Þjóðviljinn - 16.09.1967, Page 1

Þjóðviljinn - 16.09.1967, Page 1
Laugardagur 16. september 1967 — 32. árgangur— 208. tölublað. Fundur / Alþýðubandaluginu í Reykjuvík Q Félagsfundur verður haldinn í Alþýðubandalaginu í Reykja- vík næstk. miðvikudag á Hótel Sögu. Hefst fundurinn kl. 20.30. M.a. verður kosið á fundinum fulltrúaráð fyrir félagið og liggja tillögur stjórnarinnar um fulltrúaráð frammi á skrifstofu félagsins á mánu- dag og þriðjudag frá kl. 2 til 7 síðdegis. Niðurgreiðslur vöruverðs 950 miljón krónur á ári! ■ Niðurgreiðslur á vöruverði hafa sem kunnugt er sífellt verið að aukast að undanförnu, síðast í september þegar niðurgreiðslur á k'jöti voru stórhækkaðar til þess að „verðstöðvunarstefnan" fengi staðizt. í heild nema nið- urgreiðslumar nú um 28 vísitölustigum. Á þann hátt er vísitala framfærslukostnaðar látin standa í stað í 195 stig- um, en séu riiðurgreiðslurnar reiknaðar með er raunveru- leg framfærsluvísitala 223 stig. 30-40 miljónir kr. hvert stig Kostnaður við að greiða niður vísitölu nem- ur 30-40 miljónum króna á ári á hvert vísitölu- stig, mismunandi eftir því hvaða vörur verða fyr- ir valinu. Miðað við almenna neyzlu eins og hún er nú imunu niðurgreiðslurnar yfirleitt ekki .vega upp þær verðhækkanir sem koma til fram- kvæmda, þannig að í niðurgreiðslukerfinu felst nokkur kjáraskerðing fyrir flesta. Kostnaður við að greiða niður 28 vísitölustig- jafngildir um 950 miljónum króna á ári — nærri því miljarði! Niðurgreiðslurnar auknar 1. september s.l. voru niðurgreiðslurnar auknar um 2,2 vísitölustig. Voru tvö stig fengin með því að lækka verð á kjöti eri 0,2 með því að greiða niður sumarkartöflur. Nið- urgreiðslur þessar voru látnar mæta verðhækkunum á gas- olíu, hækkuðum opinberum gjöldum og hækkun á húsnæð- islið vísitölunnar. Hækfcunin á gasolíu hafði hækkað vísi- töluna fyrir „hita, rafmagn o.fl.“ um 10 stig, í 204 stig. Vísitalan fyrir „opinber gjöld“ hækkaði um 6 stig, í 151 stig. Vísitala „húsnæðis" hækkaði um 6 stig í 150 stig, en þar er aðeins fafið eftir byggingarvísitölu en ekki eftir raunverulegu ástandi á húsnæðismarkaðnum. Allar þessar Fjölbreytt a-þýzk bókasýning hjá MM □ I dag verður opnuð fyrir almenning austur-þýzk bókasýning í húsakynnum bókaverzlunar Máls og menn- ingar. Á sýningunni eru um það bil 1000 titlar, allt frá sjaldhafnarútgáfum á furðuverkum bó'kagerðar til ódýrra útgáfna á þýzkum samtímahöfundum. ÞSóðviliinn á morgun Þjóðviljinn verður tólf síður á morgun, sunnudag. Af efni sunnudagsblaðsins skal sér- staklega bent á tvær megin- greinamar: Jóhann Páll Árnason skrifar fróðlega grein um nýkapítal- isma og verkalýðsihreyfinguna á Itaib'u. Þetta er fyrri hluti greinarinnar, sem birtist á morgun, síðari hlutinn kemur í þriðjudagsblaðd. Vilborg Harðardóttir blaðamaður segir frá sérstæðri bílferð fyr- ir nokkrum dögum, ferð lang- ferðabifreiðar um sandana miklu á Suðurlandi. Pylgja greininni fjölmargar myndir. Á blaðamannafundi í gær skýrði Magnús Torfi Ólafsson svo frá, að til þessarar sýningar væri stofnað í samvinnu við það fyrirtæki austurþýzkt sem annast inn- og útflutning bóka og tíma- rita og svo verzlunarfulltrúa Þýzka alþýðulýðveldisins á ls- Iandi. Hann sagði, að á sýning- unni væru_um það bil 1000 titlar, og væri fjölbreyttast bókaúrval á sviði vísinda og tækni. Þárna eru og alþjóðl. útgáfur á þýzk- um rithöfundum og nýjum, ágæt- lega vel út gefnar listaverka- bækur, barnabækur, pólitísk rit C|g margt fleira. Þess var og getið að bækur þessar væru yfirleitt fremur ó- dýrar — þannig kostar t.a.m. tólf bindá útgáfa á verkum Goethes sem svarar 720 kr. — en þarna er einnig til sölu nákvæm eftir- mynd á miklu furðuriti — Astro- nomiceum Caesareum, hinu síð- Framhald á 7. síðu. hækkanir voru vegnar upp með því að greiða niður mat- vælavísitöluna um 7 stig, í 236 stig. Þannig hélzt fram- fæi'sluvísitalan fyrir september óbreytt í 195 stigum. Fjórir slösuiust í bílveltu í gærdag Q í morgun varð stórslys austur við Búrfell er bíll sem flutti verkamenn valt þar í brattri hlíð og voru fjórir menn fluttir stórslasaðir í sjúkrahús. Mun þetta vera mesta slys sem orðið hefur þar á vinnustaðnum, og er um að kenna ^vanrækslu verktaka að fylgja settum öryggis- ÖræfajökuÚ séður frá SkaftafcUi. Náttúruverndarráð afhendir þjóðgarðinn Skaftafell friðlýst og fengið ríkinu til varðveizki í gær □ Skaftafell í Öræfum hefur nú verið friðlýst sem þjóðgarður og var í gær af- hent íslenzka ríkinu til vörzlu. Afhenti formaður náttúruverndarráðs, Birgir Kjaran, Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra jörðina við hátíðl. athöfn á Skafta- felli rétt fyrir hádegi í gær. □ Við sama tækifæri var reist á staðnum merki nátt- úruvemdarráðs sem ætlunin- er að auðkenni í framtíðinni a'lla þá staði á íslandi sem náttúruvemdar hjóta. Veður var heldur leiðinlegt í Öræfum í gær, rigning og súld, en stytti upp meðan afhending- in fór fram. Viðstaddir voru náttúruverndarráðsmenn, full- trúar menntamálaráðuneytisins, bændur úr sveitinni, vegamála- stjóri og fleiri gestir. Birgir Kjaran hóf mál sitt með því að segja að náttúruverndar- ráð væri valdalítil stofnun þótt hún ætti veigamiklu hlutverki að gegna, að vera sáttasemjari milli manns og lands. Minntist hann þess, að ráðið hefði ný- verið borið lægri hlut á bökk- um Mývatns, en nú fagnaði það sigri í skjóli hins volduga Vatnajökuls. Hann rakti aðdraganda þess Framhiald á 7 síðu. reglum, og auk þess er grunur um að ökumað- ur hafi verið undir áhrif- um áfengis. VI Slysið varð um kl. 10.40 í gær- morgun er bíll sem' var að flytja menn í kaffi ofan úr grjótnám- inu valt út af veginum. Níu menn voru aftan á palli bíls- ins, sem var af Pickup-gerð, en slikir flutningar á fólki eru al- gerlega bannaðir og verktökum þar á staðnum höfðu verið gefn- ar margar áminningar vegna þess. Engu að síður sinntu þeir engu þessu banni — héldu upp- teknum hætti. Vérkamennirnir sem voru aft- an á palli bílsins töldu að öku- maður hefði ekið mjög ógæti- lega niður brekkuna og virðist hann hafa misst stjórn á bíln- um þar sem beygja var á veg- inum. Var bílstjórinn fluttur til Reykjavíkur og mun lÖgreglan þar taka mál hans til rannsókn- ar. Bíllinn valt tvær og hálfa veltu og var fallið um 10 metr- ar. Farþegar slösuðust flestir en fjórir þó mest og -yoru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús á Sel- fossi og tveir til Reykjavíkur. Einn þeirra brotnaði bæði á hendi og fæti og hlaut auk þess mikið höfuðhögg. Menntamálaráöherra veitiv þjóðgaröinum viðtöku. — (Myndirnar tók ljósmyndari Þjóðviljans vh). t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.