Þjóðviljinn - 12.09.1967, Blaðsíða 8
J SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. eeptember WBa.
CHRISTOPHER LANDON:
Handan við
gröf og dauða
29
á ein einasta eiginmann. Eína
vandamál ákæruvaldsins virtist
nú vera að skýra tilraunina til
að drkga mig inn í þetta, en ann-
ars vom slíkir smámunir ekkert
. áhyggjuefni Ef ég segðist geta
hjálpað á einhvern hátt, þá var
vörnin reiðuþúin að gefa mér
tækifæri til þess.
Þegar ég var aftur á leið til
fa'ngelsisins, fékk ég þá undar-
legu hugdettu að stöðva þílinn
og kaupa risastóran vönd af
krysantemum. Hamingjan má
vita hvað ég ætlaðist fyrir með
þvi. Með þennan illviðráðanlega
blómvönd milli handanna var
mér vísað inn í ömurlegt heim-
sóknarherbergi. Lois var vísað
inn. Við sátum hvort andspænis
öðru og aðeins fíngert vírnet
milli okkar. f einu horninu sat
bvenkyns fangavörður og gaf
okkur gptur.
Það voru þrjú ár síðan ég hafði
verið svo nærri Lois að ég gæti
talað við hana. Hún var alveg ó-
tílhöfð í andliti og klædd snið-
lausum, gráum slopp. Aðeins hár-
ið var eins, rautt og gróskumik-
ið, þótt það væri stuttklippt. Ég
tók bréfið utanaf blómunum, svo
að hún gæti séð þau, en hún leit
ekki andartak af andliti mínu.
— Af hverju ert þú köminn
hingað? Rödd hennar var hljóm-
laus, meira að segja' sneydd
þeirri reiði sem ég hafði búizt
við.
— Myndin af Miguel. Ég skildi
þetta ekki fyrr en núna. Colin
sagðí :.... bókin sagði .... Ég
vissi að ég var að þvæla. — Lois,
ég hef alltaf elskað þig. En Colin
var vinur minn. Hann sagðist
þarfnast mín. Sagðist vera að
deyja. Það var rangt, en þegar ég
las bókina .... hann gat alltaf
fengið mig til að trúa því sem
honum sýndist.
í fyrsta sinn mildaðist augna-
ráð hennar.
— Lois, hann var svo sannfær-
andi.
Og loks tók hún til máls. — Ég
veit það. Það gerði hann svo að-
laðandi, um skeið að minnsta
kostL Hann gat búið til mynd í
huga manns og fengið mann til
að sjá þá mynd eina, jafnvel þótt
hún eyðilegði allt annað sem
maður trúði á. Vítundin um
þetta er það eina sem getur
hjálpað mér til að fyrirgefa þér.
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistota
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð (lyfta)
Bími 24-6-1-6.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistota
Garðsenda 21. SlMI 33-968
— Og ætlarðu að fyrirgefa
mér?
— Ekki ennþá, en ég hugsa að
ég geri það.
Svo endurtók ég með meiri ró-
semi frásögn mína af rifrildinu
og hnífnum í kránni, Miguel og
Sally. — Collin hlýtur að hafa
verið blindur.
Það varð þögn.
— Hann hafði ótal ástæður til
að hata mig, sagði Lois með hægð.
— Hann Vissi að ég elskaði þig.
Einu sinni í írlandi gerði hann
mér mjög illkvitnislegan grikk.
í heilan mánuð hafði hann með
leynd tekið upp á band skriftir
mínar fyrir föður O’Neill. Ég sá
allt i einu fyrir mér hinar dular-
fullu leiðslur í vinnustofu Colins.
— Auðvitað hefði hann gizkað á
tilfinningar mínar þrátt fyrir
það, hélt hún áfram. — En
Harry, ef þeir finna þessi bönd,
þá getur enginn lögfræðingur í
heimi fengið mig út héðan.
— Ef tii vill voru þau eyðilögð
og skiiin eftir í írlandi.
— Það held ég ekki. Hann
minntist stundum á þau í Rosas.
Það hlakkaði í honum yfir þessu
eina misheppnaða' ástarævintýri
mínu.
— Geturðu ímyndað þér hvar
hann kynni að hafa falið þau?
— Ég kom einu sinni að honum
í húsagarðinum snemma morg-
uns. Hjá gamla, kræklótta trénu.
Manstu eftir því?
— Já, mjög vel.
— Og gamla myllusteininum
sem við notuðum sem borð undir
þvf?
— Já, það stóð á múrsteinum.
— Hann var að fjarlægja einn
múrsteininn.
— Ég skal gá að þeim.
— Á Spáni? Harry,,það væri
hreinasta brjálæði. Og ef þú held-
ur að Miguel hafi drepið Colin,
er engin ástæða til að ætla að
hann myndi hlífa þér ef hann
stæði þig að því að snuðra við
húsið. Hann og Sally búa þar
núna eins og þú veizt kannski.
— Já, ég veit það. Ég vil tala
við ;þau. Ég sagði lögfræðingum
þínum frá Miguél, en það er ekki
víst að það sé nóg. Ef ég giet kom-
izt í færi við Sally, get ég ef til
vill fengið einhverja áþreifan-
legri vitneskju. Nóg til þess að
losa þig héðan. Og í leiðinni get
ég leitað að þessum segulbönd-
um. Eyðilagt þau.
— Heldurðu í alvöru að Spán-
verjinn sé sekur?
— Mér er alveg sama.
— Ég gerði það ekki.
— Það skiptir engu máli leng-
ur.
— Þetta er nndarlegt, sagði
hún mildum rómi. — Colin sendi
þér handritið, af því að hann
vissi að þú varst sá eini sem
myndi stuðla að útgáfu þess, hvaþ
sem einkamálum þínum liði. Og
samt viltu nú óður og uppvægur
lcomast af stað til að eyðileggja
eitt sönnunargagnið og galdra
fram annað.
— Ég myndi gera það þótt ég
héldi að þú vægir sek, sagði ég.
— Er það satt, Harry? Nú var
bros hennar hlýlegt. — Það held
ég ekki. Og það er ástæðan til
þess að ég er sarmfærð um að þú
trmr mér. *
Gæzlukonan reis á fætar. —
Það er komið langt framyfir tím-
apn.
— Ég er að fara, sagði ég.
— 'Farðu varlega, Sagði Lois.
—7 Miguel er fanttrr, og hvað
SaTly viðvfkur .... þá myndi ég
jafnvel fremur veðja á hana. Hún
var leidd út.
Blómin lágu erui á bekknum
við hliðina á mér.
Á heimleiðinni reyndi ég að
skipuleggja aðgerðir mínar. Ég
þóttist vita að ekkert þýddi að
tala við Manners eða Armitage,
því þeir voru engir sérfræðingar
í leynilögreglusitörfum, enda
gerði ég ráð fyrir að þeir væru
mótfallnir ferðalagi mínu. Proud-
foot var hinn eini sem ég
gat leitað til, og ég fór beint úr
fangelsinu og á skrifstofu hans.
Ég var svo heppinn að hann var
viðlátinn.
Hann hlustaði með athygli á
frásögn mína og sagði síðan: —
Ég hef líka verið að velta ýmsu
fyrir mér síðan þama um kvöld-
ið. Það er hugsanlegt, að þér haf-
ið hitt naglann á höfuðið þarna.
Miguel er óskemmtileg mann-
gerð. Og ef þér hafið á réttu að
standa, hefur hann öll trompin
á hendinni þessa stundina, og það
er ekki líklegt að hann afhendi
þau af fúsum vilja. Mannslíf eru
ekki f sérlega háum metum í
þessum heimshluta. Ég skal á-
byrgjast að fyrir hundrað pund
væri hægðarleikur að fá mann
til að kála yður innan sólar-
hrings.
— Ég fer þrátt fyrir það, sagði
sé. — Það er dálítið sem ég verð
að finna.
— Hvenær hafið þér hugað
yður að fara?
Með fyrstu vél til Bareelona-
— Leyfið mér heldur að fara f
yðar stað. Eða fara með yður að
minnsta kosti.
— Nei. Auðvitað hafði ég ekki
sagt honum frá segulböndunum
og ég reyndi að finna einhverja
frambærilega ástæðu fyrir þvi að
ég færi einn. Eftir langa þögn
sagði ég: — Það lítar eðlilegar út
ef ég fer sjálfur. Ég kem í vin-
arheimsókn til Sallyar sem gam-
all kunningi. Og auk þess finnst
mér ég bera ábyrgð á Lois, af því
að ég hef komið henni í þennan
vanda.
Hann hugsaði sig um andartak.
— Farið ekki af stað fyrstu tvo
dagana. Mig langar til að útvega
yður sérstakan útbúnað.
Tveim kvöldum síðar kom
hann til mín með litla skjala-
tösku.
— Aður en ég afhendi yður
það sem hér er, sagði hana og
strauk töskuna, — vil ég Ibiðja
yður að hlusta vel á mig. Ef þér
finnið eitthvað sem bendir til
þess að glæpur hafi verið fram-
inn, þá farið til lögreglunnar og
hverfið síðan með efsahraða. En
líkumar til þess að þér finnið
nokkuð eru eáralitlar. Þér hafið
enga reynslu í þessum sökum,
og yfirvöldin á staðnum hafa
sjálfsagt gert gagngerðar athug-
anir á öllu þarna. Ég held að þér
neyðist til að setja gildru fyrir
Sally eða Miguel til að fá þau
til að koma upp um sig, og það
er hættuspil. Ég þekki Miguel
og menn af hans tagi. Hann
myndi einskis svífast ef hann
þyrfti að gera yður óskáðlegan.
En þó er honum vandi á höndum-
Ég var búinn að segja yður, að
fyrir hundrað pund væri leikur
að koma yður fyrir kattamef.
Það væri auðvelt ef þér væruð
Spánverji. Það. gegnir dálitið
öðm máli um útlendinga. Menn
verða að vera viðbúnir óþægi-
legum spumingum frá viðkom-
andi ræðismönnum. Og ef þér
eruð raunvemlega sannfærður
um að Miguel sé rétti maðurinn
og það er bjargfastur ásetning-
ur yðar að grafa fram ný sönn-
unargögn í málinu, þá er eitt óg
annað yður i hag. Ekki mikið,
en nóg til þess að gera það ó-
maksins vert að fá Miguel til
að Ijóstra einhverju upp, ef
hann veit það sem um er að
ræða. Sally væri hættuminni
bráð, en hún getur frekar hald-
ið sér saman. Af hinum stuttu
kynrium mínum af Miguel held
ég að hann sé dálítill gortari.
Þér ættuð að minnsta kosti að
reyna að nota yður þann veik-
leika hans. Ef þér getið fengið
hann til að leysa frá skjóðunni,
þá hef ég héma dálitið handa
yður til þess að taka upp það
sem hann segir. Hann opnaði
tösku sína t>g tók upp litla plast-
tösku á stærð við sígarettu-
pakka sem örmjó leiðslá lá úr
og endaði í skífu á stærð við
tveggja krónu pening.
— Þýzkt upptökutæki, sagði
hann. — Alveg nýtt af nálinni ..
og það gengur aðeins í svo sem
tuttugu mínútur. Leiðslan ligg-
ur upp með handleggnum á yður.
Það tekur upp á stálþráð, ekki
band, svo að raki eða þrýsting-
1,5 miljón
Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi —
og tugir þúsunda hér á landi.
Radionette-tækin eru seldí yfir 60 löndum.
Þetta era hin beztu meðmæli með gæðum þeirra.
BETRI HLJÓMUR - TÆRARI MYNDIR
/
GÆÐI OG FEGURÐ
Þvoið hárið úr LOXENE-Shampoo — og flasan fer
SKOTTA
— Áttu ekki ilmvatn sem. er áhrifarxkara heldur en fótbolta-
þátturinn í sjónvarpinu?
Bí/aþjonusta
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
Gerið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA.
BÍLAÞJÖNUSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-, Ijósa og mótorstiJlingu. Skiptum
um kerti, platínur, lgósasamlokur Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.
Hem/aviðgerðir
Rennum bremsuskálar.
Slípum bremsudælur.
Límum á bremsuborða. *
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
Smurstöðin Sætúni 4
Smyrjum bílinn fljótt og vel. — Höfum
fjórar bílalyftur. — Séljujm allar tegundir
smurolíu. — Sími 16227.
Tery/ene buxur
og gallabuxur 1 öllum stærðum — Póstsendum.
— Athugið okkar lága verð.
O.L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169
• •
t