Þjóðviljinn - 16.09.1967, Blaðsíða 7
I
Laugardagur 16. september lf)67 — Þ.TÖÐVILJINN — SlÐA J
Skaftafell var afhent í gærmorgun
Kristín Þorláksdóttir vift náttúruvcmdarmcrki sitt-
Framhald af 1. síðu.
að Skaftafell er friðlýst sem
þjóðgarður, en sú ráðstöfun var
samþykkt í náttúruverndarráði
í febrúar 1961 að tillögu Sig-
urðar Þórarinssonar. í grelnar-
gerð fyrir tillögu sinni sagði
Sigurður á sínum tíma að varla
léki á tveim tungum, að náttúru-
fegurð í Skaftafelli í Öræfum
væri stórfenglegri en á nokkru
öðru byggðu bóli á fslandi og
vaeri þar að finna flest það er
prýða mætti íslenzka náttúru:
stórleikur landslags er óvíða
meiri, útsýn fögur til hæsta jök-
uls landsins, miklar sandauðn-
ir sem skapa andstæður, skóg-
ur, fjölbreytilegar bergtegundir,
mesti skriðjökull landsins, Mors-
árjökull, fagrir fossar og gil og
gróður fjölbreyttari en víðast
annars staðar, enda engin jörð
önnur nema grannjörðin Svína-
fell sem nýtur eins mikillar
veðursældar. .
Tók Birgir Kjaran undir orð
Sigurðar um náttúrufegurðina
og gat þess að landareignin
Skaftafell væri all víðáttumikil.
allt að þúsund ferkílómetrar eða
1/100 af flatarmáli alls lands-
ins. Hann sagði náttúruvemdar-
ráð hafa gilda ástæðu til að
ætla að friðlýsingin muni mæl-
ast mjög vel fyrir, ekki aðeins
meðal almennings á fslandi, en
einnig meðal erlendra vísinda-
manna, þar eð Skaftafell væri
vel þekkt í heimi nátúruvísind-
anna. Kvaðst hann vilja þakka
World Wide Life Fund, sem
styrkt hefði fyrirtækið og gert
mögulegt að festa kaup á jörð-
inni.
Birgir benti á að reist hefði
verið að Skaftafelli merki nátt-
úruverndarráðs, sem framveg-
is er ætlunin að auðkenni alla
staði á fslandi sem náttúru-
verndar njóta. Merkið er teikn-
að af Kristínu Þorláksdóttur
og er táknið laufblað, á efri
helmingi fjall og fljúgandi fugl
og á neðri öldur og fiskur. Bað
hann síðan menntamálaráðherra
að taka við Skaftafelli fyrir
hönd íslenzka ríkisins, sagði það
gjöf til allrar þjóðarinnar og
óskaði að hún mætti vel njóta.
Auglýsing um svéinspróf
Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um
land allt í október og nóvember 1967.
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber 'að sækja um
próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa
námstíma og burtfárarprófi frá iðnskóla.
Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir
þá nemendur sem eiga 2 mánuði eða minna eftir
af námstíma sínum. enda hafi þeir lokið iðnskóla-
prófi.
Umsóknir um próftöiku sendist formanni viðkom-
andi prófnefndar fyrir 1. október n.k., ásamt venju-
legum gögnum og prófgjaldi.
Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá umsókn-
areyðublöð afhent í skrifstofu iðnfræðsluróðs, sem
einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda.
Reykjavík, 15. september 1967.
Iðnfræðsluráð.
Faðir okkar,
SVEINN EINARSSON frá Ólafsvík,
lézt að Hrafnistu miðvikudaginn 13. þessa mánaðar. —
- Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn
13. september n.k. kl. 13.30. Jarðsett verður í Ólafsvík.
Börn og tengdabörn.
Faðir okkar og tengdafaðir
EMIL TÓMASSON,
Brúarósi, Kópavogi,
sem andaðist að Landakoti 11. sept. sl. verður jarðsett-
ur frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. sept. kl. 10.30.
Athöfninni verður útvarpað.
Börn og tengdabörn hins látna.
Gylfi Þ. Gislason mennta-
málaráðherra sagði, að venju-
lega væri svarað, að það sem
gerði okkur að íslendingum
væri tungan, sagan sem gerzt
hefði í landinu og menningin
sem hér hefði myndazt í nær
1100 ár Væri það rétt, en þó
værum við ekki þeir íslendingar
sem við erum ef landið væri
ekki eins og það er. f 1100 ár
hefðu forfeður okkar og við
horft á fegurð landsins og hrika-
leik, dáðst að því og lært að
elska það. Það væri hluti af okk-
ur .og við hluti af bví. Án ís-
lands væru engir íslendingar,
sagði ráðherra.
Hann minntist á skyldur ís-
lendinga við landið. það væri
þáttur i slíkri baráttu þeirra
fyrir því að vera íslenzkir að
varðveita landið. náttúru þess,
sérkenni og fegurð.
Ságði ráðherra að sér væri
innilegt gleðiefni að veita þessu
landssvæði viðtöku, og kvaðst
vita að gjörvöll þjóðin fagnaði
því að það yrði þjóðgarður,
friðað. svo fegurð þess héldist
ósnortin. tign þess órofin.
Kvaðst menntamálaíáðherra
að lokum vona að mörg spor
þessu lík yrðu stigin á næstu
árum. Þeim mun betur sgm við
gætum landsins. þeim mun frem-
ur eigum við skilið að eiga það,
sagði hann.
Aðalfundur Nor-
ræna félagsins
Aðalfundur Norræna félagsins
var haldinn 14. þ.m. Sigurður
Bjarnason ritstjóri, formaður fé-
lagsins setti fundinn og stjórn-
aði honum en fundarritari var
Sveinri Ásgeirsson hagfræðingur.
Einar Pálsson framkvæmdastj.
félagsins gerði grein fyrir störf-
um þess á sl. starfsári. Frú Am-
heiður Jónsdóttir gjaldkeri fé-
lagsins gerði grein fyrir reikn-
ingum þess. Þá fór fram stjóm-
arkosning. Sigurður Bjarnason
ritstjóri var endurkjörinn for-
maður félagsins. Aðrir í aðal-
stjóm eru: Vilhjálrriur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri, Páll ísólfsson
tónskáld, frú Arnheiður Jóns-
dóttir, Thorolf Smith blaðamað-
ur, Sveinn Ásgeirsson hagfræð-
ingur og Lúðvíg Hjálmtýsson
fratnkvæmdastj., er var kjörinn
í stað Sigurðar Magnússonar
fulltrúa er baðst undan endur-
kosningu.
f varastjórn voru kjörnir
Bárður Daníelsson verkfræðing-
ur, Gils Guðmundsson alþingis-
maður, frú Valborg Sigurðar-
dóttir, Páll Líndal borgarlögmað-
ur og Hans Þórðarson stórkaup-
maður. Endurskoðendur voru
kjömir Þór Vilhjálmsson borg-
ardómari og Óli J. Ólason kaup-
maður.
Bótasýnmg
Framhald af 1. siðu.
asta undirstöðuriti í stjarnfræði
sem byggði á þeirri forsendu að
jörðin væri miðdepill alheimsins.
og geta lysthafendur greitt 21
þús. krónur fyrir þennan grip ef
vlll.
Sýningin er haldin áiþeimtíma
að þar er t.a.m. ekki ný fom-
íslenzk orðabók, sem er að koma
út í Austur-Þýzkalandi og ekki
heldur Islenzk-þýzk orðabók
þróf- Sveins Bergsveinssonar. —
Hinsvegar gefur þar að líta af-
mælisrit til Walthers Baetke, all-
mikið greinasafn um íslenzka
bókmenntasögu og norræna goða-
fræði.
■M gullsmíp;
STÍmlMl
Mfl
Auglýsið í
ÞJÓÐVILJANUM
Æskulýðssíðan
Framhald af 4. siðu.
— Já, það er einmitt á slík-
um tímum, sem launþegar
finna bezt hve nauðsynlegt er
að eiga samhenta sósíalíska
forustu og vonandi getur ÆF
lagt þar sitt af mörkum.
— Á næsta ári verður Æsku-
lýðsfylkingin 30 ára, þeirra
tímamóta verður væntanlega
minnzt á verðugan hátt?
— Ég held að við minnumst
afmælisins verðugast með að
stórefla starf og félagatölu
okkar. Verkefni eru næg. En
til að hrinda þeim í fram-
kvæmd þurfum við feikna
starfslið fylltu áhuga og hug-
kvæmni ungs fólks. Æskulýðs-
fylkingin getur ekki boðið þeim
dugmestu notaleg embætti,
bitlinga eða vel launaðar stöð-
ur í eigin fyrirtækjum, eins og
manni virðist tíðkast hjá sum-
um öðrum æskulýðsfélögum.
Aflvaki okkar mun samt reyn-
ast drýgri, en hann er sú full-
næging og ánægja, sem felst í
því að vinna göfugu málefni
gagn.
, Ólafur Ormsson.
BLAÐ-
DREIFING
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin
hverfi:
Hjarðarhagi.
Framnesvegur.
Vesturgata.
Hringbraut.
Kaplaskjólsvegur.
Tjarnargata.
Langahlíð.
Blönduhlíð.
Hvassaleiti.
Vogar.
ÞJÓÐVILJINN
Sími 17-500.
VIÐGERÐIR
á skinn- og
rúskinnsfatnaði.
Góð þjónusta
Leðurverkstæði
Úlfars Atlasonar,
Bröttugötu 3 B.
Simi 24-678.
Sigurjón Björnsson
sálfræðingur
Viðtöl skv. umtali.
Símatími virka daga kl.
9—10 f.h.
Dragavegi 7
Sími 81964
Allt til
RAFLAGNA
■ Kafmagnsvorur.
■ Heimilistækl.
■ Útvarps- og sjón-
varpstækL
Rafmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670.
NÆG BÍLASTÆÐl
„ A __AX.1»ÝÐTJ
bandaiagið
I REYKJAVÍK
Alþýðubandalagið í Rvík
hefur nú opnað skrifstofu
sína regluicga á nýjan Ieik.
Verftur skrifstofan opin frá
kl. 2—7 síðdegis, frá mánu-
degi til föstudags. Skrifstof-
an er að Miklubraut 34,
síminn er 180 81. Guðrún
Guðvarðardóttir hefur ver-
ið ráðin starfsmaður Ál-
þýftubandalagsins í Reykja-
vík. Eru félagsmcnn og aðr-
irf Aiþýðubandalagsmenn
hvattir til að hafa samband
vift skrifstofuna.
BRIDG ESTO N E
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannar gseðin.
BRIDGESTONE
veitir aukið
öryggi í akstri.
BRI DGESTON E
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
ÞÚ LÆRIR
MÁLIÐ
I
MlMI
INNHEIMTA
lÖOmÆOt&TÖttF
Mávahilð 48. Siml 23970.
Sængurfatnaður
- Hvítur og mislitur —
\
★
' ÆÐARDÚNSSÆNGUB
GÆSADÚNSSÆNGUB
DRALONSÆNGUB
SÆNGURVEB
LÖK
KODDAVER
triðin
Skólavörðustig 21.
Smurt brauð
Snittur \
brauð boer
— við Oðinstorg
Simi 20-4-90.
Laugavegj 38.
Sími 10765.
*
Enskar
buxna-
dragti
*
ir
Mjög vandaðar
og íallegar.
*
i
Póstsendum
um allt land.
HÖGNI JÓNSSON
Lögfræði- og fasteignastofa
Bergstaðastræti 4.
Simi 13036.
Heima 17739.
ÖNNUMST flLLfl
HJÖLBARÐANðNUSTU,
FLJÚTT OG VEL,
MEO NÝTÍZKU TÆKJUM
§•“’ NÆG
BÍLASTÆÐI
OPID ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.30-24.00
HJOIBARÐAVIÐGERÐ KÓPAVOGS
Kársnesbrant 1
Sími 40093
ur og skartgripir
KDRNELÍUS
JÓNSSON
skólavördustig 8
[R -Vcn+u+x&f frezf
khbki