Þjóðviljinn - 16.09.1967, Blaðsíða 2
i
2 SlÐA — ÞJOÐVILJINN — Laugardagur 16. september 1967.
Vilhjálmur Þ. Gíslason
sjötugur
Persónuleg kynni mín af Vil-
hjálmi Þ- Gislasyni voru næsta
lítil unz ég gerðist starfsmaður
Menntamálaráðs fyrir röskum
ellefu • árum. Hann hafði þá
átt sæti i ráðinu nokkuð á
annan áratug, og þar er hann
enn í dag. Við höfum því haft
allmikið saman að sælda nú
um hríð, svo sem að líkindum
lætur. Hafa þau samskipti ver-
ið á þá lund, að ég finn hjá
mér hvöt til að brjóta þá reglu
mína að skrifa ekki afmælis-
greinar- Bið ég því Þjóðviljann
fyrir fáein þakklætis- og ám-
aðarorð til Vilhjálms, sem er
sjötugur í dag-
Vilhjálmur Þ. Gíslason er
fæddur í Reykjavík 16. sept- •
ember 1897. Hann ólst þar upp
á kunnu- menningarheimUi
mikilhæfra foreldra, Þorsteins
skálds og ritstjóra Gíslasonar
og konu hans Þórunnar Páls-
dóttur. Stúdent varð Vilhjálm-
ur 1917 og lauk meistaraprófi
i íslenzkum fræðum við Háskóla
íslands 1923. Síðan stundaði
hann um hrið framhaldsnám í
Kaupmannahöfn, Osló, Löndon
og Oxford. Snemma varð Vil-
hjálmur þjóðkunnur maður
fyrir ritstörf. Sökkti hann sér
um hríð niður í íslenzka sögu
og bókmenntir 18. aldar. Ávext-
ir þeirra rannsókna voru tvö
allstór rit, lslenzk cnduireisn
(1923) og Eggert Ólafsson
(1926). Var um þær mundir
útlit fyrir að hann hygðist gera
18. öldina að kjörsviði sínu. En
áhugamál Vilhjálms hafa löng-
um verið af mörgum toga
spunnin, maðurinn ekki við
eina fjöl felldur í þeim efnum.
Því gat naumast hjá því farið,
að hann léti margt fleira en
sagnavísindi á afmörkuðu sviði
til sín taka. Hann hefur alla tíð
verið starfsmaður mikill, enda
eru ritstörf hans og margs
konar opinber störf svo marg-
þætt orðin, að ég ber ekki við
að telja þau hér upp- Um þáu
má lesa langar skrár í Kenn-
aratali bg víðar.' Það veit líka
hvert mannsbam, að um nær
hálfrar aldar skeið hefur Vil-
hjálmur verið einhver afkasta-
mesti fræðari þjóðarinnar, sem
rithöfundur, blaðamaður, fyrir-
lesari, skólamaður og útvarps-
stjóri.
Ég gat þess, að persónuleg
kynni okkar Vil’njálms væra
mest hin síðari árin. En hneigð
hans til að miöla öðrum fræðslu
ýtti snemma við mér með þeim
hætti. sem einkar ánægjulegt
er að minnast. Á þeim dögum,
þegar ég, ófróður sveitardreng-
ur, bjó við stöðugt bókahungur
fram um sautján ára aldur,
var Lögrétta þeirra feðga, Þor-
steins skálds og Vilhjálms
magisters, næsta kærkominn
gestur. Móðurbróðir minn var
kaupandi Lögréttu, og taldi
hana öðrum blöðum betri, sem
-------:-------------------,------ó
Alls-
nægtaborðið
Ógnarlegar raunir dynja nú
á íslenzku þjóðinni. Banda-
ríska sjónvarpinu hefur verið
bægt á haf út, svo að auk
„næsta nágrennis1* fái þorsk-
ar einir notið þess; það alls-
nægtaborð hefur verið frá
okkur tekið sem áður veitft
næringu mestan hluta sólar-
hringsins, og það ókeypis —
líkt og draumurinn um komm-
únisma hefði rætzt þar sem
hans var sízt von. Og með
allsnægtaborðinu hefur gleð-
in horfið úr lífi okkar, sú
hríslandi tilhlökkun sem vakti
okkur á hverjum morgni, sú
ógleymanlega endurminninga-
sæla sém svæfði okkur á
hverju kvöldi og tryggði okk-
ur ljúfa drauma; nú er lífið
orðin þung byrði og sú von
ein bundin við svefninn að
hann verði ævarandi. Eða
eins og Félag sjónvarpsáhuga-
manna segir réttilega í álykt-
un sinni: dátapjónvarpið er
frá okkur tekið „aðeins til
þess... að skaprauna fjölda
íslendinga.“ Og hvers virði er
lífið þegar það er orðið sam- '
felld raun?
■ Félag sjónvarpsáhugamanna
■bendir á að ekki aðeins hafi
raunirnar nú lagt undir sig
bústaði gleðinnar í sálum
landsmanna, heldur muni hið
hroðna allsnægtaborð valda
pólitískum umskiptum á ís-
landi; það muni „skapa óvild
í garð íslenzkra stjórnar-
valda.“ Stjórnarvöldin hafa
haldið velli í nærfellt áratug;
þau hafa staðizt femar al-
þingiskosningar, nú síðast í
sumar; röksemdir og önnur
spellvirki stjórnarandstæðinga
hafa ekki hrinið á ráðherrum
frekar en vatn á gæsum. En
enginn má sköpum renna;
ráðherrarnir hafa reynzt eiga
þá ósk eina að skaprauna
landsmönnum ogmunu í stað-
inn uppskera óvild. Og sú
stjórn mun ' ekki standast
stundinni lengur sem þjóðin
vill ekki,
En breytingin á stefnuloft-
neti hemámsstöðvarinnar í
þágu sjávarkykvenda mun
einnig hafa örlagaríkar al-
þjóðlegar afleiðingar. Félag
sjónvarpsáhugamanna segir
að hún muni „sþilla góðri
samvinnu við NATO-vamar-
stöð' okkar á Keflavíkurflug-
velli." Gegn þeirri samvinnu
hefur verið barizt um langt
árabil ekki síður en gegn rík-
isstjóminni og með ámóta
takmörkuðum árangri. En nú
er semsé komið að tímamót-
um einnig á því sviði. Sú
samvinna sem spillt hefur
verið fær að sjálfsögðu ekki
staðizt stundinni lengur; her-
námsliðið mun hverfa í sömu
átt og stefnuloftnetið vísar.
Megum við þá minnast þeirr-
ar djúphugsuðu speki sem
Bjami Benediktsson hefur
aldrei þreytzt á að kynna, að
keðja er engu sterkari en
veikasti híekkur hennar. Um
leið og herstöðin hverfur af
Miðnesheiði er Atlanzhafs-
bandalagið farið veg allrar
veraldar, og við stöndum
varnarlausir andspænis þeim
alþjóðlega kommúnisma sem
voklr yfir okkur, gulur á lit.
Senn munu varðliðar kenna
okkur ; að þylja orðskviði
Maós af þeim biblíupappír
sem að sögn Morgunblaðsins
reyndist eldtraustur í brun-
anum niikla í Borgartúni.
Þetta hefðu einhvern tíma
þótt ískyggilegar horfur, en
svo er ekki lengur. Til eru
þær sorgir sem eru svo sárar
að allur síðari harmur verð-
ur léttbær í samjöfnuði við
þær, Slíka skapraun lifum
við nú; allsnægtaborðið er
horfið; við höfum verið svipt
gleðinni að eilífu.
— Austri.
þá komu þar í sveit. Hann var
glöggur maður og fróðleiksfús
og fór ekki með fleipur. Frá-
leitt hef ég kunnað að meta
nema sumt, seíh í Lögréttu birt-
ist, og vel man ég það, að
ellefu ára gömlum þótti mér
Ævisaga Krists eftir Papini
heldur langdreginn lestur. Hana
lærði ég ekki að meta fyrr
en síðar. En þegar Vesalingarn-
ir eftir Hugo tóku að birtast
(í þýðingu Kvaransfeðga og
V-Þ.G.), þá var póstsins beðið
með- óþreyju í Hjarðardal —
í slíka sögu vantaði ekki bar-
dagann! Og enn minnist ég
þáttanna, sem báru samheitið
Um víða veröld. Þeir voru í
hverju blaði Lögréttu, lapgir
eða stuttir eftir atvikum. Oft
birtust þar endursagnir úr for-
vitnilegum erlendum ritum-
Hygg ég, að “Vilhjálmur hafi
ósjaldan lagt þar hönd að verki,
og með vissu voru sumir pistl-
arnir með fangamarki hans.
Þessi greinarflokkur var æsku-
manni á þeirri tíð eins konar
gluggi, þar sem sá býsna vel
út í margslunginn ©g furðuleg-
an heim. Allt frá þessum dög-
um tel ég mig eiga V.Þ.G.
þakkarskuld að gjalda.
Á sjötugsafmæli Vilhjálms Þ.
Gíslasonar eru mér að vonum
ofarlega í huga störf hans í
Menntamálaráöi og stjórn Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs. Ýkju-
laust er, aö Vilhjálmur hefur
ýmist átt frumkvæði að éða
stutt ötullega þau verk útgáf-
unnar, sem svipmest eru, svo
sem Sögu Islendinga, íslenzk
úrvalsrit, Orðabók Menning-
arsjóðs og alfræðibók þá, sem
nú er að unnið. Og um þessar
mundir eru til meðferðar hjá
útgáfustjóm fjölhliða og rök-
studdar tillögur Vilhjálms Þ.
Gíslasonar um breytt og fast-
ar mótað útgáfusnið og út-
gáfustefnu. Bera þær tillögur
þess Ijósan vott, sem raunar
er engin nýjung, að Vilhjálmi
er annt um Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, telur hana hafa
mikilvægu hlutverki að gegna
og vill veg hennar sem mestan-
Er þess að vænta, að takmörk-
uð fjárráð eða örðug aðstaða
að öðru leyti þurfi ekki lengi
að torvelda framkvæmd þessara
tillagna í megindráttum.
Vilhj. Þ. Gíslason hefur flest-
um betur lifað samkvæmt því
boðorði Hávamála, að „glaður
og reifur“ skuli hver maður.
Vafalaust á þetta bjarta lífs-
viðhorf og létta lundarfar sinn
þátt í því, hversu vel Vilhjálm-
ur ber áratugina sjö. Og þótt
hann íeggi nú á áttunda tnig-
inn. hverfi senn frá daglegum
embættisönnum, er lítil hætta
á að hann verði iðjulaus meðan
kraftar endast. Áhugamálin
eru mörg, skemmtileg viðfangs-
efni blasa án efa hvarvetna við.
Ég held að Vifhjálmi Þ. Gísla-
syni þyki gaman að lifa. Og
okkur vinum hans þykir gaman
að hann lifi, glaður og reifur,
eins og hann hefur alltaf ver-
ið.
i Gils Guðmundsson.
Frá barnaskólum
Kópavogs
Eldri deildir skólanna eiga að he'fja skóla-
nám mánudaginn 18. sept. og koima þann
dag í skólana á þessum ’tíma:
12 ára deildir komi kl. 9 f.h.
11 ára deildir komi kl. 10 f.h.
10 ára deildir komi kl.ll f.h.
Fræðslufulltrúi.
LögtaksúrskurBur
Samkivæmt kröfu bæjargjaildkerans í Hafnarfírði
úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum útsvör-
um og aðstöðugjöldum til Hafnarfjarðarkaupstað-
ar, álögðum árið 1967.
Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum
að liðnum 8 dögum frá dagsetningu úrskurðar
þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
4. september 1967
Skúli Thorarensen, fulltrúi.
Stúlka óskast
Óskum eftir að ráða áreiðanlega og reglu-
sama stúlku, ekki yngri en 16 ára, 'til sendi-
ferða, símavörzlu og fl. Eiginhandarum-
sóknir sendist skrifstofu yorri eigi síðar en
22. sept n.k.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18900
Atvinna
Stúlka óskast nú þegar til að annast síma-
vörzlu í skrifstofu borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2. Umsóknum, er tilgreini ald-
ur og fyrri störf, sé skilað til skrifstofu-
stjóra fyrir 22. þ.m.
Kennarar óskast
Tvo kennara vantar að bamaskólanum í
Neskaupstað.
Fræðsluráð Neskaupstaðar.
Listkynningu og kaffisölu
halda Menningar- og friðarsamtök íslenzkra
kvenna í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 17.
september kl. 14,30. Þessir listamenn sýna
verk, sín:
Sverrir Haraldsson, listmálari
Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari
Vigdís Kristjánsdóttir, listmálari
Eyborg Guðmundsdóttir, listmálari
Sigurður Sigurðsson, listmálari
Kjartan Guðjónsson, listmálari
Jóhannes Jóhannesson, listmálari
Jóhann Eyfells myndhöggvari -
Kristín Eyfells, listmálari
Magnús Ámason, listmálari
Barbara Árnason, listmálari
Steinþór Sigurðsson, listmálari
Hringur Jóhannsson, listmálari
Ragnheiður Óskarsdóttir, listmálari s •**
Sigríður Björnsdóttir, listmálari
Sigrún Jónsdóttir, kennari, sýnir batik.
Ragnar Lárusson, listmálari teiknar andjits-
myndir af ge^tum ef óskað er.
Kruaur g-
blomaverzlun
12 teg. túlipana, einfaldir og tvöfaldir á kr. 6.
Páskaliljur á kr. 7. 4 teg. crocusar og ýmsir aðrir
smálaukar. Jóla-hyacintur á kr. 15. Hyacintur
á kr. 12. Hyacintuglös.
Allt 1. ‘flokkur.
Urvals pottablóm — Ný sending. Daglega ný af-
skorin blóm.
íslenzkt handunnið keramik og önnur vönduð gjafa-
vara. —- Opið alla daga frá kl. 10 — 22. — Næg bíla-
stæði. — Góð þ'jónusta.
Blómaverzlunin Skrúður
við Hafnarfjarðarveg, sunnan Kópavogslækjar.
BRAUÐHÖLLIN
OPNAR í DAG
SMURBRAUÐSTOFU AÐ LAUGALÆK 6
*
VEIZLUBRAUÐ
— SNITTUR — BRAUÐTERTUR —
ÖL OG GOSDRYKKIR.
*
BRAUÐHÖLLIN
Laugalæk 6 — Sími 30-941.
!
*