Þjóðviljinn - 16.09.1967, Qupperneq 3
Ijaugardagur 16. september 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J
Hundrað miljón dollara tjón
í Bandaríkjunum nú í sumar
CHICAGO 15/9 — Allt var með kyrrum kjörum
í suðurhluta Chicago í dag þó miklar blikur væru
erín á lofti eftir margra klukkutíma óeirðir í gær-
dag, þar sem 12 manns þ.á.m. 6 lögregluþjónar
særðust og 54 blökkumenn voni teknir höndum.
Myndin er frá kynþáttaóeirðunum í Bandaríkjunum. Þarna er verið
að flytja fanga til yfirheyrslu.
-<S>
Spænskur verkalýS-
ur krefst kjarubótu
SAN SEBASTIAN 15/9 — Spænska stjórnin kom
í dag saman á fund undir forystu Franko ein-
ræðisherra til að ræða sérstaklega hinar sívaxandi
kröfur um almennar launahækkanir í landinu.
Einnig verður rætt um Gibr-
altar en íbúarnir þar samþykktu
með yfirgnæfandi meirihluta í
aimennum koSningum á sunnu-
dag að halda sambandi sínu við
Bretland.
Lágmarks daglaun spænskra
verkamanna eru nú 84 pesetar
þ.e. um 60 ísl. kr. og hafa leið-
togar verkalýðssamtakanna, sem
lúta forsjá ríkisvaldsins, kraf-
izt þess að þau verði hækkuð
ppp í 125 til 160 peseta vegna
vaxandi dýrtiðar.
Ríklsstjórn
Nigeríu tekur
sáttanefnd
LAGOS 15/9 — Ríkisstjórnin í
Lagos hefur fallizt á það að
sendinefnd þjóðhöfðingja sex
Afríkuríkja komi til höfuðborg-
ar Nigeríu til að reyna að miðla
málum með sambandsstjórninni
og uppreisnarmönnum í Biafra.
f fyrstu voru menn mjög ugg-
andi um það að Nígeríu,stjórn
mundi ekki leyfa málamiðlunar-
nefndinni að koma til landsins,
en snemma í dag tók ríkisstjórn-
in ákvörðun um að gera það, þó
enn sé óljóst hvort hún tekur
nokkurri málamiðlun.
Ríkisstjórnin vill hins vegar
ekki ganga lengra á móts við
kröfur þeirra en hækka launin
upp í 90 til 96 peseta lágmarks-
daglaun.
Þetta hefur valdið megnri
óánægju meðal verkamanna.
Verðlag á flestum nauðsynja-
vörum hefur farið mjög hækk-
andi síðan 84 peseta lágmarks-
launin voru ákveðin j fyrravor
og þrátt fyrir það, að flestir
verkamenn á Spáni fá meira en
lágmarkslaun að sögn NTB tel-
ur verkalýðshreyfingin að þeir
eigi rétt á launahækkun.
Frett'amenn segja • að þessar
launakröfur geti v'aldið miklum
ágreiningi með verkalýðssamtök-
unum og ríkisstjéminni.
Margir hinna handteknu voru
blökkuunglingar.
Lögreglan leitaði vandlega á
svæðinu að leyniskyttum sem
höfðu skotið að lögreglunni af
húsaþökum, en árangurslaust.
Lausnartryggingagjald fyrir þá
sem hafa verið handteknir fyrir
að trufla opinbera röð og reglu,
taka þátt í slagsmálum og ólög-
legum kröfugöngum hefur verið
hækkað upp í 25 til 50 þúsund
dollara.
í allan dag var lögregla á vakt
á götum borgarinnar við öllu bú-
in.
Tjón á tryggðum eigum eftir
kynþáttaóeirðirnar í sumar í
Bandaríkjunum var í dag metið
á 100 miljónir dollara (á fimmta
miljarð ísl- kr.).
Það var Richard Hughes fylk-
Verður greiff þjóðaratkv.
um aðild Frakka að Nato?
PARÍS 15/9 — Þjóðaratkvæðagreiðsla verður ef til
vill haldin í Frakklandi næsta ár um það hvort
landið skuli slíta öll tengsl við NATO, sagði náinn
samstarfsmaður de Gaulle í dag.
I grein í tímaritinu Notre Republique segir Louis
Vallon að árið 1968 verði framtíðarstefna franskrar
utanríkisstefnu mörkuð og það sé mjög líklegt að
de Gaulle muni fara þess á leit að franska þjóðin
samþykki að Frakkar slíti öllum tengslum við
NATO í þeim tilgangi að efla friðsamleg samskipti
Austur- og Vestur-Evrópu.
isstjóri í New Jersey sem skýrði
frá þessu mati, en hann er for-
maður sérstakrar opinberrar
nefndar sem skipuð var til að
rannsaka tjónið í þeim héruðum
sem kynþáttaóeirðir hafa sett
svip sinn á.
Friðarsamning-
ar óhugsandi
WASHINGTON 15/9 — Fomiæl-
endur bandarísku ríkisstjórnar-
innar lýstu því yfir í dag að það
væri óhugsandi að nokkrar samn-
ingaviðræður um frið í Vietnam
gætu farið fram á næstunni.
Þessi yfirlýsing var gerð í til-
efni þess að franskir fréttamenn
í Hanoi höfðu komið því á fram-
færi að hægt væri að koma á
friðarumræðum á þrem til fjór-
um vikum, ef Bandaríkjamenn
hættu Ioftárásum á Norður-Viet-
Vísindamanni refsað fyrir
andstöðu við Vietnamstríð
SAN FRANCISCO 15/9 — Vísindastofnun Banda-
ríkjanna sem nýtur fjárstuðnings hins opinbera
hefur vísað frá umsókn stærðfræðings uin 250.000
dollara til stærðfræðirannsókna, vegna þess að
hann er eindreginn andstæðingur styrjaldarstefn-
unnar í Vietnam.
Ríkið borgi
kosningsbarált-
una í USA
WASHINGTON 15/9 — Fjár-
málanefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings samþykkti í gær rót-
tæka þreytingu á kosningalögun-
um, sem verða til þess ef þær
fá meirihluta í fulltrúadeildinni,
að frambjóðandi hvors flokksins
Demokrata og Repúblikana í for-
setakosningunum næsta ár fær
14 miljón dollara af almannafé
til að verja í kosningabaráttuna,
Hingað til hafa frambjóðendur
orðið að treysta á framlög ein-
staklinga. Samkvæmt hinu nýja
lagafrumvarpi munu þeir geta
valið hvort þeir vilja heldur
njóta stuðnings einstaklings eða
ríkisvaldsins.
Russell Long fbrmaður fjár-
málhnefndar sagði, að hann teldi
að lagafrumvarpið, en samkvæmt
er því er einnig gert ráð fyrir
að frambjóðendur í kosningum
um 34 öldungadeildarmenn á
næsta ári fái 26 miljónii- dollara.
muni uppræta svo til alveg fjár-
málaspillingu í opinberu lífi.
Litasjónvarp í
Danmörku
KHÖFN 15/9 — Danska út-
varpsráðið hefur ákveðið að
leggja það til við menntamála-
ráðuneytið að litasjónvarp verði
undirbúið í Danmörku.
Það er talið að útgjöld danska
útvarpsins vaxi um 10 miljónir
árlega þegar litasjónvarp verð-
ur tekið til starfa, en fyrir þessa
upphæð verður hægt að hafa 10
tíma útsendingu í litum á viku.
Kostrfaður við breytingar yfir
í litsjónvarp er áætlaður nema
um 18 miljón krónum.
Raunverulegt litasjónvarp í
Danmörku mun þó ekki taka til
starfa fyrr en 1970.
Dzu var dæmdur í
9 mánaða fangelsi
SAIGON 15/9 — Truong Dzu lögfræðingur, for-
ystumaður þeirra frambjóðenda í S-Vietnam sem
ekki náðu „kjöri“ en hafa nú myndað samtök til
að berjast gegn kosningasvindlinu í forsetakosn-
ingunum, var í dag dæmdur í níu mánaða fang-
elsi og rúml. 250 þús. króna'sekt fyrir fjárglæfra.
Vísindamaðurinn heitir Step-
han Smale og starfar við Háskól-
ann' í Berkley utan við San
Francisco. Hann heldur því fram
að stofnunin hafi tekið þessa á-
kvörðun af ótta við Bandaríkja-
þing.
Dr- Smale vár í fyrra í
Moskvu þar sem hann fékk verð-
laun fyrir afrek í stærðfræði.
Meðan hann dvaldist þar tók
hann opinbera afstöðu gegn utan-
ríkisstefnu bæði Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna og meðferð
Sovétstjórnarinnar 4 mennta-
mönnum.
Árið 1965 aðstoðaði hann við
að skipuleggja kröfugöngur gegn
stríðinu í Vietnam í Bandaríkj-
unum, m.a. reyndu þáttiakendur
að stöðva herflutningalest í
Berkley.
KÁPUR OG KJOLAR
•. #
Stórt og glæsilegt úrval af
KJÓLUM - DRÖGTUM
BUXNADRÖGTUM - KÁPUM
Mv» ýjjipf
í öllum stærðum og nýjum tízkulituim.
Selt með afborgunarskilmálum.
Kjólabúðin Kjólabúðin
Lækjargötu 2 Bankastræti 10
Dzu var ekki viðstaddur er
dómur var kveðinn upp, þar sem
hann hafði áður lýst því yfir að
ákærurnar væru upplognar.
Fréttamenn í Saigon telja það
ólíklegt að Dzu verði stungið inn
á næstunni og muni hann geta
skotið málinu til Hæstaréttar.
Dzu var sekur fundinn um að
hafa ólöglega yfirfært samtals
11.500 bandaríska dollara á banka
í San Francisco í júní í ár.
Annar liður ákærunnar var að
hann hefði gefið út gúmítékka
upp á tæpar fimm hundruð þús-
undir árið 1962.
Hann var sýknaður af þriðja
kæruatriðinu sem snerti fjár-
glæfna á árinu 1957.
Skrifstofustúlkur
Opinber stofnun óskar að ráða tvær skrif-
stofustúlkur nú þegar. Kunnátta í vélritun
nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini mennt-
un og starfsreynslu sendist afgreiðslu olaðs-
ins fyrir 21. þ.m.
1967“.
merkt „Skrifstofustarf
Ný sérverzlun VERIÐ VELKOMIN
Opnum í dag sérverzlun með
ÚTIHURÐIR Kynnið vkkur verð og gœði
að Lyngási 8 Garðahreppi á framleiðslu okkar
| 0NDVEGI H«F« Lyngási 8 Garðahreppi símar 52374-51690
I