Þjóðviljinn - 12.09.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.09.1967, Blaðsíða 10
) Yusif Lateef Yusif Lafeef i heirrrsókn Hinn þekkti jazzflautuleikari Yusif Lateef er kominn til lands- ins og leikur i Tjarnarbúft í kvðld, en þaft verftur eina tæki- fæTl Reykvíkinga til aft hlýða á Ieik meistarans aft þessu sinni. Yusif Lateef er talinn einhver bezti flautuleikari jazzins og hefur leikið inn á fjölda hljóm- platna, bæði einn og með öðrum, t.a.m. með Dizzy Gillespie, Can- nonball* Adderley og Charles Mingus, svo einhverjir séu nefnd- ir. Auk flautu og tenórsaxófóns leikur Dateef á ýmis óvenjuleg h'ljóðfæri: sýrlenzka bambus- flautu, indverska slöngutemjara- flautu, kínverskar og japanskar flautur, ýmis ásláttarhljóðfæri og rafmagnsgripinn themiter. Þá hefur hann lagt stund á óbóleik, sem er heldur fátítt meðal jazz- leikara. Um hljóðfæraval sitt segist Lateef nota hin ýmsu hljóðfæri til að ná mismunandi tónalitum,, nota hljóðfærin eins og málarinn notar hina ýmsu liti. Það eru hinir mismunandi tónalitir ens og mismuhandi litir náttúrunnar, sem skapa fegurðna, sagði hann í viðtali við tímaritið ,,Jazzmál“ í fyrra- Samvinnunni í nýjum búningi ætlað að vera Umræðugrundvöllur um þýðing- urmikil deilumál sumtímuns □ Út er komið nýtt hefti af tímjaritinu Samvinnan, sem sætir verulegum' tíðindum. Með því hefti hefjast bæði fer- ill nýs ritstjóra, Sigurðar A. Magnússonar og gagngerar breytingar sem miða að því að opna ritið fyrir fr'jalslegar umræður um þýðingarmikil mál. — Þannig er þungamiðja þessa heftis kappræða um íslenzk skólamál sem sex menn taka þátt í. Þeir Erlendur Einarsson for- tjóri og Sigurður A. Magnússon skýrðu blaðamönnum frá þessum breytingum í gær. Samkvæmt þeim verður Samvinnan ekki fyrst og fremst rit um sam- vinnumál eða viðskipti heldur opin vettvangur fyrir kappræð- ur um þau mál sem talin eru þýðingármikil á hverjum tíma, leitast við að fá fram fileira en eitt sjónarmið og skall ailt þetta miða að því að efla heilbrigt al- menningsálit. Vonast aðstand- endur ritsins til góðrar sam- vinnu við unga menntamenn um framlög til slíkrar umræðu. Þungamiðja þessa heftis er umræða um íslenzk skólamál og verður varia deilt um mikilvægi slíks vals. Þeir sem kveða sér hljóðs eru þeir Andri ísaksson, Amór Hannibalson, Hörður Bergmann, Matthías Johannes- sen, Guðmundur Hansson og Jón R. Hjálmarsson. f nassta hefti verða tekin fyrir Þingvallamáll. Auk slíkrar þtmgamiðju verða í hverju hefti fastir þættir um bókmenntir og listir, trúníál, vísindi og tækni, erlend víðsjá, skáldskapur — og frá og með næsta hefti- þáttur fyrir ungt fólk. f þessu hefti skrifar Þor- geir Þorgeirsson um kvikmynd- Maí með 360 tonn Togarinn Maí kom til Hafnar- fjarðar í gærmorgun með um 360 tonn af miðunum við Aust- ur-Grænland. Aflinn er mest- megnis karfi sem fer til vinnslu í frystihúsin í Hafnarfirði og Reyk j avík. Hannes F’étui-sson og Indriðd G. Þorsteinsson birta þar verk sín. Ritstjórinn sagði að höfuð- áherzla yrði lögð á að ritíð væri íslenzkt, skrifað frá sjónarhóli íslenzkra manna, lítil áherzla lögð á þýtt efni. Hann sagði einnig að ritið væri tvisvar sinnum stæira ' en áður, enda þess ekki kostur annars að bjóða upp á nægilega fjöibreytni, og mun það koma úr fyrst um sinn annan hvem mánuð. Hvert hefti kostar 50 krónur. Sigurður A- Magnússon ir, Ölafur Jónsson um leikhús, Sigurður A. Magnússon um bók- menntir, Þorkeli Sigurbjörnson um tónlist, Sigurður örn Stein- grímsson um trúmál; riistjórinn skrifar erlenda víðsjá um valda- rán fasista í Grikklandi og Forsætisráð h sr ra veiktist í London Þjóðviljanum barst í gær svo- felld frétt frá forsætisráðuneyt- inu: Svo sem áður hefur verið skýrt frá var ráðgert að opin- ber heimsókn forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktssonar, og konu hans til Sambandslýðveld- isins Þýzkalands hæfist í dag og stæði til 15. þ.m. Séð er nú, að heimsóknin mun frestast eitthvað, og jafnvel ó- víst hvort úr henni getur orðtð að -sinni, þar sem forsætisráð- herra veiktist í Lundúnum s.l, laugardag og hefur legið þar rúmfastur undir læknishendi. Fékk hann háan hita, en er nú á batavegi. Evrópukeppni bikarmeistara Aberdeen leikur hér gegn KR u morgun Þriðjudagiur 12. september 1967 — 32. árgangur — 203. töllublað. Evrópumótið í bridge: Island hefur náð 8, sæti eftir 11. umf. Islenzka bridgesveitin sem keppir á Evrópumótinu í Dub- lin hefur staðið sig mjög vel i síðustu umferðum mótsins og eftir 11 umferðir er hún í 8. sæti, en ítalir höfðu þá náð forystu í mótinu. Eins og áður hefur verið sagt frá tapaði íslenzka sveitin flest- um leikjum fyrri hluta mótsins, en hefur nú unnið hvem leik- inn eftir annan. í 6. umf. varð jafnt gegn Englendingum 4:4, í 7. umferð vann ísland Spán 7:1, en tapaði fyrir Þýzkalandi 3:5 í 8. umf., vann Tékkóslóvakíu 8:0 og Portúgal 8:0 í næstu umferð- um og vann einnig Holland 6:2 i 11. umferð. Staðan eftir 11 umferðir var þannig: ítalía 67 st., Frakkland 66, England 58, Svíþjóð, Noregur og Sviss 56, Belgía 55, fsland 51, Holland 48, Spánn 46. — 20 þjóð- ir taka þátt í mótinu. Síðara bindi af íslenzkum samtíðarmönnum komið út Drengur á hjóli fyrir bifreið Umferðarslys varð í gær á Borgartúni á móts við Klúbb- inn. 15 ára gamall drengur hjólaði á eftir leigubíl og er bíllinn var stöðvaður lenti dreng- urinn á honum. Drengurinn kast- aðist á bílinn og síðan í göt- una. Skarst hann á enni og höndum. Cellókonsert u mál- verkusýningu Rósku ★ Málverkasýningu Rósku í Casa Nova, nýbyggingu Mennta- skólans í Reykjavík fer nú senn aft ljúka, verður sýningin opin f tvo til þrjá daga enn. Aösókn aft sýningunni hefur verift mikil og nokkrar myndir selzt. 2 umferðarslys Tvö umferðarslys urðu í Keflavík og nágrenni um helg- ina. Aðfaranótt sunnudagsins milli kl. 2 og 3 var ekið á gang- andi mann sem var á leið frá fé- lagsheimilinu Stapa til Keflavík- ur. Maðurinn, sem er færeysk- ur sjómaður, var fluttur á sjúkrahús, hann fékk heilahrist- ing en er eRki talinn vera al- varlega meiddur. Á sunnudagskvöldið lenti saman bifhjóli og bifreið á mót- um Tjamargötu og Túngötu í Keflavík. Var farið með piltinn, sem ók bifhjólinu, til læknis sem saumaði saman skurð á höfði hans. ★ 1 kvöld verftur sellókonsert í sýníngarsalnum. Þar leikur búlg- arski sellóleikarinn Kaltcho Gad- ewsky, en hann er nýkominn hingað til lands frá Vín. Gadew- sky leikur verk eftir Sjostakov- itsj og undirleik annast Atli Heimir Sveinsson. Annaft kvöld leika skozku bik- armeistaramir Aberdeen hér á Laugardalsvellinum siftari Ieikinn gegn KR í Evrópukeppni bikar- meistara, og hefst leikurinn kl. 6.30. Sem kunnugt er sigruðu Skot- arnir með miklum yfirburðum í fyrri leik þessara. liða nú £ síð- ustu viku, 10:0, Pg mun enginn fara á völlinn í von um að sjá íslenzkan sigur annað kvöld. Hins vegar sögðu þeir forráðamenn KR, sem sáu leikinn í Aberdeen, við blaðamenn á fundi í gær, að þeir hefðu aldrei séð nokkurt annað lið leika eins vel það sem kallað er nútíma knattspyma, sem þetta lið frá Aberdeen. — Áhorfendur fá því áreiðanlegá að sjá skemmtilegan leik á morg- un og þótti KR-ingum sérstak- lega eftirtektarvert við leik Ab- erdeen hve bakverðirnir taka mikinn þátt í sóknaraðgerðum liðsins. Dauðaslys Eins og sagt var frá í Þjóð- viljanum varð ungur piltur. fyr- ir dráttarvél á laugardaginn í Mosfellssveit, og beið bana. Drengurinn hét Guðjón Geirs- son og var tæplega 16 ára gam- all. Hann átti heima á Berg- þórugötu 59. Dómarar og línuverðir í leikn- um á morgun eru norskir. Leik- urinn hefst á Laugardalsvelli kl- 6.30, en forsala aðgöngumiða hefst í dag við Otvegsbankarin. Síldin veiðist nú nokkru sunn- ar en áður Sæmilegt veður var á síldar- miðunum s.v. af Svalbarða fyrra sólarhring, og veiddist síld þá nokkru sunnar heldur en undan- fama sólarhringa. Alls tilkynntu 16 skip um afla, 3.183 lestir. Lómur KE 190 Jörundur III. RE 212 Sóley ÍS 91 Hrafn Sveinbjamarson GK 220, Helga RE 200 Brettingur NS 300 Þórkatla II. GK 150 Viðey RE 160 Faxi GK * 140 Óskar Halldórsson RE 200 Ásgeir Kristján ÍS 225 Loftur Baldvinsson EA 110 Björgvin EA 285 Náttfari ÞH 180 Öm RE 290 Ingvar Guðjónsson SK 230 Nýlega er komið út síðara bindi íslenzkra samtíðarmanna, en fyrra bindið kom út vorið 1965. í fyrra bindinu voru ævi- skrár 23,42 manna, sem áttu upphafsstafina A—J. í síðara bindi ritsins eru • að meðtöldum viðbæti, æviskrár 2344 manna. Eru því samtals 4686 æviskrár í báðum bindunum eða liátt á sjö- unda hundrað fleiri en fyrirhug- að var i upphafi. Sumarið 1962 ákváðu þeir Gunnar Einarsson prentsmiðju- stjóri í Reykjavík og Oliver Steinn Jóhannesson, bóksali í Hafnarfirði að hefjast handa um útgáfu rits er hefði að geyma æviskrár um 4000 íslendinga, karla og kvenna. Var ritinu gefið nafnið íslenzkir samtíð- armenn enda skyldi það ein- göngu fjalla um menn sem voru á lífi þegar undirbúningur út- gáfunnar stóð yfir. f ritið skyldu skráðir þeir sem gegna eða hafa gegnt meiri háttar opin- berum störfum í þágu ríkis, höfuðborgar, bæjarfélaga og sveitarfélaga, ennfccmur athafna- menn, forstöðumenn og aðrir sérstakir trúnaðaimenn fyrir- tækja í ýmsum starfsgreinum, forvígismenn í félagsmálum og annarri menningarstarfsemi, rit- höfundar, listamenn sem viður- kenningu hafa hlotið og ýmsir fleiri sem ekki er hægt að gera tæmandi grein fyrir í stuttu máli. Ritstjórar verksins voru ráðn- ir Haraldur Pétursson, safnahús- vörður, séra Jón Guðnason, fyrrverandi skjalavörður og Pét- ur Haraldsson, prentari. Tóku þeir þegar til við að safna nöfnum þeirra, sem taka átti í ritið, og höfðu lokið því verki að mestu í nóvemberlok 1962. Voru þá send út eyðublöð til flestra sem taka átti í rit- ið. Var mælzt til þess að við- takendur sendu svör sín innan hálfs mánaðar frá því er þeir fengu spurningablöðin í hendur. Margir brugðu skjótt við og sendu svörin um hæl en aðrir dræmt eða alls ekki. Hefur þetta tafið stórlega fyrir útgáfu rits- ins og mun láta nærri að starfs- menn útgáfunnar hafi orðið að semja um það bil eina af hverj- um íjórum æviskrám sem í rit- inu eru. Auk þess varð að sleppa allmörgum, þar eð eigi reyndist unnt að afla nægilegra upplýsinga um þá á þeim tíma sem til umráða var. Verða menn að hafa þetta í huga ef þeir sakna einhverra sem þeir telja að geta hefði átt í ritinu. Hvar er nú verðstöðvunin? Miðurnir á völlinn hækku um 100% Áhorfendur á Laugardals- vellinum urftu forvifta og flestir ókvæða vift er þeir komu til að horfa á leik Vals og IBK í fyrradag og voru krafftir um 100% hærra gjald fyrir aftgöngumiða en áftur á vcllinum í sumar. Hvar er nú verðstöðvunin ? sögðu menn hver við amnan. Olian hækkaði um daginn og nú er hækkað á völlinn. Það er þá líklega rétt sem sagt er að allt má hækka nema kaup- ið, og í því er „verðstöðvunin“ einmitt fólgin. Það erum við alltaf að finna betur og betur, sögðu vallargestir í gær, og hafa margir þeirra beðið Þjóðviljann að koma þeirri spurningu á framfæri við yfirvöld hvort hér sé um löglega hækkun á verði ,að- göngumiða að ræða- Eða er ekki kominn tfmi til að kaup- i,ð okkar hækki um 100% eins og miðarnir á völlinn 7 ára úrengur fyrir bíl í gær f gærdag klukkan langt geng- in í 2 var ekið á 7 ára gamlan dreng á Suðurlandsvegi skammt austan við Baldurhaga. Drengur- inn var að koma úr skóla, gekk hann út á götuna en mun þá hafa séð bílinn og hljóp aftur að sama vegarkanti, en of seint og varð fyrir bílnum. Kastað- ist drengurinn í götuna og hlaut áverka aftan á höfuð, en ekki voru meiðslin talin hættuleg. Jónas Tómasson tónskáld látinn Á Iaugardaginn, 9. september, lézt á Landakotsspítala í Reykja- vík Jónas Tómasson tónskáld, 86 ára að aldri. Jónas Tómasson var fæddur að Hróarsstöðum í Fnjóskadal 13. apríl 1881. 1910 lauk hann organ- leikara- og söngkennaraprófi í Reykjavík og fluttist sama ár til ísafjarðar, þar sem hann vann að tónlistarmálum á ýmsum svið- um, var organisti kirkjunnar, söngkennari bamaskólans, ■ söng- stjóri samkórs, síðar Sunnukórs- ins og Karlakórs Isafjarðar um langt skeið. Jafnframt kenndi Jónas orgelleik, og var kennari við Tónlistarskólann á Isafirði frá 1948 og umboðsmaður þjóð- kirkjunnar á Yestfjörðum, heim- sótti kirkjukóra þar og leiðbeindi þeim. Jónas Tómasson var gerður heiðursboi-gari Isafjarðarkaup- staðar 1960 og heiðursfélagifi í Tónskáldafélagi fslands 1963. Eftir hann liggur fjöldi útgef- inna tónsmíða, einkum sálmalög og sönglög auk margra tónverka í handriti. * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.