brigði, sem mjög er í tízku
núna og Guðmundur Pálmason
beitti m.a. gegn Tringov á Ol-
ympíuskákmótinu á Kúbu.
Reyndist kunnátta Jóns á
þessu afbrigði haldbetri og
vann hann án erfiðismuna í
rúmum 30 leikjum.
í 6. umferð voru Finnar and-
stæðingar okkar.
Trausti hafði svart gegn Tuo-
mainen og valdi kóngindverska
vöm. Fékk Trausti erfiða
stöðu út úr byrjuninni, og eft-
ir mikið þóf lék hann af sér
manni rétt fyrir bið og gafst
upp.
Jón Þór hafði hvítt gegn
Sorri og kom upp kóngsind-
versk vöm. Náði Jón fljótlega
Framhald á 7. síðu.
k
1